Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 19 Magnús H. Magnússon varaformaður: Menn vildu kjölfestu o g meiri breidd í forystuna «VIÐ. SEM erum í pólitík, erum þar til þess að hafa áhrif og því betri aðstæður, sem við höfum til þess, þeim mun betra. Mér finnst því ágætt að vera orðinn varaformaður Alþýðuflokks- ins,“ sagði Magnús H. Magnús- son í samtali við Mbl. á sunnu- dagskvöld. Magnús sagði, að úrslit kosninganna milli hans og Vilmundar hefðu ekki komið honum á óvart, en þó hefði hann reiknað með minni mun þeirra í milli. „Ég tel að með kjöri mínu hafi meirihluti flokksþingsfulltrúa verið að staðfesta það, að þeir hafi álitið, að við sigldum stund- um dálítið geyst; að kjölfestuna hafi vantað og þeir reynt með þessum hætti að bæta úr því. Þá tel ég einnig að kjör mitt sýni það, að menn hafi viljað tengja sem bezt fortíð, nútíð og framtíð með sem mestri breidd í forystu flokksins," sagði Magnús. — Var þetta spurning um kyn- slóðir? „Þeir vildu ekki skipta svo mikið um í forystunni. En hvort þetta er bara út af aldrinum, veit ég ekki. Þó má vera, að ég standi nær gömlu jafnaðar- mönnunum í hugum fólks. Þann- ig má segja, að kosningin hafi að vissu leyti snúizt um stíl, eins og Vilmundur sagði. Málefnalegur ágreiningur er alla vega ekki fyrir hendi." Mbl. spurði Magnús, hvort hann teldi þessa kosningu myndu draga dilk á eftir sér í flokksstarfinu. „Það tel ég ekki. Ósigur er alltaf sár, en þau sár gróa fljótt. Og eins og Vilmundur sagði ítrekað á flokksþinginu, þá höf- um við alltaf getað tekizt í hendur eftir okkar snerrur. Við í þingflokknum erum að mínu mati að breytast í sam- hentari hóp, yfirvegaðri hóp, og við getum ekki annað en verið ánægð með þá skýru stefnumót- un, sem þetta flokksþing hefur framkvæmt. Ég á ekki von á því, að neinn í okkar hópi muni liggja á liði sínu í baráttunni fyrir þessari stefnu." HOKKSMNG ,\I.ÞYDHFLOK KSSNS Ii)Sq ' Vilmundur Gylfason flytur ræðu á flokksþinginu eftir varaformannskosninguna á laugardagskvold Vilmundur Gylfason: Þungamiðja míns póli- tíska starfs flyzt nú aftur út á vinnustaðina „HÉR VAR kosið um stíl. Þið hafið kosið ykkur gamla stíl- inn ... Þið hafið komizt að mjög rangri niðurstöðu og kos- ið yfir ykkur veikari forystu, en þá, sem þið losuðuð ykkur við... Flokkurinn hefur nú hafnað starfskröftum mínum að sinni og þá verðið þið að skilja, að mínar skyldur eru í hlutfalli við það. Þungamiðja míns pólitíska starfs mun nú aftur flytjast út á vinnustað- ina.“ Þannig mælti Vilmundur Gylfason m.a. i ra“ðu sem hann hélt á flokksþingi Alþýðu- flokksins á laugardagskvöld eftir að hann hafði tapað fyrir Magnúsi H. Magnússyni í vara- formannskjörinu. Vilmundur hóf ræðu sína með upprifjun á flokksþingi demó- krata í Bandaríkjunum 1956, þegar John F. Kennedy, sem glæsilegur fulltrúi nýrr^r kyn- slóðar og nýrra tíma, keppti við Estes Kefauver um að verða varaforsetaefni Adlai Steven- sons. „Kennedy tapaði á flokks- þingi, sem var skipulagt á mjög gamaldags hátt, eins og hjá okkur," sagði Vilmundur. Síðan vitnaði hann til þess, að Kenne- dy hefði með bros á vör lýst stuðningi við þá Stevenson og Kefauver. „Ég lýsi yfir stuðningi við Kjartan Jóhannsson og Magnús H. Magnússon, en það væri rangt af mér að gera það með bros á vör.“ Kvaðst Vil- mundur þess fullviss, að á stærra flokksþingi, 600 manna flokksþingi, hefði hann borið sigurorð af Magnúsi í varafor- mannskjöri. Vilmundur sagði síðan, að mjög margir þingmenn Alþýðu- flokksins hefðu verið á móti honum, því þeir hefðu viljað veika forystu flokksins og Kjartan-Magnús væri veikari forysta en Benedikt-Kjartan hefði verið. „Við Kjartan hefðum aftur á móti setið lengi sem forystumenn," sagði Vilmundur. „Það hefur verið undiralda í þingflokknum gegn mér.“ Sagði Vilmundur, að „afbrýðisþáttur- inn í þingflokknum" hefði ekki þolað honum þá stöðu, sem hann hafði eftir kosningasigurinn 1978. Þessi undiralda hefði svo náð hámarki í ræðu Sighvats Björgvinssonar, formanns þing- flokksins, á flokksþinginu á föstudaginn. „Þessi ræða Sig- hvats var mesti pólitíski ödreng- skapur, sem mér hefur verið sýndur." Vilmundur óskaði Magnúsi H. Magnússyni til hamingju með sigurinn og sagði, að úr því, að „gamli stíllinn" hefði viljað bjóða fram sinn fulltrúa til varaformennsku, þá hefði Magn- ús verið „bezti kratinn", sem gamli flokkurinn hefði haft á að skipa. Vilmundur kvaðst játa, að munurinn á milli þeirra Magn- úsar hefði komið honum á óvart, því hann hefði talið, að allt stæði í járnum á milli þeirra. Honum hefði þó orðið ljóst undir ræðu Benedikts Gröndal kvöldið áður, að hann myndi tapa varafor- mannskosningunni. Ýms um- mæli Benedikts þar hefði mátt skilja sem andmæli gegn hug- myndum og baráttuaðferðum sínum. „Ég leit yfir þingið og svo samdi ég þessa ræðu í hugan- um.“ „Ég hef verið keyrður niður hvað eftir annað í þingflokknum og ég hef brugðizt kjósendum mínum með því að vera loyal. Því meiri vinnu, sem þú vinnur fyrir flokkinn, þeim mun minni tíma hefur þú fyrir kjósendurna. Nú ætla ég að fara að sinna mínum kjósendum," sagði Vil- mundur. Ræðu sinni lauk Vilmundur með þökkum til stuðningsmanna sinna. Þetta hefði verið stór ósigur fyrir þau öll og því gríðarleg vonbrigði. En þau skyldu sameinast um að bæla niður reiði sína, vera stór í ósigrinum og koma vel og virðu- lega fram við flokksþingið. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, óskar Magnúsi H. Magnússyni til hamingju með varaformennskuna. Kosning í framkvæmdastjórn: Bjarni P. Magnús- son atkvæðahæstur FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokks- ins kom saman strax að loknu flokksþingi á sunnudaginn til að kjósa 3 aðalmenn og tvo vara- menn í framkva'mdastjórn flokksins. sem auk þeirra er skipuð aðalstjórnarmönnunum sex. Þessir framkvæmdastjórnar- menn hafa verið: Bjarni P. Magn- ússon, sem var formaður. Björn Friðfinnsson og Vilmundur Gylfason og Helga Möller og Ágúst Einarsson. Tvö þau síðast- nefndu sitja nú í aðalstjórn flokksins. Kjartan Jóhannsson, formaður, stakk upp á þeim Bjarna P. Magnússyni, Birni Friðfinnssyni, Geir Gunnlaugssyni, Kristínu Guðmundsdóttur og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Til viðbótar var stungið upp á Guðmundi Árna Stefánssyni. -Urslit kosninga urðu þau, að aðalmenn urðu Bjarni P. Magn- ússon með 45 atkvæðum, Kristín Guðmundsdóttir hlaut 38 atkvæði og Ragnheiður Ríkharðsdóttir 25. Varamenn urðu Björn Friðfinns- son með 20 atkvæðum og Geir Gunnlaugsson með 16, en Guð- mundur Árni Stefánsson fékk 15 atkvæði. Kosning í flokksstjórn: Jón Baldvin fékk flest atkvæði JÓN BALDVIN Hannihalsson hlaut flest atkvaði flokksþings- fulltrúa við kjör í flokksstjórn. eða 134. Á framboðslistanum voru 78 nöfn, en kjósa átti 25 aðalmenn og 10 varamenn. At- kvæði greiddu 174 og voru 4 seðlar ógildir. Næstur Jóni Baldvini að at- kvæðamagni varð Björn Jónsson, sem hlaut 127 atkvæði, Bjarni Guðnason fékk 122, Bjarni P. Magnússon 119, Eggert G. Þor- steinsson 118, Gylfi Þ. Gíslason 117, Jón Karlsson 106, Ragnheiður Ríkharðsdóttir 98, Kristín Guð- mundsdóttir 97, Geir Gunnlaugs- son 94, Björn Friðfinnsson 89, Hörður Zophaníasson 86, Jón Helgason 86, Gunnar Eyjólfsson 75, Ásthildur Ólafsdóttir 74, Haukur Helgason 74, Guðmundur Árni Stefánsson 73, Gunnar Már Kristófersson 72, Ragna Berg- mann 70, Finnur Torfi Stefánsson 69, Jóhann Möller 67, Bjarni Sigtryggsson 66, Ólafur Björnsson 66 og Sigurður E. Guðmundsson 66. Helga G. Guðmundsdóttir og Rannveig Edda Hálfdánardóttir hlutu báðar 62 atkvæði og var dregið um það, hvor þeirra ýrði 25. aðalmaður eða 1. varamaður. Jón Karlsson dró hlut Helgu og er Rannveig Edda fyrsti varamaður. Aðrir varamenn eru: Björgvin Vilmundarsson, sem hlaut 61 at- kvæði, Guðríður Elíasdóttir 61 atkvæði, Gunnlaugur Stefánsson 61 atkvæði, Þorsteinn Eggertsson 61 atkvæði, Guðrún Ólafsdóttir 60 atkvæði, Ásgeir Jóhannesson 58 atkvæði, Helga Gunnarsdóttir 57 atkvæði, Snorri Guðmundsson 57 atkvæði og Sæmundur Pétursson 56 atkvæði. Atkvæði þeirra, sem ekki náðu kosningu til flokks- stjórnar, voru ekki birt og fengust ekki uppgefin. Kjördæmisráðin höfðu fyrir flokksþing valið sína fulltrúa í flokksstjórn, 31 talsins, en einnig sitja þeir 6, sem í aðalstjórn flokksins eru, í flokksstjórninni. Aukaþing á næsta ári FLOKKSÞING Alþýðuflokksins samþykkti að haldið skyldi auka- þing næsta haust og að flokks stjórn skyldi kjósa milliþinga- nefnd til að vinna úr tillögum að lagahreytingum fyrir aukaþing- ið. Þá samþykkti flokksþingið til- lögu Bjarna Guðnasonar um að setja á fót starfshóp til að gera drög að stefnu Alþýðuflokksins í byggðamálum, sem lögð verði fyrir aukaþingið. I starfshópinn voru kjörnir: Finnur Torfi Stef- ánsson, formaður, Árni Gunnars- son, Bjarni Guðnason, Erling Garðar Jónason, Geir Gunnlaugs- son, Kristín Guðmundsdóttir og Unnar Stefánsson. Þá var einnig samþykkt tillaga, sem Helga Möller mælti fyrir í nafni Sambands Alþýðuflokks- kvenna, um starfshóp um „fjölskyldupólitík, sem skyldi gera drög að stefnu Alþýðuflokksins á þeim vettvangi fyrir aukaþingið og einnig var flokksstjórn falið að skipa vinnuhópa í orku- og iðnað- armálum og stjórnarskrár- og kjördæmamálum, sem eiga að skila flokksstjórn stefnudrögum tímanlega fyrir aukaþingið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.