Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Svavar Guðnason í Listasafni íslands Fyrir þrem árum var sýning á verkum Svavars Guðnasonar í Bogasalnum. Það var falleg sýn- ing, sem samanstóð af myndum undir gleri, það er að segja: Vatnslitamyndir og krítarteikn- ingar eingöngu. Nú er Svavar enn kominn undir sama þak, en hæð- inni hærra í sali Listasafns Is- lands. Hann hefur komist á áttug- usta áratuginn, síðan hann sýndi síðast, og nú sýnir hann einnig olíumálverk ásamt vatnslita- og krítarverkum. Hér fær maður að sjá svolítinn þverskurð af ferli Svavars sem málara, og er það sannarlega mikill viðburður í allri þeirri meðalmennsku, sem hrjáð hefur myndlistarlífið hér á undan- förnum mánuðum. Nú gefst tæki- færi tii að nota orð eins og stórkostlegt, frábært, afbragð, lát- um snoturt og og þokkalegt eiga sig að sinni. Auðvitað er þessi sýning í til- efni af þeim tímamótum, að Svav- ar varð sjötúgur á seinasta ári. Hann hefur um langan aldur verið í forystu innan málarakúnstarinn- ar á Norðurlöndum, og hann er einnig víðkunnur fyrir list sína hjá þeim, er eitthvað vita um þróun mála á þessum vettvangi á tuttugustu öld. Svavar Guðnason er þekktastur fyrir þátttöku sína í COBRA-hreyfingunni, en þeirra félaga gætir enn, og það fer ekki milli mála, að sú hreyfing hefur ráðið miklu um alla framvindu myndlistar í víðri veröld allt til þessa dags. Það var mikið lán fyrir Svavar að verða innilokaður í Danmörku á hinu myrka tímabili seinni heimsstyrjaldarinnar, en hann kemur með sína fyrstu sýningu hingað heim árið 1945 að þeim hildarleik loknum. Það er ekki ætlun mín hér að rekja feril Svavars Guðnasonar, en það hefur Björn Th. gert að nokkru í hinni ágætu bók sinni um íslenska málaralist. Ég vísa til hennar og þess, er Halldór Laxness hefur ritað um list Svavars og Helgafell gaf út hér á árunum. En það væri holit fyrir suma af yngri mynd- listarspírunum að kynna sér feril þessa listamanns. Hver veit nema þeir gætu af því lærdóm dregið. Það eru 47 vatnslitar og krít- armyndir á sýningu Svavars í Listasafni Islands. Þar eru einnig þrír tugir olíumálverka. Þessi verk eru frá ýmsum tímum, og sumt hefur ekki komið fyrir sjónir almennings áður. Nefni ég þar á meðal nr. 1 og 11, „Bátarnir við Kvæsthusbrúna", olíumálverk frá 1934, mjög svo forvitnileg verk, er ég hafði mikla ánægju af að kynnast. En margar af olíumynd- um Svavars á þessari sýningu eru mér gamalkunnar, en engu að síður stórbrotið að sjá þær komn- ar á einn stað. Mest af öðrum verkum á þessari sýningu held ég, að maður hafi ekki áður séð. Þar er að finna stórkostleg verk, sem bókstaflega ljóma í ferskleika sínum. Þarna er einnig lítil aquar- ella, sem Svavar gerir tíu ára snáði austur á Höfn. Ótrúlega upplifuð og lifandi mynd. Það er enginn vafi um eðli þessa snáða. Lítil mynd, er Svavar nefnir „Kubbar“, fór sérlega í mig, og flestar þessara mynda gerðu það, ef satt skal segja. Ég held, að Svavari hafi tekist einkar vel að velja á þessa sýningu og uppsetn- ing öll er með ágætum. Ég fer ekki út í neinar frekari upptalningar hér, en nota heldur tækifærið til að kynna, hve stórkostlegur mál- ari Svavar Guðnason er. Hann hefur þann eld, er til þarf, svo að listaverk verði úr myndgerð. Hann er mikið náttúrubarn með sterkar Kubbar iQWJMiH in ngMipii iri 11 ii Birnudalstindar sveiflur í hug og hendi. Verk hans tala skýrri og sterkri tungu, sem myndast af samhljómum litar og forms. Það, sem er hans sterkasta hlið að mínum dómi, er hugrekki í litbyggingu frekar en einbeitni í meðferð myndflatar. Hann er fyrst og fremst norrænn express- ionisti, sem á heima í flokki með Nolde og Jorn. Hann er hið hrjúfa Manneskjuleg saga ljúfs listamanns Jóhannes Heigi: Sigfús Halldórsson opnar hug sinn Skuggsjá 1980 Sigfús Halldórsson er fjölhæfur listamaður og auk þess þekktur Ijúflingsmaður, um það þarf ekki að fara mörgum orðum. Því er nánast óhugsandi annað en bók þar sem hann segir frá lífi sínu verði á annan veg. Sú er líka raunin. Þetta er fjarska aðgengi- leg og læsileg bók, þrungin gleði og jákvæðri afstöðu listamannsins til manna og málefna. Hann segir frá námi sínu erlendis á óvenju- lega hugþekkan máta; fáum hefði verið lagið öðrum að koma því svo til skila að það hljómaði eins og hlýleg frásögn og ekki kallagrobb, því að víst hefur Sigfús víða komið við og víða fengið viðurkenningu fyrir annað en bara „Litlu flug- una“ sem ég held að sé raunar varla minnzt á í bókinni. Jóhannes Helgi segir um bók- ina: „Saga þessi er ekki sagnfræði. Hún er sögð höfundi eins og sögumaður mundi hana réttasta. Úrvinnslan og stílfærslan er höf- undar og á hans ábyrgð.“ Jóhannes Helgi hefur áður sent frá sér bækur sem hann ritar eftir öðrum, mér er löngum mest í hug bókin, sem hann skrifaði um Jón Engilberts fyrir næstum tuttugu árum, síðari slíkar bækur hans Bókmenntlr eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur hef ég því miður ekki haff tæki- færi til að kynna mér. En Jóhann- es Helgi má vera einkar dús við „Sigfús Halldórsson opnar hug sinn“. Með höfundi og sögumanni hefur tekizt augljóst trúnaðar- samband og gagnkvæmur vilji til að gera bókina vel úr garði. Þetta er ekki stórbrotið bók- menntalegt snilldarverk. En þetta er manneskjuleg bók, sem segir frá ferli óvenjulega fjölgáfaðs og elskulegs listamanns, sem jafnan sýnir auðmýkt gagnvart listsköp- un sinni og umfram allt náunga- kærleika og að slíkri bók er hreint ekki svo lítill fengur. Bókin er 151 bls. að lengd og síðan eru allmargar myndasíður sem auka á gildi hennar. Hins vegar hefði ekki sakað að birta nafnaskrá einnig. Bókmenntir eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON Guðbergur Bergsson: SAGAN AF ARA FRÓÐASYNI OG IIUGBORGU KONU IIANS 137 bls. Mál og menning Á bókarkápu þessarar nýjustu skáldsögu Guðbergs Bergssonar segir meðal annars að hún sé skrifuð í „ærsla- og fjarstæðustíl". Guðbergur Bergsson Nú aka hetjur um Þetta er rétt. Stíllinn á bókinni minnir þannig nokkuð á suður- amerískar skáldsögur, eins og „Hundrað ára einsemd", þar sem skilin milli veruleika og ímyndun- ar eru afar óljós. Þessi stíll er ansi vandmeðfarinn, og stöðug hætta er á, að úr sögum af þessu tagi verði innihaldslítil della. Sú þótti mér og vera raunin á um þessa sögu framan af, þar sem sagan snýst einkum um tvo smástráka, Ola og Ara Arason (Fróðasonar). En þegar líða tók á söguna og svið hennar færðist yfir í heim hinna fullorðnu, Ara Fróðasonar og Hugborgar auk Helga og Ingu, foreldra Óla, fannst mér verða breyting á og eftir að hafa gengið treglega að halda mér vakandi yfir fyrsta hlutanum las ég nú það sem eftir var í einni lotu, mér til verulegrar skemmtunar. Ég sé ekki ástæðu til að rekja hér söguþráð bókarinnar, en af eftirfarandi má þó ráða nokkuð þar um: Ari Fróðason er ístru- vambi sem rekur fyrirtæki sem er athausnum og heldur við Ingu á neðri hæðinni. Hugborg er alki af fínum ættum sem einkum heldur til úti í bílskúr og iðkar þar drykkju ásamt Helga eiginmanni Ingu. Ari Fróðason er aðalpersóna sögunnar og sú þeirra sem að mínum dómi er langbest og skýr- ast upp dregin. Hann er að ýmsu leyti samnefnari fyrir nútíma íslendinga. í honum eru þannig saman komnir ýmsir eiginleikar sem telja má með þjóðareinkenn- um mörlanda. Hann er undarlegt samband af höfðingja og bragða- ref og hefur sérstakt yndi af að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.