Morgunblaðið - 08.11.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
41
„Hef alltaf verið trú þeirri
erfiðu vinnu sem batikin er'*
+ „Ég hef aldrei teiknað silfurmuni fyrr, en var
svo heppin að fá jafn færan mann og Leif Kaldal
til að útfæra verkið og ég er mjög ánægð með
útkomuna," sagði Sigrún Jónsdóttir listakona í
stuttu spjalli við Mbl. Sigrún mun flestum að góðu
kunn fyrir batik-list sína, sem víða hefur farið og
hlotið viðurkenningar á alþjóðavettvangi, m.a. á
UNESCO-sýningu, sem haldin var í Monaco árið
1973. En Sigrúnu er fleira til lista lagt og nú síðast
er það silfurskjöldur á kórkápu, sem hún hefur
hannað að beiðni Sænska kirkjusambandsins, en
Leifur Kaldal síðan útfært, eins og áður sagði.
„Tildrögin voru þau,“ sagði Sigrún, „að árið 1978
hélt ég stóra sýningu í Galleri Helands í
Stokkhólmi og þar komu menn frá Sænska
kirkjusambandinu og pöntuðu hjá mér kórkápu,
sem átti að fara til Adolf Friðriks-kirkjunnar í
Stokkhólmi. Þegar ég hafði afhent kápuna, báðu
þessir sömu aðilar mig að gera uppdrátt að
krókapörum til að nota á kórkápu. Þar eð
silfursmíði hefur verið aðalsmerki íslensks hand-
verks, þá langaði mig til að fær maður tæki að sér
verkið og leitaði því til Leifs Kaldals, sem að
mínum dómi er einn bezti maður, sem við eigum á
þessu sviði. Skjöldurinn er kræktur að aftan, en
fellur saman í eina heild að framan. Hann er úr
ekta silfri með 24 karata gullhúð. Mynstrið táknar
trú, von og kærleik. Kórkápan sjálf er úr þykku,
handþrykktu, bómullarefni og síðan er handmálað
á hana með gulli og silfri. Hún er því ekki unnin
með batik-aðferð, því handþrykk er ekki sama og
batik. Það er mikill munur á slíkri aðferð og batik,
sem er afskaplega tímafrek og erfið listgrein, ég
treysti mér til að þrykkja hundrað kápur á meðan
ég geri eina í batik. Hlutirnir geta verið jafn
fallegir frá skreytingarlegu sjónarmiði, en það er
geysilega mikið atriði, að vinnuaðferðum sé gefið
rétt heiti. Það hefur viljað brenna við, að þessum
hlutum sé ruglað saman vegna ókunnugleika fólks
og allt kallað batik. En það er líkt og að leggja að
jöfnu vélsaumaða vöru og handunna," sagði
Sigrún. „Ég hef alltaf verið trú þeirri erfiðu vinnu
sem batikin útheimtir og því finnst mér mér bera
skylda til að varðveita þessa listgrein. Og ef ég ræð
ekki við handverkið. fæ ég aðra til að gera það
fyrir mig, sbr. silfurskjöldinn.
Sigrúnu barst fyrir skömmu gullpeningur frá
ítalskri listastofnun, sem viðurkenning fj rir unnin
störf. „Ég veit nú satt að segja ekki alveg, hvers
vegna þeir voru að senda mér þennan gullpening,“
sagði Sigrún, „því ég hef aldrei sýnt á Ítalíu, þótt
ég hafi að vísu fengið mörg tilboð um það. En ég
dvaldi um tíma á Italíu á vegum sænsks háskóla og
ég held, að sú dvöl hafi ýtt undir áhuga minn á
kirkjulegri skreytingarlist, sem hefur verið stór
hluti af starfi mínu. Mér finnst afskaplega gaman
að vinna þessi verk og eiginlega tengjast öll mín
viðfangsefni kristinni trú,“ sagði Sigrún Jónsdóttir
að lokum.
Sigrún Jónsdóttir í vinnustofu sinni. Á borðinu er silfurskjoldur-
inn. sem hún hannaði fyrir Adolf-Friðriks kirkjuna í Stokkhólmi.
en Leifur Kaldal smíðaði. ásamt vinnuteikningu. Sigrún heidur á
viðurkenningarskjaiinu og gullpeningnum. sem henni barst frá
Italíu nýverið.
félk í
fréttum
Samborgarar
hans söfnuðu
+ Oft má lesa í blöðunum fréttir af því að lögreglumenn í
stórborgum verði fyrir slysum af völdum ýmiskonar
vítisvéla. Þessi unga lögga, sem er lögreglumaður í London,
missti framan af vinstri handlegg í vor er ieið er sprengja
sprakk í hendi hans. Hann hafði ætlað að fjarlægja hana.
Þetta slys lögregluþjónsins unga, sem heitir Stephan
Hickling, vakti umtal og samúð meðal samborgara hans.
Það var efnt til fjáröflunar til hjálpar honum. Sú söfnun
var er síðast fréttist komin yfir rúmlega ísl. krónur 126
milljónir. Það er ekki langt síðan að AP-fréttaljósmyndari
tók þessa mynd af lögregluþjóninum utan við kirkju eina í
London. Hann og brúður hans eru að koma frá prestinum
eftir hjónavígsluna.
Ekki áhyggjur
af aukakílóum
+ Hin fræga kvikmyndaleik-
kona í Hollywood. Kathcrine
Hepburn, sagði frá því í sam-
tali við amcriskt húsmaðra
blað. að hún sé hinn mesti
sælkeri. borði kokur og kon-
fekt baki brotnu. enda hafi
hún engar áhyggjur af ein-
hverjum aukakílóum. Ég hef
aldrei verið talin fallega vax-
in. eins la-t ég það lönd og leið
þótt æskublóminn hafi dofn-
að. Leikkonan verður 71 árs i
þessum mánuði. Hún ba tti því
við: Ég var heldur aldrei talin
lagleg og engan kynþokka
hafa til að bera. a.m.k. að áliti
þeirra. sem framlciddu kvik-
myndir. Katherine býr nú í
New York. Þessi mynd af
leikkonunni er frá árinu 1940.
Móðir fagnar
sigri sonar
+ Hér faðmar Edna Seaga son sinn, Edward, eftir
kosningasigur hans í kosningunum suður á Jamaica-
eyju á dögunum. Þar beið þá ósigur Manley,
forsætisráðherra, sem er vinstri maður. Flokkur
Seaga heitir Verkamannaflokkur Jamaica og er það
flokkur hægri manna. Mikil ógnaröld hefur ríkt á
eyjunni allt þetta ár. Hafa 600 manns látið lífið í
pólitískum átökum, flestir í höfuðborginni Kingston.