Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 Liunsklúhhurinn Njörður er 20 ára um þessar mundir og að því tileíni hefur klúbburinn gefið Blindrafélaginu upptökustjórn- borð, sem er lokaþátturinn i upp- byggingu nýs stúdiós fyrir hljóð- bókagerð hlindra. Samstarf Njarð- ar við Blindrafélagið hefur verið mikið á undanförnum árum og hefur klúbburinn aflað fjár til kaupa á ýmsum tækjum fyrir félagið. Má þar nefna leirmuna- gerð, „tandemhjól“ og flest önnur tæki við hljóðbókagerðina. Starfsemi hljóðbókagerðarinnar hefur hingað til farið fram við mjög erfið skilyrði en aðstaðan hefur nú batnað til muna. Húsnæðið hefur verið stækkað um helming og geymsla frumrita verið færð yfir í sérstakt herbergi, þar sem áætlað er að setja upp loftræstikerfi, sem heldur hita- og rakastigi jöfnu. í fyrra gaf Njörður Blindravinafélag- inu fjölspólunartæki, sem gerir kleift að taka upp efni af einni spólu yfir á níu spólur samtímis. Með þessu nýja tæki er hægt að taka upp 60—100 spólur á klukkutíma. Frá árinu 1977 hefur einn starfs- maður verið við hljóðritanir í fullu starfi og hafa 720 bókatitlar verið hljóðritaðir, þrjú eintök af hverri bók. Um 130 sjálfboðaliðar hafa annast innlestur á þessum árum. Fyrir fimm árum var hafinn lestur greina úr dagblöðum inn á kassettur og þær sendar áskrifend- „Börn í Reykjavíku - rannsóknir Sigurjóns Björnssonar komnar út ÚT ER komin bókin Börn i Reykjavík, rannsóknaniðurstöð- ur, eftir Sigurjón Björnsson pró- fessor. Iðunn gefur út. Er hér um að ræða greinargerð um sálfræði- legar rannsóknir sem gerðar hafa verið á börnum og unglingum í Reykjavík á vegum bókarhöfundar og samverkamanna hans. Gerir höfundur grein fyrir við- fangsefninu í aðfararorðum á Sigurjón Björnsson þessa leið m.a.: „Hófst rannsókn- arstarf þetta þannig að á árunum 1965 og 1966 voru gerðar allvíð- tækar athuganir á stóru úrtaki barna og unglinga í Reykjavík á aldrinum 5—15 ára. Markmiðið var m.a. að ganga úr skugga um tíðni sálrænna vandamála og reyna að varpa einhverju ljósi á tengsl þeirra við hugsanlega áhrifaþætti uppeldislegs og fé- lagslegs eðlis. Rannsóknum á þessu safni hefur svo verið haldið áfram til þessa dags ...“ Rann- sóknirnar hafa einkum verið þrí- þættar: Dýptarkannanir á sér- 8viðum, þ.e. úrvinnsia afmarkaðra efnissviða innan heildarrannsókn- arinnar. I öðru lagi eftirrannsókn- ir á sérsviðum, þ.e. langtíma- rannsóknir á afmörkuðum efnis- sviðum, og loks eftirrannsóknir á heildarsafni, en markmið þeirra er að kanna geðheilsu barnanna eftir að þau eru orðin fullorðin og bera saman við niðurstöður upp- hafsrannsóknarinnar. Síðasti meginkafli bókarinnar nefnist Félagsleg lagskipting. Er þar fjallað um athugun á stétt foreldra og því hversu mikill munur finnist á uppeldisaðstöðu og þroska barna eftir því hvar í stétt foreldrar standa. — Börn f Reykjavik er 168 blaðsíður að stærð, Prentrún prentaði. um um allt land endurgjaldslaust. Þessi samantekt fékk nafnið „Vald- ar greinar" og kemur hún út tvisvar í mánuði. Njörður fór þess á leit við Lionsklúbba um allt land, að þeir efldu Blindrafélagið að kassettum fyrir safnið og voru undirtektir við því mjög góðar. Sífellt fleiri blindir eða sjónskertir færa sér í nyt þjónustu hljóðbókasafnsins eða ger- ast áskrifendur að „Völdum grein- um“. Lionsklúbburinn Njörður hefur á tuttugu ára starfstíma sínum aflað sér fjár til ýmissa líknar og mann- úðarmála og stutt félög með tækja- kaupum og fjárframlögum. Nýlega færðu Njarðarfélagar Grensásdeild Borgarspítalans myndsegulband að gjöf. Flugbjörgunarsveitinni gáfu þeir tvo fjallasjúkrabíla fyrir nokkrum árum og á síðasta ári gáfu þeir henni fullkomna móðurtalstöð. Heyrnardeild Borgarspítalans og félagasamtökin Vernd hafa einnig notið góðs af starfsemi klúbbsins. Auk annara framlaga Njarðar til blindra má nefna kynnisferðir, sem klúbburinn hefur staðið fyrir á undanförnum árum. Síðast fóru Lionsmenn og blindir upp í Járn- blendiverksmiðjuna að Grundar- tanga og var ferðin í alla staði vel heppnuð. Njarðarfélagar fjármagna starf- semi sína með jólapappírssölu og líður senn að því að þeir fari að koma sér fyrir í miðborg Reykjavík- ur og bjóða almenningi vöruna sína. Herrakvöld Njarðar með tilheyr- andi málverkauppboði er árviss atburður og ein helsta fjáröflunar- leið klúbbsins. Núverandi formaður Njarðar er Daníel Þórarinsson, viðskiptafræðingur. Unnið markvisst að framkvæmdum og upp- byggingu að Hólum Frá blaðamannafundi Lionsklúbbsins Njarðar i Blindrafélagshúsinu. Daníel Þórarinsson, formaður Njarðar situr fyrir endann og á hans hægri hönd situr Halldór Rafnar, formaður Blindrafélagsins, sem veitti gjöfinni viðtöku. Lionsklúbburinn Njörður gef- ur blindum upptökustjórnborð Ba*. IIöfðaNtrond. ENNÞÁ segjum við Skagfirðingar „Heim að Hólum“ og heilhugur fólks fullyrði eg að svo verði á ókomnum árum. Þó skólastarf hafi verið í nokkrum öldudal að undan- förnu, þá horfum við unnendur staðarins nú með góðum vonum til bjartari tíma á Hólum, þar sem nú er unnið markvisst að miklum framkvæmdum og uppbyggingu á staðnum. Skólahúsið var tekið til gagngerðra endurbóta í sumar að utan en áætlað er að gera við það að innan á næsta ári, ásamt miklu viðhaldi á öðrum mannvirkjum staðarins. Aðalnýbyggingar á Hólum á síðasta ári voru, að byrjað var á hitaveitu frá Reykjum í Hjaltadal til Hóla og bæja í framdalnum. Vonar maður að þeirri fram- kvæmd ljúki á næsta ári, en 8. nóvember er vonast til að heitt vatn verði komið að laxeldisstöð Hólalax, sem verið er að byggja við Hjaltadalsá á milli Hóla og Hofs. Hófst sú bygging um miðjan júní og hefir gengið með ágætum vel undir yfirstjórn Gísla Pálssonar frá Hofi í Vatnsdal. Verktaki er þar Stígandi hf. frá Blönduósi en byggingarmeistari Grétar Guð- mundsson frá Blönduósi. Vonir standa til að húsið verði fokhelt um þessi mánaðamót. Starfsemi við laxeldisstöðina er þegar hafin og komu fyrstu hrogn- in þangað um miðjan október. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, steinsteyptir veggir og sperrur en með álklæðningu á þaki. Ákveðið er að í fiskeldisstöð- inni fari fram kennsla í fiskrækt við bændaskólann, og er nú ráðinn og kominn þangað stöðvarstjóri og líklega kennari, fiskifræðingurinn Pétur Bjamason, sem lært hefir í Noregi. Aðstoðarmaður hans verð- ur Sveinbjörn Oddsson. Fram- kvæmdir við hitaveituna ganga allvel, þó hefir eitthvað tafið verkið að nokkuð stóð á efni svo að vinna gæti gengið án tafa. Tvær brýr er nú verið að byggja, á Hvammsá og Hjaltadalsá, en hún verður nálægt fiskeldisstöðinni. Búið er að steypa stöpla brúnna, en veður hafa hamlað frekari fram- kvæmdum. Ein af framkvæmdum sem Hólanefnd lagði til að gerð yrði á Hólum er bygging framtíðar hest- húss. Er nú verið að byggja fyrsta áfanga þess. Nýlega tók við bústjórn á Hólum ungur búfræðingur, Grétar Geirs- son. Segir hann mér að bústofn þennan vetur á Hólum verði: 460 fjár, 23 nautgripir og 85 hross. Meðalþungi dilka er góður en þó ekki vitað ennþá hve mikill. Hey- skapur var nokkuð seintækur vegna skúra og heyfengur því í meðallagi. Ekki hefir ennþá heyrst hver skipaður verður skólastjóri, en ráðherra kvað ætla að ráða hann fyrir næstu áramót. Ákveðið er að reglulegt skólahald verði ekki á Hólum fyrr en veturinn 1981— 1982, en á þessum vetri verði eins og síðastliðinn vetur haldin nám- skeið. Sú tilhögun þótti þá takast vel. 1982 er 100 ára afmæli Hóla- skóla. Voru tillögur Hólanefndar um uppbyggingu staðarins að nokkru miðaðar við það afmæli. Það er heilhuga ósk okkar allra sem unnum Hólastað alls hins besta að allar hugmyndir okkar um framkvæmdir og uppbyggingu á staðnum verði raunveruleiki og á 100 ára afmæli hittumst við bjartsýnir á framtíð Hólastaðar. Björn I Bæ. Kennarasamband Austurlands: Vill takmörkun á ofbeldi í sjónvarpi Aðalfundur Kennarasambands Austurlands var haldinn að Eið- um þann 18. september sl. Fund- inn sóttu á annað hundrað manns. Rædd voru félagsmál kennara og fulltrúi Kennarasambands ís- lands, Guðmundur Árnason, skýrði nýgerða kjarasamninga B.S.R.B. Einnig fluttu erindi Guð- mundur Magnússon fræðslustjóri og Berit Johnson sérkennslu- fulltrúi á Austurlandi um nýjar stefnur við lestrarnám. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt: Þing K.S.A. á Eiðum, 19.9/80, beinir þeirri áskorun til útvarpsráðs að það takmarki verulega sýningu sjón- varpsefnis sem hefur að geyma ofbeldi, misþyrmingar, hryllings- atriði og þess háttar efni. í tengslum við þingið voru haldin ýmis námskeið undir leið- sögn 14 fagnámsstjóra. Næstu stjórn K.S.A. skipa til eins árs: Ólafur Eggertsson Beru- nesi formaður, Birgir Einarsson Breiðdalsvík, kritari, Ingimar Sveinsson Djúpavogi gjaldkeri. Póst- og símamálastjórinn: Ekki mál landssímans þegar útsend- ingar útvarps og sjónvarps rofna Athugið breytt símanúmer 25000 Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. MBL. hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá póst- og síma- málastjóranum: Vegna fréttar í blaði yðar þriðjudaginn 28. október sl. undir fyrirsögninni „óánægja með sjón- varpstruflanir á Vestfjörðum" tel- ur póst- og símamálastofnunin rétt að koma með eftirfarandi upplýsingar til birtingar sem fyrst til þess að koma í veg fyrir frekari misskilning í þessu máli: Ef útsendingar útvarps og sjón- varps rofna vegna truflana á rafveitukerfinu er það ekki mál landsímans og sama gildir hvort heldur vararafstöð er fyrir hendi eða ekki. Allur tækjabúnaður út- varps- og sjón.varpsstöðva er í eigu ríkisútvarpsins. Til frekari skýringar skal á það bent, að þegar sjónvarpsstöðin í borgarlandi, skammt frá Stykkis- hólmi var byggð átti hún, ásamt nokkrum endurvarpsstöðvum til viðbótar, að sjá sjónvarpsnotend- um á Vestfjörðum og við Breiða- fjörð fyrir nauðsynlegum sjón- varpsflutningi. í upphafi fékk þessi sjónvarpsstöð rafmagn um einka háspennulínu frá rafveitu Stykkishólms. Þar voru þá a.m.k. fjórar dieselrafstöðvasamstæður og mjög tryggt rafmagn. Síðar var háspennulínan framlengd til Grundarfjarðar og var dieselstöð- inni, sem ofan greinir, þá breytt í varastöð. I kjölfar þessa verða rekstrartruflanir sjónvarpssend- isins í Borgarlandi tíðari eins og síðustu dæmin sýna frá 19. og 26. september og 24. október sl. Á það hefur verið bent að umræddur sjónvarpssendir, sem er 10000 vött er orðinn um 12 ára gamall og er því nú bráðaðkallandi að endur- nýja hann en til þess skortir nauðsynlega fjármuni. Varasendir er aðeins 50 vött svo hér verður sífellt veikari hlekkur í þýð- ingarmikilli sjónvarpskeðju til framangreindra landsvæða. Varadieselvél á sjónvarpsstöð- inni í Borgarlandi gæti nú stytt rof útsendingar í 5 mínútur hverju sinni, en með nýjum sendi styttist þessi tími í hálfa mínútu. Samkvæmt framansögðu er ekki sýnilegt að úr truflunum dragi fyrr en sjónvarpssendirinn hefur verið endurnýjaður og raf- magnsmálum komið í betra horf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.