Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 39 Margeir Margeirs- son - Minningarorö Hann tók virkan þátt í ýmiss konar félagsstarfi í heimabyggð: sönglífi, ungmennafélagi og sínu pólitíska félagi, svo eitthvað sé nefnt. Hann var mikill samvinnumað- ur og fylgdi Framsóknarflokknum að málum, og þar átti flokkurinn ötulan liðsmann og ósérhlífinn sem ótalin störf vann í hans þágu. En þó ákveðinn væri og fylginn sér í skoðunum, þá fylgdi því aldrei neitt persónubundið, hann unni andstæðingum sannmælis og lét aldrei þjóðmálaskoðun skyggja á annað. Hann var sem að líkum lætur vinamargur og vinsæll og hrókur alls fagnaðar á gleðistund- um. Á helztu atriði úr ævi hans skal hér minnzt. Ólafur Sigurjónsson var fæddur 31. júlí 1896 að Ekkjufellsseli í Fellahreppi. Foreldrar hans voru þau hjónin Salome Stefánsdóttir og Sigurjón Sveinsson, en Sigurjón lézt árið 1898. Ólafur fór að Brekkugerði í Fljótsdal eins árs og í Egilsstaði í Fljótsdal tveggja ára, en þegar hann var fjögurra ára fór hann að Skriðuklaustri og þaðan fermdist hann. Hann var í Lýðskólanum í Reykjavík 1915—1916, en fyrir skólakostnaðinum vann hann í síldarvinnu á Siglufirði. Eftir það fór hann að Brekku í Fljótsdal og þar bjó hann til 1936. Á Brekku var læknissetur og nokkurs konar sjúkrahús og þar starfaði Valgerður Vigfúsdóttir (vegaverkstjóra á Austurlandi), en þau Ólafur gengu í hjónaband 1922. Til Reyðarfjarðar fluttu þau hjón 1936 og þá í Dvergastein, til foreldra Valgerðar. Valgerður lézt á bezta aldri, árið 1954. Þau hjónin eignuðust tvö börn: Maríu, talsímavörð á Reyðarfirði, og Vigfús, afgreiðslustjóra Lands- bankans og oddvita á Reyðarfirði. Kona hans er Sigrún Guðnadóttir úr Reykjavík. Þá eignaðist Ólafur einn son, Magnús, með Ingibjörgu Sigurðar- dóttur. Það mun í engu ofmæit að heimilisbragur var með sérstökum fágætum og samheldni fjölskyld- unnar mikil allt til loka. Bústörf og afgreiðslustörf voru lífsstörf Ólafs Sigurjónssonar. Þannig var hann starfsmaður Kaupfélags Héraðsbúa í rúma þrjá áratugi, eða frá 1941—1972, og ávann sér í því starfi vinsældir allra sem við hann áttu skipti, svo sem áður er að vikið. Ólafur í Dvergasteini var at- gervis- og atorkumaður og dreng- lund hans og hjálpsemi settu svipmót á alla hans lífssögu. En í mínum huga var hann þó fyrst og fremst sá ljúflingur sem laðaði okkur alla að sér, ekki sízt þá yngri og þar ríkir heiðríkja yfir mætri minningu. Enn fer um huganndeifturmynd frá löngu horfinni tíð, þegar að lokinni afgreiðslu var lagður lófi á lítinn koll og „gangi þér nú vel heim“ fylgdi með veganesti og oftast eilítið meira. Börnum hans og öðrum vanda- mönnum votta ég innilega samúð. Hér er hann kvaddur með hug- hlýrri þökk, og blessuð sé minning hans björt og góð. Helgi Seljan. Ég var svo gæfusamur að kynn- ast þessum góða manni. Við vor- um nábúar í tugi ára. Ekki datt mér í hug þegar ég hitti hann í sumar að það yrði síðasta hand- takið er ég fengi frá honum. En svona er lífið. Eitt vitum við öll með vissu, að öll förum við sömu leið og þessi látni vinur. Hjónaband þeirra Ólafs og Valgerðar konu hans var yndislegt og til fyrirmyndar. Einnig var hann góður faðir og uppalandi eins og börn hans sýna, María og Vigfús, sem bæði eru góðir þjóðfélagsþegnar enda vel gefin. Kannski voru það hans stærstu kostir hve lipur og fyrir- greiðslugóður hann var og fáa hef ég þekkt sem komust nálægt honum í þeim efnum. Enginn gekk bónleiður til búðar frá honum og slíkum mönnum er gott að kynn- ast. Því miður man ég ekki hvar hann er fæddur en mig minnir að hann byrji sinn búskap á Héraði en fluttist síðan til Reyðarfjarðar og bjó þar til æviloka. Það vakti athygli mína hvað hann var nær- gætinn og reyndist tengdaforeldr- um sínum vel, ekki hvað síst eftir að þau gátu ekki lengur unnið. Allir sem þekkja til vita, hve annáluö gestrisni ríkti á heimili hjónanna í Dvergasteini. Þar var ég svo að segja daglegur gestur og út mátti ég ekki fara fyrr en ég hafði þegið góðgerðir. Ég færi börnum þeirra alveg sérstakt þakklæti fyrir sérstaka umönnun foreldra sinna og þá ekki hvað síst Maríu sem mest mæddi á. Ég vil geta þess að þegar ég var innan við fermingaraldur var mér komið í vegagerð hjá Vigfúsi, afa þeirra barna, sem þá var verk- stjóri á Fagradal. Vigfús stundaði einnig söðlasmíði. Það var gaman að vera í tjöldum á Fagradal. Ég man einnig að María kona Vigfús- ar sagði við mig áður en ég fór að sofa: „Mundu nú Jói minn að lesa bænirnar þínar.“ — Lengi muna börnin. Ólafur söng lengi í kirkju- kórnum á Reyðarfirði og tók þátt í starfi hans. Að lokum vil ég votta aðstandendum Ólafs Sigurjóns- sonar samúð mína. Hinn látna vin minn kveð ég með þessum orðum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minnig Óla í Dvergasteini, eins og hann var ávallt nefndur. Jóhann Þórólfsson. Fæddur 24. október 1968. Dáinn 5. nóvember 1980. Guðsmaðurinn Job sagði á reynslustund: „Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottiris." í öllu þessu syndgaði Job ekki, eða átaldi Guð heimsku- lega. Svo hugrór bíó þín meó hlutskipti mitt. Uns hversveifna svttrin öll íæ. Mitt hjarta er ánæxt meó hjálpra'öi þitt. Ef himninum færist nær. Maggi, eins og hann var svo oft kallaður, var Ijósgeisli sendur frá Guði. Frá barnæsku tamdi hann sér fagra framkomu. Ekki vildi hann skrökva, ekki tala ljót orð og hann fór mjög vel með allt er honum var gefið og vildi aldrei taka þátt í slæmum félagsskap. Hann elskaði sunnudagaskólann. Þar lærði hann um Guð og son hans Jesú Krist, sem dó fyrir syndir okkar og gaf okkur eiiíft líf. Um Biblíuna söng hann Maggi: „Biblían er bókin mín/ blessun hennar aldrei dvín. / Hana alla elska ég,/ af því hún er guðdóm- leg.“ Hann gaf pabba sínum og mömmu það besta, sem hann vissi, Biblíuna, í fögru og mjög vönduðu bandi. Davíð konungur segir í sálmi 119 v. 9: „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði Drottins." Versið 11: „Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli ekki syndga gegn þér.“ „Ó, Faðir ger mig lítið ljós.“ Guð leyfði Magga að vera ljós. Hann var líka hermaður Krists. Hann söng svo oft í sunnudaga- skólanum. „Ég er ekki í fótgöngu- liði, riddaraliði, stórskotaliði. Ég er ekki í flughernaði, en ég er hermaður Krists. í sjúkdómsþrautum var hann svo þolgóður og Guðelskandi. Það var vitnisburður um þá náð er Guð gaf honum, þessum unga her- manni Krists. Hann var hrifinn af að heyra um og sjá myndir af hetjum Biblíunnar, Daníel í ljóna- gryfjunni og félögum hans í elds- ofninum brennandi. Hversu þeir vildu heldur deyja, en svíkja Guð. En fegurst af öllu var nafnið Jesú. Maggi var hjálpfús og vildi vanda allra leysa. Sjálfur var hann hetja á dauðastundinni. Fékk hann að reyna „Ó, þá náð að ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem hirtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendihréfs- formi. Þess skal einnig getið. af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. eiga Jesú, einkavin í hverri þraut." Maggi sagði svo oft: Mig langar að fara heim til Jesú. Það væri miklu, miklu betra. Þetta sagði Páll postuli líka. Öll börnin í laugar- dagsskólanum og sunnudagaskól- um Fíladelfíu á Suðurnesjum færa hinstu kveðjur og þakkir fyrir samveruna. Þau segja öll: „Við viljum elska Jesúm líka og vera hermenn Hans.“ Maggi var gjald- keri um árabil við Frímannssjóð. í sumar talaði hann um, hve það yrði gaman að senda svörtu börn- unum í Afríku hjálp úr Frí- mannssjóði, fyrir mat og svo þau gætu lært að lesa. Nú er líkami hans sofnaður, en andi hans og sál eru í Paradís Guðs. í Þessaloniku- bréfi 4. 13—18: „Ekki viljum við láta yður bræður vera ókunnugt um þá sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir, eins og hinir er ekki hafa von, því ef við trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð sömuleiðis, fyrir Jesú, leiða ásamt honum fram þá sem sofnaðir eru. Því það segjum vér yður og höfum fyrir oss orð Drottins, að vér sem lifum og erum eftir við komu Drottins, munum alls ekki verða fyrri hin- um sofnuðu. Því sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni og þeir sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt á skýjum, til fundar við Drottin í loftinu. Síðan mun- um vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þessum orðum. Við þökkum fal- lega framkomu Magga, Drottinn blessi minningu hans. Kristján Reykdal SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er æskumaður með venjulegar hvatir og langanir. Eg finn, að eg slaka á klónni til þess að falla inn í hópinn, sem eg umgengst. Mig hryllir við þeirri hugsun, að þeir útskúfi mér. Af þessum sökum geri eg stundum eitt og annað, sem eg ætti ekki að gera. Getið þér ráðið mér heilt, svo að eg geti haldið fast við hugsjónir mínar og samt átt virðingu félaga minna? A unglingsárunum er okkur óskapleg þörf á því að vera „einn af hópnum“. Þau árin virðist það eitt knýja okkur áfram, að félagar okkar viðurkenni okkur. Hver vill vera hornreka? En þegar við þroskumst, förum við að gera okkur grein fyrir, að manneðlið er margbrotið, að við erum ekki öll eins, og ef allir klæddu sig eins, töluðu eins og litu eins út, yrði heimurinn ósköp leiðinlegur. Þessi sterka þörf á því að tilheyra hópnum er eðlileg, en hún getur valdið okkur erfiðleikum, ef við sjáum hana eina. Sérhver einstaklingur hefur sam- vizku, en hópnúm hættir til að vera samvizkulausir. í hópum gerir ungt fólk ýmislegt, sem það mundi aldrei gera eitt sér. Vöxtur er að öðrum þræði fólginn í því að við þroskumst sem einstaklingar. Þegar þú tekur sjálfur ákvörðun, missir þú alls ekki virðingu félaga þinna. Þvert á móti: Þeir læra að meta þig. Hugsaðu um það fólk, sem þú dáir. Eru það ekki einstaklingar, sem hugsa og lifa á eigin ábyrgð? Sauðfé eltir hvað annað ósjálfrátt. Persónuleiki þinn fer ekki að þroskast í alvöru, fyrr en þú ferð að skera úr um það sjálfur, hvað sé rétt og hvað rangt. En gakktu úr skugga um, að þú kveðir upp þann úrskurð á grundvelli Biblíunnar. Hún er orð Guðs um, hvað sé rétt og hvað rangt. Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið kvöld Afgreiöslan í Sjálfstæöishúsinu, Háaleitisbraut 1 er opin í dag til kl. 19.00. Sími 82900. Greiðsla sótt heim ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.