Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka íslands;
Það hefur löngum verið rík
tilhneiging hjá forystumönnum
þessarar þjóðar, til að gera skatt-
kerfið svo flókið að helst enginn
maður botnaði í því. I framhaldi
af því er nær útilokað fyrir
venjulegan mann að gefa upp til
skatts án þess að hafa fagmann
sér við hlið.
Einnig eru ráðamenn útsjónar-
samir við að finna upp nýja skatta
og sköttum sem áttu að gilda
skamman tíma hefur ekki verið
aflétt. Dæmi um það er viðlaga-
sjóðsgjaldið sem lagt var á vegna
gossins í Vestmannaeyjum og
snjóflóðsins í Neskaupstað. Enn í
árinu 1980 greiða sérstakan eign-
arskatt til ríkissjóðs.
2. gr.
Skattskyldan hvílir á þeim aðil-
um sem skattskyldir eru sam-
kvæmt ákvæðum I. kafla laga nr.
40/1978, um tekjuskatt og eignar-
skatt, með síðari breytingum, og
auk þess á bönkum og innláns-
stofnunum.
3. gr.
Stofn til sérstaks eignarskatts
skal vera fasteignamatsverð í
árslok 1979 á þeirri fasteign, sem
nýtt er við verslunarrekstur eða
eigna sem um er getið í 2. mgr. 4.
gr.
Þeir aðilar, sem skattskyldir eru
skv. 2. gr. laga þessara, en undan-
þegnir eru tekju- og eignarskatts-
skyldu, skulu fyrir 31. maí 1980
skila skrám skv. 1. mgr. til
skattstjóra í því umdæmi þar sem
þeir eiga lögheimili.
6. gr.
Sérstakur eignarskattur skal
nema 1,4% af skattstofni skv. 3.
grein. Skattinn skal leggja á í
heilum þúsundum króna þannig
að lægri fjárhæð en 1.000 kr. sé
sleppt.
Skattagleði
dag er atvinnurekendum gert að
inna þetta gjald af hendi í formi
launaskatts sem nemur 3 'k % af
greiddum vinnulaunum. Ár og
dagar eru síðan þessar náttúru-
hamfarir áttu sér stað og hefði
vitaskuld átt að aflétta þessum
sköttum fyrir löngu.
Hvað er hér á seyði?
Þessir skattar landsfeðranna
ganga undir ýmsum nöfnum, en sá
sem ég ætla að gera að umtalsefni
nefnist: „Sérstakur skattur á
verzlunar- og skrifstofuhúsnæði".
Þessi skattur var lagður á í fyrsta
skipti við álagningu gjalda á árinu
1979 og aftur 1980.
Til að menn glöggvi sig á
þessum lögum er rétt að birta þau
orðrétt eins og þau eru í dag:
Lög
um sérstakan skatt á verslunar-
og skrifstofuhúsnæði.
1- gr.
„Eigendur þeirra fasteigna, sem
nýttar eru við verslunarrekstur
eða til skrifstofuhalds, skulu á
til skrifstofuhalds, ásamt tilheyr-
andi lóð, enda þótt um leigulóð sé
að ræða, þó að frádregnu af-
gjaldskvaðarverðmæti leigulóðar
sem skal telja sem stofn hjá
eiganda hennar.
Ef fasteignamatsverð er ekki
fyrir hendi skal miða við kostnað-
ar- eða kaupverð eignar eða áætl-
að fasteignamatsverð.
4. gr.
Við ákvörðun á því, hvaða eignir
myndi stofn sérstaks eignarskatts,
skal miða við raunverulega notk-
un fasteignanna í árslok 1979.
Sé sama eignin notuð við versl-
unarrekstur eða til skrifstofu-
halds, en einnig til annarra nota,
skal við ákvörðun á skattstofni
skipta verðmæti eignarinnar hlut-
fallslega.
5. gr.
Með skattframtali 1980 skal
fylgja skrá yfir eignir þær sem
falla undir lög þessi, ásamt upp-
lýsingum um heildarfasteigna-
matsverð, eða eftir atvikum kostn-
aðarverð þeirra, í árslok 1979.
Ennfremur skal skrá þar upplýs-
ingar um notkun þeirra, svo og
upplýsingar um rúmmál þeirra
Sérstakan eignarskatt, sem ekki
nær 100.000 kr. skal fella niður við
álagningu.
7. gr.
Ákvæði VIII.—XIV. kafla laga
nr. 40/1978, um tekjuskatt og
eignarskatt, með síðari breyting-
um, skulu gilda um álagningu og
innheimtu sérstaks eignarskatts,
eftir því sem við á, nema öðruvísi
sé ákveðið í lögum þessum.
8. gr.
Skatt samkvæmt lögum þessum
má draga frá tekjum rekstrarárs-
ins 1980 sem rekstrarútgjöld við
álagningu tekjuskatts og útsvars á
árinu 1981. Þá er skatturinn til
frádráttar eignum við ákvörðun
eignarskatts samkvæmt lögum nr.
40/1978, með síðari breytingum,
eftir reglum lokaákvæðis 1. mgr.
76. gr. þeirra laga.
9. gr.
Ráðherra er heimilt að kveða
nánar á um framkvæmd laga
þessara með reglugerð.
10. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og
skulu koma til framkvæmda við
álagningu gjalda á árinu 1980.
Ákvæði til bráðabirgða
Við ákvörðun tekjuskatts og
útsvars á árinu 1980 er heimilt að
draga frá tekjum ársins 1979 sem
rekstrarútgjöld skatt þann er
lagður var á samkvæmt lögum nr.
112/1978, um sérstakan skatt á
skrifstofu- og verslunarhúsnæði."
Við yfirlestur laganna sést
glöggt að eingöngu er ráðist á þá
aðila sem eiga fasteignir sem
nýttar eru til verzlunar- og
skrifstofuhalds. Hvað er hér á
seyði? Skyldi almenningur gera
sér grein fyrir ,því? Ég held ekki.
Ég hygg jafnvel að sumir endur-
skoðendur hafi ekki áttað sig á
framkvæmd þessara laga og fróð-
legt væri að vita hvort þeir sem
settu lögin vissu hvaða afleiðingar
það getur haft ef þau gilda áfram.
Mismunun
Sem dæmi um hvernig þessi lög
virka mætti hugsa sér þjónustu-
miðstöð í einu úthverfa borgar-
innar sem væri í leiguhúsnæði. Ef
eigandi húsnæðisins leigir út
hluta af byggingunni undir ýmis
þjónustufyrirtæki sem þörf er
fyrir í hverfinu, til dæmis skó-
verzlun, bóka- og ritfangaverzlun,
vefnaðarvöruverzlun, blóma- og
gjafavöruverzlun, búsáhalda- eða
raftækjaverzlun, þá greiðir hann
áðurnefndan skatt. Ef húseigand-
inn hinsvegar leigir húsnæði sitt
undir rakarastofu, hárgreiðslu-
stofu, þvottahús, fatahreinsun,
pökkun á hverskonar varningi,
kjötvinnslu, saumastofu, skó-
vinnustofu, eða einhvern iðnað,
sleppur hann við skattinn.
Hér er beinlínis stuðlað að því
að flæma ákveðnar þjónustugrein-
ar úr hverfunum og úr verzlun-
armiðstöðvum hvar sem þær eru á
landinu. Menn kynnu að spyrja,
hvers vegna er leigan þá ekki
hærri á því húsnæði sem skattinn
ber? Því er til að svara að afkoma
verzlunarinnar er ekki það góð, að
hún geti greitt hærri leigu en
aðrar atvinnugreinar.
Með setningu þessara laga er
sýnilega verið að leggja í einelti
þann hóp manna sem hafa valið
sér lífsstarf við verzlun og við-
skipti.
Tilgangslítið að
leggja við drengskap
Einn er sá skattur sem verzlun-
in hefur margsinnis mótmælt
gegnum árin. Það er hið svokall-
aða aðstöðugjald sem í raun er
ekkert annað en veltuskattur —
án tillits til hvort verzlunin hefur
sýnt gróða eða tap. Þetta gjald
minnir óneitanlega á 59. grein
skattalaganna, þar sem skattyf-
irvöld hafa heimild til að leggja
tekjuskatt á fólk, hvort sem tekna
hefur verið aflað eða ekki. Það
virðist vera tilgangslítið að undir-
rita skattaskýrslu og leggja við
drengskap þar að lútandi, þegar
skattayfirvöld virða það að vettugi
og búa til tekjur hjá fólki. Þessi
grein hefur fljótfærnislegt yfir-
bragð, enda hafa sumir sem stóðu
að setningu laganna frá 28. apríl
1978, dregið í land og sagt að þeir
hafi ekki áttað sig á framkvæmd
laganna fyrr en álagningarseðlar
hafi verið sendir út. Batnandi
mönnum er best að lifa.
Þetta að lokum.
Alþingismenn ættu ekki að loka
sig inn í fílabeinsturnum, heldur
gera sér far um að kynnast
málefnum og stöðu atvinnuvega
þjóðarinnar af eigin raun — fyrr
eru þeir ekki hæfir til ákvarðana-
töku um hin ýmsu málefni.
Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur