Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Jón Helgason Sel- fossi - Minning Fæddur 13. júní 190fi. Dáinn 13. september 1980. Tryggvagatan er eitt nafn af þremur á Selfossi, af sörau rót sprottið, af sömu grein og raunar Selfossstaður allur til orðinn fyrir brúna, það góða verk, sem vel á skilið þá virðingu og heiðrun sem því hefur verið veitt með nafninu á skrautgarði staðarins, Tryggva- garði, og þekktasta nafnið, Tryggvaskáli, sem var beinlínis afkvæmi verkframkvæmdarinnar, brúarbyggingarinnar, upphaflega byggður sem vinnuskúr og efnis- geymsla, það mér er tjáð. Víst hefur þessi brúarbygging verið mikil manndómsfram- kvæmd þess tíma og vel maklegt að heiðra ávallt þau menningar- spor, sem til eftirbreytni eru. Þetta spor og önnur slík, sem fyrir allra augum eru, leynast ekki, en margt einstaklingsafrekið sem vel væri maklegt viðurkenn- ingar, gleymist í sínu yfirlætis- leysi. Spor eru þó stigin í þá átt upp á síðkastið t.d. með viðurkenningum garða, lóða og götuhirðinga og slíkt. Ef sá háttur hefði verið upptek- inn á Selfossi, að viðurkenna og verðlauna frágang og eigin vinnu og umgang einkaíbúðarhúsa, er tæpast vafi á að Jón Helgason hefði ekki gleymst, þótt hann hefði aldrei brugðið út af hlé- drægni sinni, aldrei hrópað sjálfur um verk sín. Ef farið væri að veita viðurkenningar og verðlaun fyrir háttprýði heimila, t.d. fyrir að hjónin og börnin hefðu engu spillt með áfengi eða tóbaki svo og svo lengi eða alla tíð, verið þannig til fyrirmyndar og þjóðhollustu, hefði þá ekki verið litið til Tryggvagötu 2. Það er svolítið skrítin tilviljun, að ég skyldi eignast hús við Tryggvagötu, er bæri eiginlega heiti hálfs nafns míns, Þórshamar. I annarri íbúð- inni bjuggu ung hjón, Jón Helga- son og Halldóra Bjarnadóttir, en fluttu litlu síðar í sitt eigin hús, er þau voru að ljúka við að byggja litlu neðar í götunni. Ekki hafði ég heyrt um það getið að Jón hefði stundað neitt iðnnám, en sá þó ekki annað en verkið gengi vel fram undan hans eigin höndum, þótt mest hafi það þó líklega verið í aukavinnu gert þar sem hann var fastamaður + Móðir mín, KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Bragagötu 33A, andaöist 28. október s.l. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Sigurgeir S. Eyvindsson. Elskuleg systir mín og mágkona, GUDRÚN A. DELLMAN, lést 12. nóvember aö hemili sínu 35 Radon Mews, London. Ólöf Guömundsdóttir, Andrés Bjarnason, gullsmiður. + BJÖRG JÓNSDÓTTIR, frá Akureyri, síöast til heimilis aö Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, lézt á Landakotsspítala 10. nóvember sl. Vinir hinnar látnu. + Bróöir okkar, BJARNI EYJOLFUR MARTEINSSON, sem lést á Hrafnistu 6. nóvember, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, mánudaginn 17. nóvember kl. 2. Systkini hins látna. + Faöir minn og tengdafaðir, EINAR SIGMUNDSSON, frá Hamraendum, til heimilis aö Barmahlíö 37, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Þorsteinn Einarsson, Halldóra Hálfdánardóttir. Útför, RÚDÓLFS SÆBÝ, fer fram frá Siglufjaröarkirkju þriöjudaginn 18. nóvember kl. 2 e.h. Blóm og kransar eru afþökkuó, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Kvenfélagiö Von, Elliheimilissjóö. Fyrir hönd vandamanna. Björn Grétar Ólafsson, Þóra Jónsdóttir, Ólafur Matthíasson, Elsa Baldursdóttir. Minning: Kaupfélagsins. Ekki var það sjaldgæf sjón að sjá hann taka handtak við húsið um leið og hann kom á lóðina. Einum sem oft horfði á, varð eitt sinn að orði: „Hann á svo sannarlega húsið þegar hann er búinn með það.“ Þar voru og fjórar hendur að verki, samhent voru þau hjón sjáanlega. Hvorki er ætlan mín né geta að rekja hér ætt og uppruna Jóns Helgasonar, þótt ég drepi hér á það, sem fyrir augu mtn og minna bar og minnist kynningar okkar við þau hjón. Ég ætla rétt vera, að Jón hafi verið fæddur að Súlu- holtshjáleigu í Villingaholts- hreppi 13. júní 1906. Kornungur hef ég heyrt að hann hafi verið er faðir hans drukknaði, en notið síðar vel góðs stjúpa, enda senni- lega ekki til kala unnið, eftir því er manni virtist ávallt öll fram- koma hans. Þótt hlédrægan muni hafa mátt telja hann, átti hann skin ljúfrar gamansemi í lausu máli og stuðl- uðu ef því var að skipta og kunni vel með að fara. Jafnvel hefur hann verið elsti starfsmaður Kaupfélags Árnes- inga nú á 5. áratugnum, fyrst sem bílstjóri og síðar til hvers þess verks er hagar hendur þurfti til. Slíkir menn, sem vinna líka hvert verk eins og þeir væru að vinna fyrir sjálfan sig, eru hverju fyrir- tæki ómetanlegir, ekki síst, ef þeir hafa þá samvinnuhæfileika að aðrir laðist að þeim og notist að þjálfun þeirra og verkhæfni, en svo hefur mér heyrst að verið hafi um Jón og muni nú margir sakna hans svo óvænt burtkölluðum. Hversu miklu meira, sárari og dýpri sökuður svo mikils heimilis- föður sem hann var, hjá konu hans, börnum og barnabörnum og öðru skylduliði. Einnig hreyfir þetta við bróður- hug mínum og konu minnar, Unu Pétursdóttur, þar sem kona Jóns, Halldóra Bjarnadóttir frá Önd- verðarnesi var með Unu í stjórn Kvenfélagsins og okkur í stúkunni Brúnni, heill og sannur félagi í öllu reglustarfinu. Megi bróðurhugur okkar og annarra mýkja syrgjendanna sár og hamingjuminningar hins liðna strá ylgeislum á veginn. Ingþór Sigurbjs. Ólafur Sigurjóns- son Dvergasteini Fæddur 31. júlí 189fi. Dáinn 2. nóvembcr 1980. Aldinn samferðamaður hverfur af sviði og kveður. Farsæll þegn, sem var hvers manns hugljúfi, vildi allra götu greiða; að slíkum manni er ævin- lega sjónarsviptir. Ólafur í Dvergasteini var einn þessara traustu og greindu al- þýðumanna, sem hvarvetna létu gott af sér leiða og urðu samferða- mönnum minnisstæðir fyrir verk sín og viðmót allt. Frá bernskudögum er mynd Ólafs skýr í hugskoti mínu, hann var þá í því starfi, sem hann gegndi lengst, sem afgreiðslumað- ur í Kaupfélagi Héraðsbúa, en hvergi mun það ofsagt, að því starfi gegndi hann einstaklega vel og naut vinsælda allra, sem við- skipti áttu við hann. Hversu mjög sem ég kveið fyrir kaupstaðarferðunum í þá daga í allri minni óframfærni, þá var ég ævinlega hinn léttstígasti og boru- brattasti þegar ég kom í pakkhús- ið, þar sem Olafur réði ríkjum. Þar sveif andi lipurðar og ljúf- mennsku yfir vötnum, með spaugsyrði á vör var að verki hverju gengið, þó öll væri aðstað- an erfið. Fyrst og síðast. skyldi það vera boðorðið að gera allt sem unnt væri fyrir alla og sem allra fljótast. Það var aðalsmerki hans í erilsömu starfi og það var ekki amalegt fyrir auman drengstaula að vera allt í einu orðinn sem fullgildur viðskiptavinur, og þó fyrst og fremst að vera mætt af þeim hjartans hlýleik og þeirri alúðarríku nærgætni, sem Ólafi var svo lagin og eðlisbundin. E.t.v. segir þessi litla lýsing frá liðinni tíð meira en margt annað um mannkostamanninn Óiaf frá Dvergasteini. Hann var bæði harðduglegur og sérlega glöggur maður og það voru kostir sem komu sér vel í starfinu. En lundin létt og vinhlýtt við- mót voru þó öðru fremur þeir eðlisþættir sem ævinlega mættu okkur í öllu hans dagfari. Ólafur var félagslyndur maður og lífsgleðin átti ríkt rúm í hjarta hans til hinztu stundar. Stefanía Hansína Söebech — Kveðjuorð Þegar sumarið var að kveðja, laufin og blómin fölnuð þá skein sól um vetrardal. Föstudagionn 31. okt. var kvödd í Dómkirkjunni Stefanía Söbech. Með fáum orðum langar mig til að minnast þessarar gáfuðu konu. Hún giftist 11. júlí 1931 Hallbirni Jónssyni frá Vattarnesi Barða- strandasýslu. Eignuðust þau einn son Karl Friðrik. Hugur minn reikar á Barónstíg- inn á heimili þeirra áður fyrr. Þá var hún útivinnandi í prent- smiðju. Mjög gestsamt var á heimilinu eins og alltaf. Þegar hún kom heim eftir önn dagsins, tók hún á móti gestunum ljúf í lund og ekki lá hún á liði sínu með gamanyrði. Gestrisni þeirra var með eindæmum. Á Vattarnesi áttu hjónin jörð, þar voru þau drottning og kóngur í ríki sínu. Þessir náttúruunnendur sem elsk- uðu hvort annað fölskvalaust nutu þess að dvelja sumarlangt á þess- um sælureit. Kjarkur hennar og starfsþrek var óbilandi. Þessi stórbrotna kona gekk ekki heil til skógar, þó var hún stælt, hraust, ávallt gefandi lífsgleði. Augu hennar voru ekki sjáandi síðustu árin, þó spegluðu þau visku og hreinleika. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróður og móðurbróöur, AUÐUNS JÚLÍUSAR JÓNSSONAR, Akranesi. Ásta Jónsdóttir, Snjólaugur Þorkelsson og fjölskylda. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför elginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓNS GUDLAUGSSONAR, skipasmiös, Langholtsvegi 134. Guöbjörg Jónsdóttir, Hilmar Jónsson, Hrefna Siguróardóttir, Helga Jónsdóttir, Ingvar Óskarsson, Jóna Jónsdóttir, Þórsteinn Jónsson, Óskar Hlíöar Jónsson, og barnabörn. Það var á blíðviðrisdegi í sumar að ég fékk mér gönguferð í Reykjavík niður að tjörn og horfði á fuglana, fór svo um miðbæinn sem mér er svo kær, þar hitti ég hjónin Stefaníu og Hallbjörn. Henni.var svo annt um miðbæinn eins og fleirum. Hún elskaði að fara í göngutúr og verða vör við sumaryl og láta andvarann strjúka um kinnar. Hún sá ekki vegfarendur né búðargluggana, sjónin var horfin, en hún fann hönd manns síns, sem verndaði hana,, trausta öryggið og máttinn. Hún þakkaði skaparanum fyrir að eiga hann Hallbjörn. Við töluðum saman þarna í sólskininu og þekkti hún fljótlega málróm minn. Ég hafði ekki séð þau í lengri tíma. Hún spurði bónda sinn hvort ég hefði breyst í útliti. Þau buðu mér í heimsókn til sín en því miður var ég ekki búin að láta verða af því. En nú er hún vina mín horfin. Vona ég hún fyrirgefi mér að ekkert varð úr komu minni. Minningarnar um frú Stef- aníu eru þroskandi og lærdóms- ríkar sem aldrei verða afmáðar. Ég votta Hallbirni, hennar trýgga förunaut, Karli Friðrik og fjölskyldu hans innilega samúð. Fyrir handan bíður bjartur heil- agur staður, því þangað liggur leiðin fyrir gimstein eins og Stef- aníu. Guð blessi hana. llólmfríður Iijarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.