Morgunblaðið - 08.11.1980, Side 46

Morgunblaðið - 08.11.1980, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Heimsmeistarar Vestur-Þjóóverja leika hér á landi HEIMSMEISTARARNIR í hand knattleik. Vestur-I>j<iðverjar, munu sækja Íslendintía heim nú i miðjum nóvemhermánuði og heyja 2 landsieiki, föstudaKÍnn 14. nóv. <>k sunnudaKÍnn 16. nóvember. Leikirnir Fyrri leikurinn verður föstudag- inn 14. nóv. og hefst kl. 20.00. Síðari leikurinn fer fram, sunnu- daginn 16. nóv. og hefst kl. 15.00. Báðir leikirnir fara fram í Laug- ardalshöll. Dómarar í leikjunum eru sænskir og heita Carl-Olov Nilson og Lars-Eric Jersmyr. Þeir félagar eru taldir með beztu handknatt- leiksdómurum í heiminum í dag og má m.a. geta þess að þeir dæmdu úrslitaleik Evrópumeist- ara keppninnar á sl. vetri. Miðaverð — íorsala Forsala á föstu'dag hefst í Laug- ardalshöll kl. 17.00 og sunnudag kl. 13.00 á sama stað. Þ^ munu verða seldir miðað á sunnudags- leikinn strax að leik loknum á föstudagskvöld fyir þá sem vilja tryggja sér miða á síðari leikinn. Miðaverð verður eins og hér segir: Sæti kr. 5.000.- Stæði kr. 4.000.- Börn kr. 1.000.- Ileiðursgestur Forsætisráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, mun verða heiðurs- gestur Hanknattleikssambandsins á leiknum á föstudagskvöld. Mun forsætisráðherra ganga fram á leikvöll og heilsa leikmönnum, stjórnendum liða og dómurum. Áhorfendur Hlutur áhorfenda gæti orðið mjög stór. Oft hafa íslenskir áhorfendur staðið vel við bakið á landsliðinu. Nú, þegar. í augsýn er sigur við sjálfa heimsmeistarana er óhætt að segja „að oft var þörf en nú er nauðsyn". Góður stuðn- ingur frá áhorfendum gæti hér haft úrslitaáhrif. Áfram ísland verður að bergmála langt, langt út fyrir Laugardalshöllina. Landsleikir íslands og heims- meistaranna Vestur-Þýskalands er einstakur íþróttaviðburður, sá stærsti og eftirtektarmesti á land- inu á yfirstandandi ári. Engin önnur íþróttagrein býður heims- meisturum sinnar íþróttar byrg- inn, með það fyrir augum að sigra þá. Það, að Þjóðerjar sjá ástæðu til að leggja á sig langt og kostnaðarsamt ferðalag til Islands sannar enn einu sinni, svart á hvítu, hve geysi mikillar virðingar íslenskur handknattleikur nýtur á erlendum vettvangi. Það er kunnugra en frá þarf að segja að fjárhagur HSÍ hefur verið mjög erfiður síðustu misser- in og því hefur HSI farið fram á það við borgarstjórann í Reykja- vík að hann hlutist til um að húsaleiga af framangreindum leikjum verði felld niður. Slík ákvörðun af hálfu ráðamanna Reykjavíkurborgar gæti orðið handknattleikssambandinu mikil lyftistöng. • Atvinnumennska í knattspyrnu er harður skóli og óvæginn. Harkan í leikjum er mikil og leikmenn meiðast því oít og illa. Á myndinni hér að ofan hefur Pétur meiðst og liggur óvígur á vellinum. 1 Lið Vestur-Þjóðverja LANDSLIÐ Vestur-Þj<>ðverja sem leikur hér í na*stu viku verður skipað eftirtoldum leikmönnum: Markverðir ’ Landsl. — Mörk Nieme.ver, Rainer 11.05.55 TSV GW Dankersen 40/ 1 Wöller, Klaus 23.04.56 TuS Nettelstedt 9/ Hecker, Stefan 16.04.59 TUSEM Essen 1/ Aðrir leikmenn Félag Spengler, Horst 10.02.50 TV Huttenberg 136/277 Ehret, Arno 11.12.53 TuS Hofweier 101/250 Freisler, Manfred 28.10.57 TV Grosswallstadt 62/117 Wunderlich, Erhard 14.12.56 VfL Gummersbach 51/134 Ohly, Harald 15.09.56 TV Huttenberg 42/ 67 Meisinger, Peter 16.12.54 TV Grosswaldstadt 36/ 66 Dammann, Frank 10.05.57 VfL Gummersbach 28/ 27 Voik, Klaus 03.07.57 TuS Hofweier 6/ 10 Gnau, Ulrich 02.04.57 TV Grosswallstadt 5/ 9 Springel, Thomas 15.05.59 TUSEM Essen 5/ 5 Damm, Winfried 20.04.56 SG Dietzenbach 2/ Anthuber, Matthias 24.01.59 TSV Milbertshofen / Gersch, Frank 13.03.61 LTV Wuppertal / Lommel, JÖrn-Uwe 21.02.58 SV Bayer 04 Leverk. / • Pétur Pétursson ásamt eigínkonu sinni Petrinu í heimsókn á ritstjórn Mbl. Pétur dvelur nú heima í fríi fram til 13. nóv. ásamt fjölskyldu sinni. Pétur óskar eftir því að verða settur á sölulista Hinn kunni og snjalli knatt- spyrnumaður Pétur Pétursson. sem leikur með Feyenoord er nú hér á landi í stuttu fríi. Eins og skýrt hefur verið frá. þurfti Pétur að ganga undir uppskurð <>g verður hann því frá keppni fram í miðjan febrúar. Pétur leit við á ritstjórn Mbl. ásamt eigin- konu sinni Petrínu, <>g ekki var annað að heyra á Pétri en að hann væri fullur bjartsýni á að eftir áramót yrði hann farinn að leika aftur á fullri ferð. Mbl. innti Pétur eftir því hvað tæki við er samningur hans við Feye- noord rynni út i maí í vor. — Ég óskaði eftir því að vera settur á Sölulista, mig langar að breyta til og leika knattspyrnu í einhverju öðru landi, fyrst og fremst knattspyrnulega séð. Mig langar fótboltalega séð að breyta til. Mig langar líka til að reyna að ná langt í einhverju öðru landi en Hollandi. Ég hef mikinn áhuga á að reyna fyrir mér á Italíu og á Spáni. En þegar ég óskaði eftir því að fara á sölulista var mér tjáð að ég væri alls ekki til sölu hjá félaginu. Samningur minn rennur hinsvegar út í maí og eins og málin standa í dag ætla ég að óska eftir sölu, þrátt fyrir að ég og kona mín kunnum ákaflega vel við okkur í Hollandi. Ef ég næ ekki fram sölu geri ég aðeins samning til eins árs í senn við Feyenoord. Ég er á góðum batavegi hvað meiðslin snertir, hef verið í með- ferð hjá góðum sjúkraþjálfara á Akranesi síðan ég kom heim. Þetta hefur verið góður tími, við hjónin höfum heimsótt vini og vandamenn og drukkið mikið kaffi. Það er alltaf jafn vinalegt og skemmtilegt að koma heim til Islands. En hinsvegar togar knattspyrnan í mann. Og óneitan- lega er það svekkjandi að geta ekki veriö á fullri ferð með liði sínu Feyenoord, og manni kitlar að komast í slaginn aftur á fullri ferð. Liði Feyenoord gengur allvel núna í deildinni. Ég hef ekki trú á því persónulega, að liði AZ’67 gangi svona vel eftir áramót liðið hlýtur að fara að missa flugið. Ég á von á því að ég verði farinn að leika með Feyenoord að nýju upp úr miðjum febrúar. Svo fram- arlega sem ég kemst i liðið aftur. Feyenoord komst áfram í Evrópu- keppninni. Sigruðu mótherja Fram — Hvidovre. Þannig að máske næ ég í næstu Evrópuleiki. Það er aldrei að vita. Þessi meiðsli sem ég á við að stríða eru mín fyrstu alvarlegu meiðslin sem ég hef hlotið á mínum fótboltaferli og ég hef fulla trú á að þau eigi eftir að gróa að fuliu, sagði Pétur Pétursson, þessi geðþekki og hóg- væri knattspyrnumaður sem gert hefur garðinn frægan í Evrópu og var meðal markahæstu leikmanna síðasta keppnistímabil. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Pétur verði kominn á fulla ferð á ný og þá þurfum við ekki lengi að bíða eftir því að hann fari að skora á nýjan leik, ef að líkum lætur. -þR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.