Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 37 1. áfangi Seljaskóla i BreiAholti. Nýjar byggingaaðferðir hérlendis: Kennslustof a á mánuði RISINN er í Breiðholti 1. áfangi Seljaskóla. BygKÍngartiminn var aðeins 18 mánuðir, sem mun vera bylting í byggingarhraða skólahúsnæðis hérlendis. Skólinn er reistur úr verksmiðjufram- leiddum einingum og þannig hefur sparast mikill timi, að sögn forráðamanna skólans, sem kemur sér vel í Breiðholtshverfi, en Seljaskóli er fimmti grunnskólinn sem þar ris á fáum árum. bað var að frumkvæði borgaryfirvalda sem ráðist var í að reisa skóla með nýjustu byggingaraðferðum, og jafnframt var gripið til sérstakra ráðstafana til fjármögnunar, svo hægt væri að reisa skólann á mun skemmri tima en áður hefur þekkst hér á landi. Samningur var gerður milli Reykjavíkurborgar og mennta- málaráðuneytisins um byggingu skólans. I honum fólst að bygg- ingarnefnd hefði með höndum allar framkvæmdir, og að kostn- aður yrði greiddur jafnharðan, þannig að aldrei skorti fé til framkvæmdanna. Byggingar- nefndina sátu tveir frá borg, þeir Björn Halldórsson og Björn Höskuldsson, og tveir frá ríki, þeir Skúli Guðmundsson og Indriði Þorláksson. Fyrirtækið Arkhönn sf. sá um arkitektúr og ítak hf. annaðist verkfræðilegu hliðina. 150 milljónum of dýrt? Verklegar framkvæmdir hóf- ust með jarðvinnu haustið 1978 og lauk þeim í febrúar 1979. Indriði Þorláksson, einn úr byggingarnefnd sagði að skólan- um hefði verið valinn afar óhentugur staður með tilliti til kostnaðar; þarna væri mishæð- ótt og jarðvegur ekki góður. Hélt hann að 15% alls kostnaðar við skólabygginguna stafaði einung- is af staðarvali skólans. Kostn- aður skólabyggingarinnar er um 1 milljarður, svo þarna er um að ræða 150 milljónir. Upphaflega var ákveðið að hafa skólann níu sjálfstæð en samtengd hús, en fljótlega var þeim fækkað um eitt í áætlunum og íþróttahúsið látið standa eitt sér. Áður en framkvæmdir hófust var ákveðið að skipta þeim í þrjá áfanga. I fyrsta áfanganum, sem nú er risinn, eru fjögur hus, nr. 1, 2, 3 og 6. Það eru samtals 3664 m2. Húsin eru öll á einni hæð, nema hús 1, sem er með kjallara. Kjallarinn sá er fokheldur, en þar er m.a. gert ráð fyrir heimil- isfræðikennslu. Á efri hæð húss 1 er stjórnunardeild svonefnd, heilsugæzla og hjálparkennslu- stofa. Hús 2, 3 og 4 eru eins, hvert um sig með 6 kennslustof- ur, bókasafn, snyrtingu og „hóp- herbergi". Orkan spöruð Öll grunnupphitun húsanna fer fram með stálofnum og stærð ofnanna ér valin með tilliti til varmataps. Hitagjöf ofnanna er stjórnað með sjálf- virkum stjórnlokum. Hitakerfi hvers húss fyrir sig er sjálfstætt. Úr Seljaskóla, byggingarstjórinn, Ágúst Jónsson, sýndi blm. skólann. Ljósm. Emilia. Sjálfstætt loftræstikerfi og sjálfstætt raflagnakerfi er í hverju húsi fyrir sig. Við „hönn- un“ húsanna var, frá upphafi leitast við að orkunotkun yrði sem minnst. Loftræstikerfi eru þannig gerð að þau endurvinna varmann úr útblástursloftinu og flytja hann yfir í inntaksloftið án þess að þessir tveir loft- straumar blandist. Ekki er því nauðsynlegt að hita upp inn- taksloftið frekar. Við val á lýsingu í húsinu var einnig leitast við að velja lampa og tæki þannig að sem minnst orkunot- kun yrði. Fatlaðir hafðir í huga Það var haft sérstaklega í huga, að fatlað fólk í hjólastól- um ætti auðvelt með að komast um húsið, og því eru öll húsin samtengd með „hjólastóiabraut- um“ auk trappa, ennfremur er í hverju húsi salerni fyrir fólk í hjólastólum. Innveggir eru allir færanlegir, og hefur það í för með sér að skólahúsnæðið er hentugt til hvers konar breytinga, með tiliti til breyttra kennsluhátta. Eftirfarandi segir í kynningu borgaryfirvalda á Seljaskóla: „Til að auðvelda nemendum að átta sig á hvar þeir eru staddir í skólanum er auk númerakerfis sem gefur til kynna nr. húss og herbergis t.d. 304, þ.e. hús 3 herb., 4, notaðir litir. Hvert hús eða húsasamstæða á sama fleti hefur sinn lit t.d. gulan, appel- sinugulan, rauðan o.s.frv. Gang- ar milli húsanna bera liti að- lægra húsa.“ Ánægður skóla- stjóri... Að frátaiinni jarðvinnu tók bygging 1. hlutans 18 mánuði og fyrsta húsið var tekið í notkun 6 mánuðum eftir að byggingar- framkvæmdir hófust. 19 kennslustofur eru nú komnar í gagnið og má því segja að það hafi tekið minna en mánuð að reisa hverja kennslustofu. Og það tók aðeins tvo mánuði og þrjár vikur að reisa siðasta húsið. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir er nú orðinn rúmlega 1 milljarður króna, en endaniegar tölur liggja ekki fyrir, þar eð uppgjöri við verktaka er ekki lokið. Að því verður unnið á næstunni að bera saman kostnað þessa skóla og annarra skóla, því bygging Seljaskóla er tilrauna- verkefni. Skólastjóri Seljaskóla er Hjalti Jónasson. Hann var hr f- inn mjög af skólanum og hrósaði verktökum og öllum þeim sem unnið hefðu að byggingu skólans fyrir sérstaklega góð vinn brögð, og kvaðst ekki a<' ns ánægður sem skólastjóri he lur einnig sem skattborgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.