Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 15 Fullveldishátíð Stúdentafélags Suðurlands STÚDENTAFÉLAG Suðurlands gengst fyrir fullveldisfagnaði í Selfossbíói laugardaginn 6. des- ember. Að loknum kvöldverði flytur heiðursgestur kvöldsins, Guðmundur Daníelsson rithöf- undur, ræðu. Þá mun Guðmund- ur Guðjónsson syngja við undir- leik Sigfúsar Ilalldórssonar. Fagnaðurinn hefst kl. 19 og dansað verður til kl. 02. Veizlu- stjóri verður Þór Vigfússon og hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi. Allir stúdentar á Suðurlandi eru félagar og eru þeir og gestir þeirra eru velkomnir. Þeir eru beðnir um að koma boðum um fagnaðinn til nágranna og kunn- ingja. Tilkynna skal þátttöku fyrir 25. nóvember. í stjórn Stúdentafé- lagsins eru: Grétar J. Unnsteins- son, Reykjum, Ölfusi, formaður; Jón Guðbrandsson, gjaldkeri og Sigríður M. Hermannsdóttir, Blesastöðum, Skeiðum, ritari. Systrafélag Ytri- Njarðvíkurkirkju: Haustfagnað- ur í Stapa ANNAÐ kvöld, sunnudaginn 16. nóv. kl. 20.30 verður árlegur haustfagnaðar Systrafélags Ytri-Njarðvíkurkirkju haldinn í Stapa. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Verður m.a. danssýning, söngur, leikarar koma fram, happdrætti og glæsilegar kaffi- veitingar. Hápunktur kvöldsins er tískusýning. sem konur úr félaginu sjá að öllu leyti um. Systrafélagið er ungt að árum en öflugt og heldur tvær skemmt- anir á ári, haust og vor, til fjáröflunar fyrir kirkjuna. Skemmtanirnar hafa jafnan verið vel sóttar og verður svo vonandi einnig annað kvöld. Allir eru hjartanlega velkomnir. (Fréttatilkynning.) . Slippstöðinni óviðkomandi í SAMTALI við formann útgerð- arráðs Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, sem birtist i blaðinu sl. fimmtudag, er sagt að vélar togarans Maí hefðu orðið fyrir skemmdum í Slippstöðinni á Ak- ureyri. Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar óskar þess get- ið, að ekkert hefði verið átt við vélina í Slippstöðinni og skemmd- ir á vélinni væru stöðinni alls óviðkomandi. 3 S t i | ATH.: Húsgögnin eru á sérlega góðu verði. •i húsgögn Langholtsvegi 111. Reykjavík, símar 37010 - 37144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.