Morgunblaðið - 08.11.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
45
Þróunarkenningin:
Búin að „syngja
sitt síðasta“ hjá
vísindamönnum
- eins og hún var sett
fram i upphafi
Revnlr \ aldimarsson hrkn-
ir Akurryrl. skriíar.
„Ka'ri Vti. ikandi
Ljá mér óríitiö rúm i dálk-
um |>inimi — éjí skal vera
fáoróur
Tveir fulltrúar íslenzkrar
skólaæsku (lesandi ihuRÍ (taö)
lireitöa sér a ritvöll o* reyna
aó verja hiö óverjandi: þóun-
arkennin»;una. framsetta af
(’harles Oaruin I fræKri bók
árið 1859.
Þeir «aspra í unjfæðishætti
um vísbendini; um þróun. —
eðliíeira uii nátturuleua hluti.
eskimóa oj; neftro. Van^avelt-
ur |>eirra vorða að eins konar
niðurstoðum. a.m.k. i þeirra
litlu heilabúum: sæmilena
haldbær rok fyrir sannleiks-
ttildi nefndrar kennin»;ar.
Fullyrðingin
stendur óhögguð
Eins oií oft vill verða. þej;ar
rætt er við fjandmenn Skapar-
ans á þessu ákveðna sviði, er
aukaatriðum hampaö. aðal-
Reynir Valdimarsson.
atriði sleppt — Svo fór o%
fyrir þeim félögum F.L. og
H.Ó. Um aðalatriðið telja þeir
iÍK fkki þurfa að fjalla sér-
«‘akletta. ../o auðveldlÆza ^eta
peir ekki sloppið. Fuh.vrð
int; konu héðan fra Akureyri
stendur oHokkuö. Hún ritaði
svo nú nýlega: „Enn hefir
enffin sönnun fundist fyrir því,
að ein tegund hafi breyst í
aðra.“
þetta mál. Einnig biður Reynir
lesendur að íhuga að HÓ og FL
séu tveir fulltrúar íslenskrar
skólaæsku Ég kem ekki auga á
að aldur skipti neinu máli í
þessu sambandi. Vera má að
þeir félagar hafi ekki enn náð
þeim andlega þroska sem Reynir
telur sig kannski hafa, en mér
virðist augljóst af skrifum
þeirra að þeir hafi kynnt sér
þetta mál mjög ítarlega, jafnvel
enn betur en Reynir Valdi-
marsson.
Ólíkt rökrétt-
ari tilgáta
Einnig segir Reynir orðrétt í
grein sinni: „Eins og oft vill
verða, þegar rætt er við fjand-
menn Skaparans á þesssu sviði,
er aukaatriðum hampað, aðal-
atriði sleppt. — Svo fór fyrir
þeim félögum HÓ og FL. Um
aðalatriðið telja þeir sig ekki
þurfa að fjalla sérstaklega." Hér
tel ég að Reynir ætti að vara sig
og athuga sinn gang, því að hér
er hægt að snúa hans eigin
orðum upp á hann sjálfan. Hann
segir: „Þróunarkenningin er bú-
in að syngja sitt síðasta hjá
vísindamönnum — eins og hún
var sett fram í upphafi." Þetta
kallast að hampa aukaatriðum.
Að vísu eru mörg hinna smærri
atriða kenningar Darwins nú
afsönnuð, en hvernig er hægt að
ætlast til að vísindamenn þeirra
tíma, er störfuðu við mjög
frumstæð skilyrði, hafi getað
leyst leyndardóma lífsins jafn
auðveldlega og Reynir? í aðal-
atriðum stendur þróunarkenn-
ingin ennþá uppi. Að vísu er
hvorki hægt að sanna né af-
sanna hana, en hver einstakl-
ingur með heilbrigða hugsun
hlýtur að sjá að sú tilgáta, að
tegundirnar hafi þróast smátt
og smátt og aðlagað sig að
mismunandi aðstæðum, er ólíkt
rökréttari en sú kenning að
Skaparinn hafi myndað allt líf
úr tómu lofti.
Viljum haldbær-
ar sannanir
Reynir leggur þeim félögum
LÓ og FL það heilræði að þeir
skuli lesa Biblíuna, til að finna
„líf ykkar og björgun". Þetta tel
ég órökrétt, vegna þess að allir
túlka biblíuna mismunandi og
engir tveir skilja boðskap henn-
ar á sama hátt. Einnig segir
Reynir að „leikmenn hangi eitt-
hvað í henni (þróunarkenning-
unni) ennþá, sem til halds í
haldlausu guðleysi". Hvernig
getur hann dæmt skoðanir ann-
arra manna svo skammlaust án
þess að hafa kynnt sér þær?
Hvaða vald hefur hann til þess
að lýsa kenningar annarra þvað-
ur og haldlausa vitleysu ef að
samrýmast ekki hans eigin
skoðunum?
Svona undir lokin, þá telur
Reynir að þeir HÓ og FL reyni
„að verja hið óverjandi" (þ.e.
þróunarkenninguna). í staðinn
vil ég skora á Reyni að verja
tilveru Guðs. Og nú þýðir ekkert
að kalla á „tvö þúsund ára
gömul trúarrit" sér til hjálpar.
Því að við viljum haldbærar
sannanir og vísindalega fram-
sett rök.“
kaupin voru fengin í hendur
manni utan nefndarinnar og virt-
ist hún engu ráða um þau. Hvers
vegna? Einum manni var falið að
ráða bæði skipstjóra og vélstjóra í
störf, sem auglýst voru, en ekki
farið eftir reynslu manna við þessi
störf. Hvers vegna var þessu
hagað svo? Ennfremur langar mig
til að upplýst verði hvernig verk-
efnið gengur. Ég hef fengið fréttir
um að skipið sé alltaf bilað, engir
varahlutir séu til í það og menn
séu að hætta störfum af þessum
sökum. Hvað er hæft í þessu?
2Hot£imXiIaíiií>
fyrir 50 árum
„BALKAN hefur lengi verið
nefnt ófriðarhornið ... Marg-
ir búast við að enn hlossi upp
ófriður á Balkan og verði að
heimsstyrjöld ... Ludendorff
fyrrum yfirhershöfðingi Þjóð-
verja spáir að næsta styrjöld
og hennar ekki langt að bíða
— verði milli Frakklands og
Énglands og Pólverja öðru-
megin. Ungverjaland. Ítalía
og Rússland hinumegin og
inn í það stríð muni Austur-
ríkismenn flækjast með Rúss-
um. Þetta strið muni hefjast
út af deilum á Balkanskaga
og geti upptok þess orðið með
fráfalli Alhaniukonungs, seg-
ir þýzki hershöfðinginn ...“
- O -
„SAUÐNAUTIN 7 talsins,
komu með Lyru í gær. Ilefir
ríkisstjórnin keypt 5 þeirra
og verða þau flutt i dag
austur að Gunnarshplti. —
Ilin tvö hefir Ársæll Árnason
ofl. keypt. Þau verða flutt í
dag upp í Borgarnes og síðan
að Grund i Skorradal eg
sleppt þar.“
\Ý% r
wfFP
Mættum við fá
meira að heyra
Sigrún Björnsdóttir skrifar:
„Velvakandi góður!
Það er rétt að lofa það
sem vel er gert hjá útvarp-
inu, því að nóg er um
gagnrýni á því efni, sem
ekki fellur í smekk almenn-
ings. Leikþættirnir úr
„Leysingu“ Jóns Trausta
eru með því besta, sem
útvarpið hefur flutt að und-
anförnu.
Þættir þessir eru nvjög
vel unnir og spennan virð-
ist haldast frá upphafi til
enda. Margir af okkar
bestu leikurum koma þar
fram og leikstjórn og skiln-
ingur Benedikts Árnasonar
á verkinu er frábær. Mætt-
um við fá meira að heyra af
slíku ágætisefni í útvarp-
inu.“
Heiðmörk lok-
uð bílaumferð
HLIÐUNUM í Heiðmörk þ.e.a.s.
við Vífilsstaðahlíð, Strípsveg við
Ferðafélagsplan og Hjallabraut
hefur verið lokað og meðan svo er,
er bifreiðaumferð um Mörkina
takmörkuð. Hægt verður að aka
veginn um Rauðhóla framhjá
Jaðri upp eftir Heiðarvegi og eftir
Hraunslóð út hjá Silungapolli, eða
öfugt.
Vegirnir um Heiðmörk eru að-
eins gerðir fyrir sumarumferð, og
þola ekki umferð þann árstíma,
sem frost og þíðviðri skiptast á, og
er því nauðsynlegt að hlífa þeim
við bifreiðaumferð þar til frost er
að mestu leyti farið úr jörðu að
vori.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
vill þó benda fólki á að nota
Mörkina til gönguferða og annarr-
ar útivistar þrátt fyrir takmark-
aða bílaumferð yfir veturinn og
vill um leið vekja athygli á reglum
um umgengni á Heiðmörk, sem
nýlega hafa verið settar á helstu
aðkomuleiðum að Heiðmörk.
Nýkomið
Hringborð, stærö 110 cm + 55 cm stækkun. Borö
ávalt, stærö 95 x 95 cm + 40 cm stækkun. Efni:
Birki óiitaö eöa bæsaö brúnt.
Fjölbreytt úrval af
stólum. Verð á borði
og 4 stólum frá kr.
223.200
Sendum um
land allt
Opiö föstudaga til kl. 8.
Opiö laugardaga kl. 9—12.
Vörumarkaðurinn hf.
•ími 86117
(