Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 39 Sigurður Snœbjörn Stefánsson — Minning Fæddur 29. dcsember 1912. Dáinn 16. október 1980. Mig langar að minnast í fáum orðum látins heiðursmanns, Sig- urðar Stefánssonar, fyrrum bónda og hreppstjóra í Stakkahlíð. Hann andaðist í Landspítalanum 16. október sl. eftir nærfellt tveggja ára spítalavist. Sigurður Stefánsson var fæddur 29/12 árið 1912, sonur þeirra merkishjóna Ólafíu Ólafsdóttur og Stefáns Baldvinssonar bónda í Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Kynni okkar hófust fyrir um það bil tuttugu árum er við hjónin bjuggum um sjö ára skeið í Egilsstaðakauptúni. Áttu margir Austfirðingar leið upp á Hérað, því eins og öllum er kunnugt, eru Egilsstaðir aðalumferðarmiðstöð þar eystra, vegna flugsamgangn- anna þar. Þessi einlægi og að ýmsu leyti óvenjulegi maður, átti jafnan mörgum erindum að gegna þangað, bæði í sambandi við póst og önnur aðkallandi mál. Þar sem maðurinn minn var póst- og símstöðvarstjóri á Egils- stöðum á þeim árum, tókst góð vinátta með Sigurði og okkur hjónum. Sigurður frá Stakkahlíð hafði mikinn áhuga á landsmálum yfirleitt. Hafði gaman af að ræða stjórnmál og var mjög ákveðinn í skoðunum á þeim, sem og öðrum málum, og var þá oft bráð- skemmtilegur og smellinn, því Ingibjörg Guðmunds- dóttir Svínavatni Grímsnesi - Minning Þann 25. okt. sl. andaðist móð- ursystir okkar Ingibjörg Guð- mundsdóttir húsfreyja á Svína- vatni í Grímsnesi og vantaði einungis dag upp á að hún næði 85 ára aldri. Til síðasta dags stóð þessi mikilhæfa kona fyrir öllu innanhúss á sínu heimili. Öll eigum við eftir að kveðja þennan heim og mikil blessun hlýtur það að vera, að fá að hverfa á braut mitt í dagsins önn, án þess að hafa nokkurn tímann verið öðrum til byrði, en þó þreyttur eftir langa starfssama æfi og sáttur við dauðann. Ingibjörg var dóttir hjónanna Ásu Þorkelsdóttur og Guðmundar Jónssonar Ottesen, sem síðast bjuggu að Miðfelli í Þingvalla- sveit. Af 16 börnum þeirra hjóna náðu 15 þeirra fullorðinsaldri, og er Ingibjörg sú sjötta sem kveður þennan heim. Árið 1934 giftist Ingibjörg eftir- lifandi manni sínum Ingileifi Jónssyni á Svínavatni, er þá hafði tekið við búi foreldra sinna. Þar sem Ingibjörg var stjórnsöm og mikilhæf kona fórst henni það vel úr hendi að stýra, ásamt Ingileifi, búi þeirra hjóna. Einn son eignuðust þau hjón, Jón f. 1937, og býr hann einnig á Svínavatni ásamt konu sinni Þóru Magnúsdóttur og glæsilegum barnahópi, 2 dætrum og 7 sonum. Ingibjörg bar mikla umhyggju fyrir barnabörnum sínum og sinnti þeim og aðstoðaði eftir mætti, enda höfðu þau mikið dálæti á henni og er fráfall hennar þeim mikill missir og söknuðurinn sár. Við frænkurnar áttum sem börn því láni að fagna að fá að dvelja á Svínavatni á sumrin og viljum við með þessum fáu línum votta Ingibjörgu virðingu okkar og þakka það veganesti er við hlutum þar. Einnig viljum við þakka það athvarf og þá hlýju sem við alla tíð nutum þar og seinna einnig fjölskyldur okkar. Á Svínavatni var alltaf mikið um að vera. Húsbóndinn í mörgum embættum fyrir sveit sína og heimilið í þjóðbraut. Þar sáum við hvernig, í lítilli stofu í gömlum bæ, er hægt að taka á móti gestum og gangandi af ómældri rausn og höfðingsskap. Þar voru málefni rædd sem náðu langt út yfir dægurþrasið og hversdagsleikann, og komu þá I ljós góðar gáfur Ingibjargar og hennar ríka rétt- lætiskennd. Ingibjörg var skap- stór en ljúf og góð og sá allt hið besta í hverjum manni. Á Svínavatni voru foreldrar Ingileifs til dauðadags og þar til fyrir nokkrum vikum átti þar heimili Ólafía systir Ingileifs. Síðastliðið ár annaðist Ingibjörg Ólafíu mágkonu sína, sem orðin er 95 ára rúmliggjandi og ósjálf- bjarga, af mikilli natni og ósér- hlífni og lét hana ekki frá sér fara fyrr en hún fann að hennar eigin tími var að nálgast. Segir það nokkuð um mannkosti hennar og göfugmennsku. Við sendum kveðjur heim að Svínavatni, óskum þess að Ingi- leifur megi fá friðsælt ævikvöld í skjóli sonar, tengdadóttur og barnabarna. Ingibjörgu móður- systur okkar þökkum við allt, sem hún var okkur í lifanda lífi. Blessuð sé minning hennar. Bússa, Ása Valdís, Auður. maðurinn var skarpur og skýr í hugsun. Hann var óvenju tilfinn- ingaríkur maður og tók drjúgan þátt í gleði og sorgum annarra. Hann unni fögrum listum og hafði unun af góðum bókum. Sérlega var hann barngóður enda líktist oft sjálfur stóru barni. Hjarta- hreinn og sannur í öllum gerðum. Mig langar að lokum að þakka Sigurði vináttu og tryggð við börnin mín og okkur hjónin og allar þær ánægjustundir sem hann veitti okkur á heimili okkar fyrir austan og hér fyrir sunnan. Mér þykir vænt um Austfjarða- þokuna, hún er yfirleitt boðberi sólar og birtu næsta dgs. Guð gefi Sigurði Stefánssyni frá Stakka- hlíð sól og birtu í nýjum heim- kynnum. Blessuð sé minning þessa ágæta manns. Ingihjörg B. Linnet Guðrún Sigríður Jóns- dóttir frá Fagurhóli Sandgerði — Minning Fædd 27. september 1889. Dáin 17. október 1980. Fimmtudaginn 17. október 1980 kvaddi mín kæra tengdamóðir þennan heim, 91 árs að aldri. Ekki mundi hún samþykkja það, að ég færi að skrifa minningargrein henni til lofs, og er ég alls ófær til slíks, þó að ástæða væri til að skrifa gm mína elskulegu tengda- móður, því af nógu er að taka. Ég ætla aðeins með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar sem ég seint mun gleyma. Ég gleymi því aldrei hvernig hún tók mér í fyrsta sinn er leiðir okkar lágu saman, mér bláókunn- ugum manni frá Færeyjum, með okkur tókust hin bestu kynni, og var hún mér sem besta móðir, og það vegarnesti sem hún gaf mér þá, hefur verið mér til blessunar alla tíð síðan. Tengdamamma mín var mjög fögur kona, hófsöm í öllu hvort sem um skoðanir eða annað var að ræða, hún var mjög trúuð kona, og það hefur svo sannarlega verið henni gott vegarnesti og til bless- unar bæði í blíðu og stríðu á erfiðri lífsleið hennar. Hún var með afbrigðum greið- vikin og trygglynd kona, og vildi öllum hjálpa sem bágt áttu, ef þess væri kostur. Tengdamamma og dætur henn- ar sem voru níu talsins, voru mjög samstilltar svo að unun var á að líta, þessir sterku eiginleikar hennar, hjálpfýsin, tryggðin og glaðværðin, gerði henni kleift að inna af hendi allt það starf sem með þurfti, bæði fyrir heimilið og fjölskyldu. Ég hef aldrei kynnst slíkri mannkosta konu. Og vil ég nú, er hún er komin yfir móðuna miklu, þakka henni fyrir að ég fékk að njóta hennar miklu umhyggju í 34 ár. Sérstakar þakkir vil ég færa henni fyrir allt það sem hún var börnum mínum, og bið góðan guð að geyma hana og stykja og blessa ástvinina sem eftir lifa. Ltkk ég nú bæði lif ok ðnd. ljufi Jesú i þina hönd, sirtast þe^ar ég Hofa fer, sitji kuös englar yfir mér. Guð blessi minningu hennar. Henrik Jóhannesson. '0$SDJÍj> SKIPHOLTI7 ’ SÍMI 28720 NÝJAR VÖRUR Fyrir herra: Ullarfrakkar og rykfrakkar, úlpur og buxur í úrvali. Fyrir dömur: Ullarkápur, dragtir og pils, jakkar, margar síddir. Buxur í úrvali. Fyrir börn: Drengjaföt og úlpur. Flannels-, flauels-, og denimbuxur í úrvali. Sparið og gerið góð kaup á 1. flokks vöru á verksmiðjuverði. Opið virka daga kl. 9—18 laugardaga kl. 9—12. J Krintmann Guömunduon Elnn af vfötesnustu höfundum landsins. NoKKrar af bókum hans hafa venö þýddar aö minnsta kosti á 36 tungumil Skáldverk Kristmanns Guðmundssonar j ' Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildís Ströndin blá Fjalliö helga --------------------------L Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna l r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.