Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980
Jonas t T 1 •
U m bygginga-
leyfi og útvegsmenn
í Morgunblaðinu laugardaginn
18. október sl. birtist grein eftir
Stefán Pálsson .haestaréttarlög-
mann undir fyrirsögninni: Eru
útvegsmenn undanþegnir bygg-
ingaleyfum?
Tilganginn með grein sinni seg-
ir lögmaðurinn vera þann að koma
að nokkrum athugasemdum og
leiðréttingum, sem lögmaður og
talsmaður íbúa að Hellnum, vegna
greinar minnar um deilurnar um
byggingu sumarbústaða L.Í.Ú. að
Hellnum, sem birtust hér í blaðinu
14. og 16. október sl.
í grein sinni heldur lögmaður-
inn því fram, að L.Í.Ú. eigi ekki í
deilum við nokkra ábúendur að
Hellnum, heldur íbúana að Helln-
um, svo og lögmæta framkvæmda-
aðila og yfirvöld í landinu, sem
hann siðan telur upp.
Þessu til að svara, þá eiga
samtökin í höggi við þrjá ábúend-
ur að Hellnum, en ekki aðra íbúa
þar. Ætti L.Í.Ú. að vera orðiö
kunnugt um það eftir nær þriggja
ára baráttu við að koma sumar-
bústöðunum upp, hverjir þessir
aðilar eru, enda hafa þeir ekki
reynt að leyna því, þótt þeir hafi
aldrei viljað viðurkenna hina
raunverulegu ástæðu fyrir and-
stöðu sinni.
Þessir þrír ábúendur að Helln-
um eru þeir Finnbogi G. Lárusson,
Laugarbrekku, talsmaður þre-
menninganna og og formaður
bygginganefndar Breiðuvíkur-
hrepps. Gunnlaugur Hallgríms-
son, Ökrum, sem á sæti í bygg-
inganefnd og Matthías Björnsson,
Gíslabæ, sem er sá hinn sami og
sagt hefur verið áður frá, að hafi
ætlað að byggja þrjá sumarbú-
staði í landi sínu árið 1977 til að
leigja út.
Hina raunverulegu ástæðu and-
stöðu þessara manna telja þeir
aðilar, sem þarna búa og eru
vinveittir L.Í.Ú., að sé sú aðallega,
að þremenningarnir hafi viljað, að
hreppurinn neytti forkaupsréttar,
er jörðín var seld, enda höfðu þeir
sjálfir ekki fjárhagslegt bolmagn
til að kaupa hana. Tilgangurinn
með slíkum kaupum var, að þeir
beint eða óbeint hefðu tekjur af
þeim sumarbústöðum, er leyft yrði
að byggja á hluta úr landi Skjald-
artraðar, sem skipulagt yrði sem
sumarbústaðasvæði og leigt út,
eins og víða þekkist.
Þar sem hreppurinn hafði ekki
fjármagn til kaupanna og ekki
áhuga, þá var jörðin seld á
frjálsum markaði og andstaða
þremenninganna gegn kaupand-
anum hófst. Gefist L.Í.Ú. upp og
selji jörðina aftur, þá gæti þessi
draumur þremenninganna cf til
vill orðið að veruleika. Vildi svo
ólíklega til að jörðin yrði seld,
mun ég láta þá vita af því strax,
þannig að þeir þurfi ekki aftur að
biðja landnámsstjóra að hringja í
mig og spyrja mig að því hvort það
sé rétt, að L.I.Ú. sé að selja
jörðina.
í grein sinni telur lögmaðurinn
upp nokkra opinbera aðila, sem
hann segir, að mælt hafi gegn
fyrirhugaðri staðsetningu sumar-
bústaðanna. Ekki er þetta alls
kostar rétt hjá lögmanninum. í
fyrsta lagi skal það nefnt, að
Skipulagsstjórn ríkisins mælti
með staðsetningunni, meðmæli
sem félagsmálaráðuneytið byggir
síðan úrskurð sinn á, að L.Í.U. sé
heimilt að byggja þarna.
Hvað Náttúruverndarráð og
framkvæmdastjóra þess varðar,
þá hefur ráðið ekki tekið opinber-
lega afstöðu í málinu á móti
staðsetningunni. Um jarðanefnd
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu
er það að segja, að hún taldi það
ekki í sínum verkahring að stað-
setja sumarbústaði, heldur væri
það byggingaryfirvalda. Hvað
landnámsstjóra, Landnám ríkis-
ins og landbúnaðarráðuneytið
snertir, þá vík ég að því síðar.
Hvað byggingarnefnd Breiðu-
víkurhrepps áhrærir, þá eru allar
ákvarðanir hennar og afskipti í
þessu máli markleysa að stjórn-
arfarsrétti vegna vanhæfni
tveggja nefndarmanna.
í 3. m.gr. 8. gr. byggingarlaga
segir:
„Þegar byggingarnefnd fjallar
um mál, sem varðar persónu-
lega hagsmuni einhvers nefnd-
armanns eða manns, er situr
fundi nefndarinnar, skal hann
víkja af fundi, meðan það mál er
til umræðu og afgreiðslu."
í grein sinni rekur lögmaðurinn
afskipti varabyggingarfulltrúans í
Vesturlandsumdæmi af bygg-
ingaframkvæmdunum. Þar sem
lögmaðurinn víkur ekki að nema
hluta af sögunni varðandi afskipti
varabyggingarfulltrúans, þykir
mér rétt að rekja hana hér alla.
Hinn 9. júlí sl. fékk bygging-
armeistari bústaðanna vara-
byggingarfulltrúann í Vestur-
landsumdæmi til að koma að
Hellnum í forföllum aðalbygg-
ingarfulltrúans. Mældi varabygg-
ingarfulltrúinn út fyrir bústöðun-
um og merkti fyrir staðsetningu
þeirra hvers og eins með hælum.
Teiknaði hann síðan staðsetningu
þeirra inn á afstöðuteikningu, er
gerð hafði verið að tveim verk-
fræðingum og áritaði að lokum
teikninguna. Aðspurður kvaðst
hann ekki geta tekið við greiðslu
byggingarleyfisgjalda, þar sem
hann vissi ekki hvað þau væru
mikil. Fyrir lágu útlitsteikningar
af bústöðunum, svo og úrskurður
félagsmálaráðuneytisins, um leyfi
til bygginga fimm sumarbústaða á
hinu neðri svæði. Ekki fór vara-
byggingarfulltrúinn fram á aðrar
teikningar eða önnur gögn, áður
en hann hvarf á braut.
En hvað er það sem gerist frá
því varabyggingarfulltrúinn árit-
ar teikningar og fer, uns hann
óskar aðstoðar lögreglunnar í
Stykkishólmi til að stöðva fram-
kvæmdirnar?
Þremenningarnir komast strax
að því, hvað varabyggingarfulltrú-
inn hefur gert, og boða hann á
fund sinn í byggingarnefnd. Á
þeim fundi er samþykkt eftirfar-
andi bókun: „Þar sem byggingar-
nefnd telur, að formgallar hafi
verið á byggingarleyfi hrepps-
nefndar til L.Í.Ú., óskar bygg-
ingarnefnd ásamt varabygg-
ingarfulltrúa eftir því, að úrskurð-
að verði af landbúnaðar-
ráðuneytinu um áður nefnt bygg-
ingarleyfi hreppsnefndar."
Þetta bréf var stílað til bygg-
ingarmeistarans og hann jafn-
framt beðinn að fresta fram-
kvæmdum, uns úrskurður lægi
fyrir. Taldi hann sig á hinn bóginn
hafa fullnægjandi gögn í höndum
til að halda áfram framkvæmdum
og neitaði að verða við þessum
tilmælum.
Hvers vegna vildi byggingar-
nefnd Breiðuvíkurhrepps láta
landbúnaðarráðuneytið úrskurða
um byggingarleyfi hreppsnefnd-
ar? Byggingarmálefni falla undir
félagsmálaráðuneytið, en ekki
landbúnaðarráðuneytið. í 7. m.gr.
8. gr. byggingalaga segir berum
orðum, að félagsmálaráðherra
skuli skera úr um afgreiðslu máls,
ef ágreiningur rís milli byggingar-
nefndar og sveitarstjórnar. Fé-
lagsmálaráðherra hafði þegar
kveðið upp úrskurð um þetta
deilumál. Svarið við þessu er
einfalt. Skrifstofustjórinn í land-
búnaðarráðuneytinu vinnur ekki í
félagsmálaráðuneytinu og getur
þar af leiðandi ekki kveðið upp
úrskurð í nafni þess ráðuneytis.
Þess vegna átti að vísa málinu til
landbúnaöarráðuneytisins og fá
þar úrskurð eftir pöntun.
Hvað er það, sem kemur vara-
byggingarfulltrúanum til þess að
snúa algjörlega við blaðinu og
óska eftir lögregluaðstoð til að
stöðva byggingarframkvæmdir,
sem hann hafði áður leyft?
Það var hin gamalkunna aðferð
þremenninganna að taka hús á
mönnum og linna ekki látum, fyrr
en þeim hefur tekist að fá menn á
sitt band. Hefur þá ekki alltaf
skipt máli, hvort viðkomandi var
heima við eða lá á sjúkrahúsi, eins
og dæmin sýna. Er kunnugt um
a.m.k. tvær slíkar heimsóknir til
varabyggingarfulltrúans. í síðara
skiptið ók þeim skrifstofustjórinn
í landbúnaðarráðuneytinu í bif-
reið sinni. í framhaldi af þessu má
geta þess, að skrifstofustjórinn
var mættur að Hellnum daginn
eftir að undirstöðurnar voru eyði-
lagðar.
I bréfi sínu til sýslumannsins í
Stykkishólmi, er lögmaðurinn tel-
ur upp í grein sinni, eru raktar
þær ástæður varabyggingar-
fulltrúans, að hann biður lögregl-
una að stöðva framkvæmdirnar.
Þar segir m.a. að afstöðuteikn-
ingar hafi vantað. Þetta er rangt,
eins og fyrr hefur verið rakið. Þá
segir í bréfinu, að verkfræðiteikn-
ingar af undirstöðum hafi vantað.
Þessu til að svara þá hefur þess
aldrei verið krafist við byggingu
sumarbústaða að fyrir liggi burð-
arþolsteikningar eða útreikningar
verkfræðinga af undirstöðum,
hvort heldur undirstöðurnar eru
steyptar eða notaðir gamlir niður-
sagaðir símastaurar í þær, eins og
stundum er. Ætti þá í slíkum
tilvikum vafalaust að leggja fram
vottorð um fúaprófanir frá
Rannsóknarstofnun byggingariðn-
aðarins.
Að lokum segir í bréfinu, að
staðsetning húsanna sé umdeild.
Hvorki byggingarfulltrúi né bygg-
ingarnefnd geta afturkallað eða
ómerkt ákvörðun æðsta ákvörðun-
arvaldsins í byggingarmálum, þ.e.
félagsmálaráðherra, eða virt þá
ákvörðun að vettugi. Hefðu ein-
hverjir aðild til að skipta sér af
úrskurðinum, yrði það aðeins gert
með því að krefjast ógildingar á
úrskurðinum fyrir dómstólunum.
Þá hefur varabyggingarfulltrú-
inn sagt í blaðaviðtali, að umsögn
Náttúruverndarráðs hafi vantað.
Því til að svara þá leitaði Skipu-
lagsstjórn ríkisins umsagnar
Náttúruverndarráðs, áður en hún
gaf félagsmálaráðuneytinu um-
sögn sína. Enda þótt Náttúru-
verndarráð tæki ekki afstöðu þá
með eða á móti staðsetningunni,
þá breytir það engu hér um, þar
sem lagaskylda býður ekki um-
sagnarbeiðanda, hvort sem er, að
fara eftir slíkri umsögn, hvort
heldur heldur hún væri neikvæð
eða jákvæð og enn síður að bíða
eftir að umsagnaraðilinn taki
beina afstöðu til málsins einhvern
tíma síðar.
Stöðvun varabyggingarfulltrú-
ans á byggingarframkvæmdum
við sumarbústaði L.Í.Ú. á grund-
velli þess, að þetta og hitt hafi
vantað eða verið ófullnægjandi til
að hægt væri að leyfa byggingar-
framkvæmdir, er tómt yfirklór
embættismanns, sem látið hefur
undan miklum þrýstingi manna,
er berjast gegn byggingafram-
kvæmdunum og eru í þeirri að-
stöðu að geta komið fram í nafni
bygginganefndar, þegar það hent-
ar þeim.
Hvað ráðherraúrskurðurinn
snertir má geta eftirfarandi til
fróðleiks fyrir þá, sem áhuga hafa
á lögfræði. Þegar varabyggingar-
fulltrúinn virti ráðherraúrskurð-
inn að vettugi með því að fá
lögregluna til að stöðva bygg-
ingarframkvæmdimar, þá kvart-
aði L.Í.Ú. við félagsmálaráðuneyt-
ið, og þess jafnframt krafist að
ráðuneytið fyrirskipaði varabygg-
ingarfulltrúanum að fara eftir
úrskurðinum. Svör ráðuneytisins
voru þau, að það gæti ekkert gert í
þessu, hefðu ekki boðvald til að
fyrirskipa varabyggingarfulltrú-
anum að hlýða úrskurðinum.
Þegar svar félagsmálaráðuneyt-
isins lá fyrir var leitað til nokk-
urra stjórnarfarssérfræðinga í
stjórnarráðinu. Var það álit
þeirra, að eina leiðin í þessu fyrir
L.Í.Ú. væri að reyna að fá lagt
lögbann við bannaðgerðum lög-
reglunnar, sem síðan yrði að leita
staðfestingar á fyrir dómi á mála-
ferlum, er tæki nokkur ár.
Samkvæmt þessu virðist undir-
tylla í embættisstrúktúrnum inn-
an eins ráðuneytis geta hunsað
ákvörðun síns æðsta yfirmanns,
ráðherrans, þótt úrskurður hans
liggi fyrir, og virt úrskurðinn að
vettugi með því að framkvæma
hið gagnstæða, bara af því
kannski að embættismanninum
þykir ráðherrann bæði ljótur og
leiðinlegur.
Litið hefur verið svo á, að
ráðherraúrskurður sé ígild dóms,
æðsta boðvald í stjórnsýslukerf-
inu. Til að dómi verði fullnægt eða
framfylgt hefur löggjafinn ýmsar
leiðir. Sá sem telur á rétt sinn
gengið með ráðherraúrskurði, hef-
ur ekki aðra leið en að skjóta
málinu til dómsstólanna til að
reyna að fá úrskurðinn hnekkt.
Hann er bundinn af úrskurðinum
þangað til.
Samkvæmt öllum sólarmerkjum
að dæma, virðist líka sá, sem
fengið hefur ráðherraúrskurð sér í
hag, og ekki er virtur af lægra
settu stjórnvaldi innan sama
ráðuneytis, sem framfylgja á hon-
um, að þurfa líka að leita til
dómstólanna til þess að ná fram
rétti sínum.
í greinum mínum um deilur
þessar var kvartað yfir því, að
andstæðingar L.Í.Ú. hafi haft
greiðan aðgang að sumum þeirra
embættismanna, sem samtökin
hafi þurft að leita til á hinum
ýmsu sviðum stjórnsýslunnar
vegna þessa máls. Að sjálfsögðu
væri ekkert við því að segja, þótt
einstakir embættismenn, sem
hafa ákveðið ákvörðunarvald,
hver á sínu sviði samkvæmt lög-
um, mæli í mót staðsetningu
sumarbústaða L.Í.Ú., ef slíkar
ákvarðanir væru teknar á hlut-
lausan hátt og af bestu sannfær-
ingu.
Mikill misbrestur hefur þó verið
að slíkt hafi átt sér stað. Hef ég nú
og áður greint frá nokkrum slík-
um hlutleysisbrotum. Til viðbótar
þessu vil ég nefna afskipti land-
námsstjóra af þessu máli, sem
verið hefur sérstakur ráðgjafi
þremenninganna. Er kunnugt um
það, að þrisvar hafði bóndinn í
Laugarbrekku simasamband við
hann, þegar vegalagningin hófst,
til þess að ráðfæra sig við hann
varðandi aðgerðir gegn vegarlagn-
ingunni. Þá er það einkennileg
tilviljun, að nóttina sem skemmd-
arverkin voru unnin, þá skuli
landnámsstjóri búa á heimili eins
þremenninganna. Þótt því sé ekki
haldið fram hér, að hann hafi
tekið þátt í að skipuleggja þau, þá
hefur honum allavega verið full-
kunnugt um það, að til stóð að
fremja refsivert brot.
Vegna andstöðu þessara aðila
sem getið hefur verið, hafa verið
gerðar allt aðrar og meiri kröfur
til L.Í.Ú. vegna bygginga sumar-
bústaða þeirra, heldur en aðrir
hafa þurft að búa við í sambæri-
legum tilvikum, þar sem málin eru
afgreidd á örstuttum tíma. Er svo
von að lögmaðurinn spyrji, hvort
útvegsmenn séu of góðir að verða
sér úti um byggingarleyfi, eins og
aðrir þegnar í landinu?
Það sem fyrst og fremst hefur
hindrað framgang þess, að L.Í.Ú.
hafi auðnast að koma sumarbú-
stöðunum upp, eru ákvæði jarða-
laga, þ.e. 12. gr. þeirra, þar sem
segir m.a. að leita þurfi samþykkis
Landnáms ríkisins og landbúnað-
arráðuneytisins, ef taka á land
undan landbúnaðarnotum. Varð-
andi gagnrýni á 12. gr. vísa ég til
greinar minnar hér í blaðinu 16.
október sl.
Jarðalögin, sem samin voru á
sínum tíma af Búnaðarþingi og
keyrð í gegn á Alþingi, eru gott
dæmi um meingallaða löggjöf, og
hafa m.a. sér það til ágætis að
brjóta í bága við 67. gr. stjórn-
arskrárinnar um friðhelgi eign-
arréttarins.
Hvað afgreiðslu á 12. gr. lag-
anna snertir, þá hafa þeir félagar
skrifstofustjórinn í landbúnaðar-
ráðuneytinu og landnámsstjóri
haft með afgreiðslu þessa að gera
og voru snöggir að afgreiða það.
Yfir hverju í andskotanum er svo
L.Í.Ú. að kvarta?