Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 23 Glæsileg hávörn hjá Laugdælum þar sem þeir verjast Þrótturum. Leikur liðanna fór fram á Laugarvatni. íslandsmótiö í blaki: Öflug byrjun hja Þrótti ÞRÓTTUR vann íslandsmeistara Laugdæla 3—0 i fyrsta leik íslandsmótsins i blaki, sem fram fór á Laugarvatni um helgina. Lið UMFL var auðsjáanlega ekki cins sterkt og á siðasta vetri, enda dálítið breytt. Til dæmis, lék ein styrkasta stoð UMFL með Þrótti gegn UMFL að þessu sinni, Leifur Ilarðarson. Byrjun- in lofar því góðu fyrir Þrótt. Fyrsta hrinan var jöfn framan af, en þegar staðan var 7—5 fyrir Þrótt gerði Jason ívarsson hrein- lega út um hrinuna með stórgóð- um uppgjöfum. Breytti hann stöð- unni úr 7—5 í 12—5. Hrinan endaði síðan 15—7 fyrir Þrótt. önur hrinan var ekki eins jöfn, Þróttur komst í 6—0 og 11—4. UMFL minnkaði muninn nokkuð, en ógnaði Þrótti aldrei. Lokatalan 15—9. Þriðja hrinan var síðan æsispennandi og jöfn upp í 7—7. Þá tók UMFL góðan sprett og komst í 12—9. Var það eina skiptið sem liðið var yfir svo að heitið gat. En Þróttararnir voru sterkari á lokasprettinum og sigr- uðu 15—13. Einn leikur annar fór fram í 1. deild karla. Fram lék þá sinn fyrsta leik og vann sína fyrstu hrinu. En mótherjinn, Víkingur, sigraði hins vegar í þremur og hirti því stigin. Þá sigraði Víking- ur UBK 3—2 í 1. deild kvenna og b-lið Þróttar sigraði Hveragerði 3—0 í 2. deild karla. Alkmaar tapaði stigi AZ '67 Alkmaar tapaði sinu fyrsta stigi i hollensku deildar- keppninni um hclgina. Fram að ieiknum gegn Tvente hafði Alk- maar unnið 10 leiki i röð. Alk- maar skoraði fyrst, Piet Tol, en Norðmaðurinn Hallvar Thoresen jafnaði með marki úr vitaspyrnu. Feyenoord sigraði Den Haag 4—1 og er eina liðið sem heldur i við Alkmaar, Feyenoord hefur 18 stig, en Alkmaar hefur 21 stig. Næstu lið eru með 14 stig. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Ajax — Nec Nljmegen 2—0 GAE Deventer — PSV Eindh. 1—2 FC Utrecht — Excelsior 2—0 Feyenoord — Den Haag 4—1 Tvente — Alkmaar 1 — 1 Maastricht — Pec Zwolle 2—1 Wageningen — Sparta 1—2 Roda JC — Nac Breda 3—2 Willem 2 — Groningen 4—1 Jan Peters, Ivan Nielsen, Karel Bowens og sjálfsmark Andre Wetle tryggðu Feyenoord hinn örugga sigur gegn Den Haag, en staðan í hálfleik var þó 1—0 fyrir Den Haag. Rene Van Der Kerkhof og Suður-Kóreumaðurinn Yung Mo Hu skoruðu mörk PSV gegn örnunum frá Deventer. Þau lið sem hafa komið hvað mest á óvart, ef Alkmaar er undanskilið, Maastricht og Utrecht, unnu bæði leiki sína um helgina. Utrecht sigraði Excelsior með mörkum Leo Van Veen og Willy Carbo, en Maastricht vann sigur á Pec, með mörkum Arie Van Staveren og Cees Schapendonk. NM unglinga í lyftingum ísland í öðru sæti ÍSLENSKU unglingarnir náðu öðru sæti á Norðurlandameist- aramótinu i lyftingum sem fram fór i Laugardalshöllinni um helg- ina. Og með smáheppni hefði islenska iiðið átt að sigra i mótinu. Svíar voru efstir með 90 stig, íslendingar í öðru sæti með 83 stig, Norðmenn hlutu 74,4, Finnar 70,5 og Danir ráku lest- ina fengu 66 stig. Þetta sýnir mikla grósku i lyftingaíþróttinni hér á landi og framfarir eru augljósar. Þá fór mótið i alla staði mjög vel fram og fram- kvæmdin var Lyftingasamband- inu til mikls sóma i hvivetna. ísland átti þrjá sigurvegara á mótinu, þá Harald Ólafsson í 75 kg flokki, Þorstein Leifsson í 82,5 kg flokki og Baldur Borgþórsson í 100 kg flokki. Þá varð Garðar Gíslason annar í 100 kg flokknum. Sýndu þeir Garðar og Baldur mjög mikla keppnishörku í jafnhöttun- inni sem var siðasta grein þeirra og þar tryggðu þeir sér verðlauna- sæti sín. Baldur lyfti samanlagt 287,5 kg en Garðar 282,5 kg. í 90 kg flokki varð Guðmundur Helga- son í öðru sæti en lyfti sömu þyngd og sigurvegarinn, 297,5 kg. Guðmundur reyndist hinsvegar vera þyngri og hreppti því annað sætið. Þeir Ágúst Kárason og Jón Páll urðu í þriðja sæti í sinum flokkum. Úrslit í þyngri flokkum verða að bíða til morguns en hér til hliðar eru úrslit í léttari flokkunum. -þr. Hvað gerir Breeler gegn Val? EINN leikur fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik i kvöld. Er það mjög athyglisverð- ur leikur. Þá eigast við í Haga- skóla lið Vals og Ármanns. Eins og staðan er nú, mæta Valsmenn án Bandaríkjamanns, en Ár- menningarnir tefla hins vegar fram hinum margumrædda Bre- eler, sem er mikill risi og sterk- legur. Það eru því margir sem spá því að Ármann vinni sinn fyrsta sigur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og fari svo, má búast við liðinu sterku það sem eftir er keppnistimabilsins. Leik- urinn hefst klukkan 20.00. Hér á eftir fara úrslit í Norðurlandameistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Laugardals- höllinni um síðustu helgi. Flokkur 52,0 kg Land Snörun Jafnh Samt. 52.0 Ismo Aalto Fin 72,5 92,5 165,0 kg. 51,5 Juha Hakala Fin 72,5 90,0 162,5 kg. 51,9 Carsten Olsen Dan 67,5 90,0 157,5 kg. Flokkur 56,0 kg Land Snörun JAFNH SAMT. 55,65 Steen Sönderg Dan 82,5 100,0 182,5 kg. 56,0 Ranno Kirri Fin 82,5 97,5 180,0 kg. 55,55 Roar Pettersen Nor ( 65,0 90,0 155,0 kg. 55,2 Þorkell Þóriss ísl 67,5 85,0 152,5 kg. Flokkur 60,0 kg Land Snörun Jafnh Samt. Mikael Norrell Sví 90.0 125,5 215,0 kg. 60,0 Jari Johansson Fin 90,0 105,0 195,0 kg. 59,95 Trond Kvilhaug Nor 80,0 92,5 172,5 kg. Jan Pank Dan 70,0 90,0 160,0 kg. Flokkur 67,5 kg. Land Snörun Jafnh Samt. 67,3 John Chrisensen Sví 100,0 152,5 262,5 kg. 67,5 Roger Hille Nor 100,0 127,5 227,5 kg. 67,5 Hans Jörgensen Dan 100,0 122,5 222,5 kg. 67,3 Viðar Eðvarðs ísl 95,0 120,0 Flokkur 75,0 Land Snörun Jafnh Samt. 73,9 Haraldur Ólafs ísl 112,5 157,5 270,0 kg. 71,6 Jari Torikka Sví 120,0 147,5 267,5 Kg. 75,0 Niklas Brolin Sví 115,0 150,0 265,0 kg. 74,4 Ari Pentti Fin 110,0 145,0 255,0 kg. 73,3 Kimmo Virtanen Fin 102,5 137,5 240,0 kg. 74,3 Tom Jonassen Nor 105,0 135,0 240,0 kg. Flokkur 82,5 kg. Land Snörun Jafnh Samt. 82,3 Þorsteinn Leifs ísl 122,5 152,5 275,0 kg. 81,8 Kim Petersen Dan 120.0 150,0 270,0 kg. 82,0 Harry Espeseter Nor 115,0 142,5 257,5 kg. 82,05 Jari Pellinen Fin 110,0 147,5 257,0 kg. 81,85 Gyfli Gíslason ísl 110,0 145,0 255,0 kg. Asgeir og Arnór skoruðu Arnór Guðjohnsen og Ás- geir Sigurvinsson svndu góð tiiþrif með hinum belgisku knattspyrnufélögum sínum um helgina, en þá fóru fram Ieikir i bikarkeppninni. Standard mætti Berchem og sigraði, 3—0. Skoraði Ás- geir eitt af mörkum Stand- ard úr vitaspyrnu. Lokeren vann Mechelem með sömu markatölu og skoraði Arnór þriðja markið, eftir að belg- iski landsiiðsmaðurinn Ver- heyen hafði skorað tvívegis. KR hélt í stigin KR SIGRAÐI ÍS með eins stigs mun i miklum haráttulcik í úrvalsdeiidinni i körfuknattieik um helgina, lokatölur leiksins urðu 91—90, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 53—54 fyrir KR. Spennan var mest lokakafia leiksins, eftir að KR-ingurinn Keith Yow varð að hverfa af leikvelli með fimm villur. Siðari hálfleikurinn var þá hálfnaður og staðan 75—64 fyrir KR. Mark Coleman fagnaði gifurlega er Yow fékk fimmtu viliuna, hefur séð sem var, að um leið átti ÍS skyndilega góðan möguleika á að jafna leikinn og komast jafnvel fram úr. Það sem eftir lifði leiksins var ÍS að minnka mun- inn hægt og bitandi og ekki er gott að vita hvernig farið hefði ef leiktiminn hefði ekki runnið út. Þannig var staðan 89—84 fyrir KR, þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Þegar 45 sekúndur voru eftir var staðan orðin 91—88 fyrir KR og greini- legt að allt gat enn gerst. KR missti líka knöttinn þegar 20 sekúndur voru til leiksloka, Mark Coleman skoraði, þannig að stað- an var 90—91 þegar KR hóf leikinn undir eigin körfu. Voru þá 9 sekúndur eftir. Þess eru mörg dæmi að 9 sekúndur hafi dugað til að snúa tæpum leikjum sem þess- um. En KR-ingarnir ríghéldu í knöttinn lokasekúndurnar, léku til og frá af yfirvegun og gáfu KR - ÍS 91 -90 Körluknattlelkur ÍS-mönnum ekki möguleika á skyndisókn. Þetta var frískur leikur frá upphafi, þó svo hann hafi ekki orðið ýkja spennandi fyrr en síðustu tíu mínúturnar. KR hafði næstum alltaf þokkalega forystu og lengst af stefndi ekki í annað en eftir atvikum öruggan sigur vesturbæjarliðsins. Hittnin var ekki upp á það allra besta, en kraftur og hraði var í fyrirrúmi, þannig að líklega hefur engum leiðst sem á horfði. Var að sjá stóran mun á öllum leik ÍS, eða í leik liðsins gegn ÍR fyrir mjög skömmu. ÍS-menn eru greinilega á réttri leið þó að betur megi ef duga skal. Mark Coleman var atkvæðamestur og skoraði eigi færri en fjörutíu stig. En eins og gegn ÍR var hittni hans ákaflega slök. Að sögn ÍS-manna, var kappinn sprækari í byrjun móts- ins og því væntanlega í öldudal eins og er. Ef Coleman tekst að bæta hittnina myndi ÍS styrkjast mikið. Árni Guðmundsson var mjög góður hjá ÍS og eins kom Bjarni Gunnar Sveinsson mjög vel frá sínu hlutverki. Aðrir börðust vel, einkum lokakaflann. Hjá KR bar mest á Jóni Sig- urðssyni eins og oft áður. Hann skoraði að venju feikn af stigum, en var engu að síður óvenjulega mistækur að þessu sinni, margar af sendingum hans rötuðu upp í hendurnar á ÍS-mönnum. Keith Yow er liðinu mikill styrkur. Hann skorar ekki mjög mikið, a.m.k. ekki miðað við landa hans í öðrum liðum, eins og Shouse, Flemming og Coleman. En Yow er mjög traustur leikmaður og ekki síður mjög góður varnarleikmað- ur. KR var sýnilega mun veikara lið eftir að hann fékk sína fimmtu villu og varð að fara út af. Auk Jóns og Keith hittu þeir Garðar og Bjarni vel er á leikinn leið. 16 ára nýliði hjá KR, Willum Þórsson, vakti einnig athygli þann skamma tíma sem hann var inn á, mikið efni þar á ferðinni. STIG KR: Jón Sigurðsson 27, Keith Yow 19, Bjarni Jóhannesson 14, Garðar Jóhannsson 12, Ágúst Líndal 9, Eiríkur Sigurðsson 7, Willum Þórsson 4. STIG ÍS: Mark Coleman 40 Árni Guðmundsson 14, Bjarni Gunnar Sveinsson 14, Pétur Hans- son 8, Gísli Gíslason 6, Albert Guðmundsson og Ingi Stefánsson 4 hvor. — KK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.