Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
HÖGNI HREKKVÍSI
'0/7 1980
Mr.Naught Syad.. lac
5/NÍ> OCr'fó H'cLT. .„klbS&ftuOLW&el". "
... aó láta hana
hafa stærsta baö-
handklæðið.
TM Reo U S Pat Oft — all ríghts reserved
® 1979 Los Angeles Times Syndicate
Garnið var farið að rakna upp Kölkunin virðist fara dagversn-
mamma, sv« ég ákvað að vinda andi hjá honum. því hann bað
það upp! mín í gær!
COSPER
Þetta eru ofsaleKar gulrætur, sem þiö ræktið hérna!
Þróunarkenningin:
Stendur ennþá
í aðalatriðum
— þótt mörg hinna smærri
hafi verið afsönnuð
Birgir Finnsson skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Hinn 30. október síðastliðinn
skrifa tveir ungir piltar, Ha-
raldur Ólafsson og Finnur Lár-
usson, grein í þennan þátt um
skrif konu nokkurrar frá Akur-
eyri í þættinum hinn 23. októ-
ber. Því miður hef ég eigi lesið
þá grein, en af skrifum þeirra
félaga, HÓ og FL, get ég gert
mér nokkra mynd af innihaldi
hennar.
Hinn 4. nóvember síðastliðinn
skrifar hins vegar Reynir nokk-
ur Valdimarsson, læknir á
Akureyri, grein um skrif þeirra
félaga. Það var sú grein sem
fékk mig til að festa orð á blað
og senda þér.
Leita á mið
sannleikans
Reynir segir orðrétt í grein
sinni: „Vangaveltur þeirra verða
að eins konar niðurstöðum,
a.m.k. í þeirra litlu heilabúum
...“ Þetta tel ég frekar vera í
ætt við persónulegt skítkast en
frjálsar umræður um þetta um-
deilda mál. Látum Velvakanda
ekki verða að árásartæki ör-
fárra einstaklinga, heldur höld-
um honum eins og er: vettvangi
frjálsra umræðna. Auk þess tel
ég heldur hæpið að heilabú
þeirra félaga séu nokkru minni
en heilabú hr. Reynis Valdi-
marssonar. Það er frekar að því
sé á hinn veginn farið, vegna
þess að Reynir þessi heldur fast
við aldagamlar, úreltar skoðanir
afturhaldssamra bókstafstrúar-
manna, á meðan þessir tveir
ungu piltar leitast við að losna
undan fargi hjátrúar og aftur-
halds og leita á mið sannleikans.
Eða eins og þeir segja orðrétt í
grein sinni: „Sumir virðast enn-
þá lifa í miðaldamyrkri kirkj-
unnar, og taka gildar gagnrýnis-
og umhugsunarlaust skýringar
mörg þúsund ára gamals trúar-
rits fram yfir niðurstöður 2 alda
rannsókna hæfustu vísinda-
manna, sem ruddu braut frjálsr-
ar hugsunar."
Einfaldara að skýla
sér á bak við trúna
Fram hjá þessari staðreynd er
ekki hægt að ganga. Biblían var
skrifuð á meðan mannkynið var
ennþá mjög skammt komið á
braut þróunar og framfara.
Hvað vissu þessir hjarðmenn
um hina miklu leyndardóma
líffræðinnar, sem þróunarkenn-
ingin setti fram og seinni tíma
rannsóknir sönnuðu? Dýrin ein-
faldlega voru þarna, svo að
mannkynið hugsaði ekkert
meira um það. Hvað var svo
auðveldara en að áætla að ein-
hver almáttugur Guð hefði
skapað þau í þessari mynd, og
þau myndu halda henni um
aldir alda? Svona hugsuðu hja-
rðmennirnir og bændurnir fyrir
tvö þúsund árum. Svona hugsar
fólk eins og Reynir Valdimarss-
on og Sóley Jónsdóttir í dag.
Auðvitað er þægilegra og ein-
faldara að skýla sér á bak við
trúna en að setjast niður og
hugsa af vjrkilegri alvöru um
Höfundurinn
finnst ekki
Hver er höf-
undurinn?
Halld. Guðm. í Hafnarfirði
lýsti eftir höfundi kvæðis í
Velvakanda-dálkunum 25. októ-
ber. Hún sendi með fyrirspurn-
inni fyrra erindi kvæðisins, eins
og sést hér fyrir ofan, og bað um
framhaldið. Velvakanda hafa
borist nokkur svör um framhald-
ið, en enginn man hver höfund-
urinn er. Kvæði þetta var mikið
sungið á Önundarfirði karfa-
sumarið fræga við tangó-lag,
sem er gullfallegt eftir því sem
Velvakandi gat best heyrt, er
það var sungið fyrir hann í
símann. Nokkuð er á reiki hvern-
ig fólk man textann. Hér leggja
saman Jónína Ásbjarnardóttir á
Flateyri, Hjálmar Kristjánsson
frá Önundarfirði, Njáll Bjarna-
son á Akureyri og Ágústa Hjart-
ar í Reykjavík. Velvakandi setti
sig í rómantískar stellingar og
valdi úr tillögum sinna ágætu
símavina og tilskrifenda:
U knmdu kær. þegar vorblómin vakna.
æ. flyt þig nær út í laufskrýddan lund.
Ef þú ert fjær mun ég sumarsins sakna,
er sólin skær sendir geisla um grund.
í geislaglóð út við sólhjartan sæinn
ég syng þér ljóð um það sem hjartað
skilið fær.
Æ, komdu kær, til að fagna þvi fagra.
æ. flýt þér nær þegar vorharpan slær.
Ilalld. (lUAm. HaínarfirAI.
hrinKiii og hafði eftirfarandi aft
sejoa'
Viltu gera mér þann greifta aft
birta þennan part af ljofti meft
fyrirsðttn um aft fá seinni partinn
OK upplýsinxar um höfundinn.
Ljóðið byrjar svona:
6. komdu kær meðan vorblómin
vakna
ok vert mér nær út í lauf»rrænum
lund.
Ef þú ert fjær mun ég sumarsins
sakna.
er solin skær sendir geisla um
grund.
Með fyrirfram þakklæti "
Gjöf til allrar
þjóðarinnar
Fríða hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Hvernig má það
vera, að Listasafn íslands getur
neitað að taka við þessum 600
myndum, sem það fékk í dánar-
gjöf? Hefði ekki verið nær að taka
þeim með þökkum og dreifa þeim
um landið í alla þá skóla, spítala
og stofnanir sem eru víðast hvar
nánast með auða veggi. Þetta var
jú gjöf til allrar þjóðarinnar. Eða
er Listasafn íslands ekki eign
þjóðarinnar? Fólk getur haft gam-
an af að horfa á myndir, þó að þær
séu ekki eftir heimsfræga Iista-
menn.
„Aðstoð íslands við
þróunarlöndin44:
Nokkrar fyrirspurnir
L.Sv. hringdi og bað Velvak-
anda um að koma á framfæri
nokkrum fyrirspurnum vegna
„Aðstoðar Islands við þróunar-
löndin": — Hvers vegna var keypt
skip á fullu markaðsverði til að
senda til Grænhöfðaeyja, og síðan
settar í það 100—150 milljónir
króna vegna breytinga og tækja-
kaupa, en ekki leitað eftir tilboð-
um á almennum markaði? Mér er
kunnugt um að nefnd þeirri, sem
að þessum störfum vinnur, var
boðin aðstoð við leit að skipi á
almennum markaði. Nefndin tók
dræmt í þetta tilboð og hafnaði
því síðan. Hvers vegna? Skipa-