Morgunblaðið - 08.11.1980, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
Rætt við
Gísla Jóhannes
son skipstjóra
á Jóni
Finnssyni
MARGIR í hópi sjómanna. út-
Keróarmanna og skipstjóra eru
ósammála niðurstöðum mæl-
inga fiskifra-óinna á stærð ís-
lenzka loðnustofnsins. Einn í
þeim hópi er Gísli Jóhannesson
skipstjóri og eigandi Jóns
Finnssonar RE óOfi. Jón Finns-
son er nú kominn með röskieKa
fi þúsund tonn á vertíðinni ok
þar af hefur Gísli komið með
1800 tonn að landi síðustu 9
daKana. MorKunhlaðið ræddi
við Gísla í gær og var hann
fyrst spurður álits á fyrrnefnd-
um mælinKum.
„Ek er alls ekki dús við þessar
mælingar og tel að miklu meira
sé af loðnu í sjónum en þeir
segja. Það er breytilegt milli ára
hvenær loðnan kemur frá Græn-
landi og ég tel, að enn sé þar
talsvert af loðnu með ströndinni.
Fyrir nokkru voru skipin nokkra
tugi mílna frá Grænlandsströnd
og þar var óhemju mikið af
loðnupeðringi á stóru stykki.
Þetta tel ég að hafi ekki skilað
sér í mælingunni.
í síðustu viku voru jafnvel
25-40 mílur á milli skipa á
miðunum, allir veiddu vel og alls
staðar virtist loðna. Menn höfðu
á orði, að sumar torfurnar væru
stærri, en það sem fiskifræð-
ingar mældu á öllu svæðinu.
Aðfaranótt miðvikudagsins voru
bátarnir farnir að þétta sig, en
við vorum þó einum 15 mílum
austur af flotanum. Þar voru
mjög stórar torfur, en stóðu
djúpt þannig að við náðum ekki
loðnu þar. Síðustu dagar styrkja
okkar skoðanir, en þá hafa
skipin iðuiega fengið 5-800 tonna
köst og jafnvel enn stærri.
Eins og menn muna gáfu
fiskifræðingar út þann dóm fyrir
tveimur árum, að klakið 1978
hefði brugðist. Mín skoðun er
hins vegar sú, að þeir hafi ekki
leitað á réttum stöðum, saman-
ber það, að mikið var af lóðning-
um á Sporðagrunni þá um
sumarið. Þessi loðna ber uppi
veiðina nú og ég óttast ekki að
lítið sé til af þessum árgangi."
—Nú hefur mikið verið af
smáloðnu i aflanum í haust, er
það ekki hættumerki?
„Ég tel ekki að svo sé. Smá-
loðnan er grynnra í, en ef maður
fær góð köst og nær dýpra er það
yfirleitt boltaloðna. Stóra loðn-
an stendur bara dýpra. Málið er
það, að ytri skilyrðin eru önnur í
ár. Loðnan er seinna á ferðinni
núna en í fyrra, þá byrjaði að
veiðast mjög vel fyrstu dagana í
október, en í ár var rólegt yfir
þessu fram í miðjan mánuðinn.
Það er ekki fyrr en eftir að
loðnan kemur í íslenzku land-
helgina að hún fer að torfa sig
svo einhverju nemi.
Ég vil nefna, að við lönduðum
4. þessa mánaðar í Neskaupstað
og þá var loðnan 18% feit, en á
sama tíma í fyrra var hún farin
að missa fituna. Þetta segir mér,
að fæðuskilyrði eru önnur núna
en þá og sama er að segja um
hitann í sjónum og fleiri ytri
skilyrði.
Ég get ekki annað en skorað á
Á miðunum fyrir 2 árum
„Dús við kvótaskiptinguna
en kvótinn er alltof litill“
viðkomandi aðila, að þeir leyfi
okkur að veiða það magn af
loðnu, sem ákveðið var í sumar,
það er algjört lágmark. Þessi
niðurskurður um 30% setur
menn alveg upp við vegg og nóg
var þó komið af þessum niður-
skurði áður. Það mundi hvína í
flestum öðrum stéttum ef henn-
ar möguleikar væru skornir
niður um 30%.
Ég er ekki í vafa um, að
fiskifræðingar gera sitt bezta og
þetta eru beztu menn. I þessu
máli er hins vegar svo mikið í
húfi, að ekki er stætt á því, að
menn kveði upp „stóradóm" eftir
aðeins fárra daga rannsóknir.
Fiskifræðingarnir verða að fá
meiri tíma og tæki til að kanna
þetta nánar."
—Ertu ánægður með það fyr-
irkomulag, sem nú er á veiðun-
um, þ.e. kvótaskiptinguna?
-Ég er alveg dús við kvóta-
skiptinguna, nema hvað kvótinn
er alltof lítill. Ég held að menn
geti verið ásáttir um, að þetta
fyrirkomulag hafi sparað út-
gerðarkostnað og ekki veitir af
Gisli Jóhannesson.
þegar olíukostnaður er kominn
upp í 20-30% af útgerðarkostn-
aði. Mönnum fannst nóg um
þegar olíukostnaðurinn var 10%,
hvað þá núna, og ég er algjörlega
á móti því að útgerðin beri
olíukostnaðinn ein.
Fyrst þessi kvóti hefur verið
settur á skipin vil ég, að menn
fái að ráða því sjálfir hvenær
þeir taka sinn skammt. Miðað
við undanfarin ár hefur sept-
ember verið lélegur og svo var
einnig í ár. Ég hefði því viljað
byrja miklu fyrr, en slappa síðan
jafnvel af í september og taka
þetta með trukki í október.
Loðnan var stór og feit þegar
Norðmennirnir voru að veiða við
Jan Mayen í sumar, en þá
máttum við ekki hreyfa okkur.
Svo er það nú eitt, að alltaf er
verið að tala um öryggismál
sjómanna og menn eru að vor-
kenna loðnusjómönnum norður í
höfum erfiðasta tíma ársins.
Hefði ekki verið öryggi í því að
leyfa okkur að byrja fyrr og
veiða loðnuna, meðan veður voru
skaplegri."
Loðnubátarnir eru margir
hverjir byrjaðir á síldveiðum og
sumir eru reyndar búnir að veiða
sinn 140 tonna kvóta. Jón Finns-
son fer á síld í lok mánaðarins og
fyrirhugað er að selja aflann í
Danmörku fyrstu vikuna í des-
ember. Gísli Jóhannesson var að
lokum spurður hvort nóg væri af
síldinni og hvort ekki væri rangt
að hleypa loðnuskipunum á síld-
ina.
„Það er búið að skerða loðnu-
veiðarnar svo mikið, að það er
lágmark að tvöfalda síldveiði-
kvóta okkar. Ég held, að nóg sé
af síldinni og það er t.d. verið að
tala um, að smásíldina vanti. Á
sama tíma hef ég þær fréttir að
vestan, að heimamenn segja, að
óvenju mikið sé af smásíld í
Isafjarðardjúpi. Þegar við vor-
um að koma inn til Bolungarvík-
ur fyrir skömmu og sigldum með
Stigahlíðinni var vaðandi smá-
síld í 3-4 mílur allt frá yfirborði
niður á botn á 50-60 faðma dýpi.
Þá má nefna, að er Gígjan var
suður af Malarrifi á suðurleið
aðfaranótt fimmtudags fékk hún
síldartorfu undir. Þetta var á 40
faðma dýpi og var síldin frá 5
föðmum niður á botn. Það væri
gaman að athuga hvaða stofn
þarna er á ferðinni," sagði Gísli
Jóhannesson að lokum.
Almennur fundur um um-
ferðarmál í Vesturbænum
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
íhúasamtókum Vesturbæjar:
Ibúasamtök Vesturbæjar boða til
almenns fundar um umferðarmál í
Vesturbænum, mánudaginn 10. nóv-
ember í Iðnó uppi, kl. 20.30.
Framsögu hefur umferðarnefnd
samtakanna, sem undirbúið hefur
tillögur um úrbætur í þeim efnum.
Fulltrúum hlutaðeigandi borgaryf-
irvalda er boðið á fundinn.
Vesturbærinn er gróið íbúðar-
hverfi. Vesturbæingar eiga rétt á
sama öryggi í sínum heimkynnum og
íbúar nýju hverfanna þar sem tekið
er tillit til gangandi fólks. Margt
gamalt fólk býr í hverfinu og
undanfarin ár hefur börnum fjölgað
mikið vegna aðflutnings yngra fólks.
Göturnar eru þröngar og þola ekki
þunga og hraða umferð eins og nú er
um hverfið.
Fundur Prestafélags Suðurlands:
Fjallað um kirkju-
byggingar og starfs-
aðstöðu saf naða
AÐALFUNDUR Prestafélags Suð-
urlands var haldinn i Skálholti
dagana 21. og 22. september sið-
astliðinn. Stjórn félagsins var
endurkjorin. þeir Frank M. Hall-
dórsson formaður, sr. Jón Dalbú
llróbjartsson gjaldkeri og sr. Tóm-
as Guðmundsson ritari.
Auk aðalfundarstarfa voru flutt
tvö erindi. Stjórn félagsins hafði
borist bréf frá Guðfræðideild Há-
skóla íslands, þar sem óskað var
eftir nánara samstarfi við prestafé-
lagsdejldirnar. ArV' samkormrlagF
varð að sr. Arngrímur Jónsson, sem
kenndi kirkjusögu síðastliðinn vetur
við guðfræðideildina og Einar Sig-
urbjörnsson prófessor flyttu fram-
söguerindi. Erindi sr. Arngríms
fjallaði um texta fastra liða mess-
unnar og var það mjög áhugavert og
fræðandi, en erindi dr. Einars
nefndist embætti og prestdómur,
sem varpaði nýju Ijósi á prestsemb-
ættið í dag. Voru fundarmenn á einu
máli um að þeir hefðu haft ómetan-
legt gagn af báðum framsöguerind-
unum.T 1 o h-«.
Frá sýningunni „FRÍM ’80“ að Kjarvalsstöðum.
FRÍM ’80 á Kjarvalsstöðum
FÉLAG Frimerkjasafnara held-
ur sýningu á Kjarvalsstöðum um
þessar rnundir. Ileitir sýningin
„FRÍM ’80“ og er þar að finna
hluta af söfnum ýmissa félags-
manna FF. Tilgangurinn með
sýningunni er einkum sá að
kynna fólki úrval frímerkjasafna
og benda almenningi á hve fri-
merkjasöfnun getur verið marg-
vísleg. eins og fram kemur i
sýningarskrá. Þetía er ónnur
stærsta frimerkjasýning sem
haldin er hér á landi.
Sýningardagana verða flutt ým-
is erindi um frímerki og einnig
verða sýndar kvikmyndir um
fyrstadagsumslög, framleiðslufer-
il frímerkisins og fleira. Einnig
verður haldinn frímerkjamarkað-
ur. Sýningin er að hluta til haldin
í minningu Sigurðar Ágústssonar,
félaga og stjórnarmanns FF, spm
lést á síðasta ári. Á sýningunni
eru barmmerki af margvíslegri
gerð, og myntsafnarar munu einn-
ig kynna þarna sitt áhugamál.
Dagur frímerkisins er 10. nóvem-
ber og lýkur þá sýningunni.
Áhugamenn um frímerki af
öllum gerðum, afmælisútgáfur,
mismunandi stimpla, misprentan-
ir og blæbrigði í frímerkjalit geta
þá allir fengið eitthvað við sitt
hæfi að Kjarvalsstöðum.