Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Jóhannes Guðmunds- son Flögu - Minning Þann 29. október sl. andaðist í sjúkrahúsinu á Húsavík Jóhannes Guðmundsson fyrrum bóndi að Flögu í Þistilfirði, á nítugasta og fyrsta aldursári. Jóhannes hafði dvalið á sjúkrahúsinu frá því síðastliðinn vetur, þrotinn að heilsu og kröftum. Engum þurfti því að koma lát hans á óvart. Söm er þó eftirsjáin vinum hans að hinum góða manni. Við félagarnir úr veiðiklúbbnum „Þistlum“ sjá- um hann ekki meira. Fastur siður var það hjá flestum okkar að heilsa upp á Jóhannes, þegar við veiddum í Sandá og fórum um hlaðið á Flögu. Hann naut þess að heyra fréttir af veiðinni, vildi vita hvar laxinn hefði veiðst þennan eða hinn daginn og gladdist ekki minna en veiðimennirnir þegar vel gekk. Og þegar minna veiddist vildi hann vita, hvort við hefðum reynt á Horninu, eða í Bjarnadals- hylnum, og kannski myndi hann nú fást í Engjavaðshylnum, svo ekki væri minnst á Brúarhylinn. Alla þessa staði og raunar hvern annan veiðistað í Sandá þekkti Jóhannes til hlýtar, þótt ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með goðu línubili. mörg árin væru liðin síðan hann hafði getað gengið meðfram ánni. En Sandá var samtvinnuð lífi hans, einkum fyrr á árum, þótt aldrei stundaði hann laxveiði með stöng. Hann gerðist frumkvöðull í laxarækt. Árið 1934 hóf hann klakstarfsemi í litlu klakhúsi við bæjarlækinn að Flögu. Af með- fæddu yfirlætisleysi sagði hann okkur sögur af þessu brautryðj- endastarfi, hvernig laxinn var veiddur á haustin og dreginn lifandi í sérstökum grindum niður ána, alla leið að Flögu, við ótrúlegt erfiði. I klakhúsinu var laxinn svo kreistur, vakað var yfir hrognun- um um veturinn, en kviðpoka- seiðum dreift að vori í Bjarna- dalslæk, ekki í Sandá sjálfa. Þekk- ing Jóhannesar á náttúrunni um- hverfis sagði honum að hafa þennan hátt á. Það gafst vel og blómaskeið Sandár sem laxveiðiár hófst. Þetta ræktunarstarf Jó- hannesar náði ekki aðeins til Sandár, aðrar ár í Þistilfirði nutu góðs af frumkvæði hans og bera þess merki enn í dag. Um 15 ára skeið höfum við „Þistlar" veitt í Sandá, einhverri skemmtilegustu veiðiá þessa lands. Samstarfið við Jóhannes þessi ár hefur verið eins og þest var á kosið. Af eðlilegum ástæðum hafa samskiptin orðið meiri við hann en aðra veiðiréttareigendur. Bæði átti hann stærstan hlut árinnar, og svo leiðin um hlað- varpann þegar farið var í veiði- húsið. En samskiptin við búendur á Sandársvæðinu hafa raunar verið með einstökum ágætum, við þá hvern fyrir sig og alla saman, á Ytra- og Innra-Álandi, Flögu og Fjallalækjarseli. Þar hefur ráðið gagnkvæmt traust sem vonandi helzt áfram þótt Jóhannes sé nú fallinn frá. t Systir mín, JÓHANNA ÍSLEIFSDÓTTIR, lést á Elliheimilinu Grund 6. nóvember. F.h. vandamanna, Marta í. Ólafsdóttir, Starhaga 16. t Sonur okkar, STEINGRÍMUR MATTHÍASSON, andaöist að heimili sínu þ. 25. okt. Útförin hefur farið fram. Ingvi Matthías Arnason, Ingibjörg Jónsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín og móöir okkar, JÓNA GUDRUN CLAXTON, búsett í Englandí, lést á sjúkrahúsi í Englandi 6. nóv. sl. Útförin fer fram frá St. Michael- and St. George-kirkjunni í Aldershot fimmtudaginn 13. nóv. nk. kl. 11.15. Blóm afþökkuö en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á „Safe the Children’s Fund", c/o Timmy's Funeral Services, Charters, Mary Rd., Guildford, England. Major general Pat Claxton, Kay, Chris, Mutty, Charles, William, Jóna, James og Hellen. Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýjan hug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, FRIDGERÐAR FRIÐFINNSDÓTTUR, Bólstaóarhlíð 39. Jóhann Þorsteinsson, Kolbrún Guómundsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Ingveldur Þorkelsdóttir, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Jón Ingi Guómundsson, Þorsteinn Jóhannsson, Guórún Ása Jóhannsdóttir, Elva Dögr, Garóarsdóttir. Sá er þetta ritar minnist með sérstakri ánægju kynna við Jó- hannes. Fastur siður var að sækja hann að Flögu eitthvert kvöldið meðan dvalist var við veiðar, bjóða honum til matar og þiggja tár í glas. Að launum sagði hann okkur sögur og fór með kvæði, en af þeim kunni hann kynstrin öll. Og svo var tekið lagið. Það kunni hann að meta. En síðasta sumar hittum við hann ekki, þá var hann kominn á sjúkrahús. Við komum til hans þangað að lokinni veiði- ferð tveir saman í ágústmánuði síðastliðnum. Mjög var hann þá lasburða orðinn, þekkti okkur þó og þurfti margs að spýrja um veiðina. Veiðin hafði verið með besta móti og þegar hann heyrði um tölu laxanna og þyngd þeirra sagði hann: „Það var fallegt“. Þannig varð okkar síðasti fund- ur. Allt var fallegt umhverfis Jóhannes, hann var hrekklaus maður og drengur góður, lagði aðeins gott eitt til allra samferð- armanna. Umtalsfrómur og góð- viljaður, þannig minnumst við hans. Jóhannes gerði ekki víðreist um dagana. Hann ól allan sinn aldur í Þistilfirði, á yngri árum stundaði hann sjóróðra frá Gunnólsvík á Langanesi, var um skeið póstur í sinni sveit, var hestamaður ágæt- ur og átti oft gæðinga. Búskapur hans á Flögu var enginn stórbú- skapur, enda bíður ströndin við yzta haf ekki upp á slíkt. Kröfurnar til lífsins hafa heldur ekki verið meiri en afrakstur búsins leyfði. Hann naut trúnaðar í sinni sveit, var hátt á annan áratug i hreppsnefnd og hefur áreiðanlega starfað þar sem annars staðar af heilindum fyrir sveitunga sína. Maður, sem aldrei lagði illt til nokkurs manns, sá aðeins hinar bjartari hliðar á hverju máli og hverjum manni, hann hlýtur að hafa dugað vel í þjónustu við aðra. Jóhannes var fæddur að Flögu þann 20. febrúar árið 1890. For- eldrar hans voru hjónin Guð- mundur Þorsteinsson bóndi þar og Aðalbjörg Hjálmarsdóttir. I júlí- mánuði árið 1916 kvæntist Jó- hannes Sigríði Gestsdóttur frá Blikalóni á Melrakkasléttu. Sig- ríður andaðist fyrir um það bil einu ári eftir skamma legu. Til þess tíma höfðu gömlu hjónin búið saman á Flögu í 63 ár. Þar vildu þau vera. Eftir lát Sigríðar hrakaði Jó- hannesi og þar kom að hann varð að fara á sjúkrahús. Þau hjón eignuðust sjö börn, en af þeim eru nú þrjú á lífi. Það hefur reynt á trú og kjark að horfa á eftir fjórum börnum. Þá raun stóðust þau. Börnin eru þessi: Rósa Lilja, gift Þóri Björg- vinssyni, búsett á Þórshöfn, Guð- mundur dó í bernsku, Björn Aðal- mundur, varð úti við túngarðinn í Flögu árið 1949, Gestur, fórst 1952 með báti frá Vestmannaeyjum, Þórhallur, fórst 1963 með báti frá Þórshöfn, Ríkharður, kvæntur Svanhildi Kristinsdóttur, búsettur á Þórshöfn og Hjalti, kvæntur Maríu Önnu Ólafsdóttur, bóndi að Flögu. Útför Jóhannesar Guðmunds- sonar verður gerð í dag frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði. Við sendum börnum hans og venzlaliði öllu okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Veiðifélagar i „Þistlum“. Minmng: Ólafur Sigurjóns- son Dvergasteini Fæddur 31. júlí 1897 Dáinn 2. nóvember 1980 Hinn 2. nóvember sl. andaðist í fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað Ólafur Sigurjónsson frá Dvergasteini í Reyðarfirði. Kynni okkar Ólafs hófust fyrir u.þ.b. 20 árum, en þá var ég aðeins 9 ára gömul til sumardvalar hjá Sigrúnu systur minni sem þá skömmu áður hafði gengið að eiga Vigfús son Ólafs og flust með honum til Reyðarfjarðar. Ekki er það ætlun mín í þessum fáu orðum að rekja ætt eða starfsferil Ólafs vinar míns, heldur ætla ég að minnast' þeirra kosta sem hann var í svo ríkum mæli búinn. í minningunni er þessi aldni heiðursmaður mér sem besti afi, sem allt frá upphafi kynna okkar breiddi faðm sinn móti mér hlýr og nærgætinn. Þær voru jú ófáar ferðirnar sem lítil stúlka átti niður í Kaupfélag til að hitta hann Óla sinn og aldrei gerðist það að stúlka sú gengi bónleið til búðar. Umhyggja Óla og ástúð hans birtist í sinni sönnustu mynd þegar barnabörnin fæddust eitt af öðru, en alls urðu þau fimm, þó einu þeirra auðnaðist aðeins að dvelja hér á jörðu um stuttan tíma. Má með sanni segja að barnabörnin á Brekkugötunni hafi verið augasteinar afa síns öll með tölu og var hann jafnan vakinn sem sofinn í öllu er laut að velferð þeirra. Mörg voru því sporin afa til blessaðra ljósanna sinna í Brekkugötunni og gagnkvæmt voru sporin barnanna mörg til afa í Dvergasteini. Þegar ég kynntist Óla var hann orðinn ekkjumaður, en konu sína Valgerði Vigfúsdóttur hafði hann misst 21. janúar 1954. Eftir lát konu sinnir hélt Ólafur heimili með dóttur sinni Maríu og reynd- ist hún föður sínum sú stoð sem sómi er að allt til þess dags er yfir lauk. Ekki skal gleymt þeim kærleik- um sem jafnan ríktu með þeim feðgum Ólafi og Vigfúsi og víst er að hún Sigrún systir mín fékk í ríkum rnæli að bergja af kærleiks- brunni Óla. Þá mun Ólafur hafa eignast einn son eftir að hann varð ekkjumaður og reyndist hann honum ætíð sem sannur faðir. Það er með gleði sem ég minnist síðustu samfunda okkar Óla, en það var sl. sumar að ég ásamt fjölskyldu minni dvaldist á Reyð- arfirði í 5 daga og nutum þá m.a. gestrisni Óla og Maríu í Dverga- steini. Þá var Óli enn þá málhress þó engum dyldist að honum væri tekið að hraka, enda leið ekki langur tími þar til hann var fluttur í sjúkrahúsið í Neskaup- stað, en þaðan átti hann ekki afturkvæmt ef frá er talinn stutt- ur tími sem hann dvaldi sjúkur heima. Ég tel mig auðugri eftir að hafa kynnst öðlingnum Ólafi Sigur- jónssyni og þeirri gæsku sem frá honum stafaði og er forsjóninni þakklát fyrir að fundum okkar bar saman. Að lokum bið ég einlægum vini mínum góðrar vistar á himnum og bið eilífan Guð að blessa hann og minningu hans. Maríu, Sigrúnu, Vigfúsi og börnunum í Brekkugötu 4 votta ég samúð mína og fjölskyldu minnar og bið þeim huggunar í minning- unni um góðan föður, tengdaföður og afa. Lilja Hjördis. Sigríöur Þorsteins- dóttir - Minningarorð Fædd 25. maí 1891 Dáin 31. október 1980 Stofnfundur Félags kjólameist- ara var settur 2. september 1943. Þetta er fyrsta setningin í funda- gerðabók félagsins. Ein af þeim 12 konum, sem sátu þennan fund og var þar með stofnandi Félags kjólameistara, var Sigríður Þor- steinsdóttir. Þá var hún kjörin í stjórn félagsins og var í henni frá stofnfundi til ársins 1962. Hún var fulltrúi félagsins á öllum þingum Landssambands Iðnaðarmanpa frá árinu 1944—1967 samfleitt í 23 ár. Á Iðnþingi árið 1971 var Sigríður sæmd heiðursmerki Landssambands iðnaðarmanna úr silfri. Á áttræðisafmæli hennar hinn 25. maí 1971 er hún gerð að heiðursfélaga Félags kjólameist- ara í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Sigríður Þorsteinsdóttir lærði kjólasaum við Köbenhavns Til- skerer-Akademi um 1920. Síðan rak hún saumastofu í Reykjavík í rúmlega 50 ár, lengst á Ægisgötu 10. Félag kjólameistara þakkar Sig- ríði Þorsteinsdóttur öll hennar störf í þágu félagsins. Þau voru unnin heils hugar. Ættingjum hennar sendum við samúðarkveðj ur. F.h. Félags kjólameistara Viiborg G. Stephensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.