Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 31
HVAD
AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980
31
TÓNLISTARSKÓLINN í RVÍK:
Maciej Lukaszczyk
Chopin-tónleikar
Á MÁNUDAGSKVÖLD holdur
pólski píanóleikarinn Maciej
Lukaszczyk. forseti Chopin-fé-
lansins í Vestur-Þýskalandi, tón-
leika í Austurbæjarhiói á vegum
Tónlistarskólans i Reykjavík, og
hefjast þeir kl. 19.00.
Á efnisskrá eru eingöngu verk
eftir Chopin. Aðgöngumiðar verða
seldir við innganginn, en nemend-
ur og kennarar skólans fá ókeypis
aðgang að tónleikum þessum. I
dag og á morgun heldur Lukasz-
czyk námskeið fyrir kennara og
nemendur Tónlistarskólans.
Sýningar
um helgina
Sýningu Kjartans Guðjónssonar í vestursal Kjarvalsstaða lýkur
um helgina.
Kjarvalsstaðir: Kjartan Guð-
jónsson sýnir olíumálverk, vatns-
litamyndir og teikningar í vestur-
sal. Sýningunni lýkur á sunnu-
dags- eða mánudagskvöld.
Jón E. Guðmundsson sýnir
höggmyndir úr tré, málverk,
vatnslitamyndir og teikningar í
austursal.
Heimilisiðnaðarfélagið sýnir
muni á vesturgangi.
Listasafn íslands: Yfirlitssýning
á verkum Svavars Guðnasonar.
Sýningin stendur til mánaðamóta.
ir vatnslitamyndir. Sýningin er
opin frá kl. 14—22 um helgar, en
14—20 virka daga og stendur til
23. þ.m.
Kirkjustræti 10: Sigrún Gísla-
dóttir sýnir collage-myndir. Sýn-
ingunni lýkur 18. þ.m.
Eden: Jose Luis Lopez Ayala
sýnir málverk og vatnslitamynd-
ir. Sýningunni lýkur annað kvöld.
Nýlistasafnið Vatnsstíg 3: Hol-
lensk myndlistasýning, Vídd á
pappír. Opið frá kl. 16—20 á
virkum dögum, en 14—20 um
Frá sýningu Gunnlaugs Stefánssonar Gísiasonar í FlM-salnum,
Laugarnesvegi 112.
Norrama húsið: Finninn Pentti
Kaskipuro sýnir grafíkmyndir í
anddyri. Sýningin stendur til
mánaðamóta.
Gallerí Langbrók: Sigrún Eld-
járn sýnir blýantsteikningar með
vatnslitaívafi. Sýningin er opin
virka daga frá kl. 12—18 og
stendur til 5. desember.
Gallerí HáhóII: Kjartan Guð-
jónsson sýnir olíumálverk, vatns-
litamyndir og teikningar. Sýning-
unni lýkur á sunnudags- eða
mánudagskvöld.
FÍM-salurinn: Laugarnesvegi 112:
Gunnlaugur Stefán Gíslason sýn-
helgar. Sýningunni lýkur annað
kvöld.
Ásmundarsalur: ívar Valgarðs-
son sýnir skúlptúra og málverk.
Sýningunni lýkur á mánudags-
kvöld.
Húsagagnavcrslun Hafnarfjarð-
ar, Reykjavíkurvegi 64: Rjarni
Jónsson sýnir olíumálverk, vatns-
litamyndir, teikningar og málað-
an rekavið.
Safnahúsið á Selfossi: Pál S.
Pálsson sýnir 30 myndir gerðar
með blandaðri tækni. Sýningin er
opin frá kl. 14—22 og lýkur annað
kvöld.
K JARV ALSSTAÐIR:
Jón E. Guðmundsson
opnar sýningu í dag
í DAG opnar Jón E. Guðmunds-
son myndlistarsýningu í austur-
sal Kjarvalsstaða. Við opnun
sýningarinnar og öðru hvoru
meðan á sýningunni stendur
sýna nemendur úr Leiklistar-
skóla ríkisins með leikhrúðum
kafla úr Skugga-Sveini. Á sýn-
ingunni verða 17 höggmyndir úr
íslensku birki úr Ilallormsstað-
arskógi og 10 myndir, málverk,
vatnslitamyndir og teikningar.
í anddyri Kjarvalsstaða verður
lítið brúðuleikhús sem vísar sýn-
ingargestum.til vegar og á veggj-
um eru brúður sem Jón hefur
gert vegna sýningar á hinum
ýmsu brúðuleikhúsverkum, svo
sem leikritinu Norður kaldan kjöl
eftir Ragnar Jóhannesson.
Jón E. Guðmundsson sýndi
síðast í Norræna húsinu 1974 og
eru þær myndir sem hann nú
sýnir allar gerðar síðan.
Menn héldu að ég væri
eitthvað skrýtinn
— Eg lærði teikningu og
myndskurð hjá Marteini Guð-
mundssyni og stundaði mynd-
Jón E. Guðmundsson við eina
höggmynda sinna. Myndin er
höggvin úr einum trjábol.
skurð í fjögur ár, sagði Jón. Svo
fór ég utan til myndlistarnáms og
þar kynntist ég brúðuleikhúsi.
Einn af félögum á listaskólanum
sagði einhverju sinni er hann
horfði á verk eftir sig: „Mikið
vildi ég að þessi manneskja gæti
gengið sprelllifandi út úr mvnd-
inni.“ Ég tók undir þetta og þá
bauð hann mér að heimsækja sig.
Ég varð ekki lítið undrandi þegar
ég komst að raun um að hann átti
lítið brúðuleikhús heima hjá sér.
Ég fékk bakteríuna á stundinni
og hef ekki losnað við hana síðan.
Ég byrjaði að sýna hér heima í
Alþýðuleikhúsinu við Hverfis-
götu, árið 1954, og átt erfitt
uppdráttar í byrjun. Menn héldu
að ég væri eitthvað skrýtinn að
vera að stússa í þessu. En úr því
hefur ræst, og ég vona að brúðu-
leikhús fái fastan sess í framtíð-
inni hérna hjá okkur. Hvarvetna
erlendis þykir sjálfsagt að hafa
sérstakan sal fyrir_ slíka starf-
semi í öllum meiri háttar mynd-
listarhúsum.
Sýning Jóns E. Guðmundsson-
ar í austursal Kjarvalsstaða er
opin daglega frá kl. 14—22 og
stendur til 30. þ.m.
Egill ólafsson og Kjartan Ragnarsson i hlutverkum Gláms og Grettis.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Þrjú leikrit um helgina
Kirkjustræti 10:
Síðasta
sýningar-
helgi hjá
Sigrúnu
SÝNINGU Sigrúnar Gisladóttur í
Kirkjustræti 10 lýkur þriðjudaginn
18. þ.m.
Á sýningu Sigrúnar eru collage-
myndir. Sýningin er opin frá kl.
9—16 í dag og á morgun, en kl. 9—18
mánudag og þriðjudag.
Sigrún Gísladóttir
í kvöld er Ofvitinn sýndur hjá
Leikfélaginu. Ekkert lát er á að-
sókn að þessu vinsada verki.
Annað kvöld er svo 20. sýning á
þýska leikritinu Að sjá til þín,
maður! eftir Franz Xaver Kroetz í
leikstjórn Hallmars Sigurðssonar.
Þetta leikrit þykir fjalla um
mannskepnuna á nærgöngulan og
áhrifaríkan hátt og hlaut það mjög
góða dóma gagnrýnenda.
Þá verður annað kvöld 2. sýning á
söngleiknum Gretti í Austurbæjar-
bíói og hefst hún kl. 21.30. Höfundar
eru Egill Ólafsson úr Þursaflokkn-
um, Ólafur Haukur Símonarson og
Þórarinn Eldjárn, en með stærstu
hlutverk fara Kjartan Ragnarsson,
sem leikur Gretti, Jón Sigurbjörns-
son, sem leikur Ásmund, föður hans,
Sigurveig Jónsdóttir leikur Ásdísi,
móður Grettis.
Þórhildur Þorleifsdóttir er höf-
undur og stjórnandi hinna fjölmörgu
dansa í sýningunnni en leikstjóri er
Stefán Baldursson.
Grettir er gæi úr Breiðholtinu,
sem lendir í klandri og er kominn í
tukthús, þegar hann er „uppgötvað-
ur“ og gerður að sjónvarpsstjörnu:
fær sem sé hlutverk nafna síns í
sjónvarpsþáttum um Grettissögu.
BLÁR MÁNUDAGUR:
Karl Torfi Ezrason syngur og leikur
Gunnar Hrafnsson og Guðmundur Ingólfsson láta gamminn
Bláum mánudegi.
geysa á
JAZZTÓNLEIKAR undir nafninu
Blár mánudagur verða í Þjóðleik-
húskjallaranum á mánudagskvöld
frá kl. 21—01. Félagar úr ís-
lenska dansflokknum flytjá frum-
saminn dans. Karl Torfi Ezrason
farandsöngvari syngur nokkur
lög og leikur á gítar.
Þrautreyndir jazzkappar eru
meginuppistaða kvöldsins, þeir
Guðmundur Ingólfsson á' píanó,
Gunnar Hrafnsson á bassa, Guð-
mundur Steingrímsson á trommur,
Björn Thoroddsen á gítar og Viðar
Alfreðsson á trompet. Rauðvín og
ostapinnar eru innifaldir í miða-
verði og borðapantanir eru í síma
19636.