Morgunblaðið - 08.11.1980, Page 30
GALLERÍIIÁIIÓLL OG KJARVALSSTAÐIR:
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
Sýningar um helgina
Kjarvalsstaðir: Kjartan Guðjóns-
son sýnir olíumálverk, vatnslita-
myndir og teikningar í vestursal.
Heimilisiðnaðarfélagið sýnir
muni á vesturgangi.
Frímerkjasýning.
Listasafn tslands: Yfirlitssýning á
verkum Svavars Guðnasonar. Sýn-
ingin stendur til mánaðamóta.
Listmunahúsið: Sigríður Björns-
dóttir sýnir 70 landslagsmyndir og
7 afstraktmyndir. Opið frá kl.
14 — 18 í dag og á morgun en þá
lýkur sýningunni.
Listaskáli ASÍ, Grensásvegi 16:
Sigurður Thoroddsen verkfræðing-
ur sýnir vatnslitamyndir. Opið frá
kl. 14—22. Sýningunni lýkur annað
kvöld.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3: Hol-
lensk myndlistasýning, Vídd á
pappír. Opið frá kl. 16—20 á virkum
dögum en 14—20 um helgar. Sýn-
ingin stendur til 16. þ.m.
Norræna húsið: Finninn Pentti
Kaskipuro sýnir grafíkmyndir í
anddyri. Sýningin stendur til mán-
aðamóta.
Kirkjustræti 10: Sigrún Gísladóttir
sýnir collage-myndir. Sýningin
stendur til 18. þ.m.
Galleri Iláhóll: Kjartan Guðjóns-
son sýnir olíumálverk, vatnslita-
myndir og teikningar.
Eden, Hveragerði: José Luis Lopez
Ayala sýnir málverk og vatnslita-
myndir. Sýningin stendur til 16.
þ.m.
FÍM-salurinn. Laugarnesvegi 112:
Gunnlaugur Stefán Gíslason sýnir
vatnslitamyndir. Sýningin er opin
frá kl. 14—22 um helgar, en 14—20
virka daga og stendur til 23. þ.m.
Safnahúsið á Selfossi: Páll S.
Pálsson sýnir 30 myndir gerðar með
blandaðri tækni. Sýningin er opin
frá kl. 14—22 og stendur til 16. þ.m.
Galleri Landlyst: Tryggvi Ólafsson
sýnir akríl- og klippimyndir. Sýn-
ingin er opin frá kl. 14—22 og lýkur
annað kvöld.
Ásmundarsalur: ívar Valgarðsson
sýnir skúlptúra og málverk. Sýn-
ingin er opin frá kl. 16—21 og
stendur til 17. þ.m.
Húsgagnaverslun Ifafnarfjarðar.
Reykjavíkurvegi 64: Bjarni Jónsson
sýnir olíumálverk, vatnslitamyndir,
teikningar og málaðan rekavið.
Um helgina lýkur sýningu Sigríðar Björnsdóttur i Listmunahúsinu.
Þar sýnir hún 70 landslagsmyndir og 7 afstraktsmyndir. Aðsókn
hefur verið góð og margar myndir selst.
MYNDLIST:
Bjarni Jónsson opnar
sýningu í Hafnarfirði
í DAG opnar Bjarni Jónsson
sýningu í Húsgagnaverslun
Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi
64, Hafnarfirði. Á sýningunni
eru 100 verk, oliumálverk, vatns-
litamyndir, teikningar og málað-
ur rekaviður, unnin á sl. tveimur
árum.
Bjarni Jónsson er fæddur í
Reykjavík 1934 og kom ungur á
vinnustofur Ásgríms Jónssonar og
Jóhannesar Kjarvals. Hann nam
hjá Ásgeiri Bjarnþórssyni í Hand-
íða- og myndlistaskólanum og
hefur farið í námsferðir til út-
landa. Bjarni hefur haldið margar
einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum bæði hér heima og
erlendis. Þá hefur Bjarni mikið
unnið að myndskreytingum fyrir
Ríkisútgáfu námsbóka og nýlega
kom út bókin íslenskir sjávar-
hættir eftir Lúðvík Kristjánsson
með myndskreytingum Bjarna.
Málverk hans hafa verið á farand-
sýningu í Bandaríkjunum á vegum
American People Encyclopedia og
hann hefur tekið þátt í biennal-
sýningum í París.
— Eg hef kosið það síðari árin
að sýna fremur úti á landi en í
höfuðborginni sagði Bjarni. —
Fólk er yfirleitt miklu þakklátara
þar og sækir sýningar mjög vel.
Ég hef unnið mikið af þjóðlífs-
myndum og er nú raunsæismaður
í listinni, en var áður i afstrakt-
inu.
Kjartan Guðjónsson
sýnir olíumálverk
vatnslitamyndir
og teikningar
„Sjórinn og þorpið“ nefnist
sýning sem Kjartan Guðjónsson
opnar í dag í vestursal Kjarvals-
staða. Á sýningunni eru 32
oliumyndir, 20 teikningar og 23
vatnslitamyndir. Hluti af þess-
ari sömu sýningu verður í Gall-
eri Iláhól á Akureyri og opnar
einnig i dag. Þar sýnir Kjartan
30 myndir.
Kjartan Guðjónsson er fæddur
í Reykjavík árið 1921. Hann
stundaði listnám í Chicago í
Bandaríkjunum 1943—45 en
hafði áður verið einn vetur í
Handíða- og myndlistaskólanum.
Hann hefur haldið fjölmargar
einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga bæði hérlendis
og erlendis.
Kjarninn sá sami
— Ég málaði afstrakt í 45 ár,
en hann Jón úr Vör breytti þessu,
sagði Kjartan. — Ég mynd-
skreytti ljóðabókina hans, Þorp-
ið, sem Helgafell gaf út fyrir jólin
í fyrra og það gerði útslagið. Það
vildi svo til að ég átti minningar
frá svipuðu þorpi, Þingeyri í
Dýrafirði, einmitt frá þessum
sömu árum, milli stríða. Það
hafði mikil áhrif á mig að vinna
þetta verk, má segja að alger
þáttaskil hafi orðið hjá mér. Og
framhaldið varð þetta sem þú
sérð hérna.
í framhaldi af þessu fór ég á
sjó, á togaranum Ársæli Sigurðs-
Kjartan Guðjónsson á sýningu sinni „Sjórinn og þorpið“ á
Kjarvalsstöðum.
syni frá Hafnarfirði, sem er
okkar næstsíðasti síðutogari. Þá
gerði ég mikið af skissum, m.a.
þessar andlitsmyndir af áhöfn-
inni á Ársæli, og hef verið að
vinna úr þessum skissum síðan.
Sumar af þessum þorpsmynd-
um eru nátengdar Jóni úr Vör,
framhald af bókinni, en annað er
prjónað út frá eigin minningum
frá Þingeyri. Þetta er víst ein-
hvers konar expressionismi, en
það er mikið afstrakt í þessu. Ég
hef alltaf haft mikinn áhuga á
myndbyggingu, og hún er mjög
sterkur þáttur í mínum myndum.
Það má segja að kjarninn hafi
ekki mikið breyst hjá mér, aðeins
yfirborðið.
Byggðasteínan
í íramkvæmd
Það má vissulega segja að það
sé byggðastefnan í framkvæmd
að opna þessa sýningu á tveimur
stöðum samtímis, hér á Kjarvals-
stöðum og í Gallerí Háhól á
Akureyri. Fyrir norðan sýni ég 30
myndir, bæði olíu- og vatnslita-
myndir og teikningar. Mér finnst
ekkert réttlæti í því að lands-
byggðin fái alltaf afganginn, það
á að gera henni jafn hátt undir
höfði og höfuðborginni.
Ég er nú kominn á þann aldur,
þegar menn þurfa endilega að
fara að skrá æviminningar sínar,
en það er mitt lán að ég get málað
þær.
Mikið um að vera
í Þjóðleikhúsinu
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir fimm
leikrit um þessar mundir og
verða fjögur þeirra á dagskrá um
helgina.
í kvöld verður sýning á gaman-
leik Holbergs, Könnusteypinum
pólitiska. sem sýningar eru ný-
hafnar á með Bessa Bjarnasyni,
Guðrúnu Þ. Stephensen og Þór-
halli Sigurðssyni í aðalhlutverk-
um. Á morgun kl. 15.00 er svo
sýning á óvitum Guðrúnar Helga-
dóttur og eru aðeins fáar sýningar
eftir á þessu vinsæla barnaleikriti.
Ennfremur verður á Litla svið-
inu á morgun kl. 15 síðasta
aukasýningin á leikriti Jökuls
Jakobssonar, í öruggri borg. —
Annað kvöld er síðan sýning á
leikriti Kjartans Ragnarssonar,
Snjó. Á því eru einnig aðeins fáar
sýningar eftir.
Bessi Bjarnason er i eldlínunni i
„Könnusteypinum pólitlska“.
sem Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld.
IÆIKFELAG REYKJAVIKUR:
Gamanleiknum Rommí
afburða vel tekið
ANNAÐ kvöld verður 20. sýning á
gamanleiknum Rommi eftir D.L.
Coburn, en fyrir þetta leikrit fékk
hófundurinn Pulitzer-verðlaunin
bandarísku árið 1978.
Leikurinn gerist á elliheimili í
Bandaríkjunum þar sem roskinn
maður og roskin kona hittast úti á
verönd. Hann er ákafur spilamaður
en hún hefur ekki snert á spilum í
áratugi. Hann tekur því að sér að
hressa upp á spilakunnáttu hennar,
og þau byrja að spila rommí. Þrjár
helgar í röð spila þau látlaust,
spauga og rífast, og eftir því sem á
líður, opinbera þau sig æ betur
hvort fyrir öðru, og áhorfandanum
verður ljóst að undir yfirborðsgrín-
inu búa alvarlegir undirtónar.
Sýningu Leikfélagsins hefur ver-
ið afburða vel tekið í leikstjórn Jóns
Sigurbjörnssonar, og þau Sigríður
Hagalín og Gísli Halldórsson þykja
bæði fara á kostum í hlutverkum Sigríður Hagalin og Gísli Halldórsson þykja bæði fara á kostum i
sínum. i 141» /<i> inil-l hlutverkum sinum i Rommi.» i> l\i -1-1 t'i H'p ntJtni
;leIÓ .blövji ðsPRt. I jjo £‘S—11
wmm m *-
• I tsm