Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 17 í hverju eru púöul-hundar einkum frábrugðnir öörum hundategundum? „Púðul-hundar greina sig að vísu frá öðrum hundum í útliti en auk þess má nefna það, sem er alveg einstakt fyrir þessa hunda- tegund, að þeir fara aldrei úr hárum. Hárin vaxa meðan hund- urinn lifir og hringast upp, þannig að ekki er hætta á að hann dragi slóðann á eftir sér. Það er þó nauðsynlegt að klippa feldinn og snyrta reglulega ef vel á að vera og þá getur verið um margs konar klippingu að ræða. Einnig má nefna skapferð púðul-hunda. Þeir eru fremur vogaðir og mjög nám- fúsir og því auðvelt að kenna þeim ýmsar listir. Þeir eru líka ákaflega hreinlegir og skera sig í því efni frá sumum öðrum tegundum." Að hverju er stefnt með hunda- rækt? Er ekki sama hvernig hundurinn er ef eigandanum þykir vænt um hann? „Jú, það má kannski segja það, en hundar eins og aðrar skepnur búa yfir ýmsum eiginleikum og með ræktuninni reynum við að ná fram því besta. Þar kemur margt til álita, svo sem höfuð og háis- lengd, búkur, framhluti og aftur- endi og litur og gæði feldsins. Hverju þessara atriða er svo gefinn nánari gaumur en um feldinn er það að segja, að hann getur einkum verið á fimm vegu, hvítur, svartur, brúnn, aprikósu- litur og silfurlitur. Nú, þá er litið á það hvernig hundurinn ber sig og hvernig hann er skapi farinn, sem skiptir auðvitað miklu máli, því að grimmur hundur er engum til yndis," sagði frú Ebba Aalegaard. Margt fleira forvitnilegt kom hjá frú Ebbu Aaiegaard, sem of langt mál yrði upp að telja. Eins og fyrr segir hefur hún langa reynslu af ræktun púðul-hunda og þess má geta að í fyrra fékk hún Danmerkurverðlaun fyrir hunda sína en á slíkum sýningum er jafnan dæmdur hópur 15 hunda. Frú Ebba hefur verið fengin til að dæma púðul-hunda vítt og breitt um Evrópu og jafnvel lagt leið vestur yfir Atlantsála í þeim erindagjörðum en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur hingað til lands. Þess má að lokum geta, að nk. mánudagskvöld kl. 20.30 held- ur hún fyrirlestur í einni kennslu- stofu háskólans um púðulhunda og þær niðurstöður, sem hún hefur dregið af heimsókn sinni hingað. Trillukarlavísur Fréttin virðist voðaleg vá er fyrir höndum. Ef trillukarlar velja veg vandamáls í böndum. Um iöju slíka hefur hátt Hjaltason með nöldur. Um sína útgerö segja fátt Sigfinnur og Skjöldur. HELGARVIÐTALIÐ Rætt við Markús B. Þorgeirsson skipstjóra um uppfinningu hans, björgunarnetið Markús vinnur aó gorð björgunarnets. í pokunum eru tilbúin net, sem þegar hata verið pöntuð um borð í skip Markús með bjarghringinn sem og hatnir. i baksýn eru myndir úr útgerðarsögu landsmanna en auk þeirra hefur Markús viöað að sér mörgum brotnaði. Á hringinn hetur Markús merkilegum munum, málverkum, dagbókum um fiskirí um áratuga skeið, sjóferöabókum og ýmsu fteira. skráð söguna eins og hún gekk fyrir sig. (l.jósm. Kristján). Eg hef í mörg horn aö líta er varöar öryggismál sjó- manna og meðal landsmanna al- mennt. Hagsmunamál sjómanna hafa alltaf átt hug minn og hjarta. Uppfinning mtn á björgunarnetinu hefur vakiö hrifningu manna og athygli hér á landi sem á erlendum vettvangi." ■ Þaö er Markús B. Þorgeirsson skipstjóri í Hafnarfiröi, sem þannig farast orö. Þaö er víst ekki öfsög- um sagt, að Markús sé orðinn þjóökunnur maöur enda hefur hann ekki þann siö aö fara meö veggjum þegar honum liggur eitt- hvaö á hjarta í þágu lands og þjóöar. Markús baröist fyrir því á sínum tíma og fékk því framgengt, aö lögieiddir voru Ijóskastarar um borö í fiskiskipum, en þá haföi hann upplifað þaö, að skipsfélagar hans tveir á bm. Maí, annar, sem féll útbyrðis, og hinn, sem kastaöi sér á eftir honum meö bjarghring án línu, drukknuðu vegna þess, að f>eir fundust ekki í svartnættis- myrkrinu. Nú hefur Markús enn á ný kvatt sér hljóös og að þessu sinni meö nýtt björgunartæki, björgunarnetin svokölluöu. Bjarghringurínn sem brotnaði „Já, ég skal segja þér sögu. Ég er vaktmaöur á Sambandsskipun- um og þaö bar einu sinni tll, aö ég varö var vlö aö maður féll í sjóinn og það má þakka þaö snarræöi mínu aö þaö tókst aó bjarga honum. Þaö var blásandi fjara þegar þetta gerðist og þegar búlö var aö koma manninum í bjarg- hring og átti aö hífa hann upp úr höfnlnni þá brotnaði hringurinn í tvennt og maðurinn fór í sjóinn aftur. Sjáöu, hér er hringhelmingur- inn og á hann hef ég skráö þessa sögu eins og hún gekk fyrir sig. Þetta hefði nefnilega ekkl komið fyrir ef björgunarnetiö hefði veriö tiltækt." Hvenær vaknaöi fyrst hugmyndin hjá þér um þessi net Markús? „Þaö var, skal ég segja þér, þegar skuttogararnir komu til landsins. Ég sá þaö bæöi og reyndi þegar bv. Júní kom til Hafnarfjarð- ar áriö 1973 þar sem ég var skípverji hjá Halldóri Halldórssyni, hve skipin voru sérstaklega hættu- leg aö aftan vió töku á trolli í vondum veðrum. Einnig eru lunn- ingarnar svo háar, aö þaö sést illa út fyrir þær og falli maöur útbyröis getur þaö veriö allt annað en auövelt að koma til honum bjarg- hríng. Bjarghringir vilja Itka brotna þegar manni er lyft í þeim eins og ég hef áöur sagt og koma þvi ekki alltaf aö þeim notum sem vera ætti. ViÓ skulum nefnilega hafa það í huga aö þaö eru ekki bara mínút- urnar, sem skipta máli, þegar maóur fellur ( kaldan sjó, heldur geta nokkrar sekúndur skilið á milli felgs og ófeigs.“ Hyað telur þú aö netin eigi að vera mörg f hverju skipi? „Ja, ég get nefnt sem dæmi, að skipstjórinn á Maí og Júnt', Akra- borg og Herjólfl hafa allir tekið þrjú net um borð. Þeir skilja nauösyn þess. Annars tel ég í sambandi viö kaupskipaflotann, aö um borö í hverju sklpi eigi aö vera tvö net a.m.k. og það sem á einnig viö nótaskipin og skuttogarana. Á mlnni fiskiskipunum sé svo eitt net og fari þaö eftir ákvöröun skip- stjóra hvort það er af minni eöa stærri geröinni. Já, þaö er rétt, ég er með tvær gerðir af netum. Sú minni er 2x4 m og sú stærri 3x6 og er flotgildi þeirra eins og löggilds bjarghrings, sem á að bera fjóra menn. A lengri teinum netsins eru flot og sjálftok- andi hakar til aö hægt sé aö loka netinu utan um mann í sjó og þannig er auóvelt að ná mönnum. sem hafa falliö útbyrðis, um borö aftur hvort sem þeir eru sjálfbjarga eða ekkl. Nú svo er þaö hafnarnet- iö, sem er sérhannað net. Þaö er eins og hin netin nema hvaö þaö er flot fyrir tvo menn í öörum enda þess. Þegar bjarga á manni úr höfn Sjóbúð Markúsar er haldiö viö netiö frá hafnarbakka en í útendanum er blýteinn, sem sekkur undir manninn þannig að hægt er aö læsa hann inni f netinu. Netinu fylgir 20—25 m löng kast- lína, sem björgunarmaðurinn hend- ir til lands og þá er þaö sem bryggjuendanum er sleppt og flotiö kemur til mannsins sem fór til bjargar og hann syndir inn (netíð." Þolinmæðin þautir vinnur... Hvernig hefur svo gengið að opna augu manna fyrir notagildi netanna? „Ja, þaö hefur nú gengiö á ýmsu eins og alltaf þegar um brautryöj- endastarf er að ræöa en ég er bara ekki sá maður aö ég láti stundar- erfiöleika buga mig. Ég hef kynnt netin í fjölmiðlum eins og frekast er unnt og auk þess var mér boöið sem sérstökum gesti Sjómanna- dagsráós Vestmannaeyja á sjó- mannadeginum í sumar þar sem ég sýndi notkun netsins (höfninni. Þar utan tók ég þátt í sameiginlegri björgunaræfingu slysavarnadeild- anna á Suövesturlandi, sem fram fór á Akranesi, og endurtók sýn- ingaratriðin í Vestmannaeyjum. Nú, þannig gæti ég haldiö áfram telja þaö, sem ég hef gert til aö kynna þetta bráönauðsynlega björgunartæki en þaö væri aö æra óstööugan að tína þaö allt til. En árangurinn af þessu baráttumáli mínu er nú orðinn sá, aö netín eru komin um borö í 20 skip í íslenska skipaflotanum og auk þess ( þrjár hafnir. Ég vil l(ka nefna þaö, svona eins og rúsínuna ( pylsuendanum aö ( dag var samþykkt meö sam- hljóöa atkvæöum á Alþingi aö vísa til allsherjarnefndar þingsályktun- artlllögu Helga Seijans um aö gerö veröi úttekt á björgunarnetum Markúsar meö þaö fyrir augum, að þau verói lögleidd um borö ( skipum og á hafnarsvæðum. Eg vil svo aö tokum bara þakka forráöamönnum Marco hf. og reyndar öörum, sem ég hef þurft að ieita til, fyrir einstaklega góöa fyrirgreiöslu. Þaö má segja, að ég hafi fengiö allt út á handtakið eins og var hér áöur fyrr, enda heföi þetta ekki tekist nema með hjálp góöra manna," sagöi Markús B. Þorgeirsson skipstjóri um lelð og hann lagði síðustu hönd á splæsið æföum sjómannshöndum. „Hagsmunamál sjómanna hafa alltaf átt hug minn og hjarta“ FISKVEIÐAR Rúmlegahelmingurþorskaflans veiddur í botnvörpu Á SÍÐASTLIÐNU ári veiddu íslend HELSTU VEIÐARFÆRI 1979, TONN. ingar meira af fiski en nokkru sinni ÞORSKUR áður, eða alls 1.648.560 tonn og var Lína net handv. botnv. önnur v. samtals verðmæti aflans 114.677 milljónir Janúar 7.142 2.468 15 12.561 1 22.187 króna, sem einnig er meira en nokkru Febrúar 5.552 10.422 23 20.542 23 36.562 sinni áður, kemur meðal annars fram Mars 2.231 45.828 180 23.863 41 71.943 í tímaritinu Ægi. Apríl Mai 1.822 2.115 34.588 4.642 448 1.510 14.198 12.505 30 110 51.086 20.882 Þar kemur einnig fram að þar muni Júní 938 4.921 1.832 23.689 517 31.897 Júlf 290 1.978 4.973 29.393 1.247 37.881 mest um loðnu- og botnfiskafla og á Ágúst 382 863 4.471 21.208 833 27.757 síðasta ári var veitt meira af þorski Sept 1.152 1.668 757 7.714 218 11.509 en nokkru sinni fyrr, eða um 380.173 Okt Nóv 2.855 8.294 1.114 713 277 29 8.630 8.135 160 83 12.836 15.254 tonn. Rúmlega helmingur þorskaflans veiddist í botnvörpu og þriðjungur í De* 4.975 1.144 4 14.255 1 20.379 Samtals 35.548 110.149 14.519 196.693 3.264 360.173 net. 9,9% 30,6% 4,0% 54,6% 0,9%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.