Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 39 Minning: Auðunn Jónsson Lindarbrekku Fæddur 20. júní 1904. Dáinn 2. nóvember 1980. Dauðinn kemur ekki alltaf á óvart, en engu að síður er það svo að koma hans minnir okkur á það, að öll erum við hér aðeins um stundarsakir, og gagnvart dauð- anum erum við öll jöfn hvað svo sem líður hinu fjölbreytta bram- bolti mannfólksins hérna megin grafar. En þessi stundardvöl fólks á þessari jörð skilur samt sem áður eftir sig spor misjafnlega mikilla gæða drengskapar og mannkosta. Við fráfall Auðuns Jónssonar í Lindarbrekku á Akranesi vakna margar minningar og í sporum hans vaxa minningar um hlýju, manngæsku og vináttu til sam- ferðafólksins. Hann var að þvi leyti óvenjulegur, að hann vildi öllum aðeins gott og þoldi illa að horfa upp á óréttlæti og yfirgang. Lífssaga hans er saga hins dag- farsprúða og kærleiksríka alþýðu- manns, sem hefir réttlæti hjart- ans að lífsljósi, ásamt kristinni trú. Þegar ég kveð þennan frænda minn eru mér margar stundir minnisstæðar frá barnæsku á Akranesinu, heimili hans og Ástu systur hans að Lindarbrekku hefir jafnan verið friðhelgur griðar- staður og skjól frændfólksins, kærleikur þeirra systkina og um- hyggja, hefir frá fyrstu tíð verið ómetanlegur lífsneisti og uppörv- un hjartans á öllum aldursskeið- um. Minningar sem tengdar eru heimili þeirra að Lindarbrekku fölna ekki þó árin líði. Margar stundir þar eru minningar sem endast betur en gull og gimstein- ar. Auðunn Júlíus Jónsson fæddist að Króki í Norðurárdal 20. júní 1904. Foreldrar hans voru hjónin Snjólaug Guðmundsdóttir f. 30. apríl, 1866 að Austurkoti í Vogum á Vatnsleysuströnd og Jón Magn- ússon frá Hróbjargarstöðum á Snæfellsnesi. Magnús faðir Jóns var Eiríksson, Snæfellingur í ætt- ir fram og einnig kona hans, amma Auðuns, Þórunn Björns- dóttir frá Snorrastöðum. Móður- ætt Auðuns er hinsvegar frá Suðurnesjum þar sem særokið og seltan lifði lengi í blóði kynslóð- anna, Snjólaug Guðmundsdóttir móðir Auðuns var frá Austurkoti eins og áður er satt. Foreldrar hennar voru Guðmundur Klem- ensson frá Narfakoti og kona hans Þórunn Stígsdóttir frá Móakoti í Njarðvíkum. Guðmundur var son- ur Klemensar Sæmundssonar í Stapakoti og konu hans Guðlaugar Ásbjarnardóttur. Faðir Guðlaug- ar var Ásbjörn Sveinbjörnsson í Innri-Njarðvík. Foreldrar Auðuns þau Snjólaug og Jón eignuðust þrjú börn, Þór- unni húsfreyju á Hvítanesi, sem giftist Þórði Guðnasyni og er hún látin fyrir nokkrum árum, Auð- unn, sem nú er kvaddur og Ástu, sem búsett er að Lindarbrekku og er nú ein eftirlifandi systkina sinna. Þegar börnin þrjú voru enn á bernskuskeiði flutti fjölskyldan frá Kroki í Norðurárdal að Hraundal i Mýrasýslu, þar sem þau ólust að mestu upp, en flutti síðan með foreldrum sínum til Akraness. Þar bjuggu þau Ásta og Auðunn öldruðum foreldrum sín- um gott og hlýlegt heimili, er þau keyptu húsið að Lindarbrekku á Akranesi, þar sem þau hafa búið í um það bil hálfa öld. Börn þeirra Snjólaugar og Jóns í Hraundal fóru snemma að vinna fyrir sér og afla heimilinu tekna eins og siður var á flestum heimilum á þeim árum, áður en samfélagið var orðin svo afgerandi þáttur í lífs- björg almennings í landinu. Þau lærðu í gegnum hinn harða skóla þess lífs er þjóðin lifði þá við, að vinna og eljusemi var það eina sem hægt var að treysta á. Auðunn fór sextán ára til sjó- sóknar á vertíð á Suðurnesjum á æskuslóðir móður sinnar og stundaði þar sjó margar vertíðir á opnum bátum en vann að bústörf- um á sumrin, eftirsóttur verkmað- ur bæði sjós og lands, elskaður og virtur af öllum sem honum k.vnnt- ust og með honum unnu. Eftir að fjölskyldan fluttist til Akraness hélt Auðunn áfram að stunda sjóinn, oftast sem landmaður við beitingar og aðgerð á vertíðarbát- um að vetrinum, en á sjónum á síldinni að sumrinu, þegar fjölga þurfi í áhöfninni. Starfaði Auðunn lengst hjá útgerð Haraldar Böðv- arssonar hins kunna athafna- manns og brautryðjanda útgerðar á Akranesi. Mat Auðunn hann mikiis og mun það hafa verið gagnkvæm hlýja og virðing af hálfu atvinnurekandans bæði und- ir stjórn Haraldar og afkomenda hans sem síðar tóku við. Hlaut Auðunn sérstakt viðurkenn- ingarskjal og heiðursverðlaun út- gerðar Haraldar Böðvarssonar eftir aldarfjórðungsstarf, en starfaði raunar í mörg ár hjá fyrirtækinu eftir að sjósókn lauk, bæði við ýmis störf á landi og nokkur síðari árin við verzlunar- störf hjá fyrirtækinu. Auðunn Jónsson í Lindarbrekku er kvaddur hinstu kveðju af mörg- um vinum, fjölmennum hópi ætt- ingja og samstarfsfólks. Öllum er söknuður í huga, á þeirri kveðju- stund. Samfylgdin hefði mátt vera lengri, en um það þýðir ekki að fást, því hér um ræður sá er öllu stýrir. - kÞ- Minning: Þorsteinn Þorsteins- son skipasmiður Hann hafði gengið til rjúpna fram í Sölvadal með félaga sínum og þeir mælt sér mót að áliðnum degi. Það hafði löngum verið svo, að ef tómstundir gáfust, að hann hafði ekki eirð í sínum beinum nema geta gengið á vit lands síns og náttúru þess. Svo mikill útilífs- maður var hann, góður laxveiði- maður og áhugamaður um ræktun áa, sjóstangaveiðimaður og rjúpnaveiðimaður. Davíð Stefáns- son skáld frá Fagraskógi talar um það í einum stað, að í dögun sé sælt að finna líf í hverri taug: .... <>k heyra daxinn xurta á irluKKunn sinn ok K<‘tu jafnvel boðið honum inn.“ Hinn 1. nóvember sl. gekk Þorsteinn Þorsteinsson skipa- smiður út í daginn og upp til fjalla, þar sem hann átti annað stefnumót, en viðbúið var. Snemma og fyrirvaralaust var hann kallaður héðan burt og margur saknar vinar í stað. Þorsteinn var fæddur á Hálsi í Svarfaðardal á nýársdag 1919, sonur hjónanna Þorsteins Þor- steinssonar bónda þar og Jófríðar Þorvaldsdóttur og voru eyfirzkra ætta eftir því sem ég veit bezt, einn tíu systkina. Þorsteinn eldri var skipasmiður og bar snemma á því, að nafni hans kaus að fylgja honum eftir og aðstoða við smíð- Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. arnar. 19 ára gamall hélt hann síðan til Akureyrar og lærði hjá Nóa bátasmið Kristjánssyni og fékk meistararéttindi 1949. Á ár- unum 1949 til 1952 vann hann í Skipasmíðastöð KEA, en þá urðu þáttaskil í lífi hans og raunar atvinnusögu Akureyrar, er þeir þremenningarnir Skapti Áskels- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Herluf Ryel stofnuðu Slippstöðina hf. ásamt með Útgerðarfélagi KEA. Hér verður þróun skipasmíða og þáttur þeirra í atvinnusögu Akur- eyrar ekki rakinn, þótt viðbúið sé, að hann sé oft vanmetinn. Vita- skuid munar þar mest um Slipp- stöðina hf., en uppbygging hennar gerðist með svo skjótum hætti og af svo mikilli röggsemi, að undrun sætir. Það fór að vísu svo upp úr 1970, að nauðsynlegt þótti að endurskipuleggja fyrirtækið að atbeina hins opinbera. Það var þó á þeim tíma áiitamál og raunar má færa sterk rök fyrir því, að fyrirtækið hefði haldið velli í Sátu norrænan FUNDUR vinnumálaráðherra Norðurianda um vinnuverndar- mál var nýlega haldinn i Stokk- hólmi og sat Svavar Gestsson félagsmálaráðherra fundinn af fslands hálfu. Meginverkefni fundarins var að fjalla um endur- skoðun samstarfsáa'tlunar Norð- urlanda um þennan málaflokk. Auk ráðherrans sátu fundinn Skúli Norðfjörð Jónsson - Minning Fanldur 6. júlí 1915. IMinn 4. október 1980. upphaflegri gerð, ef nægileg fyrir- greiðsla hefði fengizt á réttum tíma. Þeir Skapti Áskelsson og Þor- steinn Þorsteinsson unnu alla tíð mjög vel saman í Slippstöðinni, en Herluf Ryel sneri sér brátt að verzlunarrekstri, er Slippstöðin ásamt KEA keyptu Veiðarfæra- verzlunina Gránu. Skapti var út á við og sá um fjármálahliðina, en Þorsteinn sá um verklega þáttinn, enda frábær fagmaður og teiknaði raunar marga bátana sjálfur og reyndust þeir hin beztu sjóskip. Eftir að Skapti hvarf frá Slipp- stöðinni hélt Þorsteinn áfram verkstjórn sinni, enda átti fyrir- tækið hug hans allan. Þorsteinn var mjög vel látinn af samverka- mönnum sínum, naut trausts og trúnaðar, enda óvenjulegur mann- kostamaður, hlýr og hýr við hvern, sem í hlut átti. Þorsteinn Þorsteinsson var far- sæll maður í sínu einkalífi, kvænt- ur Þóru Steindórsdóttur járn- smiðs, er bjó honum gott heimili. Þeim varð fjögurra barna auðið. Elztir eru tvíburarnir Þorsteinn skipasmiður, kvæntur Þórhildi Valdimarsdóttur, og Sigfríður tækniteiknari á Akureyri. Erla er gift Ágústi Bjarnasyni trésmið í Hafnarfirði og Soffía Sturlu Jónssyni skipasmið á Akureyri. Þorsteinn Þorsteinsson var mik- ill félagsmálamaður. Hann stóð framarlega í samtökum iðnaðar- manna og sat á iðnþingum, auk þess sem hann kenndi fagteikn- ingar við skipasmíðar við Iðnskól- ann í aldarfjórðung. Hann var um skeið formaður Stangaveiðifélags- ins Flúða og síðast en ekki sízt var hann í Oddfellow-hreyfingunni, sem hann mat mikils og naut þar mikils trúnaðar. Hið skyndilega fráfall Þorsteins Þorsteinssonar er saknaðarefni. Hann átti margt ógert, er hann féll frá fyrir aldur fram. Þess vegna er skarð fyrir skildi og þungur harmur kveðinn að fjöl- skyldu hans. Henni bera þessar línur samúðarkveðjur okkar hjóna. Góður Guð geymi hann, sem horfinn er, og styrki þá, er mest hafa misst. þeir Hallgrimur Dalberg ráðu- neytisstjóri og Eyjólfur Sæ- mundsson öryggismálastjóri. I tengslum við ráðherrafundinn var einnig haldinn fundur nor- rænu embættismannanefndarinn- ar um vinnuverndarmál, en sú nefnd fjallar um einstök sam- starfsverkefni á því sviði og gerir áætlanir um ráðstöfun fjár, sem Skúli var fæddur í Miðbæ í Norðfirði, sonur hjónanna Sigríð- ar Björnsdóttur frá Þverfelli í Lundarreykjadal og Jóns Björns- sonar, ættuðum af Austurlandi. Skúli var næstyngstur barna þeirra Jóns og Sigríðar og eru nú á lífi Ástrún og Júlíus. Dáin eru Friðjón, Björn, Sigfús, Guðröður, Sveinbjörg og Skúli. Skúli starfaði alla sína æfi í Miðbæ og hvíldu bústörfin að mestu á honum er ég kom þangað sumarið 1949 sem vikadrengur. Þann 8. október 1950 giftist hann eftirlifandi konu sinni Jónu Sigurgeirsdóttur frá Hreiðurborg í Flóa. Börn þeirra eru Friðjón húsasm.m. í Neskaupstað giftur Petrúnu Jörgensen og eiga þau 3 börn, Ragnhildi gifta Skúla Hjaltasyni og búa þau í Miðbæ og eiga 1 barn, Sigurgeir, búsettan í Reykjavík. Mikill gestagangur var í Miðbæ, sérstaklega á sumrin og kom þá vel í ljós gestrisni þeirra hjóna og alúðlegt viðmót húsbóndans. Að sjálfsögðu kom það að mestu í hlut Jónu aukin störf vegna þessa, en ekki varð vart við annað en öll önnur störf gengju jafn vel, enda Jóna hinn mesti dugnaðarforkur að öllu sem hún gengur. Sá er þetta ritar, kynntist vel skaphöfn Skúla, er við fórum til London 5. janúar 1974, en þar gekkst Skúli undir erfiða hjarta- aðgerð. Á spítalanum var Skúli alltaf glaður og hress og vildi sem minnst úr veikindum sínum gera, aldrei sáust á honum nokkur merki kvíða. Aðgerðin tókst vel og var haft á orði við mig af hinum enska skurðlækni og hjúkrunar- konum, hvað þessi íslendingur væri æðrulaus og ákveðinn að láta sér batna, enda var Skúli strax eftir að hann hafði fótavist farinn að heimsækja aðra íslendinga sem til þess samstarfs er varið. Af málum, sem haft geta verulega þýðingu fyrir ísland, má nefna hugmynd um samnorræna prófun- armiðstöð fyrir hættuleg efni, rekstur sameiginlegrar upplýs- ingamiðstöðvar um vinnuvernd- armál og samstarf um námskeiða- hald fyrir sérfræðinga á þessu sviði. lágu á spítalanum og ræða við þá og hughreysta. Eftir að Skúli kom til íslands, komst ekkert annað að hjá honum, en að komast austur í Miðbæ og hjálpa til við búskapinn. Frændi minn vildi ekki sætta sig við örlög sín og svo mikill var starfsáhuginn og viljaþrekið, að ekki var slakað á við bústörfin, fyrr en hann lamaðist að mestu leyti árið 1976. Síðustu 4 árin, varð það hlutskipti Jónu að halda búinu gangandi ásamt dótturinni og hjúkra sjúkum eiginmanni sín- um. Ekki átti Skúli langt að sækja dugnað og kapp sitt við vinnu, því að Jón faðir hans var annálaður dugnaðarmaður, sem meðal ann- ars byggði upp Miðbæ á kreppuár- unum. Eftir að Skúli tók við búinu í Miðbæ 1954 að föður sínum látnum, kom vel í ljós hagsýni hans og verklagni við allar vélar og tæki sem notuð eru í nútíma búskap og nýtni og sparsemi heiðri höfð að gömlum og góð' sið og við fráfall hans er búu Miðbæ fjárhagslega traust. I lok þessarar greinar um r urbróður minn vil ég geta þes: Skúli hafði mikið yndi af ferðal •. um, þó ekki gæfist mikið tóm : ,1 þess frá bústörfunum og gleði hans var innileg er hann hitti ættingja sína eða vini við heim- sóknir þeirra í Miðbæ eða annars- staðar. Að síðustu votta ég konu hans og börnum samúð mína við fráfall Skúla og í huga mínum mun ég geyma ævilangt virðingu og þökk fyrir kynningu við fólkið í Miðbæ og dvölina þar. Þorfinnur Egilsson. Halldór Blöndal fund um vinnuverndarmálefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.