Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 48
AKAI HLJÓMTÆKI 100.000 kr. staðgr afsláttur eða 300.000 kr. útborgun í flestum samstæöum. AKAI er hágaoða merki á góðu verði. LITTÆKI 100.000 kr. staðgr. afsláttur eða 300.000 kr. útborgun. Glldir um öll littæki. GRUNOIG vegna gaaðanna. ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 Amarflugsþota áfrairi í Jórdaníu í vetur SAMNINGAR milli ArnarfluKs og Jórdaníumanna um Ipíku á annarri Bopinií-þotu féiaKsins, fram á næsta vor, eru nú á iokastÍKÍ að sogn Halldórs Sig- urðssonar, sölustjóra Arnar- flujfs. Fyrirhugað er, að ganga endan- lega frá samningum í dag og yrði þotan þá í leigu í Jórdaníu fram til 1. apríl nk., en önnur þota félags- ins hefur undanfarna mánuði ver- ið þarna í leigu. Halldór sagði í samtali við Mbl., að væntanlega yrði þotan á öðrum kjörum þarna syðra að þessu sinni, þar sem hávertíðinni væri lokið þar eins og hér á landi. Því yrðu væntanlega færri flugliðar með vélinni að þessu sinni. „Miðað við óbreytt ástand þarna suður frá, er þó ljóst að nokkru minni nýting verður á vélinni, hvort sem við sendum Boeing 720-vélina eða 707-vélina, en það er ekki afráðið hvor verður send ef af samningum verður," sagði Hall- dór ennfremur. Þá kom það fram í samtalinu við Halldór, að stöðugt væri unnið að verkefnaöflun fyrir þá vél, sem yrði laus, og beindust augu þeirra Arnarflugsmanna sérstaklega að verkefnum í Afríku. Ekkert væri þó afráðið í þeim efnum. Friðrik lagði Karpov Heimsmeti fagnað FRIÐRIK Ólafsson vann það frækilega afrek á laugardag- inn að leggja heimsmeistar- ann Anatoly Karpov að velli í skákmótinu í Buenos Aires. Þá sigraði Friðrik Giardelli í biðskák þeirra og hefur Friðrik nú 6 vinninga og er í 7.-8. sæti ásamt Hort. Bent Larsen vann biðskák sína við Kavaiek og hefur hann þegar tryggt sér sigur í mótinu. Larsen er með níu og hálfan vinning. Sjá sigurskák Friðriks á bls. 10. Kraftlyftingakappinn Skúli óskarsson fagnar nýsettu heimsmeti sinu f réttstöðulyftu sem hann setti um helgina. Skúli lyfti 315,5 kg. Sjá iþróttir bls. 21. Flugvélafloti Flugleiða: Amerisku lúxusvagnarnir i porti Rannáoknarlögreglunnar i gær. LjÓHm. Mbl. Emilla. í gæzluvarðhald grunaður um skjalafals: Seldi lúxusvagna á tvær milljónir HÁLFFERTUGUR maður var um helgina úrskurðaður i gæzluvarðhald i sakadómi Reykjavikur fyrir meint skjala fals i bilaviðskiptum. Gæzlu- varðhaldið rennur út á morgun. Maðurinn keypti tvær bifreið- ir, Ford Thunderbird og Chevro- let Impala, og greiddi þær með víxlum. Samtals „borgaði" hann 8,5 milljónir fyrir bílana. Þegar bílarnir voru orðnir hans eign auglýsti hann þá til sölu gegn staðgreiðslu. Bílarnir runnu út eins og heitar lummur enda hægt að fá þá á gjafverði, 2 milljónir fyrir hvorn. “Hinn heppni" var bílasali í borginni, sem reyndar hafði fengið bílana í sölu. Rannsóknarlögregla ríkisins komst í málið og var sá sem seldi bílana á þessu lága verði hand- tekinn. Kom ýmislegt fróðlegt í ljós þegar hann var yfirheyrður. Annan bílinn hafði hann keypt á fölsuðum víxlum en þegar hann keypti hinn bílinn var afsal og söíutilkynning falsað. Óljóst var með ágæti víxlanna í því tilviki. Grunur leikur á því að manninn hafi vantað fé til að fara af landi brott með skjótum hætti og því hafi hann gripið til þeirra ráða sem að framan er lýst. Rannsóknarlögregla ríkisins lagði hald á bifreiðirnar á laug- ardaginn og eru þær nú í vörzlu hennar. íslenskra aðila BANDARÍSKU matsmennirnir. sem fjármálaráðuneytið fékk til þess að meta flugvélakost Flug- leiða. komust að þeirri niðurstöðu að flotinn væri 57 milljóna dollara virði. en hins vegar hófðu íslenzku aðilarnir. sem tóku að sér að meta umraddar eignir fyrir f'lugleiðir. metið vélarnar á 61 milljón doll- ara. Er því um að ræða 7% mun á mati þessara aðila. en þess má geta að í þingræóu á Alþingi fyrir skömmu hélt Ólafur Ragnar Grímsson því fram að flugvéla- kostur Flugleiða væri ofmetinn um 12 milljónir dollara. Málefni Flugleiða voru til um- ræðu í Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar í gær og kallaði nefndin fyrir sig fulltrúa ýmissa starfs- hópa, svo sem flugmanna, flug- freyja og starfsmannafélags, en fyrir helgi voru Sigurður Helgason forstjóri og Steingrímur Her- mannsson ráðherra m.a. á fundum með nefndinni. Fjárhags- og við- skiptanefnd heldur fund í dag og mun þá reyna á hvort samstaða ns?st um að ljúka málinu þannig að það komist frá efri deild. í samtali við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða í gær sagði hann að félagið hefði ekki ennþá fengið svör um lánsfyrirgreiðslu hjá Landsbanka Islands, en hann kvaðst vænta svars eftir banka- ráðsfund í dag. Aðspurður sagðist Sigurður hafa fengið bréf frá sam- gönguráðherra í gær og er það í framhaldi af bréfi ráðherra sl. fimmtudag varðandi það hvort Flugleiðir hefðu óskað formlega eftir aðstoð í Norður-Atlantshafs- fluginu. Sagðist Sigurður hafa svarað því sl. föstudag eins og um hefði verið beðið en ráðherra sent annað bréf þar sem honum hefði ekki þótt svarið fullnægjandi. Dr. Gunnar G. Schram sátta- semjari í deilu flugmanna sagði að næsti fundur yrði í dag, heldur gengi erfiðlega að þoka málum, en menn væru að reyna að sameina sjónarmið sín. 7% munur á mati bandarískra og Algjört neyðarástand ríkir í öldrunarmálum Um 350 sjúkrarúm skortir fyrir aldraða langlegusjúklinga „ALGJÖRT neyðarástand ríkir nú i öldrunarmálum i horginni og skortir um 350 rúm fyrir aldraða langlegusjúklinga og þess vegna er hiðtími aldraðra sjúklinga i heimahúsum 1 til 2 ár,“ segir horgarla-knir Skúli G. Johnsen meðal annars í viðtali við Morgunblaðið. Einnig kemur þar fram að síðast liðin 8 ár hefur fólki í Reykjavík, 80 ára og eldra, fjölgað um 50% og ellilífeyrisþegum um 20%. . Á sama tíma hefur íbúatala borgarinnar staðið í stað og ellilíf- eyrisþegum úti á landi farið fækk- andi. Þrátt fyrir þetta hafa opin- berar fjárveitingar til heilbrigðis- mála í Reykjavík verið mun minni hlutfallslega en til annarra sveit- arfélaga. Þá segir Kolbrún Ágústsdóttir, forstöðumaður heimahjúkrunar, að á síðasta ári hafi verið farnar yfir 21.000 vitjanir til sjúklinga í heimahúsum og hafi þeim fjölgað um rúmlega 3.000 frá árinu áður. Hún segir einnig að mikill hluti þessara sjúklinga þarfnist tafar- lausrar vistunar og sólarhrings- hjúkrunar. Einnig kemur það fram í viðtali við Gunnar Þorláksson, húsnæðis- fulltrúa, að lélegt og nánast heilsuspillandi húsnæði sé í mörg- um tilfellum orðið hlutskipti aldr- aðra. Sjá nánar viðtöl á bls. 12 og 13 í blaðinu dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.