Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 17 það að tala lengur, að þær „útrými öðru“. Það er ekkert undarlegt, þótt prédikunin sé talin mjög veigamikill þáttur í messunni. Sízt vildi ég gera litið úr altarissakra- mentinu, en ég held, að íslend- ingar verði seinir til að líta á það sem höfuðatriði messunnar. Ef annars á að líta á eitthvað sem „höfuðatriði", þá er ekki óeðlilegt, að það sé prédikunin. Hið talaða orð er nú einu sinni öflugasta baráttutækið sem vér eigum, til sóknar og varnar Guðsríkinu sem öðru. Litlu hefði Jesús áorkað um sina daga, hefði hann látið sér nægja að dunda við helgisiðina eina. Aldrei hefði orðið úr því neinn kristindómur. Hið sama má og segja um postulann Pál. En þó að það sé hvorki á færi presta né annarra að fara í spor þessara frumherja kristninnar, þá verðum vér samt að taka þá til fyrirmynd- ar, eins og mögulegt er, ef vér viljum ekki láta kristindóminn koðna niður í eintómar helgi- siðakúnstir. Víst er það sagt með miklum rétti, að menn verði ekki kristnað- ir með prédikuninni einni saman. En ég veit ekki, hvort árangurinn verður betri, þótt reynt sé að láta menn éta kristindóminn, sem helzt virðist vaka fyrir handbók- arnefnd. „Syngið nýjan söng“ Ekki get ég skilizt svo við þetta spjall, að ekki sé minnzt á Grall- arann, þessa „geysihaglegu geit“, sem segja má að leggi til „uppi- stöðuna og ívafið" í tillögur hand- bókarmanna. Enda „vilji nefndar- innar að gefa fólki grallarasöngv- ana á nýjan leik“. Er hér verið að stíga svona álíka spor í menning- arátt, eins og tækjum vér rímna- kveðskapinn — þetta sem Jónas Hallgrímsson kallaði „leirburð- arstagl og holtaþokuvæl" — fram yfir verk góðskálda og stórskálda þjóðarinnar. “Syngið Drottni nýjan söng“, segir Davíð konungur. En hand- bókarnefnd segir: Syngið gamlan söng, syngið gamlan grallarasöng! Nokkurn forsmekk hefir þjóðin fengið af þessu munkarauli og hygg ég, að allur þorri lands- manna láti sér fátt um finnast. Það væri svo sem allt í lagi þó að þeir, sem smekk hafa fyrir svona lagað, iðkuðu það við guðsþjónust- ur sínar, létu þeir aðra í friði. En því er nú ekki að heilsa. Sjá má af öllum sólarmerkjum, að þetta er það, „sem koma skal“. Hátíða- söngvum sr. Bjarna hefir að vísu ekki verið rýmt burt. Ekki heldur víxlsöngvum Sigfúsar Einarsson- ar, sem allir tættir og sundur- skornir fá að dingla með, á meðan verið er að „kenna þeim átið", sem fúlsa við „holtaþokuvæli" grall- aramanna. Það er undarlegt, að lítill hópur manna skuli vilja þrengja upp á alþjóð, sérvizku sinni og smekkleysu. Lokaorð Ekki má skilja orð mín svo, að ég sé skilyrðislaust á móti öllum breytingum á helgisiðum þjóð- kirkjunnar. En ég tel, að þar eigi að fara hægt í sakirnar og með allri gát. Þróun er betri en koll- steypur, af hvaða tagi sem eru. Líka er ég andvígur þeirri stefnu, sem tekin er með handbókarfrum- varpinu. Lít ég svo á, að þar sé tekinn „skakkur póll í hæðina", er færa skal messuformið aftur í aldir. Ég hygg, að þetta háguð- fræðilega og „útspekúleraða" helgisiðakerfi, sem hér er borið á borð, eigi lítið erindi til íslenzku þjóðarinnar. Vér eigum að láta helgisiðina þróast á þjóðlegan og eðlilegan hátt hjá oss, án þess að allt þurfi að apa, sem einhvern tímann hefir verið, eða það sem annars staðar er gert. í greinargerðinni fyrir frum- varpinu er talað um, að gerðar séu breytingar, „ef nauðsynlegar eru fagnaðarerindisins vegna, en ekki breytingar breytinganna vegna". Ennfremur segir þar: „Gæta þarf sín á öllum byltingarkenndum breytingum". Þessu er ég alger- lega sammála. En þess sér hvergi staðar, að eftir þessum viturlegu reglum hafi verið unnið. Heldur þvert á móti. Og ég þori að fullyrða, að engar þær breytingar, sem nú eru fyrirhugaðar, séu „nauðsynlegar fagnaðarerindisins vegna“. Helgisiðir eru viðkvæmt mál. Það er ekki hægt að afklæðast þeim og íklæðast, rétt eins og þegar farið er úr einni spjör í aðra. Kirkjan verður að vera íhaldssöm, að vissu marki. í heimi, þar sem allt er á hverfanda hveli, er ekki gott að kirkjan og siðir hennar séu eins og vindurinn úti. Mitt í öllum umbreytingunum vilja menn hafa eitthvað, sem stöðugt stendur. Ég vil taka undir orð, sem látin voru falla á prestastefnunni, varð- andi helgisiðina: „Það er ekki hér, sem skórinn kreppir". Sé eitthvað að, varðandi kristnihaldið, er þar ekki helgisiðunum um að kenna. Helgisiðabókin frá 1934 er góð á marga lund og mun sannarlega ekki standa fagnaðarerindinu fyrir þrifum, þótt notuð sé hún enn um sinn. Því er óhætt að flýta sér rólega með nýja helgisiðabók, hverrar útgáfa hlýtur að kosta stórfé. Á Remigíusarmessu 1980, HVARFLAÐIAÐ MÉR I aður vertu ekki að pæla í því, maður, krakkar herma eftir, ekk- ert nýtt við það. — Nei — en herma þau þá ekki líka eftir það sem lýst er og kannski hefur jafnframt farið fram? — Uss, krakkar hafa á öllum tímum hermt eftir fólki undir áhrifum áfengis, látist vera að drekka og ekkert meir en það. Ekkert meir — það er nú það. Við vitum að krakkar frá 12—13 ára aldrei neyta áfengis (já, enn yngri fikta). Því það? Eru það hermur? Og það rifjaðist upp fyrir mér hluti greinar sem ég hafði lesið: „Já, lífið er bara skál og velkom- in! Og fyrir þessu verðum við þó að skála — skál fyrir ömmu sjötugri, fyrir anganórunni nýskírðu og heiðursmanninum látna. Frá vöggu til grafar lyftum við glasi. Skál þið! Síðar getum við rætt og undrast yfir hvað í ósköpunum valdi því að unglingar drekki. Og hvernig eigi að fá þá til að láta áfengi vera.“ En þetta er nóg að sinni. — Áð sinni já, því að ég er að hugsa um að skrifa ykkur um sitthvað fleira í þessu sambandi. Ég bara dríf mig i það á morgun svo að við höldum þræðinum. Ef vera skyldi að einhverjum fyndist sér kæmi það kannski við. Kveðjur, ykkar Kalli. HAFSKIP HF. REYKJAViK Hluthafakynning Vegna mikillar fjölgunar á hluthöfum í félaginu er efnt til kynningar á starfsemi félagsins og framtíöarverkefnum. Kynningin fer fram fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.45 í Hliðarsal Hótel Sögu (gengið um stiga við lyftur í hótel anddyri). Framkvæmdastjórar félagsins og nokkrir deildarstjórar munu sitja fyrir svörum og taka þátt í panelumræðum, sem Jón Hákon Magnússon stórnar. Stjórn félagsins hvetur hluthafa, jafnt eldri sem nýja, til að sækja kynninguna og vekur athygli á, að þar gefst gott tækifæri til að kynnast málefnum félagsins og þróuninni á markaðnum umfram það, sem gerist á aðalfundum, þar sem meiri formfesta ríkir. Stjórn HAFSKIPS HF. TIL HEIMILISINS Nú getum við boðið AEG smátæki á sérstaklega hagkvæmu verði vegna lækkunar erlendis. Notið tækifærið og kaupið jólagjöfina strax. Einnig bjóðum við bökunarofna og hellur sem lítið sér á. BRÆÐURN/R ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.