Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 37 þAD HVARFLADI AD MÉR III Karl Helgason lögfræðingur: Opið bréf korn til ykkar Opið bréfkorn til ykkar. Sæl og blessuð! Ég verð að segja ykkur frá samtalinu við strákana um dag- inn. Ég spurði einn er ég hitti á förnum vegi, hvernig hann yrði sér úti um áfengi. — Það er ekkert mál, maður, bara að rétta út hönd. — Nei, ýktu nú ekki ... — Ykja ... Þú ert ekki tengd- ur maður ... - Ha? — Þú ert ekki í sambandi. Maður fer bara í skápinn heima — eða kjallarann ef kallinn sem verða alkar — maður er ekkert að pæla í því. — Nei, lagsi, það verður ekki séð fyrir, vel gerðir menn að öllu leyti eru líka í hættu. — Hv’eldurðu maður sé að hugsa svo langt fram í tímann? — Læknar hafa bent á að þeir sem byrja að drekka um ferm- ingu geti orðið drykkjusjúkir á 10 mánuðum — en fyrir þá sem byrja um eða yfir tvítugt tekur það oft um tíu ár. Þetta er vissulega mjög einstaklings- bundið en þú sérð muninn ... — Það er alltaf verið að hræða mann með einhverju — að sjá þær í saumaklúbbnum um daginn. — Baddi, þú ert ekki nema 13. Hann var , í svip eins og hugsi... — Heldurðu það sé hættu- legt? — Ég veit það, Baddi. — Já, líklega. / Hann þagði litla stund. / Nei, strákarnir djúsa, það er ómulegt annað ... — Ekki allir? — Nei, en þeir töffustu. — Er það? Eru þeir töffarar af því? — Kannski ekki — en ... kannski ... bruggar. Biður einhvern að kaupa fyrir sig. Ef maður kemst inn á sveitaball er sko hellt í mann — meira þó í stelpurnar ... Svo getur maður bara farið í næstu búð og keypt pakka en það er náttúrlega soldið seinlegt að meika það. — — Áttu við að þú kaupir bruggefni? — Auðvitað — og sykur mað- ur — ekki gleyma sykrinum. — Og hvað segja foreldrar við fimmtán ára krakka sem brugga? — Það er nú ekkert meðan maður sýður ekki líka. Blessaður vertu, ég segi þeim bara að þetta sé miklu betra en ég fái mér bokku, þetta sé svo dauft — þá þakka þau sínum sæla. En ég get auðvitað orðið fullur af því líka. — Drekkur þú tii að verða fullur? — Ja, vel þéttur, þá er maður töff. — Veistu að því yngri sem þeir eru sem fara að drekka — því hættara er þeim við að verða ofdrykkjumenn eða drykkju- sjúkir. — Það eru bara aumingjar en maður er bara töff og tekur ekkert mark á þessum köllum. / Stutt þögn. / Kannski er þetta rétt — það er bara ekki hægt að vera edrú í partýjum og svoleiðis — hinir eru allir í því. — Er þetta ekki hugsana- villa? Viljið þið ekki flest láta áfengið vera en finnst að þið verðið að vera með? — Ha, heldurðu það ...? Æ, ég get ekki verið að tala lengur um þetta. Ég segi bara eins og þau gömlu: Tölum um þetta seinna. Ég er upptekinn. Góði vert’annars ekki á tauginni út af mér — talaðu heldur við hann Badda þarna — hann er bara 13 ... Veðja við þig bokku að hann sé með hland í flöskunni. Hann er sko harður í djúsinu! Og Baddi hafði líka sögu að segja. Þó fannst honum öllu erfiðara að komast yfir áfengi — en það reddaðist, sagði hann. Hann taldi að „kallinn og kell- ingin" vissu ekki að hann drykki, a.m.k. töluðu þau ekki um það. — Iss, þau geta hvortsemer ekkert sagt. Þau djúsa ef þau fara að skemmta sér — líka ef einhverjir koma — þú hefðir átt Einhverjir kölluðu — hann tók á rás. Og — virðið mér vel — það hvarflaði að mér: Getum við ekki gert eitthvað saman, þú og ég? Þið vitið — þetta er ekkert sjálfsagt... Við foreldrar getum ekki alltaf skotið okkur á bak við að félagarnir ráði ferðinni. Fé- lagar barnsins hans Sigurðar Guðmundar Jóns — eru það ekki barnið mitt og barnið þitt? Mér dettur í hug að segja ykkur frá athugunum dr. Bern- hards Brons við háskólann í Bonn. Hann hefur borið saman fjölda rannsókna um áfengi, tóbak og önnur fíkniefni og dregið af þeim ályktanir. Ein niðurstaðan er sú að bein fylgni sé milli neysluvenja for- eldra og barna þeirra. Hann bendir því á að opinskáar við- ræður foreldra og barna — og sjálfsgagnrýni beggja aðila — sé nauðsynleg til að bæta úr því slæma ástandi sem nú ríkir. Gæti verið að þetta ætti erindi við okkur? En — punkt áður en ég geri þetta of flókið: Kyssið ungana frá mér, Kalli. Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur: Basar og kökusala í DAG verður haldinn hinn árlegi basar Kvenfélags Karlakórs Reykjavíkur og hefst hann kl. 14.00 á Hallveigarstöðum. Margt góðra muna er í boði, t.d. dúkar, púðar, sokkar, svuntur, vettlingar, o.m.fl. Einnig mikið úrval af kökum. Hjálparsjóður Garðasóknar: Árleg söfnun fer fram um helgina HIN ÁRLEGA söfnun til Hjálpar- sjóðs Garðasóknar fer fram nú um helgina. Félagar úr Kvenfélagi Garðabæjar, Rotary-klúbbi Garða, Kiwanisklúbbnum, Lionsklúbbnum, Junior Chamber og Bræðrafélagi Garðakirkju ann- ast söfnunina. Sjóður þessi er sameiginlegur sjóður bæjarbúa og veitir hann aðstoð þeim, er verða fyrir óvæntum áföllum. Á morgun fer fram guðsþjón- usta í Garðakirkju. Þar predikar dr. Björn Björnsson prófessor. Garðakórinn syngur hátíðartón- list undir stjórn Þorvalds Björns- sonar. Innilegar þakkir til allra er minntust okkar á GullbrúÖkaupsdaginn. SIGURBJÖRG BJARNADÓTTIR, TÓMAS LÁRUSSON, ÁLFTAGRÓF. Til sölu Flextrac Fn 60 snjóbifreiö, árg. ’73. Upplýsingar í síma 97-1436. Höfum opnað aö Langholtsvegi 19 ALLT NÝJAR VÖRUR Opiö kl. 17—23.30 virka daga og kl. 10—23.30 laugardaga og sunnudaga. SÖLUTURNINN Langholtsvegi 19, sími 83343. ■ 1 Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands Föndur og kökubazar kvennadeildarinnar veröur haldinn sunnudaginn 16. nóv. n.k. aö Hallveigarstöðum viö Túngötu. Húsiö veröur opnaö kl. 14. A boöstólum veröa kökur, úrval af handunnum jólavörum og leikföngum auk ýmissa annarra muna. 0... Stjornm I Auglýsing um námskeiö fyrir þá sem hætta vilja reykingum Reykingavarnarnefnd auglýsir námskeiö fyrir þá sem hætta vilja aö reykja. Námskeiöiö veröur haldiö dagana 16. til 20. nóvember, hvert kvöld og hefst kl. 20 í stofu 101 í Lögbergi, húsi Lagadeildar, á lóð Háskóla íslands. Námskeiöiö er þátttakendum aö kostnaöarlausu. Leiöbeinendur og fyrirlesarar veröa: Jón H. Jónsson frá íslenska bindindisfélaginu og læknarnir Auöólfur Gunnarsson, Hjalti Þórarinsson, Kjartan Jóhanns- son, Siguröur Björnsson og Sigurgeir Kjartansson. Þátttaka tilkynnist í síma 82531 og 13899 milli kl. 13—17 í dag og sunnudag. Fólk er eindregið hvatt til þess aö nota þetta tækifæri til þess aö losna úr viöjum vanans og stuöla aö bættu heilsufari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.