Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 23 ÁÐUR en Ronald Reagan fór í „útlegð“ sina sótti hann messu, ásamt konu sinni Nancy. Kirkjan var þéttsetin og forsetanum tilvonandi vel faKnað. Á myndinni er Reagan og Nancy með presti safnaðarins, séra Moomaw. Nánari samvinna Noregs og EBE Frá Jan Erik Laure. íréttaritara Mbl. í Osló, 12. nóvember. EBE í þjóðaratkvæða- greiðslu 1972. NORÐMENN «k Efna- hagsbandalag Evrópu hafa ákveðið að auka sam- skipti og tengsl sín, án þess þó að Norðmenn hug- leiði inngöngu í bandalag- ið. Ákvörðun þessi um aukin samskipti kemur i kjölfar heimsóknar Oddvars Nordlis til aðal- stöðva EBE. För Nordlis til aðalstöðva EBE í Bruss- el var fyrsta för norsks forsætisráðherra til aðal- stöðva EBE eftir að Norð- menn höfnuðu aðild að Sett verður á laggirnar nefnd skipuð norskum ráðherrum og framkvæmdastjórum EBE. Þegar Nordli var í Brussel ræddi hann við Roy Jenkins, framkvæmda- stjóra EBE og eftir viðræður sínar við Jenkins lagði Nordli áherzlu á þann ásetning norsku stjórnarinn- ar að auka samskipti og samvinnu Norðmanna og EBE. Nefndin sem sett var á laggirnar er hin fyrsta sinnar tegundar, sem EBE skipar. Nefndin mun koma árlega saman til funda — þá á vorin. Hún kemur saman í fyrsta sinn í Osló í vor. Roy Jenkins sagði við norska blaðamenn, að það væri ósk EBE, að Norðurlöndin og EBE treystu tengsi sín og ykju samskipti. Tyrkland: Málgagn vinstri- sinna bannað Istanhul. 12. nóv. — AP. IIERRÉTTUR í Tyrklandi ákvað í dag að hanna útgáfu daghlaðsins Cumhuriyet (Lýðveldið), sem er helsta málgagn , vinstri manna í landinu. Ástæðan er sögð sú, að blaðið hafi að undanförnu birt „tilhæfulausar fréttir" og svert minningu Kemal Ataturks, frelsishetju Tyrkja. Dagblaðið hefur að undanförnu gagnrýnt harðlega stefnu herfor- ingjastjórnarinnar í efnahagsmál- um og barist gegn skerðingu yfirvalda á réttindum launþega. Nýlega birtist grein í blaðinu þar sem hæðst var að meintum til- raunum hægri manna til að skipa sér á bekk með Ataturk, en hann frelsaði Tyrkland undan oki Ottoman-veldisins, sem hafði var- að í 600 ár. Cumhuriyet er fjórða dagblaðið, sem lokað hefur verið, síðan her- foringjastjórnin tók völdin í land- inu í byrjun septembermánaðar, en hún tók völdin eftir mikil pólitísk átök í landinu. Suarez í setningarræðu Madrid-fundarins: Mannréttindi og slök- un verða að fylgjast að Madrid. 12. nóv. — AP. ADOLFO Suarez, forsætis- ráðherra Spánar, sagði í setningarræðu Madrid- fundarins í dag, að ekki mætti undir neinum kring- umstæðum skilja að um- ræðu um mannréttindi og slökunarstefnu. Slökun og mannréttindi verða að haldast í hendur og um raunverulega slökun verð- ur ekki að ræða, nema grundvallarmannréttindi séu tryggð. Meðan Suarez hélt ræðu sína tók til starfa ný nefnd, sem skipuð hefur verið til þess að reyna að leysa níu vikna ágreining, sem staðið hefur um dagskrá fundar- ins. Sendinefndir Vesturlanda vilja, að nægjanlegur tími verði tekinn í umræðu um efndir aust- antjaldsríkjanna á mannréttinda- kafla Helsinkisáttmálans og um íhlutun Sovétmanna í Afganistan, en Rússar vilja ræða um slökun- arstefnu, án tillits til efnda í mannréttindum. Bandaríkjamenn kröfðust þess í upphafi undirbúningsviðræðn- anna, að fundurinn yrði ekki settur fyrr en dagskrá hans hefði verið ákveðin. Þótt fundurinn sé nú hafinn, virðist þó langt í land að samkomulag náist um umræð- ur um mannréttindi. Formaður sendinefndar Sovétríkjanna til- kynnti í dag, að „sendinefndin Adolf Suares. hefði aðeins umboð frá sínum yfirvöldum, til að ræða um aukna slökun". Bresnev sagði í ræðu í kvöld, að ekki yrði liðið, að þessi fundur um efndir Helsinki-sáttmálans yrði notaður til þess að koma á fram- færi „ómerkilegum áróðri“. Hann sagði að fulltrúar Sovétríkjanna á fundinum myndu hinsvegar beita sér fyrir að samningar næðust um áframhaldandi slökun, öryggi og frið í heiminum. Suarez hvatti fulltrúa hinna 35 ríkja, sem sitja fundinn, til þess að reyna af öllum mætti að ná samkomulagi um dagskrána og sagðist vona, að með sáttfýsi mætti yfirstíga þær deilur, sem svo mjög hafa einkennt undirbún- ingsfundina. ERLENT ..Ringulreiö og óvissa“ VONIR eru að gla'ðast um að samkomulag takist um skipu- lag fundarins, sagði Ólafur Egilsson, sem er i íslenzku sendinefndinni á Madrid-fund- inum um efndir Ilelsinki-sátt- málans. — Áður en fundurinn var settur í gær var allt í tvísýnu frám á síðustu stundu og margir töldu ósennilegt að hann yrði yfirleitt haldinn. Síðan náðist samkomulag um að setja fund- inn og í upphafi hans skyldu fulltrúar hinna 35 ríkja, sem aðild eiga að Helsinki-sáttmál- anum, flytja framsöguræður sín- ar, og er miðað við að þeim ræðuhöldum verði lokið á föstu- dagskvöld eða laugardagsmorg- un. Þótt þannig hafi tekizt að vinna tíma, svo hægt verði að semja um dagskrána að öðru leyti, ríkir hér samt nokkur ringulreið og óvissa um fram- haldið. Þótt erfiðlega gangi að koma í framkvæmd ýmsum mikilsverð- ustu þáttum Helsinki-samþykkt- arinnar eru engu að síður bundnar við hana helstu vonir- um hagstæða þróun á næstu árum. í samtalinu við Ólaf kom einnig fram, að utanríkisráð- herra Ólafur Jóhannesson, væri væntanlegur til Madrid á fimmtudag og ráð fyrir gert að hann flytti ræðu sína á föstu- daginn. Þetta gerðist 13. nóv. 1002 — Þúsundir Dana myrtir á Englandi að skipan konungs. 1511 — Hinrik VIII gengur í heil- aga bandalagið og hefur afskipti af evrópskum stjórnmálum. 1553 — Lafði Jane Gre.v og aðrir leidd fyrir rétt, ákærð fyrir land- ráð. 1781 — Bretar ná á sitt vald hollenzku byggðinni í Negatapan, Madras. 1893 — Bretar samþykkja innlim- un Swazilands í Transvaal. 1913 — Grikkir og Tyrkir undir- rita friðarsamning. 1916 — Orrustunni við Somme lýkur. 1918 — Austurríki lýst lýðveldi — Rússar rifta samningnum í Brest- Litovsk. 1942 — Bretar ná aftur Tobruk — Bandaríkjamenn hrinda árásum Japana á Guadalcanal. 1945 — Sukarno verður forseti Indónesíu. 1950 — Tíbet biður SÞ um aðstoð gegn kínverskri árás. 1961 — Kongó biður SÞ um aðstoð til að koma á reglu í Katanga. 1968 — Utanríkisráðherra Pak- istans, Ali Bhutto, handtekinn fyrir að æsa til stúdentaóeirða. 1975 — WHO tilkynnir að bólu- sótt hafi verið útrýmt í Asíu. 1977 — Sómalíustjórn rekur sov- ézka ráðunauta úr landi. 1979 — írönskum stúdentum í Bandaríkjunum skipað að gefa sig fram við yfirvöld innan 30 daga. Afmadi. Robert Louis Stevenson, skozkur rithöfundur (1850—1894). Andlát. 1093 Malcolm III Skota- konungur myrtur — 1460 Hinrik sæfari. Innlent. 1663 f. Árni Magnússon prófessor — 1762 f. Benedikt Gröndal (eldri) — 1812 f. Páll Melsteð — 1903 Alberti skipar Hannes Hafstein ráðherra íslands — 1958 Tilraun brezks herskips til að kafsigla „Þór“ mótmælt — 1962 Landssamband verzlunar- manna dæmt inn í ASÍ — 1963 Surtseyjargos hefst — 1970 Þjóð- leikhússtjóri gagnrýndur í sjón- varpi fyrir „Brúðkaup Fígarós“ — 1973 Alþingi samþykkir samkomulag um veiðar við Breta — 1906 f. Eysteinn Jónsson. Orð dagsins. Nagli er rekinn út með öðrum nagla — vani er sigraður með vana — Erasmus, hollenzkur fræðimaður (1466— 1536).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.