Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 23 of Political Science skrifar maður að nafni Paul McCorsich grein þar sem hann vekur athygli á nokkrum staðreyndum, sem hafa haft afdrifarík áhrif á valdajafnvægið í Verkamannafokknum. I fyrsta lagi segir hann: Fram til ársins 1937 var sá háttur hafður á í Verka- mannaflokknum, að ár hvert kom flokksráð hans saman og kannaði hvort einhvers staðar störfuðu hópar í nafni flokksins sem túlkuðu skoðanir, sem voru andstæðar hug- myndum Verkamannaflokksins. Á grundvelli slíkra upplýsinga voru menn reknir úr flokknum öðru hvoru, vegna þess að þeir túlkuðu viðhorf andstæð skoðunum flokks- ins. Árið 1974 varð sú stefnubreyt- ing, að þessu var hætt. Enginn vafi er á, að þessi breyting hafði áhrif í þá átt, að auðvelda ýmiss konar marxistum inngöngu i flokkinn. Enda er nú svo komið að trotsky- istar eða meðlimir kommúnista- flokksins brezka ráða því sem þeir vilja í mörgum kjördæmisráðum flokksins. Það eru þessir menn sem síðan senda fulltrúa á landsþing þar sem stefnumarkandi ályktanir eru samþykktar. í löðru lagi: McCorsich bendir á, að með smá- vægilegri reglugerðarbreytingu hafi fnikið vald verið fært frá þingflokknum til flokksráðs Verka- mannafokksins. Þar sitja vinstri- menn í meirihluta. McCorsich bendir á hvernig flokksráðið hafi notað þetta vald sitt, að eigin geðþótta — hyglað vinstrimönnum en verið þrándur í götu hinna. í þriðja lagi nefnir McCorsich, að skipulagsreglum Verkamanna- flokksins hafi verið breytt árið 1977, í þá átt að auita vald flokksráðsins yfir kjördæmaráðun- um. Það gefur auga leið, að slík breyting styrkir stöðu vinstri- manna. Niðurstaða McCorsich er sú, að flokksráðið hafi eitt grætt á þessum reglugerðar- og lagabreyt- ingum. Orðrétt segir hann: „Flokksráðinu tókst að viðhalda öllum völdum sínum. Minnka þau óþægindi sem það hafði að nota þau og hafa frekari áhrif á pólí- tíska þróun innan flokksins. Það er meðal annars í ljósi þessarar margbreytilegu fortíðar, sem skoða verður stöðu Michael Foots innan Verkamannaflokksins nú. Sjálfur er hann pólitískt af- sprengi Bevans. Hann er vinstri- maður í þeim skilningi orðsins og hann er því tortryggður af þeim, sem lengra til hægri eru. Mesta hættan á klofningi stafar einmitt frá þeim hægfara. í þeim hópi eru þekktust David Owen, fyrrum utanríkisráðherra, Shirley Willi- ams fyrrum menntamálaráðherra, og William Rogers sem einnig var í stjórn Callaghans. Það er ljóst af ýmsu að Foot mun gera sitt ýtrasta til þess að reyna að afstýra klofn- ingi, en það verður erfitt. Pólitísk fortíð hans hefur skapað honum fjandmenn. Enginn veit heldur hvort hann fær ráðið við hinn órólega vinstriarm flokksins, sem leikur lausum hala í stofnunum og innviðum flokksins. í Verkamannaflokknum eru óró- legar deildir bæði til hægri og vinstri. Þess vegna er óhætt að fullyrða að Michael Foot tekst á við örðugt starf á þeim aldri, sem jafnaldrar hans búa sig undir að setjast í helgan stein. Hann hefur unnið orrustu en striðið bíður hans. Callaghan. Ungfrú heimur, Gabriella Brum, við krýninguna ásamt stúlkunum er urðu í öðru sæti. ungfrú Frakkland, Patricia Bar/yk, til vinstri, og ungfrú Guam, Kimberley Santos, til hægri. ungfrú Guam tekur við titlinum ungfrú heimur af Gabriellu Brum. simamynd - ai> Ungfrú heimur af- salar sér titlinum I-ondon 14. nóv. — AP. GABRIELLA Brum 18 ára Erlendar fréttir í stuttu máli Hörð hríð að öfgamönnum Istanbul. 14. nóv. — AI\ TYRKNESKAR öryggissveitir hafa verið ötular við að handtaka öfgamenn að undanförnu og í síðustu viku voru handteknir 772 menn, sem grunaðir eru um aðild að samtökum öfgafullra hægri- og vinstrimanna. I þessum hópi eru 37 menn sem taldir eru hafa staðið fyrir pólitískum hryðju- verkum. í tilkynningu stjórnvalda segir, að einnig hafi fundist mikið af skotvopnum, skotfærum og sprengiefni. Enskir vilja ekki Astrid Proll London, 14. nóv. — AP. ENSKUR dómstóll hafnaði því í dag að krefjast þess við ensku ríkisstjórnina, að Astrid Proll, sem fyrrum var félagsmaður i Baader-Meinhof-hryðjuverka- samtökunum. fengi ríkisborgara- rétt í Englandi. í beiðni sinni visaði Proll til þess. að hún væri gift Englendingi en rétturinn komst að þeirri niðurstöðu. að hún hefði siglt undir fölsku flaggi þegar hún kom til landsins og því fyrirgert rétti sínum. Skæruverkföll blaðamanna Honn, 14. nóv. — AP. BLAÐAMENN við meira en 100 vestur-þýsk dagblöð fóru í dag í þriggja stunda verkfall til að leggja áherslu á kröfu sína um 40 stunda vinnuviku. Þetta er í fyrsta sinn, sem v-þýskir blaðamenn grípa til verkfallsvopnsins en þeir tóku ákvörðun um það eftir að samningaviðræður við útgefendur höfðu siglt í strand. stúlka frá Vestur-Þýskalandi sem kosin var ungfrú heimur 1980 i London í ga-rkvöldi afsal- aði sér titlinum í dag. Sagði hún ásta-ðuna vera þá að hún vildi ekki halda honum. Kimberley Santos 19 ára stúlka frá Kyrrahafseyjum sem varð númer tvö í kcppninni hlýtur þvi titilinn ungfrú heim- ur 1980. Afsögn Brun kom í kjölfar frásagnar breska blaðsins Even- ing Standard af því að unnusti hennar, hinn 52 ára gamli Benno Bellenbaum, sem er vellauðugur kvikmyndaframleiðandi búsettur í Los Angeles, væri ekki sáttur við það að hún bæri titilinn ungfrú heimur. Blaðið sagði að hann hefði sagst vera afbrýðisamur að eðlis- fari og hann kynni heldur ekki við það að 18 ára stúlka væri sett í það fangelsi sem afleiðingar keppninnar væru. Mun hann þá hafa átt við þann samning sem ungfrú heimur gerir um fyrirsætustörf og fleira. Brum sagði blaðamönnum sjálf í dag að Bellenbaum væri ekkert of hrifinn af úrslitum keppninn- ar. Eftir afsögnina tók hún leigu- bíl út á Heathrow-flugvöll og hélt af stað áleiðis annað hvort til Los Angeles þar sem hún hefur búið með Bellenbaum í sex mánuði og unnið við fyrirsætustörf eða til Berlínar þar sem foreldrar henn- ar búa. Jane Morley framkvæmda- stjóri keppninnar er ekki ánægð með þessa málalyktan. „Við ákváðum að verða við ósk hennar um afsögn eftir að hafa rætt við hana. En þessu er ekki tekið með fögnuði. Margar stúlknanna sem tóku þátt í keppninni eru leiðar vegna þessa." Hún vildi ekkert segja um það hvort Bellenbaum bæri ábyrgð á því að Brum sagði af sér titlinum en sagði: „í morgun var hún ánægð og hlakkaði til verkefn- anna sem lágu framundan. Hún sagði ennfremur að Brum fengi engin þeirra verðlauna sem í boði voru. Bretland: Upphlaup á þingi út af húsaleiguhækkun Kissinger hittir Botha Lissabon. 14. nóv. — AP. HENRY Kissinger, fyrrv. utan- ríkisráðherra Bandarikjanna. sem margir telja liklegan til að verða fuíltrúi Reagan-stjórnar- innar i málefnum Mið-Áustur- landa. staðfesti í ga>r, að hann myndi hitta Pik Botha. utanríkis- ráðherra Suður-Afríku. að máli í París í næstu viku. Kissinger, sem nú er í Lissabon. sagðist vera þar sem „óbreyttur borgari“ en hins vegar sagðist hann mundu ra>ða við portúgalska stjórnmála- menn um málefni NATO. London. 14. nóv. — AP. IIEILMIKIÐ upphlaup varð í Neðri málstofu breska þingsins í gær og vegna þess neyddist ríkis- stjórn Thatchers til að ha>tta við að hækka um 30% húsaleigu þeirra, sem búa húsnaói. sem er í eigu ríkisins og sveitarfélaga. Því er þó haldið fram. að tillagan verði lögð fram aftur nk. fimmtu- dag. Ríkisstjórnin segir, að hætt hafi verið við þessa fyrirhuguðu hækk- un á húsaleigu að sinni, eingöngu til að koma í veg fyrir ofbeldi af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna Verkamannaflokksins. Gamlir þingfréttamenn segja, að þessi atburður eigi sér engan sinn líka í sögu þingsins. Fólk í leiguhúsnæði ríkisins og sveitarfélaga er að langmestu leyti stuðningsmenn Verkamanna- flokksihs og þingmenn hans voru staðráðnir í að hindra að húsa- leiguhækkunin yrði samþykkt á síðustu dögum þinghaldsins. 30 Verkamannaflokksþingmenn hindruðu embættismann þingsins í að hefja þingfund og létu ókvæðis- orðin dynja á andstæðingum sín- um. Þetta gerðist 1492 — Kristofer Kolumbus segir frá tóbaksneyzlu Indíána — tób- aks gutið fyrsta sinni. 1532 — Francisco Pizarro stýrir leiðangri frá Panania til Perú. 1577 — F'rancis Drake leggur upp frá Englandi í hnattsiglingu. 1832 — Lundúna-sáttmálinn und- irritaður. 1889 — Pedro keisari II leggur niður völd eftir byltingu í Brazilíu, sem er lýst lýðveldi. 1920 — Fyrstí fundur þings Þjóða- bandalagsins haldinn í Genf. 1928 — Stórráð fasista löggilt á ftalíu. 1935 — Manuel Quezon verður fyrstu forseti Filippseyja. 1956 — Gæzlusveitir SÞ koma til Egyptalands — Indverjar fá lán hjá Rússum. 1971 — Landamærabardagar milli Indverja og Pakistana. 1976 — Her Sýrlendinga nær undir sig Beirút og 18 mánaða borgarastríði í Líbanon lýkur í raun. 1977 — israel býður Anwar Sadat til Jerúsalem að ávarpa Knesset. Afmæli William Pitt, enskur stjórnmálaleiðtogi (1708—1779) — William Cowper, enskt skáld (1731-1800) - W. Averell Harri- man, bandarískur stjórnarerind- reki (1891— ). Andlát. 1263 Alexander Nevsky, stórfursti af Vladimir — 1630 Johannes Kepler, stjörnufræðing- ur — 1787 Christoph Willibaíd Gluck, tónskáld. Innlent. 1611 d. Jón sýslumaður Magnússon eldri — 1701 Árbæj- • arskötuhjú hálshöggvin í Kópa- vogi - 1861 d. F’riðrik VII - 1919 Alþingiskosningar: Jón Magnús- son fellir Jakob Möller í Reykjavík — 1919 Sjóvátrýggingafélag ís- lands stofnað — 1933 Ásgeir Ásgeirsson ráðherra biðst lausnar — 1953 Níu farast á vélskipi sem hvolfir á Grundarfirði — 1956 Löndunarbanninu aflétt — 1969 Samtök frjálslyndra og vinstri manna stofnuð — 1975 Fyrst skorið á tog\'íra brezks togara („Þór“/„Primella“) — 1978 Flug- slysið miklaá Sri Lanka — 1892 f. Finnur Jónsson listmálari. Orð dagsins. Sá sem ræður öllu ætti að óttast allt — Pierre Corneille, franskt leikskáld (160*5—1684).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.