Morgunblaðið - 08.11.1980, Page 2

Morgunblaðið - 08.11.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Kínverjar ganga af frímerkjasýningu Töldu frímerki frá Taiwan áróður gegn alþýðulýðveldinu Kina ÞAÐ fáheyrða atvik átti ser stað í fyrradag að kinverskir sendi- ráðsmenn, sem formleua voru i hoðnir til opnunar frímerkjasýn- inKarinnar FRÍM '80. sem haldin er að Kjarvalsstöðum, xfrucu af sýninKunni. Höfðu þeir þá komið auKa á frimerki frá Taiwan (Formósu). sem þeir töldu áróður KeKn Alþýðulýðveldinu Kína ok fóru fram á að þau yrðu tekin niður. Þvi hefur sýninKarstjórnin alfarið hafnað. í tilefni þessa snéri blaðiö sér til Björgúlfs Lúövíkssonar, sem setti upp hluta af sýningunni til að fá nánari fréttir af atburðinum. „Ég setti upp þann hluta sýn- ingarinnar, sem er til heiðurs Sigurði Ágústssyni, en hann var lengi okkar allra bezti félagi, en er nú látinn. Hann safnaði aðallega tvenns konar frímerkjum, annars vegar japönskum og hins vegar frímerkjum er snertu skátahreyf- inguna, og eru öll merkin í þessum hluta úr eigu hans,“ sagði Björg- úlfur. „Meðal þessara merkja eru nokkur frá skátamótum á Taiwan og auk þess nokkrar biokkir þaðan. Þessi merki ráku kínversku gest- irnir augun í og urðu þeir mjög óánægðir með það og töldu merkin I ? 1 H í ****:<#***#. vera áróður gegn alþýðulýðveldinu Kína. Þeir gengu síðan af sýning- unni, en komu svo nokkru síðar og óskuðu þess mjög eindregið að merkin yrðu tekin niður. Það rökstuddu þeir með því að þessi „áróður" gæti spillt samskiptum lýðveldisins Islands og alþýðulýð- veldisins Kína. Þeim var tjáð að við værum á móti því, en skyldum þó ræða málið og þeir skyldu þá hringja til okkar næsta morgun. Það gerðu þeir ekki, en hringdu þess i stað í formann félagsins, Pál H. Ás- geirsson, en hann vísaði málinu alfarið til formanns sýningar- nefndarinnar, Jóhanns Guð- mundssonar. Jóhann hafði þá samband við utanríkisráðuneytið til að spyrja hvernig við ættum að snúa okkur í þessu. Þar fékk hann þau svör að við skyldum hafa þetta eins og við vildum, þetta væri ekkert mál. Síðan var hringt úr utanríkisráðu- neytinu um klukkustund síðar og okkur ráðlagt að taka merkin niður. Þegar spurt var um forsend- ur þessara ráðlegginga, fengust sömu rök og Kínverjarnir höfðu verið með áður. Jóhann sagði þá að frímerkin yrðu ekki tekin niður vegna eftirtalinna atriða: Frí- k ■vrsssn w niTSVT te 3 !£ 'mrm* 8 ■ajjtlgaÍMi li i t % % \~SXZAJJ*.J -TTVsrr % JUídUÍ.- Frfmerkjablokkirnar frá Taiw- an, sem Kinverjarnir töldu ár- óður gegn alþýðulýðveldinu Kína. merkjasöfnun er hafin yfir alla pólitík. Svo er einnig með skáta- hreyfinguna. Þessi hluti sýningarinnar er settur upp í minningu okkar bezta félaga og það væri hrópleg móðgun við minningu hans að taka merkin niður á svona forsendum. Því næst var kínverjunum boðið til fundar með okkur fyrir opnun sýningarinnar í gær, en þeir hvorki komu né hringdu," sagði Björgúlf- ur að lokum. íscargo: Fljúga með fersk- fisk til Frakklands FLUGFÉLAGIÐ Iscargo hefur undanfarna daga flogið með 30 tonn af ferskum fiski til Frakk- lands, að sögn Kristins Finn- bogasonar. framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Kristinn sagði, að haldið yrði áfram með þessa flutninga í Akureyri: Akureyri. 7. nóvemher. ARINBJÖRN Guðmundsson. 77 ára, sem hvarf frá elliheimilinu í Skjaldarvík um klukkan 18.00 i gærkvöldi, fannst um klukkan 10.30 i morgun. nokkuð kaldur á fótum. en að öðru Ieyti allvel á sig kominn. Hann var fluttur á sjúkrahús til hressingar. Eins og fyrr segir var Arin- bjarnar saknað frá Skjaldarvík um miðaftanleytið í gær og var fljótlega hafin að honum mikil leit. Um 50—60 manns úr Hjálp- næstu viku og þá flogið á þriðju- dag og laugardag með svipað magn. Þá kom það fram í samtalinu við Kristin, að félagið er að auka fragtflug milli íslands, Hollands og Bretlands. Flogið verður tvisv- ar í viku, en hingað til hefur þetta arsveit skáta á Akureyri og Flug- björgunarsveitinni á Akureyri leituðu í nágrenni Skjaldarvíkur og á svæðinu milli Skjaldarvíkur og Akureyrar þangað til um klukkan 3 í nótt. Leit hófst aftur í birtingu í morgun og lauk með því að maðurinn fannst og var hann þá staddur í grennd við bæinn Pét- ursborg sem er skammt norðan Akureyrar. Hann var sæmilega búinn og var allhress, en var þó orðið mjög kalt á fótum. — Sv.P. flug verið einu sinni í viku. Menn frá Iscargo munu í vik- unni fara utan og skoða fjórar flugvélar af gerðinni Lockheed Electra, sem eru fjögurra hreyfla skrúfuþotur, en félagið hyggst festa kaup á slíkri vél til að annast farþegaflug milli íslands og Amst- erdam eins og skýrt hefur verið frá. Kristinn sagði, að fallið hefði verið frá hugmyndum um kaup á Boeing 737 vegna þeirra staðhæf- inga verksmiðjunnar, að 737-vél- arnar séu ekki heppilegar fyrir þau vályndu veður, sem eru á þessu flugsvæði. Barnablaðið heit- ir nú ABC & D NÝTT nafn hefur nú verið ákveðið á barnablað það, sem Frjálst framtak gefur út. Lögbann var lagt á nafnið ABC, en blaðið hefur nú fengið nafnið ABC & D. Lím- miðar með nýja nafninu verða settir á forsíðu þess hluta 2. tölublaðs, sem ekki var farinn í dreifingu, en desembertölublaðið ber hið nýja nafn. Gamall maður fannst eftir mikla leit V£>í ræðir beiðni FIP um verkbönn á mánudag STJÓRN og samninganefnd Fé- lags íslenzka prentiðnaðarins ræddi I gær viðbröKð við verkfalls- boðun bókagerðarfélaganna þrÍKKja, sem ákveðið hafa að boða til verkfalls frá og með 17. nóvem- ber næstkomandi. Ákveðið var að árétta bréf til Vinnuveitenda- sambands íslands frá 18. septem- ber síðastliðnum. þar sem sam- þykkt var að óska eftir verkhanns- aðgerðum á aðra starfsmenn fyrir- tækja í FÍP. ef til frekari verk- fallsaðgerða kæmi. Grétar Nikulásson, fram- kvæmdastjóri FÍP sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður að því, hvort komið gæti til verkbannsaðgerða við aðra við- semjendur, sem þegar hefðu bund- inn samning, en aðeins Blaða- mannafélag íslands mun eiga ósamið við Félag blaðaútgefenda í Reykjavík, sem er aðili að FÍP. Grétar kvað þá samúðarverkbann koma til greina með sama hætti og samúðarverkföll væru boðuð. Sam- kvæmt upplýsingum Þorsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra VSÍ mun framkvæmdastjórn VSI koma saman til fundar klukkan 16 á mánudag til þess að ræða þessa beiðni FIP. Félag íslenzka prentiðnaðarins sendi í gær forstjóra Þjóðhags- stofnunar, Ólafi Davíðssyni beiðni um að reiknað yrði út tilboð FÍP til bókagerðarmanna og það borið saman við hækkanir annarra sam- bærilegra launþegafélaga. FÍP- menn telja sig hafa boðið sambæri- lega hækkun og komið hefur fram í fjölmiðlum að a.m.k. bókbindarar fara ekki fram á meira en önnur stéttarfélög hafi fengið. Sjá bréf FÍP á bls.5 Borgarstjórn: Davíð kjörinn í borgarráð Birgir fær lausn frá störfum Davíð Oddsson Borgarráðsfulltrúar SjálfstanV isflokksins lögðu það til á fundi borgarstjórnar í gærkveldi að Davíð Oddsson borgarfulltrúi tæki sæti Birgis ísl. Gunnarsson- ar í borgarráði frá 10. þ.m.. en Birgir óskaði eftir því á síðasta borgarráðsfundi að verða leystur frá þeim störfum. Þá var og lagt til við borgar- stjórn að Markús Örn Antonsson taki varamannssæti í borgarráði. Þessi tillaga borgarráðsfulltrú- anna var samþykkt með 15 sam- hljóða atkvæðum. Þeir Davíð og Markús munu gegna þessum störf- um frá 10. þ.m. og til fyrri fundar borgarstjórnar í júní 1981. Færeyingar kaupa verk smiðjuskip til kolmunna veiða- og vinnslu aflans FÆREYINGAR festu nýlega kaup á 4 þúsund lesta nokkurra ára frönskum verksmiðjutogara, sem þeir ætla að gera út á kolmunnaveiðar. Skipið er vænt- anlegt til Færeyja í dag, en það er færeyskt fyrirtæki. sem kaupir skipið með styrk Landsstjórnar- innar. Um borð eru 4 vinnslulinur og verður kolmunninn unninn til manneldis. Hyggjast Færeyingar veiða kolmunna á slóðinni við Bretlandseyjar og Færeyjar á vor- in og fram eftir sumri. en síðan í Norska hafinu er kemur fram á sumarið. í gær hófst á Hótel Esju loka- fundurinn í norrænu samvinnu- verkefni um veiðar á kolmunna, vinnslu og nýtingu til manneldis. Ráðstefnunni lýkur í dag, en á mánudag fara fulltrúar á fundin- um, sem eru frá Noregi, Danmörku, Færeyjum og íslandi, til Grinda- víkur og Hveragerðis, en þar verð- ur þurrkunarstöð fyrirtækisins Hverá skoðuð. Á fundinum í gær var mikið rætt um framtíð kol- munnaveiða, hagkvæmni þeirra, veiðarfæri og fleira tengt kol- munnaveiðum og vinnslu. Á fundinum í gær kom fram, að menn telja að kolmunnaafli fari yfir eina milljón lesta í ár og hafi einnig gert það í fyrra. Stórtækast- ir í þessum veiðum eru Sovétmenn, en talið er að þeir veiði 60-70% alls kolmunna, sem veiddur er. Mest veiða þeir í Norska hafinu og undanfarið hefur stór floti sov- ézkra veiði- og vinnsluskipa verið rétt utan 200 mílna markanna austur af landinu. Borgarstjórn samþykkir fjárstuðning: Pæld’íðí niðurgreitt um 2 milljónir króna Á FUNDI borgarstjórnar sem haldinn var á fimmtudaginn var samþykkt tillaga frá Sigurjóni Péturssyni þess efnis að Alþýðu- leikhúsinu verði veittur 2ja millj- óna króna fjárstyrkur vegna sýn- inga fyrir unglinga. Unglinga- sýning sú sem hér um ræðir ber nafnið „Pæld'íðí“ og fjallar um kynferðismál. Nokkrar umræður urðu um til- lögu þessa og kom fram í máli eins borgarfulltrúa sú skoðun að með þessari styrkveitingu væri gefið fordæmi og gæti því borgin átt von á að ýmsir leikhópar, sem teldu sýningar sínar eiga erindi til skólafólks, færu fram á styrk eftir að fjárhagsáætlun hefði verið af- greidd. Tillaga Sigurjóns var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 2. Fjárstuðningur þessi mun ætl- aður til að greiða niður aðgöngu- miðaverð á sýningar Alþýðuleik- hússins á umræddu leikriti. Hluti fulltrúa á lokafundi sérstaks norræns rannsóknarverkefnis um kolmunnaveiðar og vinnslu. (Ljósm. Emllia.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.