Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 31
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
31
BOKASAFNIÐ A ISAFIRÐI:
Sýrúng á málverkum úr
eigu Listasafns Alþýðu
í BÓKASAFNINU á Ísaíirði hef-
ur verið opnuð sýning á málverk-
um úr eigu Listasafns aiþýðu.
Að sýningunni standa Menning-
arráð ísafjarðar og verkalýðsfé-
lagið Baldur.
Á sýningunni eru 14 verk, flest
olíumálverk og eru þau eftir 12
íslenska listamenn, m.a. Ásgrím
Jónsson, Júlíönu Sveinsdóttir,
Sverri Haraldsson og Þorvald
Skúlason.
Sýningin verður opin á venju-
legum afgreiðslutíma bókasafns-
ins, virka daga kl. 2—7 nema
fimmtud. kl. 2—9 og laugardaga
kl. 2—4 og er aðgangur ókeypis.
Sýningunni lýkur hinn 15. þ.m.
Frá sýningu Menningarráðs ísafjarðar og verkalýðsfélagsins Baldurs
i bókasafninu á ísafirði.
ALÞYÐULEIKIIUSIÐ:
,Jíóngsdóttinn sem
kunni ekki að tala“
í DAG OG á morgun verða 2. og
3. sýning á harnaieikritinu
„Kóngsdóttirin sem kunni ekki
að tala“, sem Alþýðuleikhúsið
frumsýndi sl. sunnudag. Sýn-
ingarnar verða í Lindarbæ og
hefjast kl. 15.
Alþýðuleikhúsið fékk styrk frá
„framkvæmdanefnd árs fatlaðra"
til að setja upp þessa sýningu en
við uppfærsiu á þessu ævintýri er
notað táknmál jafnframt talmáli
þannig að heyrnarlausir og heyrn-
arskertir geta notið sýningarinnar
til fulls til jafns við aðra. En
sýningin byggir mest á látbragði
þannig að jafnvel yngstu börnin
eiga auðvelt með að skilja at-
burðarásina.
Fyrir frumsýninguna var sett
upp í Lindarbæ svokallaður „tón-
möskvi“ en það er tæki sem
magnar upp hljóð og kemur fólki
með heyrnartæki að sérstöku
gagni. Var þetta gert til reynslu
en ekki er útséð með hvort Al-
þýðuleikhúsið getur fjármagnað
þessi kaup eða hvort aðrir fást til
þess.
Öllum heyrnarlausum verður
boðið á sýningarnar en miðum er
dreift af Heyrnleysingjaskólan-
um. Þannig fæst blandaður áhorf-
endahópur, af þeim sem heyra og
heyra ekki. Leiðbeinendur frá
Heyrnleysingjaskólanum leið-
beindu leikurunum við notkun á
táknmáli heyrnarlausra en það
voru þau Vilhjálmur G. Vil-
hjálmsson og Berglind Stefáns-
dóttir, en þau flytja nú einmitt
fréttir á táknmáli fyrir heyrnar-
lausa í sjónvarpinu.
Leikendur eru fjórir: Kóngs-
dótturina leikur Sólveig Halldórs-
dóttir. Sögukona er Ragnheiður E.
Arnardóttir. Alfreð og Vilfreð,
vonbiðlana tvo sem fara að leita
að máli fyrir kóngsdóttur leika
þær Anna S. Einarsdóttir og
Helga Thorberg. Að auki eru
brúður, dreki, álfkona, héri o.fl.
sem nauðsynlegt þykir í hverju
ævintýri. Leikstjóri: Þórunn Sig-
urðardóttir. Leikmynd og bún-
ingar: Guðrún Auðunsdóttir.
GALLERI LANDLYST:
Tryggvi
Olafsson með
akril- og
klippimyndir
ÞESSA dagana stendur yfir
sýning Tryggva Ólafssonar í
Gallerí Landlyst í Vestmanna-
eyjum. Þar sýnir hann 10
akrílmyndir og klippimyndir.
Sýningin er opin frá kl.
14—22 og lýkur annað kvöld.
Hér skýlir Jónas Sigurðsson, fé-
lagi í Gallerí Landlyst, sér á bak
við eina af myndum Tryggva
Ólafssonar.
Tónleikar í
Félagsbíói
í KVÖLD halda Magnús og Jó-
hann tónleika i Félagsbíói í
Keflavik. Einnig kemur fram
fiðluleikarinn Graham Smith.
Leikin verða lög af nýútkominni
plötu þeirra félaga, svo og nýrri
og eldri lög.
Þetta er í fyrsta skipti sem þeir
Magnús og Jóhann halda sjálf-
stæða tónleika í heimabæ sínum,
Keflavík. Tónleikarnir hefjast kl.
21.
ASMUNDARSALUR:
ívar sýnir skúlp-
túra og málverk
t DAG opnar ívar Valgarðsson
sýningu á verkum sínum í Ás-
mundarsal á Skólavörðuholti.
ívar lauk prófi frá Myndlista- og
handíöaskóla íslands 1975 en
stundaði síðan framhaldsnám við
Stiching de Vrij Academi í Haag í
Hollandi. Þetta er fyrsta einkasýn-
ing ívars Valgarðssonar, en hann
hefur tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum frá því 1974, nú síðast í
Experimental Environment II að
Korpúlfsstöðum.
Sýningin í Ásmundarsal sam-
anstendur af 5 verkum, skúlptúrum
og málverkum, sem mynda heild í
landslagsformum og litum. Sýning
Ivars Valgarðssonar í Ásmundarsal
er opin daglega frá kl. 16—21 og
stendur til 17. þ.m.
ALÞYÐULEIKIIUSIÐ:
,Pœld’ í ðí“
á Hótel Borg
Á morgun kl. 17 og na'stu
sunnudaga gefst almcnningi kost-
ur á að sjá hið umdeilda unglinga-
leikrit Alþýðuleikhússins „Pa'ld’i-
ðí“ er leikrit fyrir unglinga. for-
eldra þeirra. kennara og aðra vini.
Leikritið segir frá fyrstu ást
tveggja ungmenna og gleði þeirra
og sorgum í þvi sambandi. Ymiss
konar fræðsla um kynferðismál er
fléttað inn í leikinn. enda er
leikritið meðal annars a tlað sem
kennsluleikrit um þau mál.
Enn sem komið er er aðeins
mögulegt að bjóða upp á eina
almenna sýningu í viku þar eð alla
aðra daga vikunnar er verið að sýna
leikritið í skóium. Sýningar eru nú
þegar orðnar 14 talsins í félags-
miðstöðvunum Fellahelli og Þrótt-
heimum og einnig í skólumy bæði
grunn- og framhaldsskólum. Hafa
nú um 2000 manns séð sýninguna
sem allsstaðar hefur hlotið frábær-
ar undirtektir. Miðasala hefst
klukkan 3, sýningardagana, á Hótel
Borg.
Safnahúsið á Selfossi:
Páll S. Pálsson opn-
ar málverkasýningu
í dag opnar Páll S. Pálsson
málverkasýningu i Safnahúsinu
á Selfossi.
Á sýningunni eru 30 myndir
gerðar á síðustu fimm árum.
Myndirnar eru unnar með bland-
aðri tækni, olíu, þurrkrít og tússi.
Þær eru flestar til sölu'.
Sýningin stendur til 16. þ.m. og
er opin frá kl. 14—22.
Páll S. Pálsson við eina mynda sinna.
MYNDLIST:
Gunnlaugur Sfefán Gísla-
son sýnir í FÍM-salnum
Gunnlaugur Stefán Gislason á sýningu sinni i FÍM-salnum,
Laugarnesvegi 112.
í dag opnar Gunnlaugur Stef-
án Gíslason sýningu í FÍM-
salnum, Laugarnesvegi 112. Á
sýningunni eru 32 vatnslita-
myndir sem unnar eru á síðast-
liðnum 2 árum.
Gunnlaugur Stefán Gíslason
er fæddur í Hafnarfirði árið
1944. Hann stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands í tvö ár og er nú kennari
við skólann. Gunnlaugur hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga,
m.a. á listahátíð 1970, farand-
sýningu um Norðurlönd ’70—’71,
í Hásselby-höll 1978, í Uppsölum
sama ár, í Kreml í Finnlandi
1979, haustsýningu FÍM 1977.
Auk þess hefur Gunnlaugur tek-
ið þátt í samsýningum víða um
land. Þetta er önnur einkasýning
hans, en sú fyrri var í Norræna
húsinu í apríl 1977. Sýningin er
opin frá kl. 14—22 og stendur til
23. þ.m.
Undanfarin ár hefur Gunn-
laugur eingöngu málað í vatns-
litum og þá ósjaldan leitað fanga
í þeim forgengileika, sem birtist
t.d. í gömlu amboði eða öðrum
ummerkjum um það líf, sem
lifað var.
Ég þykist nú vera
svona raunsæiskarl
— Þetta myndefni, forgengi-
leikinn, orkar svo sterkt á mig,
þetta sýsl og basl í mannkind-
inni og ægivald eilífðarinnar og
eyðingaraflanna, sem við verð-
um að beygja okkur undir og
sigrar alltaf að lokum. En það
eru samt einhver sigurtákn í
þessu. Við erum að láta eitthvað
af hendi, kannski að gefast upp
eða breyta til, breyta um lífs-
form í okkar basli, og þá látum
við svona minnisvarða eftir
okkur. Þetta talar eitthvað svo
ákveðið til mín. Kannski eru
þetta ljótir hlutir, en ég tefli
þeim í sterkt'sólskin, mér finnst
það undirstrika þessa óblíðu
undiröldu. Suðurbúar segja:
Undan sól er sviðin jörð.
Ég held að ég hafi öðlast meiri
styrk og áræði í lit og framsetn-
ingu. Yrkisefnið er nokkuð það
sama, þó að ég hafi e:t.v. einfald-
að það, lokað meira af. Ég þykist
nú vera svona raunsæiskarl eða
realisti og vinn með nákvæmni,
sérstaklega vissa parta í mynd-
um sem mér finnst vera þunga-
miðja í því sem ég vil segja og
líka myndrænt. Spennan er
þarna kannski.