Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
5
SÍKursæll Magnússon veitingamaður.
Ljósm. Emiiía
t {J i
Er aðeins að leita
eftir meðeiganda
- segir Sigursæll
Magnússon veit-
ingamaður í Ártúni
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
um veitingahúsið Ártún vil ég
taka fram eftirfarandi: Fyrirtæk-
ið hefur ekki verið auglýst sér-
staklega til solu, heldur var
leitast við að fá aðila inn í
fyrirtækið sem eignaraðila. Aðr-
ar upplýsingar, sem fram komu í
fréttinni, eru villandi og mun
fyrirtækið starfa áfram óbreytt
og standa við allar skuldbind-
ingar sinar gagnvart póntunum
ok leigu á sólum, sagði Sigursæll
Magnússon veitingamaður í Ár-
túni í samtali við Mbl.
Sigursæll Magnússon hefur rek-
ið veitingahúsið Ártún við Vagn-
höfða í Reykjavík í tvö ár og
starfa þar nú alls milli 20 og 25
manns. Á efri hæð er salur sem
notaður er til almenns dansleikja-
halds og skemmtana, leigður til
einkasamkvæma o.fl. og tekur
hann um 300 manns. í salnum er
aðstaða fyrir hljómsveit á palli,
bar og á snyrtingum er aðstaða
fyrir hjólastóla og húsið þannig úr
garði gert, að fatlaðir eigi auðvelt
með að fara um það. Á neðri
hæðinni er rekin kaffitería, sem
tekur um 170 manns í sæti. Starfa
við hana eina milli 10 og 12
manns. Kaffiterían er opin alla
virka daga kl. 7:30 til 18 og eru þar
allmargir í föstu fæði í hádeginu.
— Salirnir eru ýmist notaðir
báðir í einu sameiginlega eða sitt í
hvoru lagi, allt eftir því hvers
menn óska, en þeir taka alls nærri
500 manns. Ef ekki eru einka-
samkvæmi eru almennir dansleik-
ir á föstudags- og laugardags-
kvöldum, sagði Sigursæll. Sem
fyrr segir er Ártún við Vagnhöfða
í Reykjavík og taldi Sigursæll
staðinn nokkuð góðan, ekki síst nú
eftir að búið er að malbika göturn-
ar í hverfinu og er aðkoman nú
mjög góð.
Spariskírteinin
ganga hægt út
„ÞVÍ ER ekki að neita. að sala á
verðtryggðum spariskírteinum
ríkissjóðs hefur gengið ha'gar
fyrir sig að undanfórnu. heldur
en við hófum átt að venjast.„
sagði Stefán Þórarinssqn. rekstr-
arstjóri Seðlabanka íslands i
samtali við Mbl.
„Boðnir voru út 3 milljarðar
króna í upphafi og frá okkur eru
þegar 2200—2300 milljónir króna,
sem auðvitað eru ekki allar séldar,
en útsölustaðir eru bankar og
sparisjóðir úti um allt land. Við
vitum um sölu og öruggar pantan-
ir upp á nær 1500 milljónir
króna," sagði Stefán ennfremur.
Stefán sagði að sölunni yrði
haldið áfram fram í desember ef
þá yrði eitthvað eftir.
Útsölusmjörið
senn á þrotum
SENN líður að lokum smjörútsöl-
unnar, en að sögn Óskars Gunn-
arssonar, framkvæmdastjóra Osta
og smjörsölunnar, er þegar búið
að dreifa stærstum hluta þeirra
liðlega 300 tonna, sem sett voru á
útsölu.
Síðustu tonnin verða væntan-
lega keyrð í verzlanir á Stór-
Reykjavíkursvæðinu í dag og
mánudag.
Bingókvöld hjá Hvöt
ÞAÐ ER orðinn árviss viðburður
að Sjálfstæðiskvennafélagið Ilvöt
í Reykjavík efni til Bingós. Að
þessu sinni verða Ilvatarkonur
með bingó að Hótel Borg á
mánudagskvoldið og hefst það kl.
20.30.
Spilaðar verða 12 umferðir og
eru margir vinningar í boði. Má
þar nefna hálfsmánaðarhálendis-
ferð með Ferðaskrifstofu Guð-
mundar Jónassonar, vöruúttektir,
bækur og hljómplötur og einnig
matarkörfur, sem undanfarin ár
hafa sett svip á vinningana í
Hvatarbingóunum.
Húsið verður opnað kl. 20.00 og
er inngangur um aðaldyr. Bingó-
stjórar verða Ragnhildur Páls-
dóttir og Þórunn Gestsdóttir.
Porunn Ragnhildur
Gestsdóttir Pálsdóttir
Félag islenzka prentiðnaðaríns:
Þjóðhagsstofnun reikni
út tilboðið og beri sam-
an við kjarasamninga
VEGNA ágreinings, sem upp er
kominn milli Félags islenzka
prentiðnaðarins annars vegar og
sveinafélaga bókagerðarmanna
hins vegar. varðandi hugsan-
legar launahækkanir samkvæmt
kjarasamningum þeim, er gerðir
voru milli aðila vinnumarkaðar-
ins 27. október sl.. hefur stjórn
FÍP samþykkt á fundi sínum í
dag að senda Þjóðhagsstofnun
meðfylgjandi bréf með beiðni um
könnun og úrskurð á því, hve
háum hundraðshluta launahækk-
anirnar muni nema
„ Þ jóðhagsstof n u n.
c/o hr. Olafur Davíðsson,
forstjóri,
Rauðarárstíg 31,
105 Reykjavík.
Félag íslenzka prentiðnaðarins
annars vegar og félög bókagerð-
armanna hins vegar eiga nú í
kjaradeilu, eins og flestum er
kunnugt og er deilan í höndum
ríkissáttasemjara.
Er gengið hafði verið frá sér-
kröfum og byrjað var að ræða um
hugsanlegar hækkanir launaliða,
var staðan sú, að atvinnurekendur
tjáðu sig reiðubúna að ganga til
samninga um hækkanir er voru í
samræmi við það sem önnur
sambærileg launþegafélög hefðu
fengið er samið var á grundvelli
sáttatillögu ríkissáttasemjara og
sáttanefndar miili VSÍ og ASI
þann 27. október sl.
Fram hefur komið, m.a. hjá
formanni Bókbindarafélags Is-
lands í Þjóðviljanum í dag, 7.
nóvember 1980, að bókagerðar-
menn hafi ekki farið fram á meira
en önnur stéttarfélög hefðu þegar
fengið. Virðist því mikil nauðsyn á
því að fá úr því skorið af hlutlaus-
um aðila, hve hár sá hundraðs-
hluti sé er önnur sambærileg
stéttarfélög hafi fengið í launa-
hækkun með samningunum 27.
október.
Förum við því fram á það við
Þjóðhagsstofnun að hún láti nú
þegar gera þessa könnun og sendi
ríkissáttasemjara niðurstöðuna,
þannig að staðreyndir í málinu
geti greitt fyrir lausn vinnudeil-
unnar."
Prestskosningar í Eyrar-
bakkaprestakalli á morgun
- séra Úlfar Guðmundsson einn í framboði
PRESTSKOSNINGAR íara fram
I Eyrarbakkaprcstakalli á morg-
un. I Eyrarhakkaprestakalli eru
þrjár sjálfstæðar sóknir. þ. e.
Eyrarbakki, Stokkseyri og
Gaulverjabær. Aðeins einn prest-
ur hefur gefið kost á sér, séra
Úlfar Guðmundsson sóknarprest-
ur á Ólafsfirði.
Séra Úlfar er fæddur 30. okt.
1940 í Reykjavík. Hann er sonur
hjónanna Guðmundar Grímssonar
húsgagnasmiðs og Stefaníu Run-
ólfsdóttur. Úlfar lauk stúdents-
prófi frá Verzlunarskóla íslands
1961 og guðfræðiprófi frá Háskóla
íslands í janúar 1972. Hann var
vígður prestur til Ólafsfjarðar í
marz 1972 og hefur verið þar
búsettur síðan, en starfaði í
nokkra mánuði 1976 sem biskups-
ritari á Biskupsstofu. Eiginkona
Úlfars er Freyja Jóhannsdóttir
kennari og eiga þau tvö börn.
Séra Úlfar tók virkan þátt í
félagsstörfum á námsárum sínum,
var m. a. bæði í stúdentaráði og
háskólaráði, einnig í stjórn Lána-
sjóðs ísl. námsmanna. Hann hefur
einnig starfað mikið að félagsmál-
um á Ólafsfirði, m.a. átt sæti í
skólanefnd, kjörstjórnum og verið
meðlimur í karlakór staðarins.
Hann er fyrrverandi forseti Rot-
ary-klúbbs Ólafsfjarðar og fleira
mætti telja. Þá hefur hann kennt
allan tímann með prestskapnum.
Það eru allir velkomnir á Sólarkvöld
Samvinnuferða-Landsýnar i Súlnasal.
Frábœr skemmtiatriði, glæsilegir bingó-
vinníngar, hörkufjör á dansgólfinu og
slðast en ekki sist - öndvegismatur á
ódýru verði.
Diskópardans á heimsmælikvarða
GARY KOSUDA
kemur alla leið frá Honolulu og sýnir einstaka
hæfileika sína i dansi með Sóleyju Jóhannsdóttur.
Þessi danssýning slær flest út sem sýnt hefur verið
á íslenskum dansfjölum til þessa!
Ragnar og Bessi
Ragnar Bjarnason og Bessi Ðjarnason enn komnir
með splunkunýtt efni sem kitlar hláturtaugarnar
hressilega.
Kanaríeyjakynning
(hliðarsal sýnum við glænýja kvikmynd f rá Kanarí-
eyjum til fróðleiks og skemmtunar fyrir alla sól-
dýrkendur.
Ferðabingó
Og enn spilum við um glæsileg ferðaverðlaun.
Meðal vinninga Kanaríeyjaferð ískammdeginu að
verðmæti um hálf milljón króna!
Magnús Axelsson að venju með hijóð-
nemann i kynningunni og stjórnandinn
Sigurður Haraldsson að sjálfsögðu á
vaktinni. Vanir menn sem tryggja eld-
fjöruga og vel heppnaða sunnudags-
skemmtun.
Dansaö tll kl. 01
Húsiö opnað kl. 19.00
Boröapantanir i sima 20221, eftir kl. 4
Tiskusýning
Módelsamstökin koma meö enn eina ferska og
fallega tiskusýningu og sýna að þessu sinni tísku-
fatnað á alla fjölskylduna frá TORGINU. Nýjasta
úralínan frá SEIKO einnig sýnd.
Spurningakeppni
Spurningakeppni fagfélaganna fór glæsilega af
stað á síðasta sólarkvöldi. Nú reyna prentarar að
stöðva sigurgöngu bakaranna.
Keppt er um sex Lundúnarferðir i leiguflugi
Samvinnuferða-Landsýnar.
Matseðill kvöldsins
Meadaillons d’agneau au grenache noir.
Verð aðeins kr. 7.600
Jón Ólafsson leikur á píanóið milli kl. 7 og 8.
Ragnar Bjarnason fer á kostum ásamt
hljómsveit sinni.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899