Morgunblaðið - 08.11.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
17
húsiö eitt það elsta í bænum og
með fyrstu tvílyftu húsunum þar.
Húsin eru stór og sjást víða að og
eru því stór hluti af miðbæjar-
mynd Reykjavíkur. Þau eru tengd
húsunum nr. 3 við Vesturgötu og
mynda þau samstæða heild á
mótum Vesturgötu og Aðalstræt-
is. Ásamt bakhúsum Áðalstrætis 4
móta þau götumynd Fischersunds
sem er einstæð. Við útlitsbreyt-
ingar hefur heildarsvipur fram-
hússins og hliðin, sem veit að
Vesturgötu, breyst mjög. Væri
æskilegt að færa útlit húsanna í
eldra horf, sem samræmdist gerð
þeirra."
Ef þessi umsögn er skoðuð þá
held ég að hún beri glöggt vitni
„subjectivu mati“. Fyrsta stað-
hæfingin, „Húsin eru ómissandi"
o.s.frv., hvað þýðir þetta? Húsin í
sinni núverandi mynd hafa mjög
lítið með fyrri sögu að gera, en eru
nokkur vitnisburður um kvarts-
húðunar og skeljasandstímabil
reykvískra húsa en það eru mörg
önnur hús í bænum sem bera
merki um þetta tímabil. Við skul-
um athuga næstu staðhæfingu:
„Ómissandi vegna legu sinnar".
Ég held að menn geti á margan
annan hátt fullnægt kröfum um
að hús séu á þessari lóð, „Omiss-
andi vegna gerðar sinnar". Ég tel,
að Geysishúsið í núverandi mynd
megi mjög vel missa sig. Þeir eru
margir þessir vanskapnaðir, sem
orðið hafa til við að reynt hefur
verið að breyta gömlu húsunum til
svörunar við önnur viðhorf en þau
voru upphaflega mótuð af. Sýnileg
burðarvirki úr timbri í bakhús-
inu eru áhugaverð en að engu
sérstæð. Ég held að staðhæf-
ingarnar um að húsin séu ómiss-
andi, hljóti að vera mjög einstakl-
ingsbundið álit, en ekki óyggjandi
sannindi. Næst kemur að hinu
fagurfræðilega mati, en í umsögn-
inni um Aðalstræti 2 segir: „Þau
eru tengd húsunum nr. 3 við
Vesturgötu og mynda þau sam-
stæða heild á mótum Vesturgötu
og Aðalstrætis."
Andspænis svona álitsgerð
verður manni orðfátt og verður
því hver og einn að virða þetta
fyrir sér og sjá hvort hann sér það
samstæða í þessu. En fróðlegt
væri að vita hversu margir skynja
byggingarlist á sama hátt og
höfundar Grjótaþorps 1976. En
máske er þessi staðhæfing skýring
á því að höfundur Grjótaþorps
1980 virðist ekki hafa áhyggjur af
sambýli Morgunblaðshússins og
hinna húsanna í Grjótaþorpi.
Máske hefur hann komist að því í
hjarta sínu, að Morgunblaðshúsið
sé líka hluti af þessari samstæðu
heild, en hafi ekki beint komið sér
að því að segja það.
Éftir að hafa athugað umsögn
um Aðalstræti 2 er gaman að líta
að umsagnarkaflanum varðandi
Aðalstræti 8 „Fjalakötturinn", en
hann hefst á þessum orðum: „Hús-
in eru ómissandi vegna sögu
sinnar, gerðar og legu". —
Það má með sanni segja, að það
er ekki nema ein bænin og til alls
brúkuð.
Nú vill svo vel til að í raun er
búið að sannreyna eina staðhæf-
inguna í Grjótaþorp 1976 því að á
lóðinni Garðastræti, 15 þar sem
áður stóð Unuhús, er nú komið
byggingarlistarlegt fyrirbrigði af
sama toga og núverandi Aðal-
stræti 2. En umsögn um Unuhús í
Grjótaþorp 1976 er svohljóðandi:
„Húsið er ómissandi vegna þáttar
þess í menningarsögunni. Æski-
legt væri, að settir yrðu sex rúða
gluggar við lagfæringu". Nú er
sem sagt Unuhús horfið en í þess
stað komið annað hús sem að vísu
hefur sömu burðargrind, en út úr
því frá götu hefur vaxið mikið
glerhýsi sem ég veit ekki hvort
Una heitin eða hennar gestir
hefðu fundið sig eiga heima í.
Þarna er sem sagt komin ný
byggingarlistarleg staðreynd á
lóðina Garðastræti 15, býsna ólík
þeirri sem var umfjölluð í Grjóta-
þorp 1976. Menn geta svo athugað
með sjálfurn sér hvort menningar-
saga Islands sé ekki nokkuð jafn-
rétt eftir, þrátt fyrir staðhæfingar
í Grjótaþorp 1976, um að húsið
væri ómissandi. Hitt er svo annað,
að mörgum finnst húsum betra að
falla með virðingu, en lifa áfram
við örkuml og víst hefði mátt
virða fortíðina við Unuhús.
Það er vandi allra stjórnenda að
verða oft að taka ákvarðanir um
hluti sem þeir þekkja ekki til
hlítar og því verða þeir oft háðir
sínum sérfræðingum, en ekki get-
ur það leitt til góðs þegar sérfræð-
ingarnir fara að skjóta sér á bak
við ákvarðanir stjórnmálamanna,
sem þó voru byggðar á mati
sérfræðinganna. Þetta gerist þeg-
ar Hjörleifur Stefánsson arkitekt
réttlætir Grjótaþorp 1980 með því
að hann hafi aðeins fylgt sam-
þykktum borgaryfirvalda, sem
hafi mælt svo fyrir að fylgja
skyldi mati Grjótaþorps 1976, en
lætur þess ekki getið að Grjóta-
þorp 1976 er að verulegu leyti og
um varðveislugildismatið hans
verk.
Méð vísun til framanritaðra
athugasemda tel ég að ærin
ástæða sé fyrir borgaryfirvöld að
taka þær ákvarðanir, sem sér-
fræðingar þeirra halda nú að þeim
varðandi Grjótaþorp, til alvar-
legrar ígrundunar. Hinar innan-
tómu fullyrðingar í Grjótaþorp
1976 eru ekki traustur grunnur
undir skipulagi og ekki heldur þau
vinnubrögð sem eru viðhöfð í
Grjótaþorp 1980 og lýsa sér t.d. í
því að lokað er augunum fyrir
tilvist Morgunblaðshússins. Sjá
uppdrætti á bls. 38 í Grjótaþorp
1980 yfir hús sem eiga að varðveit-
ast og hús sem á að rífa, og á bls.
42 í sama riti og uppdráttur yfir
Grjótaþorp fullbyggt. En þessi
vinnubrögð verða máske einnig
afsökuð með því að Morgunblaðs-
húsið hafi ekki verið tekið með í
Grjótaþorp 1976 og Hjörleifur
Stefánsson hafi því ekki fengið
sérstök fyrirmæli borgarstjórnar
varðandi meðferð Morgunblaðs-
hússins.
Þá blindur leiðir blindan hér,
báðum hætt við falli er, segir
gamalt máltæki.
En menn verða að gera sér ljóst
að það er ekki sama hvernig sá
hluti borgarlandsins, þar sem
Grjótaþorpið nú stendur, er
notaður. Einnig býst ég við að það
verði hlutverk annarra aðila í
þjóðfélaginu en skipulagsráðu-
nauta borgarinnar að kveða á um
kostnaðarhliðina við framkvæmd
ævintýrisins Grjótaþorp 1980. Ör-
uggt má þó telja að þar verði um
aðrar og hærri tölur að ræða en
þær sem höfundar ævintýrisins
hafa látið í veðri vaka við borgar-
stjórnarmenn.
Hannes Kr. Davíðsson
Billy tekur á sig
hluta sakarinnar
- vegna falls bróður síns „en ekki alla4‘
GeorKÍu. 5. nóvcmhcr. AP.
„ÉG TEK á mig hluta sakarinn-
ar vegna falls bróður míns. en
ekki alla sökina.“ sagði Billy
Carter. hinn umdeildi bróðir
Jimmy Carters, forseta Banda-
rikjanna við fréttamenn. Hann
var spurður hvort hann hefði. í
Ijósi þessara úrslita, breytt á
annan veg. ef honum hefði
gefist tækifæri til. „Alls ekki“
svaraði hann þá.
„Ég talaði við Jimmy og hann
var í góðu skapi. Hann var
vonsvikinn en í nokkuð góðu
skapi,“ sagði Billy og bætti við,
„mig tók það sárt þegar úrslitin
bárust og ljóst var að Jimmy biði
ósigur en þegar ég heyrði að
Birch Bays (formaður þeirrar
nefndar, sem rannsakaði tengsl
Billys við Líbýu) væri að bíða
ósigur, þá jafnaði það upp von-
brigðin með Jimmy."
Forsala
aögöngumiöa
er í Háskólabíói
í dag frá kl. 4.
Athugið
sætin eru númeruö.
■ i
\ V rtO,4-
m
a' 4.'íe
Platters
koma svo fram í Festi, Grinda-
vík þriöjudagskvöid kl. 21.