Morgunblaðið - 08.11.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá:
Mozart. forleikur K 384 aO Brottnáminu.
Mozart, flautukonsert K 313.
Saint-Saens. sinfónía nr. 3 op. 78.
Einleikari:
Manuela Wiesler.
Stjórnandi:
Jean-Pierre Jacquillat.
Manuela Wiesler
Forleikurinn að óperunni
Brottnámið úr kvennabúrinu
eftir Mozart er einkennilega
einfalt í hljómum og einnig
ótrúlega mikið laust við
skemmtilegt lagferli, sem þó er
eitt af sterkustu einkennum
Mozart. Sumir kaflar óperunnar
eru einmitt frægir fyrir sláandi
skemmtilegar tónhugmyndir,
svo að forleikurinn stendur
þarna sem sérkennileg and-
stæða. Annað verkið á efnis-
skránni var flautukonsert eftir
Mozart og lék Manuela Wiesler
einleik í verkinu. Það er í raun
og veru að bera í bakkafullan
lækinn að hæla henni fyrir
giæsilegan leik. Það sem skyggði
á, er að Háskólabíó er ekki
staður fyrir fíngerðan tónvefn-
að. Tónsvar hússins er þurrt og
niðurdrepandi. Tónleikarnir
enduðu á þriðju sinfóníunni eftir
Saint-Saéns. I flutningi verksins
kom greinilega fram hve fiðlu-
sveitin er fámenn, svo að lúðr-
arnir fengu nær engan stuðning.
Stærri fiðlusveit hefði megnað
að mynda sterkan bakgrunn
fyrir voldugan hljóm lúðranna.
Notkun orgelsins kemur fallega
út, þó ritháttur höfundar sé þar
æði slagaralegur. Með stærri
stengjasveit hefði flutningur
verksins getað orðið feikna
áhrifamikill. Eitt undarlegt at-
riði er varðar efnisskrá. Þess er
hvergi getið hver leikur með á
orgelið eða píanóið og einnig
vantar að nefna nokkra slag-
verksmenn. Það gæti svo sem
verið allt í lagi að sleppa allri
nafnaupptalningu, en meðan sú
regla hefur ekki verið tekin upp,
er það dálítið kauðskt að sortera
fólk svona úr og sýnir í rauninni
ekki annað, en hve lítið samband
er á milli þeirra er sjá um
„prógrammið" og þeirra sem
starfa í hljómsveitinni.
Samspil á
fiðlu og píanó
Á vegum Norræna hússins sl.
miðvikudag komu fram ungir
tónlistarmenn og fluttu tónlist
eftir Sjögren, Sarasate, Proko-
féff, Schubert og Bartok. Eitt-
hvað mun fiðluleikarinn hafa
verið miður sín því dagskráin
snerist úr því að eiga að vera
hreint fiðluprógramm, í fiðlu og
píanótónleika. Fyrsta verkið,
sónata nr. 5 eftir Emil Sjögren
var ekki óþokkalega flutt, en
heldur er verkið sviplaus sam-
setningur, er minnir á Grieg,
Shumann og César Franck. Ann-
að verkið var Carmen-svítan
eftir Sarasate og það verður að
segjast eins og er, að svoleiðis
„virtúósastykki" verður að leika
með glæsibrag til að áheyrendur
komist í ham. Fiðluleikarinn
Nils-Erik Sparf kann ýmislegt
fyrir sér, en eftir leik hans að
dæma virtist hann hafa verið
eitthvað miður sín, rétt eins og
hann væri feiminn við að tjá sig.
Píanóleikarinn Marianne Jac-
obs var aftur á móti ekki neitt
feimin. Sem „einleiksnúmer" lék
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
hún þriðju sónötuna eftir Próko-
féff, sem hann semur upp úr 10
ára gömlum rissbiöðum. Mari-
anne Jacobs ræður yfir tölu-
verðri tækni. Sem undirleikari
var hún nokkuð frek en sem
einleikari skemmtilega kraft-
mikil. Eftir að hafa leikið smá-
lag eftir Schubert, enduðu tón-
leikarnir á annarri fiðlusónöt-
unni eftir Bartok, sem varð
þeirra eiginlega píanóverk með
undirleik fiðlu. Að byggingu til
er verkið sérkennilegt og hlut-
verk hljóðfæranna mjög sjálf-
stætt, þannig að gæta verður
þess sérstakiega að jafnræði sé
með hljóðfærunum.
Kammertónleikar
Bernhard Wilkinson flautu-
leikari, ásamt Maria Veri-
conte, Stephan King og Guð-
rún Sigurðardóttur stóðu fyrir
tónleikum að Kjarvalsstöðum
og fluttu tvo flautukvartetta
og dúett fyrir fiðlu og lágfiðlu
eftir Mozart. Sem innskot
flutti Bernhard Wilkinson hið
fræga Syrinx eftir Debussy.
Eitthvað er bogið við númerun
fyrsta verksins á efnisskránni
(K 631), því síðasta verk Moz-
arts er merkt K 626. Nokkur
verk fundust eftir að Köchel
samdi skrána yfir verk Moz-
arts og er flautukvartettinn í
C-dúr merktur K 285 b í
tónverkaskrá Alfred Einstein.
Báðir kvartettarnir, sá í C-dúr
(K 285 b) sem tónleikarnir
hófust á og D-dúr kvartettinn
(K 285) sem tónleikarnir end-
uðu á, voru hressilega leiknir
en ekki nægilega unnir. Það
vantaði ýmislegt í tóngæðum
og mótun stefja, sem ekki má
missa sig.
Sama gegnir um flutninginn
á dúettinum. Bernhard Wilk-
inson er góður flautuleikari og
var leikur hans það besta á
þessum tónleikum, einkum þó
flutningur hans á Syrinx eftir
Debussy sem bergmálaði fal-
lega um ganga Kjarvalsstaða.
Ein af myndum Kaskipuro.
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Grafíklistamaðurinn Pentti
Kaskipuro listprófessor i Hels-
inki er sem stendur með sýningu
á grafískum verkum sínum á
göngum Norræna hússins. Hann
er víðkunnur fyrir myndlist
sína, og sjálfsagt kemur það ekki
í opna skjöldu þeim, sem þekkja
til listar þessa ágæta svartlist-
armanns. Hann hefur átt hér
verk á sýningu áður, og þá þegar
urðu mér þau verk minnisstæð.
Þannig þróuðust einnig málin,
að eitt verka hans lenti í eigu
okkar hjóna og höfum við haft
mikla ánægju af þann tíma, er
sambúðin hefur staðið.
Norræna húsið gerir það ekki
endasleppt við grafíkina. Fyrir
stundu er lokið einni merki-
legustu sýningu, sem húsið hefur
haldið á þessari listgrein. Þar á
ég auðvitað við sýningu Palle
Nielsen, og að mínum dómi er
það ekki heiglum hent að verða
honum næstur í röðinni. En ég
fæ ekki betur séð en Pentti
Kaskipuro klári sig mæta vel í
þessari aðstöðu. Hann er ger-
Graf ík á
ólíkur Palle Nielsen hvað tækni
og innihald mynda snertir, en ég
held, a5 margir hafi einmitt enn
meiri ánægju af þessari sýningu
vegna þess, hve fjölbreytni þess-
arar listgreinar kemur hér
greinilega í Ijós, ef samanburður
er gerður. Eins og sjá má af
þessum línum, hefur mér orðið
tíðrætt um Palle .Nielsen. Auð-
gongum
vitað sannar það aðeins, hve
mögnuð sýning hans var og því
sanngjarnt að meta list þessara
manna á sömu vogarskál, því
báðir eru í fremstu röð.
Kaskipuro hefur afar sterkan
persónulegan stíl, sem er þrung-
inn átaki milli svarts og hvíts.
Aðalsmerki grafískrar listar.
Hann nær sterkum tökum á
Mállaus kóngsdóttir eignast mál
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Alþýðuleikhúsið:
KONGSDÓTTIRIN SEM
KUNNI EKKI AÐTALA
eftir Christinu Anderson.
Leikrit með fjórum leikurum,
brúðum, dreka og dúskum.
Fyrir heyrandi og heyrnarlausa.
Leikstjóri og þýðandi: Þórunn
Sigurðardóttir.
Leikmynd, brúður og búningar:
Guðrún Auðunsdóttir.
Það er ekki svo lítill viðburður í
reykvísku leikhúslífi þegar frum-
sýnt er leikrit sem ætlað er í senn
heyrandi og heyrnarlausum. Nú
hefur Alþýðuleikhúsið riðið á vaðið
með Kóngsdótturinni sem kunni
ekki að tala.
Efni í Kóngsdótturinni sem
kunni ekki að tala er með einfald-
asta móti, enda verkið fyrst og
fremst við hæfi yngstu barna. f ljós
kemur að kóngsdóttir ein er mál-
laus og tveir biðlar hennar leggja
upp í langa ferð til að finna mál
handa kóngsdóttur. Þeir komast að
því að málið geymir ógurlegur
dreki, en með veganesti frá steini
og vindi hætta þeir sér inn á
yfirráðasvæði drekans. Að sjálf-
sögðu ætla þeir sér að fá kóngsdótt-
urina að launum þegar þeir færa
henni málið, en þá vill hún bara
eiga sig sjálf. Þetta síðastnefnda er
ekki alveg samkvæmt hefðbundnu
ævintýraminni, en Kóngsdóttirin
sem kunni ekki að tala getur þó
ekki talist neitt framúrstefnuverk.
Hér er einkum um að ræða
tilraun og að mínu mati tekst hún
vel. Leikstjórinn og þýðandinn,
Þórunn Sigurðardóttir, sýnir okkur
Vitnið sem
hvarf ekki
Manuel Scorza:
RANCAS-ÞORP Á HELJARÞRÖM
Þýð. Ingibjörg Ilaraldsdóttir.
216 bls. Iðunn.
Höfundur þessarar bókar, Perú-
maðurinn Manuel Scorza, segist í
formála hennar vera „vitni, fremur
en skáldsöguritari". Bókin fjallar
um atburði sem áttu sér stað í
fjallahéraði 'í Perú á árunum
1950—1962, en á þeim slóðum ólst
Scörza upp. Hann lýsir í sögunni
örvæntingarfullri og vonlausri bar-
áttu blásnauðra íbúanna gegn
bandaríska námuauðhringnum
„Cerro de Pasco Corporation" og
gerspilltu yfirvaldi sem tengt er
landeigendastéttinni órofa böndum.
Frásögnin hefst á því að auð-
hringurinn sölsar undir sig land-
svæði sem frá fornu fari hefur
tilheyrt indíánunum sem þarna búa
og stunda kvikfjár- og nautgripa-
rækt. íbúarnir standa uppi furðu
lostnir og án bithaga fyrir skepnur
sínar og spyrja sjálfa sig og yfir-
völdin á hverju þeir eigi að Iifa.
Þeirri spurningu fá þeir ekkert svar
við. Hins vegar er annarri spurn-
ingu, þeirri hvort þeir eigi yfirleitt
að lifa, svarað af stjórnvöldum í
bókarlok með því, að sendar eru
hersveitir gegn þeim og beita þær
óspart haldgóðum rökum vélbyssu-
kjaftanna. Ákæranda var eytt og
þar með hvarf glæpurinn. En eitt
vitnið hvarf ekki. Þessi bók er
framburður þess.
Eins og margar sögur í suður-
amerískum bókmenntum einkenn-
ist þessi af ríkulegri notkun líkinga
og persónugervinga og minnir því
oft á ljóð. Sem dæmi má taka
eftirfarandi setningar: „Um þenn-
an himin höfðu dýrin flúið i
afskræmdri dögun... Á himin-
blámann herjuðu vitskertir væng-
ir... Hundar klufu austurslétt-
una eins og þrumuveður.“ (BIs.
13—14). Sem betur fer er bókin ekki
öll svona, því þá jafnaðist lestur
hennar á við tuttugu tíma heim-
sókn á litríka málverkasýningu,
sem eftir á rynni saman í einn
graut í huga manns.
Þvert á móti má segja það
bókinni til hróss að myndmálið ber
ekki söguna ofurliði og hinir Ijóð-
rænu kaflar skera sig mun betur úr
vegna þess hvað þeir eru tiltölulega
fáir. Frásögnin er yfirleitt í þriðju
persónu, en á litlum kafla í fyrstu
persónu. Finnst mér það skrýtið
uppátæki og gersamlega laust við
allan tilgang.
Sólveig Halldórsdóttir i hlutverki kóngsdótturinnar sem kunni ekki
að tala.
-i