Morgunblaðið - 08.11.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
37
hans minnst fyrir gátur og vísna-
spjall. Lét honum einkar vel að
klæða í skáldlegan búning það er
bjó í huga og hafði af því yndi að
flétta rímþrautir og fela ráðningar
með ýmsum hætti. í biskupsritara-
tíð Sveins hafði biskupsskrifstofa
aðsetur í Arnarhvoli. Voru þeir
grannar, hann og Vilmundur land-
læknir, og má geta nærri að ýmis-
legt hafi borið á góma þá er þeir
hittust á förnum vegi eða í anddyri.
Er í minnum haft að þá er Sveinn
Víkingur birti vísnakver sín, er
höfðu að geyma gátur hans, setti
Vilmundur saman vísur tvær og
voru nöfn Sveins bæði bundin í
ráðningu þeirra. Önnur er þessi:
IlrKKur strendur. bvr við huK
blaö á v.itum slóöum.
Spyrnir knetti af heilum huK.
hyKKur aö hiskupssji'töum.
Meðal félaga í Knattspyrnufélag-
inu Víkingi, er spyrnti þá „af heilum
hug“ var tengdasonur Vilmundar,
Þorsteinn Ólafsson tannlæknir,
vaskur í framgöngu á velli.
í sextugsafmæli gamals félaga úr
guðfræðideild, Ludvigs Guðmunds-
sonar, lyftir Sveinn glasi og minnist
samverustunda stúdenta á Mensa,
vínbanns og „hundaskammta", er
svo voru nefndir. Hann þarf ekki að
óttast að deila kjörum þeirra Sigur-
bjarnar skálds á Fótaskinni og
Gríms Víkings, föður síns, er þeim
var vísað burt af vertshúsi. Það er
hlýtt og notalegt í húsi Ludvigs og
ylur gamalla góðvinakynna:
LanKt er nú síöan. LudvÍK minn.
aö lyftum unKÍr KÍusum saman.
Þá hofAum við „hundaskammt*
«K helv ... var það rammt.
en vakti þó Káska ok Kaman
ok Keðið hressti samt.
Svo liða árin. LudvÍK minn.
við lifum. en orðnir sextuxir skrjóðar.
Við ýtumst afturábak
við ellinnar þunKa tak.
En. — þina skál. Ilafðu þakkir Koðar.
Er þetta ekki koniak?
Séra Sveinn Víkingur varð svo
kunnur maður fyrir margháttuð
störf sín að eigi er ástæða til að
rekja feril hans í smáatriðum. Hann
gegndi fyrst aðstoðarprestsstörfum
að Skinnastað. Síðan starfi sókn-
arprests í Þóroddsstaðarprestakalli.
Þá sat hann á Dvergasteini á annan
tug ára, síðan sex ár á Seyðisfirði.
Auk þess að gegna aukaþjónustu
norðan lands og austan. Á fardögum
1942 ræðst hann til biskupsskrif-
stofunnar sem skrifstofustjóri.
Jafnframt því starfi var hann rit-
stjóri Morguns. Kunnur og vinsæll
fyririesari á mannfundum og í
útvarpi. Minningar hans hafa komið
út í þremur bindum auk samstæðrar
bókar er hann nefndi „Vinur minn
og ég“. Þykir fara vel á því að ljúka
Sveins þætti Víkings með tilvitnun í
kafla úr þeirri bók:
„Það er hvorki unnt né heldur
æskilegt að slíta sundur þá þætti,
sem eðli okkar er fléttað af. Það er
ekki mögulegt að fjötra þær hvatir,
sem við nú kunnum að telja lágar og
illar, né varpa þeim í ævilangt
fangelsi. Þær slíta fjötrana, brjóta
upp dyrnar fyrr en okkur varir. Það
illa verður ekki fjötrað með slíku
valdi, nema ef til vill um stund.
Fullnaðarsigur yfir okkar svoköll-
uðu lægri hvötum fæst aðeins með
vexti og þroska persónuleikans sem
heildar. Þannig ná þær að falla
eðliiega og auðgandi inn í hinn
mikla samhljóm hins fullkomna lífs,
eru ekki lengur æpandi og falskir
tónar, heldur samræmdir hlutar
hljómkviðunnar.
Ég er fyrir mitt leyti sannfærður
um, að það er hin margbreytilega
lífsreynsla, líka víxlsporin, glappa-
skotin og gönuskeiðin, það að kanna
bæði dýpstu sælu og þyngstu sorg,
skjálfandi unað og nístandi kvöl,
vonfylling og vonbrigði, sigra og
ósigra, sælu og styrk trúartrausts-
ins, voða villunnar og þjáning iðrun-
arinnar, sem mestu veldur um líf
okkar.
Allt þetta á að minnsta kosti að
geta aukið vöxtinn og þroskann og
skapað að lokum þá lífsfyllingu,
lífsfögnuð og frið, sem fólginn er í
samræmingu og samtillingu og
jafnvægi andstæðnanna að lokum.“
„Ertu. lif. nema alda
sem utan frá sjónbauKsins rond
berst fyrir orlaxa byljum
ok hrotnar við timans strönd?“
I’étur Pétursson þulur
Sextugs-
afmæli í dag
SEXTUGUR er í dag Óskar Ág-
ústsson, kennari að Laugum í
Þingeyjarsýslu. Hann hefur verið
kennari að Laugum síðan haustið
1944, en hafði áður kennt þrjú ár á
vegum U.M.F.Í. og haldið nám-
skeið víðsvegar um landið. Jafn-
framt kennslu sinni hefur hann
haft með höndum póststörf og nú
allmörg síðastliðin ár verið póst-
og símstjóri að Laugum. Einnig
séð um gistihúsarekstur þar síðan
vorið 1948. Hann hefur á þessum
árum tekið töluverðan þátt í
félagsmálum og haldið fjölmörg
námskeið með ungmennum hér-
aðsins. Verið formaður Héraðs-
sambands Suður-Þingeyinga í 20
ár.
Kvæntur er hann Elínu Frið-
riksdóttur húsmæðrakennara og
eiga þau fjögur börn.
Hann tekur á móti gestum í
Oddfellowhúsinu við Vonarstræti
10 í Reykjavík í dag kl. 16—19.
Hundavina- og Hundaræktarfélögin:
Byggja hundagæzluheimili
- leita eftir aðila til að taka að sér hús og rekstur
1
Fulltrúar félaganna hjá húsinu. sem er i smíðum hjá Þaki hf. l>eir
eru. talið frá vinstri. Gunnar Már Pétursson gjaldkeri Hundavina-
félagsins. Þór Þorbjarnarson. í stjórn Hundaræktarfélagsins.
Matthias G. Pétursson. einnig i stjórn Hundaræktarfélagsins. og
lengst til hægri Gunnar Erlendsson. í stjórn Hundavinafélagsins.
Ljósm. Mbl. F.P.
HUNDAVINA- og Ilundarækt-
arfélag Íslands hafa ráðist í
byggingu hundaga*zluheimilis.
Heimilið mun rúma 16 hunda
og er ætlað til gæzlu heimilis-
hunda i skemmri tíma. Ilúsið er
i byggingu hjá fyrirtækinu Þak
h.f. i Bessastaðahreppi og eru
félögin nú að leita fyrir sér um
staðsetningu þess að sögn full-
trúa félaganna.
Að sögn Gunnars Erlendsson-
ar sem sæti á í byggingarnefnd
hf. Hundavinafélagsins er heppi-
legasta staðsetning hússins á
höfuðborgarsvæðinu eða í ná-
grenni þess. Leita félögin eftir
aðila sem hefur aðstöðu til að
hafa húsið á eigin landi og sjá
um rekstur þess. Gunnar sagði
slík geymsluhús algeng erlendis.
Með tilkomu hundagæzluheimil-
isins fæst aðstaða fyrir hundeig-
endur til að koma hundum
sínum í örugga gæzlu fyrir
sanngjarnt verð, en oft hafa þeir
að sögn lent í basli, er þeir hafa
þurft að bregða sér frá og hefur
Dýraspítalinn hlaupið undir
bagga að þessu leyti.
Húsið verður færanlegt, en
það er um 50 fermetrar að stærð.
Hver hundur mun fá sinn eigin
íverustað og verður sérstök girð-
ing fyrir utan þannig að hund-
arnir geta gengið út og inn að
vild.
Aðspurður sagði Gunnar, að
heildarkostnaður við hunda-
gæzluheimilið hefði verið áætl-
aður um 14 millj. kr. í apríl sl. Sú
upphæð fylgdi þó auðvitað verð-
bólguþróuninni og hefðu félögin
haft í nógu að snúast við að afla
fjár til byggingarinnar. Hunda-
vinafélagið hefur leitað til
hundaeigenda og hundavina og
notað félagsgjöld þessa árs til
byggingarinnar og Hundarækt-
arfélagið er með sérstakt happ-
drætti í gangi í fjáröflunarskyni.
Aðstandendur hundagæzluheim-
ilisins sögðust vænta þess að
unnt yrði að taka heimilið í
notkun strax á næsta vori.
Þessi börn á barnaheimili St. Franciskusystra i Stykkishólmi söfnuöu
i eigin söfnunarbauk kr. 52 þús., sem þau gáfu til Afrikuhjálpar
Rauða kross íslands.
Fjórði bekkur Grunnskólans i Stykkishólmi safnaði í bauk í bekknum
sinum og gekkst fyrir stórri hlutaveltu til ágóða fyrir Afrikuhjálp
Rauða krossins. Afraksturinn var 270 þús. kr. sem þau afhentu
formanni Rauða kross-deildarinnar á staðnum. Pálma Frimannssyni.
en hann er með þeim á myndinni. Einnig eru á myndinni kennari
þeirra Helga Maria Ólafsdóttir og Róbert W. Jörgensen, yfirkennari.
Mjólkuidagar^O
í húsi Osta-ogsmjörsölunnar, Bitmhálsi 2
Kymiing verður á nýjustu framleiðsluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragðprufur.
Markaöur Þar verður seld m.a. skyrterta auk ýmissa osta. Einnig verða til sölu
kynningarpakkar með mismunandi mjólkurvörum.
8.14
Mjólkurdagsnefnd
Sýnikennsla fer fram alla dagana þar sem leiðbeint verður um tilbúning ýmissa mjól
Hlutavetta verður í gangi allan tímann og verða vinningar
ýmsar mjólkurafurðir.
r
Okeypis aógangur opið fostudag frá ki. 14 tn 20
laugardag frá kl. 10 til 20
sunnudag frá kl. 14 til 20