Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 21
Litli leikklúbburinn á ísafirði: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 21 Sýnir leikritið „Á útleið46 SÍÐASTLIÐINN fimmtudaK frumsýndi Litli loikklúbburinn á ísafirdi loikritið „Á út!oið“ eftir Englendinginn Sutton Vane. Þetta leikrit hefur tvisvar áður verið sett upp á ísafirði, fyrir u.þ.b. 50 árum, þá af Leikfélgi Isafjarðar. Á þeim tíma var þetta leikrit mjög vinsælt og víða leikið á landinu. Einnig var leikurinn fluttur í útvarp fyrir 2 árum. Leikrit þetta gerist um borð í skipi og er frumlegt að því leyti að allar persónur þess eru dáið fólk og er það á leið til „himnaríkis og helvítis". 7 farþegar eru á skipinu og eru þeir mjög ólíkir. Leikritið lýsir samskiptum þessa fólks og viðbrögðum þess við vitneskjunni um að þau eru öll dáin. Aðrar persónur leikritsins eru þjónn á skipinu og rannsóknadómari sem allir verða að gera reikningsskil þegar á leiðarenda kemur. Leikendur eru: Guðný Magnús- dóttir,- Ásthildur Þórðardóttir, Pétur Svavarsson, Vernharður Guðnason, Jón Baldvin Hannes- son, Reynir Sigurðsson, María Maríusdóttir, Jónas Tómasson og Jakob Hallgrímsson. Leikstjóri er leikritahöfundurinn Oddur Björnsson og leikmynd gerði Pét- ur Guðmundsson. Það er von Litla leikklúbbsins að ísfirðingar og nágrannar sæki vel sýningar þeirra á þessu sér- stæða og spennandi leikriti „Á útleið". Loikstjóri og leikarar Litla leikklúbbsins á tsafirði á æfingu á leikritinu „Á útleið“ eftir Sutton Vane. Vert er að taka fram að leikritið verður aðeins sýnt á Isafirði. (Fréttatilkynning) Kvennahátíð rauðsokkahreyfingarinnar: Umræður um kon ur og atvinnulíf Rauðsokkuhroyfingin mun standa fyrir kvennahátíð í félags- stofnun stúdonta á laugardag. Nefnist hátíðin „Frá morgni til kvölds" cn hún hefst kl. 10 og lýkur kl. 18. Hátíðin hefst með hópumræð- um um málefnið „konur og at- vinnulíf“, verður m.a. rædd staða kvenna, sem komnar eru yfir fertugt, húsmæðra, verkakvenna og menntakvenna. Kl. 14 verða „gjörningar" sem leiklistarnemar standa fyrir en síðan verða ávörp og söngur fram að hléi kl. 15.15. Nokkrar konur flytja erindi um stöðu sína í atvinnulífinu og flutt verður ávarp Rauðsokkuhreyf- ingarinnar. Að loknu hléi verður söngur og ljóðaupplestur. Þá verð- ur Alþýðuleikhúsið með dagskrá, sem samin var í tilefni af kvenna- hátíðinni. Auk þessa verður kvikmynda- sýning í Garðsbúð kl. 14.30 og 16.30. Sýnd verður bandaríska kvikmyndin Union maids sem fjallar um baráttu bandarískra verkakvenna um 1930. Myndin var gerð 1976 og er um 45 mínútur að lengd. Barnagæsla verður á stað- num frá kl. 10 til 18. Miðasala verður við innganginn og er verð miða kr. 3.000. Undirbúningshópur kvennahátíðar. f.v. Margrét Rún, Edda Ólafsdótt- ir, Þórunn Svavarsdóttir, Katrin Didriksen og Matthildur Sigurjóns- dóttir. Á myndina vantar Sigrúnu Iljartardóttur og Önnu K. Júlíusson sem einnig eru í undirbúningshópnum. Fjölskyldumáltíð í Naustinu VEITINGAHÚSII) Naust hofur inu á sunnudögum að bjóða tekið upp þá nýbroytni í hádeg- hjónum góðan málsvorð á hóf- Hann bragðast vel, hamborgarinn i Naustinu. — Ljósm.: Jens Alexandersson. legu verði. on að auki er sérmat- seðill fyrir börnin og gosdrykkir moð. svo mikið som krakkarnir gota í sig látið. Maturinn fyrir börnin er ókeypis. Fyrir hjónin er málsverðurinn þríréttaður, súpa, aðalréttur og eftirréttur, en börnin geta valið um hamborgara eða lítinn körfu- kjúkling og fá síðan ís á eftir, sem kenndur er við ævintýrapersónur sjónvarpsins, Tomma og Jenna. Allur málsverður krakkanna minnir á áðurnefndar ævintýra- persónur, þau fá gosið í sérstökum glösum, sem prýdd eru myndum af þeim kumpánum og loks á meðan pabbi og mamma drekka kaffi, fá krakkarnir að horfa á Tomma og Jenna sjálfa kljást á sjón- varpsskjá og gerði þetta, a.m.k. um síðustu helgi, mikla lukku meðal yngstu gesta veitingahúss- ins. ÞESSAR vinkonur efndu til hlutaveltu í Smáíbúðahvorfinu fyrir nokkru til ágóða fyrir Afrikuhjálp Rauða krossins. Þa‘r heita Þuriður Ilalldórsdóttir. Elsa Davíðsdóttir og Eva Eðvaldsdóttir. Þær söfnuðu alls 14.400 kr. ÞESSAR stöllur, Guðrún Ýr Birgisdóttir og Aldís Guðlaugsdóttir. efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Skálatúnsheimilið. Þær söfnuðu 15.000 krónum. ÞETTA eru vinkonurnar Hafdis Hanna Birgisdóttir og Marsibil Sigriður Gisladóttir. Þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Afríkusöfnun Rauða krossins. Þær söfnuðu 11.700 krónum. Þ.ER heita Borglind Sigmarsdóttir, Erla Magnúsdóttir og Eyrún Dögg Ingadóttir, þessar vinkonur. Þær héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Afrikusöfnun Rauða krossins og komu þar inn rúmlega 7.400 kr. ÞESSAR tolpur efndu til hlutaveltu að Flúðasoli 82. Broiðholts- hverfinu. til ágóða fyrir Afrikusöfnun RKÍ. Þær söfnuðu 12.400 kr. Tolpurnar hoita Kolbrún Lilja. Ragna Björk og Sigurborg íris. — Á myndina vantar eina úr kompaniinu, on hún heitir Hrund Traustadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.