Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 41 „Pizza italiana" + Leikkonan fræga, Sophia Loren, sr þessa dagana stödd í Banda- ríkjunum þar sem hún er aö kynna nýtt ilmvatn, sem fyrirtækiö Coty framleiöir og nefnist „Sophia". En hjálpsemi hennar er einstök eins og þessi mynd af henni og amer- ísku sjónvarpsstjörnunni Mike Douglas sýnir. Hún hjálpaöi Dougl- as aö matreiöa ekta ítalska „Pizzu" á heimili hins síöarnefnda og ekki lét hún þar viö sitja, heldur mataöi hún manngarminn einnig. Hvaö svo? Glaum- gosinn á fullu íá 99 + Þaö vakti mikla athygli manna þegar Carolína prinsessa af Monaco og glaumgosinn Phillipe Junot skildu eftir, að því er virt- ist. fremur stormasamt hjónaband. Sagt var aö prinsessan heföi ekki get- aö sætt sig viö lifnaöar- hætti Junots. En sprelli- gosinn sá arna vlrðist ekki hafa séö aö sér. Þessi mynd var tekin fyrir fram- an dlskótekiö „Xenon" í New York og sýnir Junot yfirgefa staðinn ásamt sýn- ingarstúlku nokkurri, Vivi- an Gaither. Þaö fylgdi sög- unni aö myndin heföi veriö tekin í morgunsárið. X \ Fyrstir ao kjósa + Þessi mynd var frá forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum. í smá- þorpinu Dixville Notch í New Hampshire voru 24 á kjörskrá. Kosningaþátttaka var 100%. Ron- ald Reagan, veröandi forseti, er í miklu uppáhaldi hjá kjósendum þar, því hann fékk 17 atkvæöi en Carter 3. Aörir kusu Anderson eöa skiluöu auöu. Kjörfundur hófst meö því, aö kjósendur komu saman á hóteli einu, drukku kaffi og snæddu samlokur. Því næst var komið meö 24 kjörklefa, skreytta ameríska fánanum, einn fyrir hvern kjósanda. Kosningin tók enga stund og kjörfundi lauk þar fyrst allra, aö venju. Síðasta tölublaðið + Fyrir skemmstu sögöum viö frá fyrirhugaðri sölu á enska stórblaöinu „The Times”, en þaö eiga fleiri viö öröugleika aö etja. Lundúnablaöiö „Evening News“ er hætt aö koma út. Ástæöan er slæmur fjárhagur. „Evening News“ var t eina tíö mest selda dagblaö í heimi. Næsta sumar heföi blaöiö oröiö hundraö ára. Örðugleikar breskrar blaöaútgáfu má rekja til hækkandi kostnaðar, gamaldags vinnsluaöferöa og minnkandi útbreiöslu. Meö dauöa „Evening News“ misstu um 1750 manns atvinnu sína, þar af 170 blaðamenn. Myndin sýnir Harry Smith blaöasala, sem selt hefur „Evening News í 30 ár með síöasta tölublaöiö. Fyrirsögnin var svohljóöandi: „Bless London.” „Það hefði áttað vera ég“ Úthlutun Nóbelsverðlauna hefur oft valdiö deilum manna í millum. Þessi maður heitir loannis Vouyouklakis og er grískur tannlæknir. Hann hefur sagt aö úthlutun Nóbelsverðlauna fyrir læknisfræöi hafi verið óréttlát. — Aö nefndin hafi alveg gengiö fram hjá verki hans, sem sé mun merkilegra en verk þeirra þriggja sem voru verölaun- aöir. Á myndinni heldur hann á merkisriti sínu sem nefnist „Revolution in Medicine“. Vouyouklakis hefur fariö formlega fram á þaö, aö úthlutunarnefndin endurskoði afstööu sína. Óvenjuleg + Þessi óvenjulega hljómsveit hefur verið á hljómleikaferöalagi í Evrópu aö undanförnu. Þeir eru frá smáþorpi sem nefnit Jajouka og er í Marokkó. Fjölskyldunafn þeirra allra er „Attar“. Sumir segja aö þetta sé elsta rokk- hljómsveit í heimi, því að tónlist þeirra á rætur sínar aö rekja til þess þegar Islamstrúin náöi fótfestu í dalnum þeirra, fyrir um 800 árum! hljómsveit Þessir stoltu gömlu menn eru sagöir orönir þreyttir á ferðalaginu, sem lýkur 16. nóvember. Þeir voru „uppgötvaöir" af skáldinu og listmálaranum Brion Gysin fyrir um 30 árum. Eftir aö hann haföi heyrt tónlist þeirra í fyrsta skipti sagöi hann: „Mig langar til aö hlusta á tónlist ykkar alla mína ævi.“ „Sestu niöur. Vertu hérna alla þína ævi,“ var svariö!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.