Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ftitstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Augiýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftarg/ald 5.500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Sjálfseign
á húsnæði
Það er aðall hvers ábyrgs manns að skapa fjölskyldu sinni
afkomuöryggi. Þess vegna ætti það að vera sameiginlegt
kappsmál þjóðfélagsþegnanna að tryggja atvinnuvegunum
rekstraröryggi. Rekstraröryggi atvinnuveganna og afkomuöryggi
almennings eru tvær hliðar á sama hlutnum. Atvinnuöryggið er
grundvöllur hverrar fjölskyldu en fleira kemur til, ef fjölskyldan
á að vera í senn: hornsteinn þjóðfélagsins og félagseining, sem
tryggir meðlimum sínum hamingjusamt, menningarlegt og
þroskandi líf. Það þarf fjölmargt til að koma, m.a. íverustaður,
samastaður fjölskyldu, sem er hluti af öryggi hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur allar götur haldið því sjónarmiði
hátt á loft, að hver fjölskylda í landinu verði að hafa aðstæður til
að eignast eigið þak yfir höfuðið; þó valfrelsi eigi að sjálfsögðu að
ríkja um lífsstíl í þessu efni sem öðrum. Kjörorð flokksins, eign
handa öllum, hefur ekki sízt bergmálað þennan þátt í
Islendingseðlinu. En því miður hefur efnahagsmálaþáttur
þjóðarbúskaparins þróazt svo undir þremur vinstri stjórnum
þessa áratugar, að það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að
komast yfir eigið húsnæði. Miðstýringarmenn sósíalismans vilja
gera einstaklingana háða sér um skömmtun „félagslegs"
húsnæðis. Slíkt húsnæði á vissulega rétt á sér, til að fullnægja
valfrelsi og mæta vissum þörfum, en það á ekki að koma í staðinn
fyrir sjálfseign fólks á íbúðarhúsnæði eins og raun er á orðin þar
sem þjóðfélagsgerð sósíalismans ræður ríkjum.
Aðstaða ungra
húsbyggjenda
Um langa hríð hefur það ákvæði verið í skattalögum að
skattgreiðendur gætu dregið frá tekjum sínum greidda vexti,
verðbætur, afföll og gengistöp. Þessi regla hefur fyrst og fremst
komið til góða húsbyggjendum, og hefur hjálpað fjölmörgum til
að komast yfir eigið húsnæði. Með þeirri breytingu sem gerð var á
lögum um tekju- og eignaskatt, við tilkomu núverandi ríkisstjórn-
ar, í febrúar 1980, var þessi regla þrengd mjög. Nú takmarkast
þessi heimild við fasteignaveðskuldir til þriggja ára eða lengri
tíma — og vextir eru því aðeins frádráttarbærir frá tekjum á
næstu tveimur skattárum, talið frá og með kaupári, eða á næstu
fjórum árum, talið frá og með því skattári sem bygging er hafin á.
Frádrátturinn takmarkast við l’/2 m.kr. hjá einstaklingum og 3
m.kr. hjá hjónum.
Eins og verðbólgan hefur þróazt á síðustu vinstristjórnarmiss-
erum og eins og útlánareglur banka og vaxtakjör eru í dag, er
ljóst, að þessi regla er of takmörkuð. Ekki bætir úr skák að bæði
beinir skattar, þ.e. útsvör, tekjuskattur, eignaskattur og sjúkra-
tryggingagjald, og óbeinir skattar, eins og vörugjald og
söluskattur, hafa verið hækkaðir oftsinnis á sl. tveimur árum,
þann veg, að skattbyrði hverrar meðalfjölskyldu hefur hækkað
hátt í l'/2 m.kr., þegar allt er talið, frá árinu 1978. Þegar þessi
nýja regla kemur til framkvæmda á næsta ári, er því hætt við að
margir húsbyggjendur lendi í erfiðleikum.
Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Birgir ísl. Gunnarsson og
Halldór Blöndal, hafa nú flutt á Alþingi frumvarp til laga um
rýmkun heimilda til frádráttar vegna vaxta. Samkvæmt
frumvarpinu skal vaxtafjárhæð miðast við 4 m.kr. hjá einstakl-
ingi og 8 m.kr. hjá hjónum. Ekki er sérstaklega sett það skilyrði
að lán séu notuð til húsnæðisöflunar, en oft er erfitt að rekja slíkt
þegar húsbyggjendur taka mörg lán til skamms tíma, sem mæta
hvert öðru. F'agna ber þessu frumvarpi, sem ef að lögum verður
kemur ungum húsbyggjendum mjög að gagni. En hyggja verður
alvarlega að því, hvern veg það verður tryggt til frambúðar, að sú
meginregla, að hver fjölskylda eigi sitt húsnæði, fái að vera
íslenzkt þjóðareinkenni um alla framtíð. Sjónarmið sósíalista
mega ekki brjóta það fjölskylduöryggi á bak aftur.
SÍS hvarf f rá byggingu háhýsis inn við Sundin
Fengið lóð í nýja miðbænum þess i stað
SAMBAND íslenskra samvinnufélaga hef-
ur dregið umsókn sína um byggingu
skrifstofuháhýsis við Sundin til baka. Þess
í stað óskaði SÍS eftir lóðarúthlutun til
Sambandsins í nýja miðbænum. Borgarráð
tók beiðni SÍS til meðferðar í gær og
samþykkti samhljóða með fimm atkvæðum
að verða við beiðni SÍS um lóð í miðbænum
nýja.
Sambandið gaf í gær út sérstaka frétta-
tilkynningu vegna þessarar ákvörðunar og
voru tilgreindar tvær meginástæður fyrir
því að SÍS hefði fallið frá áformum um
úthlutun lóðar á landsvæði við Holtaveg i
Reykjavík.
I fyrsta lagi hefði verið endur-
mat á framtíðarþörf SÍS fyrir landrými
leitt í ljós, að svæðið við Sundin væri
tæpast fullnægjandi fyrir framtíðarstarf-
semi SÍS. f öðru lagi hefði SÍS ekki viljað
vaida opinberum ágreiningi og deilum við
íbúa Reykjavíkur, sem við Sundin búa.
Sambandið sótti um 2,5 ha. svæði til
bygginga aðalskrifstofa SÍS og eins og
áður sagði, varð borgarráð við þeirri
beiðni. í lok fréttatilkynningar SÍS sagði:
„Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur
hefur sýnt lofsverðan skilning á þörfum
Sambandsins fyrir aukið landrými vegna
starfsemi þess. ósk Sambandsins um út-
hlutun landrýmis á öðrum stað í borginni
er fram komin að frumkvæði Sambandsins
sjálfs enda hafa borgaryfirvöld í engu
breytt fyrri afstöðu sinni til umræddrar
lóðaúthlutunar við Hoitaveg.“
Mbl. ræddi við nokkra þá aðila. sem
þessu máli tengjst og fara viðtöl við þá hér
á eftir.
Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS:
Lóðin inn við
Sundin reyndist
ekki heppileg
„ÞETTA mál er ekki mjög stórt —
En hefur orðið fréttaefni að undan-
förnu. Við höfum nú ákveðið að
hætta við byggingu skrifstofuhús-
næðíð inn við Sund. Það kom í ljós,
að lóðin sem okkur stóð til boða
reyndist ekki heppileg. Með nýrri
flutningatækni, sem skipadeild SÍS
hefur verið að kanna möguleika á
að innleiða, er hugsanlegt að auk-
ins landsrýmis sé þörf. í ljósi þessa
og auk þess, að SÍS vill ekki standa
í útistöðum við íbúa í nágrenninu,
ákváðum við að hætta við skrif-
stofubyggingu þarna og sækja þess
í stað um lóð í nýja miðbænum,"
sagði Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga á fundi með fréttamönnum í
gær vegna þeirra ákvörðunar SÍS
að hætta við byggingu skrifstofu-
háhýsis við Sundin og þess í stað
sækja um lóð í nýja miðbænum.
„Það er ákaflega ánægjulegt, að
borgarráð skuli hafa samþykkt
þessa beiðni okkar um lóð í mið-
bænum," sagði Erlendur ennfrem-
ur. Hann var spurður hvort það
væri tilviljun, að SÍS hefði nú
ákveðið að draga umsókn sína inn
við Sundin til baka vegna borgara-
fundar sem til stóð að halda um
málið af hálfu Sundasamtakanna.
„Alls ekki og það var enginn
þrýstingur frá borgaryfirvöldum.
Þvert á móti. Það er aðalatriði og
ákaflega mikilvægt, að jafn stórt
fyrirtæki og SÍS fái aðstöðu fyrir
sína starfsemi. Við munum leggja
áherzlu á, að þessi bygging verði
bæjarprýði," svaraði Erlendur.
Hann var spurður hvort bygging
SIS inn við Sund hefði ekki verið til
lýta. „Við hefðum lagt áherzlu á, að
bygging SÍS inn við Sund hefði
verið bæjarprýði og falleg bygging
frá listrænu sjónarmiði séð,“ svar-
aði Erlendur.
Þá var Erlendur spurður, hvort
mótmæli íbúa hefðu orðið til þess,
að SIS ákvað að hætta við bygging-
una inn við Sundin. „Við viljum
Erlendur Einarsson
ekki valda ágreiningi og eiga í
deilum við íbúa Reykjavíkur sé
önnur lausn fyrir hendi. Ég tel hins
vegar að mótmælin hafi orðið til
þess að flýta því, að farið var ofan í
saumana á þessu máli. Það var
vandkvæðum bundið að koma allri
starfseminni fyrir inn við Sundin,"
svaraði Erlendur. Þá var hann
spurður hvort hann teldi, að um
ofsóknir á hendur SÍS hefði verið
að ræða eins og haldið hefur verið
fram.
„Þarna var þrýstihópur á ferð-
inni en ég tel ekki að um ofsóknir
sé að ræða. En það er ekki sama
hver á í hlut og ef einhver annar
aðili hefði verið á ferðinni, hefði
ekki verið mótmælt af eins mikilli
hörku."
Magnús óskarsson, formaður Sundasamtakanna;
Anægjulegur endir
og sýnir samtaka-
mátt Reykvíkinga
„ÞAÐ ER einlæg ánægja okkar í
Sundasamtökunum, að þetta mál
skuli nú farsællega til lykta leitt.
Þetta er ánægjulegur endir og
sýnir samtakamátt Reykvíkinga.
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga hefur sýnt ánægjulegt frum-
kvæði og eins er það ánægjulegt, að
borgaryfirvöld skuli hafa brugðist
jafn skjótt við málaleitan þeirra.
Að SIS skuli hafa verið úthlutað
lóð við hæfi fyrirtækisins og að
þeirra ósk,“ sagði Magnús Óskars-
son, formaður Sundasamtakanna í
samtali við Mbl.
„Þetta einstaka mál — barátta
okkar gegn skrifstofuháhýsi inn
við Sundin ber að skoða sem
upphaf en ekki endi Sundasamtak-
anna. Þau settu sér það markmið
að vinna almennt að verndun
strandlengju Reykjavíkur og í því
starfi er enn mikið óunnið. Það er
mikilvægt í því efni, að ný mistök
verði ekki gerð. Það á eftir að
byggja í Gufuneslandi svo og Korp-
úlfsstaðalandi svo ég nefni eitt-
hvað. Það þarf að standa vel að
þeim málum — að varðveita
óspillta fjöru í borgarlandinu. Það
þarf að veita borgaryfirvöldum —
hver sem þau eru, aðhald í þessum
málum. Reynslan ber glöggt merki,
að þess er full þörf.
Samtökin, sem eru skipulegur
aðili, óska eftir samstarfi og sam-
ráði við þá aðila sem hlut eiga að
máli um slíkar framkvæmdir. Við
ætluðum okkur að halda borgara-
fund á morgun — laugardag og
aðalefni hans var umræða um þessi
mál. Engin vitneskja, enginn fróð-
leikur, engin kynning af hálfu
borgaryfirvalda hafði átt sér stað
um þetta stórhýsismál.
Það mál var til meðferðar og
Magnús óskarsson
ákvarðanatöku hjá borgaryfirvöld-
um og þoldi enga bið að gera að
umræðuefni. Þar sem bygging stór-
hýsis SÍS er nú úr sögunni inn við
Sund höfum við ákveðið að fresta
þessum borgarafundi. Hins vegar
vilja samtökin velja og skipuleggja
tíma fyrir umræður og skoðana-
skip+i um verndun strandlengju
Reysjavíkur þegar þess gerist þörf
og ástæður gefa tilefni til,“ sagði
Magnús Óskarsson ennfremur.
Davíð Oddsson borgarfulltrúi:
Réttlætið bar
sigur úr býtum
MBL. SNÉRI sér til Davíðs
Oddssonar, borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins vegna ákvörðunar
SIS um að hætta við fyrirhugaða
stórbyggingu og úthlutun borgar-
ráðs á lóð fyrir SÍS í nýja miðbæn-
um. „Ég tel að úrslit þessa máls séu
afar hagstæð og afar eðlileg og í
samræmi við málflutning okkar
sjálfstæðismanna. Sambandið hafði
sótt fast að fá úthlutað lóð á svæði,
sem borgaryfirvöld höfðu lofað
íbúum að yrði grænt svæði og lofað
að ekki yrði byggt upp — hvað þá
með tíu hæða húsi eða þvíumlíku,"
sagði Davíð.
„Meirihluti borgarstjórnar hafði
beygt sig fyrir kröfum SÍS án þess
að gefa málinu sérstakan gaum og
var ákveðinn í að fylgja málinu
fram með þeim hætti. Við tókum þá
ákvörðun að taka málið upp þegar
álit og ályktun hafnarstjórnar lá
fyrir og koma málinu þar með í
opinbera umræðu. Það var að vísu
deilt um, hvort ætti að gera það þá,
eða þegar lóðinni yrði beinlínis
úthlutað. En við töldum nauðsyn-
legt að koma þessu í umræðu þá
þegar. Það hefur sýnt sig að það var
rétt ákvörðun. íbúarnir brugðust við
eins og við mátti búast og þó að
vinstri meirihlutinn í Reykjavík
hefði verið búinn að sannfæra
sjálfan sig um, að þeir gætu komist
hjá því að taka mark á vilja og
óskum íbúa í hverfinu, hefur SÍS,
sem er stórfyrirtæki, séð, að það
getur ekki þröngvað vilja sínum
fram gegn eindregnu áliti íbúanna í
hverfinu.
Við sjálfstæðismenn höfðum sagt,
að SÍS þyrfti ekki að byggja þarna.
Við héldum því fram, að SÍS gæti
hæglega fengið lóð í nýja miðbæn-
um. Það væri eðlilegt fyrir fyrirtæki
eins og SÍS þegar það hyrfi úr
gamla miðbænum að fá lóð í nýja
miðbænum. Vinstri meirihlutinn
fullyrti að SÍS hótaði að fara úr
bænum, nema það fengi þessum
ákveðna vilja sínum framgengt, að
byggja hús við Sundin.
Við vildum ekki láta undan slík-
um þrýstingi. Vinstri meirihlutinn
gekkst undir þennan þrýsting og
stóð að þessum málum. Nú hefur
meirihlutinn séð, að vilji okkar
sjálfstæðismanna og borgara
Reykjavíkur hefur mátt sín meira,
og réttlætið bar sigur úr býtum.
Þetta mál er sigur íbúa Reykjavík-
ur, fyrir Sundasamtökin, leiðtoga
þeirra og alla þá sem að því störfuðu
og er sérstakt fagnaðarefni.
Davið Oddsson
Eitt háhýsi hefði kallað
á fleiri
Það er alveg ljóst, að ef þetta
háhýsi hefði risið, þá hefði ekki
verið hægt að koma í veg fyrir, að
runa slíkra háhýsa raðaðist upp við
Voginn. Öll sanngirnissjónarmið
bentu í þá áttina. Þessi ásetningur
vinstrimeirihlutans var því sér-
staklega háskalegur og ég er sér-
staklega ánægður með að andóf
okkar og íbúa Reykjavíkur hefur
orðið til að koma í veg fyrir þetta
skemmdarverk.
Ég vil gjarna minna á það, að á
sínum tíma stóð til að hækka
iðnaðarhús þarna um einn og hálfan
metra yfir annað landsvæði á staðn-
um. Þá mótmælti Sigurjón Péturs-
son, borgarfulltrúi því harðlega —
en nú á að byggja tíu hæða húsnæði,
segist hann vera sammála því,
vegna þess að hægt sé að horfa
beggja megin við háhýsið. Þetta eru
auðvitað fáránleg rök og fyrir neðan
allar hellur af borgarfulltrúa að
bera á bórð, vegna þess að það gefur
auga leið, að ef það eru rök fyrir því
að SÍS fái að byggja eins og til stóð,
þá eru engin rök að neita öðrum,
nema þá því aðeins að lýsa því yfir
að SIS ætti að njóta forréttinda í
borginni. Það er auðvitað sjálfsagt
,^ð SÍS njóti eðlilegrar fyrirgreiðslu
'og því góða lóð fyrir starfsemi sína í
nýjum miðbæ — eins og við sjálf-
stæðismenn ætíð lögðum til.
Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða:
Misskilningur Ólafs
Ragnars Grímssonar
Sem svar við grein alþing-
ismannsins í Morgunblaðinu 7.
nóvember skal eftirfarandi tekið
fram til frekari upplýsingar í
málinu.
Á fundi með ríkisstjórninni 20.
ágúst var skýrt frá því að Flug-
leiðir þyrftu á verulegri fyrir-
greiðslu að halda vegna erfiðs
reksturs og þeirrar staðreyndar að
ekki hafði tekist að selja flugvélar
þær sem á sölulista voru hjá
félaginu. I skýrslu endurskoðenda
félagsins sem send var ríkisstjórn-
inni 7. september kom fram hver
rekstrarfjárþörfin var. Með bréfi
til samgönguráðherra 16. sept-
ember var formlega farið fram á
fyrirgreiðslu í formi ríkisábyrgða
að upphæð 12 milljónir dollarar.
Var tekið fram í því bréfi að 6
milljónir dollara væri ætlað til að
breyta lausum skuldum í fast lán
til lengri tíma. Var reiknað með
greiðslu þeirra í októbermánuði,
og samgönguráðherra gerð grein
fyrir þeirri þörf.
Með skýrslu endurskoðenda
sýndi félagið fram á að endupnet-
ið eigið fé félagsins væri a.m.k. 26
milljónir dollarar. Eftir að ríkis-
stjórnin hafði fjallað um málið
hefði framgangur málsins getað
verið sá að þar til frumvarp um
slíka aðstoð yrði samþykkt á
Alþingi gat ríkisstjórnin beðið
viðskiptabanka félagsins um
tímabundna aðstoð þar til málið
hefði fengið eðlilega meðferð á
Alþingi, eins og einmitt hefur átt
sér stað nú.
Þær 10 milljónir dollara sem
alþingismaðurinn nefnir er í sam-
v ræmi við þær upplýsingar sem
félagið hefur látið frá sér fara um
rekstrarfjárþörf þess.
Hér er í fyrsta lagi um að ræða
þær 6 milljónir dollara sem að
framan greinir. í öðru lagi var
gert ráð fyrir því að 2 milljónir
dollara af árstíðabundinni fyrir-
greiðslu að upphæð samtals 6
milljónir dollara kæmu til félags-
ins í nóvembermánuði. Til viðbót-
ar þessu er svo framlag ríkis-
stjórna íslands og Luxemborgar
vegna Atlantshafsflugsins að upp-
Sigurður Helgason
hæð 1 milljón dollara í október og
aftur 1 milljón dollara í nóvember.
Enn hafa engar greiðslur gengið
til félagsins vegna þessa.
Eins og kunnugt er hafði stjórn
félagsins tekið ákvörðun um að
hætta Atlantshafsflugi frá og með
1. nóvember þessa árs. Hluthafa-
fundur haldinn 8. október tók hins
vegar þá ákvörðun að flugi þessu
skyldi haldið áfram að tilteknum
uppfyl'ltum skilyrðum, þ.e. um
fjárhagslega aðstoð frá ríkis-
stjórnum Islands og Luxemborgar
og fleiru. Sem afleiðing af þeirri
ákvörðun batt félagið sér verulega
bagga, en upprunaleg áætlun hefði
leitt til lækkunar á útgjöldum með
því að koma Atlantshafsfluginu
niður í lágmark í lok októbermán-
aðar. Á sama hátt er fjárþörf
félagsins meiri í nóvember með
tilliti til áframhalds á Atlants-
hafsflugi, en upphaflega var gert
ráð fyrir.
Viðræður höfðu farið fram við
stjórnvöld í Luxemborg um að sá
styrkur sem frá þeirri ríkisstjórn
kemur yrði greiddur mánaðarlega
í jöfnum hlutum mánuðina októ-
ber til mars að upphæð um 500
þúsund dollarar. I viðræðum við
ríkisstjórn Islands var gert ráð
fyrir samskonar greiðslufyrir-
komulagi. Það er því algjörlega í
samræmi við þetta fyrirkomulag
að tekið er tillit til þessara
upphæða, enda þarf félagið á
meira rekstrarfé að halda af
þessum sökum.
Það er mikill misskilningur hjá
alþingismanninum að fé sem til
fyrirtækisins kemur sé eyrna-
merkt til ákveðinna þarfa. Með
ákvörðun um áframhald Atlants-
hafsflugsins batt félagið sér bagga
sem varð að standa undir og
framlagið sem rætt hefur verið
um að framan varð að standa
undir þessum ákveðnu útgjöldum.
Varðandi ríkisábyrgð þá sem
samþykkt var á Alþingi árið 1975
var um allt annan gang mála að
ræða en ríkisábyrgðin var að
mestu vegna flugvélakaupa og var
langur fyrirvari á því hvenær til
ábyrgðarinnar þyrfti að koma.
Hafi alþingismaðurinn kynnt
sér gjörla þau plögg sem frá
félaginu hafa komið, ætti honum
ekki að koma á óvart sú upphæð
sem felst í rekstarfjárþörf félags-
ins í nóvembermánuði eða 10
milljónir dollara.
Sigurður Helgason.
Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar:
Ekkert keppikefli að
SÍS byggði við Sundin
„ÞAÐ var mér í sjálfu sér
ekkert keppikefli, að Samband
íslenzkra samvinnufélaga byggði
háhýsi inn við Sundin og raunar
er mér það í sjálfu sér fagnaðar-
efni, að SIS skuli nú vilja byggja í
nýja miðbænum. Það er stað-
reynd, að það hefur reynst erfitt
að fá aðila, sem hafa fengið
lóðafyrirheit í miðbænum, til að
byggja þar. Ég studdi því í
borgarráði, að SÍS yrði úthlutuð
lóð í miðbænum, fyrir starfsemi
sína,“ sagði Sigurjón Pétursson,
forseti borgarstjórnar í samtali
við Mbl.
„Það hefur alltaf verið gert ráð
fyrir byggingum inn við Sundin í
skipulagi borgarinnar. Allar göt-
ur frá 1963 í gamla aðalskipulag-
inu. Þar var gert ráð fyrir
iðnaðarhúsnæði til síðari notkun-
ar,“ sagði Sigurjón ennfremur og
bætti við. „I „grænu byltingunni"
sem samþykkt var 1974 var ekki
gert ráð fyrir grænu svæði á þeim
stað, sem SÍS hugðist byggja sitt
skrifstofuhúsnæði. Og í aðal-
skipulaginu, sem samþykkt var í
borgarstjórn 1977 en ekki hefur
verið staðfest, var gert ráð fyrir
iðnaðarhúsnæði og vörugeymsl-
um á þessu svæði. Það hefur því
alla tíð verið gert ráð fyrir
byggingum þarna og engum
ákvörðunum hefur verið breytt.
Eina breytingin sem var gerð, var
að þarna yrði byggt skrifstofuhús.
Sú breyting var samþykkt í borg-
arstjórn og eins í hafnarstjórn."
Nú gerðir þú sérstaka bókun í
borgarráði 1977, þar sem þú lýsir
þig andvígan því, að heimiluð yrði
lítils háttar hækkun iðnaðarhúsa,
þar sem þessi hækkun myndi
skerða útsýni. Nú samþykkir þú
byggingu 10 hæða háhýsis. Ertu
ekki ósamkvæmur sjálfum þér í
þessu tilviki?
„Ég lagði á það áherzlu í bókun
minni, að húsin yrðu ekki svo há,
að þau skertu útsýni alfarið. Og
ég lagði á það sérstaka áherzlu, að
húsin yrðu grafin í jörðu til þess
að útsýni yrði ekki skert. Það
skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli
hve hátt hús er, ef það skerðir á
annað borð sjónlínu. Samfelld
húsaröð, þó lág væri en skerti
engu að síður útsýni eins og þessi
hækkunarbeiðni fól í sér, hefði
alfarið skert útsýnið. Svo ég taki
nærtækt dæmi, þá eru Kletta-
garðar tiltölulega lág hús en nógu
há til að skerða útsýnið, þar sem
húsalengjan er samfelld. Ég er
mótfallinn slíkum.byggingum.
Hinsvegar ber að leggja á það
Sigurjón Pétursson
áherzlu, að hægt sé að sjá milli
húsa. Þá skiptir ekki meginmáli
hve há þau eru. Ég vil heldur fá
há hús, sem hægt er að sjá á milli
en lág hús yfir sjónlínu, sem
birgja alfarið útsýni. Á þessu geri
ég skýran greinarmun."
Hefði háhýsi SÍS eki kallað á
fleiri háhýsi inn við Sundin?
„Alls ekki. Það voru byggð 3
háhýsi á Laugarásnum og 3 við
Sólheima. Þeir sem byggt hafa
lægri hús þar eiga engan rétt á
hærri byggingum með skírskotun
til þessara háhýsa. í nýja mið-
bænum til dæmis er gert ráð fyrir
aðeins einu mjög háu húsi — það
er húsi verzlunarinnar. Þó slíkt
hús sé byggt gefur það ekki öðrum
aðilum, sem eiga eftir að b.vggja á
þessum reit rétt til þess að byggja
jafnhá hús.‘“