Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Langtímaáætlanir um orkubúskap þjóðarinnar FIMM þingmenn Sjálfstæðisílokks (Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, Egill Jónsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur Karlsson og Salome Þorkelsdóttir) hafa lagt fram viðamikil frumvörp til laga um orkumál og Jarðboranir ríkisins. Frumvarp til orkulaga felur í sér margháttuð nýmæli sem varða orkulindir landsins, eðli þeirra og skilyrði til hagnýt- ingar; skipulag orkuvinnslunnar og dreifingu hennar og loks varðandi hlutverk og skipulag Orkustofnunar og Orkuráðs. Frumvarpið um Jarðboranir ríkisins felur það i sér að þessi núverandi deild í Orkustofnun verði sjálfstæð. lúti sérstökum framkvæmdastjóra og fái starfsreglur með hliðsjón af þvi, að hér er um verktaka að ræða. Sjálfstæðis- menn flytja frumvarp að orkulögum og annað um Jarðboranir ríkisins hlutafyrirtækjum eða sveitarfélög- um verði gert kleift að taka við eignum Rafmagnsveitna ríkisins í viðkomandi landshiuta. Starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins getur hvergi orðið lögð niður, nema þar sem tryggt er að fyrir hendi sé annar aðili fær um að halda uppi þeirri þjónustu, sem um er að ræða. Þess vegna verður þetta fyrirtæki ekki lagt niður í einum áfanga, heldur smám saman, eftir því sem aðstæður leyfa. Þá eru ákvæði um ráðstöfun og afhendingu og á þeim 132 kV stofnlínum, sem ríkið hefur látið byggja. Lagt er til, að þessar stofnanir verði í eigu Landsvirkjun- ar. Þá er og gert ráð fyrir að skilmálar um afhendingu þessara eigna verði við það miðaðir, að unnt sé að selja raforku frá stofnlínu- kerfinu samkvæmt einni gjaldskrá. Þó að uppistaða sumra kafla í þessu frumvarpi, sem hér er lagt fram, sé úr orkulögum nr. 58 frá 29. apríl 1967, er þar um veigamiklar breytingar að ræða. Þannig er I. kafli frumvarpsins, sem kveður á um stefnumótun, algjört nýmæli. Veigamiklar breytingar eru og í II., III. og IV. kafla frumvarpsins, sem Hagkvæmni í fram- kvæmdum og rekstri í greinargerð segir m.a.: Það hefur verið hlutverk Orku- stofnunar að annast þann þátt orkumálanna, sem við kemur rann- sóknum og skyldum viðfangsefnum. Verður að telja grundvallaratriði í framkvæmd orkumálanna, að þau verkefni, sem Orkustofnun er falið að sjá um, fari vel úr hendi. Hér er því mest um vert að Orkustofnun hafi sem best tök á að gegna sínu mikilvæga hlutverki. Þær tillögur, sem varða Orkustofnun, miða því í meginatriðum að því að • 1. styrkja stjórnun stofnunar- innar; • 2. hnitmiða verksvið stofnunar- innar við rannsóknir á orku- lindum landsins. áætian- agorð um orkuhúskapinn og aðstoð og ráðgjöf um stefnu- mótun i orkumálum; • 3. efla áhrifavald stofnunarinn- ar og þátt hennar í heildar- stjórn orkumálanna. Með tilliti til þessa er lagt til að Orkustofnun sé fengin þingkjörin stjórn á þann veg, að Orkuráði sé ætlað það verkefni auk þess að hafa með höndum stjórn OrkUsjóðs svo sem nú er. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sú starfsemi, sem nú heyrir undir Orkustofnun í einu eða öðru formi, en varðar ekki meginhlut- verk stofnunarinnar, verði fengin öðrum aðilum í hendur. Hins vegar er Orkustofnun fengið í hendur veigamikið verkefni við gerð orkumálaáætlunar, sem lagt er til að lögð sé fyrir Alþingi og gegna á mikiivægu hlutverki við stefnumót- un í orkumálum. Tillögur frumvarpsins, sem varða orkuvinnslu og orkudreifingu, hafa það meginmarkmið, að komið verði við mestri hagkvæmni í fram- kvæmdum og rekstri í orkubúskap þjóðarinnar. Tilgangurinn með því er að stuðla að sem bestri hagnýt- ingu orkulinda landsins, svo að fullnægt verði orkuþörf með inn- lendum orkugjöfum og við sem lægstu og jöfnustu orkuverði um allt land. Varðar mestu að skipulag raforkuvinnslunnar sé miðað að þessum markmiðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að meginraforkuvinnslan verði á hendi eins fyrirtækis, þar sem er Lands- virkjun. Jafnframt er svo ráð fyrir gert, að sjálfstæð orkufyrirtæki í hinum einstöku landshlutum geti einnig annast orkuvinnslu, eftir því sem efni standa til. Heildarstjórn raforkuvinnslunn- ar er komið á fót í formi samvinnu, sem fyrirtækjunum, er hafa á hendi orkuvinnslu, er gert að hafa. Sam- vinna þessi lýtur að skipulegri yfirstjórn, er varðar byggingu orkuvera og samrekstur þeirra. Reglur um þetta efni mótast mjög af þeirri sérstöðu Landsvirkjunar að bera ægishjálm yfir öll orku- vinnslufyrirtæki landsins. Er og staða Landsvirkjunar mjög efld frá því, sem verið hefur, með því að henni er ætlað að gegna aðalhlut- verki í yfirstjórn raforkuvinnslunn- ar, svo sem fram kemur í reglunum um 1. skipun Samvirkjunarráðs. 2. eignaraðild að stofnlínum og 3. samrckstur orkuveranna. Samkvæmt frumvarpinu er reiknað með að fyrirtæki sveitarfé- laga eða sameignarfélög ríkisins og viðkomandi sveitarfélaga hafi á hendi raforkudreifingu og rekstur hitaveitna hvert í sínu umdæmi. Er þá gert ráð fyrir að þessi lands- hlutafyrirtæki geti einnig annast raforkuvinnslu. í frumvarpinu er ekki að finna ákvæði um skipulag eða form landshlutafyrirtækja né heldur um að þau skuli sett á fót. Leiðir það af eðli málsins. Þátttaka sveitarfélaga í landshlutafyrirtækjum þýðir að þau verða ekki stofnuð nema að vilja þeirra. Enn fremur hljóta viðkomandi sveitarfélög að hafa um það að segja, hvernig fer um eignaraðild, hlutverk, stjórnun og almenna uppbyggingu hvers lands- hlutafyrirtækis. Slík fyrirtæki geta því orðið með mismunandi móti eftir aðstæðum og viðhorfum í hinum einstöku landshlutum. Þess vegna er ekki unnt að setja almenn ákvæði í lög, sem kveða á um þessi efni. Það ber og að hafa í huga, að hvert landshlutafyrirtæki fyrir sig hlýtur að vera stofnað með sérlög- um.“ Landshlutafyrir- tæki taki við Gert er ráð fyrir að Rafmagns- veitur ríkisins verði lagðar niður jafnóðum og aðstæður leyfa. Leiðir þetta af því, að rétt þykir, svo sem áður greinir, að landshlutafyrir- tæki hafi á hendi raforkudreifing- una. Verður þá ekki ástæða til að halda áfram rekstri Rafmagns- veitna ríkisins til orkuvinnslu, þar sem önnur orkufyrirtæki með aðild ríkisins verði fær um slíkt. Með tilliti til þessa er ríkisstjórninni veitt heimild til að láta af hendi eignir Rafmagnsveitna ríkisins til annarra orkufyrirtækja í landinu með þeim skilmálum, sem um semst. Framkvæmd þessa fer fyrst og fremst eftir því, hvort lands- fjalla um Orkuráð og orkumála- stjóra, Orkustofnun og Orkusjóð. Þá er um nýsmíði að ræða þar sem er V. kafli frumvarpsins, sem kveð- ur á um orkuveitur. Þó er þar ekki um veigamiklar efnisbreytingar að ræða. En í þessum kafla frum- varpsins eru samræmd og felld saman ákvæði um héraðsveitur og hitaveitur sem er að finna í IV. og V. kafla gildandi laga. í VI. kafla er um að ræða nýmæli, er varða skipulag orkuvinnslunnar. Þá er VII. kafli frumvarpsins nýmæli um skipulag orkudreifingar. Almennu ákvæðin í VIII. kafla eru aftur á móti hliðstæð og samsvarandi ákvæði í gildandi lögum. í frumvarpi þessu er ekki að finna þá kafla í gildandi lögum, sem fjalla um vinnslu jarðhita og vernd- un jarðhitasvæða, jarðhitavirkja og eftirlit með þeim. Samkvæmt frum- varpi þessu er lagt til að orkulög nr. 58 frá 29. apríl 1967 falli úr gildi, en þó ekki III. og VII. kafli laganna sem um þetta fjalla. Þykir betur fara á að hafa sérlög um þessi efni en ákvæði um þau í almennum orkulögum. I þessu frumvarpi er ekki að finna ákvæði um Rafmagnsveitur ríkisins nema sem varða afhend- ingu á raforkuverum og dreifikerfi fyrirtækisins. Með því að gert er ráð fyrir að starfsemi Rafmagns- veitna ríkisins verði lögð niður eftir því sem aðstæður leyfa, þykir ekki ástæða til að breyta gildandi lögum um það fyrirtæki. Samkvæmt frumvarpi þessu heldur því IX. kafli orkulaganna frá 1967 um Rafmagnsveitur ríkisins gildi sínu. í frumvarpi þessu er ekki heldur að finna ákvæði, sem varða Jarð- boranir ríkisins og samsvara VIII. kafla núgildandi orkulaga. Er gert ráð fyrir að Jarðboranir ríkisins verði teknar undan rekstrarstjórn Orkustofnunar. Samhliða þessu frumvarpi er því flutt sérstakt frumvarp um Jarðboranir ríkisins, er felur í sér þær breytingar sem af þessu leiðir. Þykir betur fara á því að hafa sérlög um þessi efni heldur en að kveða á um þau í almennum orkulögum." Meginbreytingar og nýmæli frumvarpsins Meginbreytingar og nýmæli, sem felast í frumvarpi þessu, eru eftir- farandi: • 1. Langtimaáætlun skal gerð um orkubúskap þjóðarinnar, til tíu ára hið minnsta, og skal leggja árlega fyrir Alþingi skýrslu um framvindu áætl- unarinnar. (> 2. Eigendur raforkuvera skulu koma á fót Samvirkjunarráði er fari með heildarstjórn raf- orkuvinnslunnar. 11 3. Gert er ráð fyrir að Lands- virkjun hafi á hendi orku- vinnslu, þar sem landshluta- fyrirtæki koma ekki til greina, en landshlutafyrir- tæki geti hvert á sínu veitu- svæði reist og rekið orkuver. • 4. Heimilt verði að afhenda raf- orkuver og dreifikerfi Raf- magnsveitna ríkisins til ann- arra orkufyrirtækja. • 5. Heimilt verði að fela Lands- virkjun eignarráð á þeim stofnlínum sem ríkið hefur þegar látið byggja, þ.e. Norð- urlínu, Austurlínu og Vestur- línu. • 6. Gjaldskrá fyrir raforkusölu verði hin sama á öllum útsölustöðum stofnlínukerfis- ins. • 7. Orkuráð skal skipa sjö mönnum í stað fimm, sem verið hafa og sjö vara- mönnum, sem engir hafa ver- ið. • 8. Orkuráð skal hafa á hendi stjórn Orkustofnunar auk Orkusjóðs. • 9. Jarðboranir ríkisins eru tekn- ar undan rekstrarstjórn Orkustofnunar. •10. Orkustofnun er leyst undan því hlutverki að annast hag- nýtar jarðfræðilegar kannan- ir, m.a. vegna neysluvatns- leitar. •11. Tækninefnd Orkustofnunar er lögð niður. •12. Orkustofnun er falið sérstak- lega að vinna að orkusparnaði. sparnaði. •13. Orkustofnun er falið sérstak- lega að uppfræða almenning um orkumál. •14. Orkusjóður verði efldur eftir því sem með þarf til að tryRRja framkvæmd orku- málaáætlunar. •15. Orkusjóði er fengin almenn heimild til að veita orkuveit- um lán til hitaveitufram- kvæmda. •16. Orkusjóði er heimilað að veita einstaklingum lán til hita- veituframkvæmda. •17. Orkuráð tekur ákvarðanir um lánveitingar úr Orkusjóði í stað tillögugerðar til ráð- herra. •18. Rýmkaðar eru heimildir til að reisa raforkuver án leyfis stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.