Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Reagan vill ekki hitta Schmidt Washington. 11. nóv. — AP. RONALI) Rcaxan. va-ntanlpKur forseti Bandaríkjanna. ætlar rkki að hitta Hclmut Schmidt. kanslara Vcstur-Þýskalands. þegar hann kcmur til Bandaríkjanna í næstu viku. sattdi í daK í hlaðinu Thc Washindton Star. Blaðið hefur það eftir Robert G. Neuinann, sem sér um undirbúning undir embættistöku Reagans, að reglan væri sú, að væntanlejjur forseti, sem ekki hefði tekið við embætti, hitti en(ía þjóðarleiðtoga að máli, enda gæti þá litið út sem tvær ríkisstjórnir væru í landinu. í The Washiniíton. Star er haft eftir talsmanni Schmidts, að Schmidt sé mjöjí áfram um að hitta Reanan o(í kynnast afstöðu hans til Sovétríkjanna. í blaðinu er einnig haft eftir embættismanni í Hvíta húsinu, að vitað sé að megintiltíanj;- ur heimsóknar Schmidts sé að hitta Rea(?an. „Hann mun hitta Carter, en hann er þó alls ekki til þess kominn," sagði hann. Blaðamenn í verkfalli í Finnlandi Frá fróttaritara MiirKunhlartsins í IIHsinKÍors í Kær. Kúmlcita 8.500 finnskir hlaða- mcnn hófu vcrkfall í dax ok útftáfa datthlaða 0« tímarita hcfur stóðv- azt. Blaðamcnn. scm starfa við útvarp oir sjónvarp. halda hins vc(?ar áfram vinnu. þar scm þcir hafa sérsamninga. Rikissáttasemjari reyndi á síð- ustu stundu að fá verkfallinu frestað meðan Kekkonen forseti væri í opinberri heimsókn í Moskvu, en það tókst ekki. Blaðamenn krefjast 15% launa- hækkunar, en vinnuveitendur vilja aðeins fallast á 8% hækkun. Samn- inKstíminn er tvö ár. Stjórn blaðamannafélaKsins samþykkti einróma að hafna tillöfíu sáttasemjara. Vinnuveitendur sam- þykktu tillö(juna. — GranherK. Veður víða um heim Akureyri 11 skýjað Amsterdam 11 skýjað Aþena 22 skýjað Berlín 5 skýjaö Brússel 6 skýjaö Chicago 16 rigning Feneyjar 22 skýjað Frankfurt 7 skýjaö Færeyjar 3 skýjað Genf 2 skýjað Helsinki 4 rigning Jerúsalem 27 heiðskírt Jóhannesarborg 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Las Palmas 9 heiðskírt Lissabon 16 heiöskírt London 11 skýjaö Los Angeles 21 heiðskírt Madrid 14 heiðskírt Malaga 18 úrkoma í grennd Mallorca 15 léttskýjað Miami 25 skýjaö Moskva -2 skýjað New York 15 skýjað Osló 1 heiðskírt París 9 skýjað Reykjavík -6 léttskýjað Ríó de Janeiro 23 skýjað Rómaborg 24 rigning Stokkhólmur 2 skýjað Tel Aviv 29 heiðskírt Tókýó 14 heiöskírt Vancouver 6 heiðskírt Vínarborg 10 heiöskírt Frá Einari K. Guðfinnssyni, fréttaritara Mbl. í Enxlandi, 14. nóvember. Michael Foot: I Rómaveldi hinu forna var það nefnt Phyrrosarsigur þegar sigur- vegarinn hafði lagt meira í sölurn- ar en hann hafðráunnið. Leiða má sterk rök að því, að sigur Michael Foots yfir Denis Healey, fyrrum fjármálaráðherra í leiðtogakosn- ingum Verkamannaflokksins fyrir skömmu hafi verið sannkallaður Phyrrosarsigur. Þó að vinstri arm- ur Verkamannaflokksins með Michael Foot í fararbroddi hafi unnið sætan sigur í orrustunni við Denis Healey er eins víst, að þeir hafi lagt grunn að ósigrinum í stríðinu við íhaldsflokkinn. Brezka Verkamannaflokknum má líkja við glóandi vígahnött sem sprungið getur á hverri stundu. Flokkurinn er sjálfum sér ósam- kvæmur á stundum, flokksstarf allt í molum og kalla má grálynda þá glettni örlaganna, að í flokki þar sem algengt ávarp er „bróðir", berast menn nú á banaspjót. Hin- um stríðandi fylkingum laust sam- an á síðasta flokksþingi í október. Þetta var sögulegt þing, sem átti sér langan aðdraganda. Allt frá stofnun hefur Verka- mannaflokkurinn átt sterk ítök í og á sex ára valdaferli sínum kom hann furðu miklu af henni í framkvæmd. Vinstrimenn í Verka- mannaflokknum vísa til þessa sig- urs sem skólabókardæmis um hvernig flokkurinn eigi að starfa. Síðast í gærkvöldi heyrði ég Eric Heffer, vinstrisinnaðan þingmann, tala um þetta tímabil hreykinn mjög. Á seinni hluta valdaferils Att- lees fór að bera á þeim erjum, sem síðar hafa haldist með hléum þó. Árið 1951 — skömmu fyrir kosn- ingar, sögðu þeir Bevan, Harold Wilson og John Freeman sig úr stjórninni hjá Attlee vegna ágrein- ings um efnahagsmál og velferð- armál. Á árunum milli 1950 og '60 hélst þessi ágreiningur og smám saman varð til hópur svokallaðra Bevaníta — kenndir við fyrrnefnd- an Bevan, sem gagnrýndi Verka- mannaflokkinn frá vinstri. Árið 1954 var kosinn nýr leiðtogi í Verkamannaflokknum. Tveir menn kepptu einkum að því að hreppa hnossið — þeir Bevan og Hugh Gaitskell. Gaitskell varð hlutskarpari. Ævinlega síðan hefur hans verið minnst sem fulltrúa Foot. Hann hef- ur unnið orrustu en stríð- ið biður hans... verkalýðshreyfingunni. Þó sam- starfið hafi verið brösótt á stund- um má segja, að flokkurinn hafi verið pólitískur armur verkalýðs- hreyfingarinnar. Þá hafa Samvinnuhreyfingin og Verkamannaflokkurinn haft stuðn- ing hvort af öðru. Þó fáum sé það ljóst er það engu að síður stað- reynd, að til er stjórnmálaflokkur samvinnumanna, sem styður þó Verkamannaflokkinn í öllum kosn- ingum. Þó Verkamannaflokkurinn hafi notið góðs af stuðningi þessara sterku þjóðfélagsafla, er það engu að síður staðreynd að eining flokksins hefur goldið þessa — að minnsta kosti á stundum. Þá er auðvitað rétt að minnast þess, að Verkamannaflokkurinn gerir tilkall til þess, að vera stjórnmálahreyfing sósíalista af öllum stærðum og gerðum. I Verkamannaflokknum má finna hægfara jafnaðarmenn á borð við dr. David Owen, fyrrum utanríkis- ráðherra, Denis Healey, sem sækir fyrirmyndir sínar oft til v-þýzkra jafnaðarmanna, og svo róttæklinga á borð við Michael Foot, Tony Benn og George Silkin, sem þó greinir oft á innbyrðis. í kringum þessar stórpólitísku reikistjörnur streyma svo smástirni sem líka vilja gera sig gildandi með tilheyrandi brölti. Vegna þessa fjölbreytileika er flokkurinn oft sjálfum sér ósam- kvæmur og undrar engan sem þekkir til. Loks er vert að minnast þess, að þingmenn Verkamannaflokksins eru uppivöðslusamari en þingmenn Ihaldsflokksins. Þessa sér líka merki á flokksþingum. Ihaldsmennirnir sitja prúðir undir ræðum sinna manna en Verka- mannaflokksmennirnir segja sína meiningu hispurslaust. Verkamanna- flokkurinn var róttækur og sameinaður Sú var tíðin að Verkamanna- flokkurinn setti fram róttæka stefnuskrá, stóð sameinaður að baki henni og sló í gegn. Attlee, þáverandi leiðtogi Verkamanna- flokksins, leiddi flokkinn til sigurs gegn þjóðhetjunni Churchill og Ihaldsflokki hans árið 1951. Kosn- ingastefnuskrá Attlees var róttæk hins hófsamari arms Verkamanna- flokksins. Sannleikurinn er sá, að tiltölu- lega lítill ágreiningur var á þessum tíma milli íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins. Fjármála- ráðherra íhaldsflokksins á þessum árum var Ralph Butler. Og menn töluðu um að But-Skellismi ríkti í sjórnmálunum vegna þessa. (But- Skellismi er orð sem búið er til úr nöfnum þeirra Butlers og Gait- skells.) Gaitskell var stöðugt gagn- . rýndur af vinstrimönnum úr flokki sínum og var Bevan þeirra þekkt- astur. Hámarki náði þessi gagn- rýni árið 1960 þegar í tvígang var reynt að fella Gaitskell sem for- mann flokksins, en í bæði skiptin hélt hann velli. I annað skiptið var á ferðinni Harold nokkur Wilson, síðar leiðtogi flokksins og forsætis- ráðherra. Hér er ástæða til að staldra við. Ef grannt er skoðað má sjá fjölda margt í Verkamanna- flokknum nú sem minnir á ástand- ið þá. Árið 1960 var hafin barátta fyrir afvopnun á sviði kjarnorku- vopna í Bretlandi. Sú barátta beindist meðal annars gegn Hugh Gaitskell. í þessari baráttu tóku margir þátt og skal fyrstan frægan telja Michael Foot. Hann vakti þá strax athygli á sér vegna frábærrar ræðumennsku. Menn tóku líka eftir því, að hann hallaði sér staðfast- lega að Bevan og margir þóttust sjá eftirmann Bevans í Michael Foot. Wilson formaður Þó liðu mörg ár áður en Foot gaf kost á sér í leiðtogakjöri Verka- mannaflokk ;ins. Hans tími kom síðar. Árið 1963 lést Gaitskell skyndilega. Væringar höfðu að mestu verið aflagðar í flokknum en nú blossuðu þær upp að nýju. George Brown og Harold Wilson kepptu um leiðtogasætið og varð Wilson hlutskarpari. Wilson var talinn vinstri maður og deilur lágu niðri eftir kjör hans. Árið 1976 voru enn kosningar í Verkamannaflokknum. Margir voru um hituna í það skiptið — Anthony Crossland, Tony Benn, Roy Jenkins, James Callaghan, Mickael Foot og Denis Healey. Þessir menn voru ólíkir — Benn og Foot voru dæmigerðir fulltrúar vinstri armsins, allir hinir voru hófsamari. Anthony Crossland og, þó einkum Roy Jenkins voru skil- getin afsprengi þeirra stjórnmála- hugmynda sem Gaitskell barðist fyrir. Enn mátti því greina sama rauða þráðinn í öllum deilum. Callaghan og Foot bitust að lokum um leiðtogasætið og bar Callaghan sigur úr býtum sem kunnugt er. Átök vinstri manna og hægri manna eru því ekki ný af nálinni í Verkamannaflokknum. Eins og ég hef reynt að sýna fram á, eru þau átök, sem nú eiga sér stað engin ný bóla. Þau eru áframhald áratuga langs skæruhernaðar. í þessum hernaði hefur gengið á ýmsu. Jafnaðarmaðurinn Gaitskell hafði betur í baráttunni gegn Bevan, vinstrimanni. En vinstri- maðurinn Wilson bar sigur úr býtum gegn Brown en færðist síðan til hægri. Nú er ljóst að vinstri- armurinn hefur töglin og hagldirn- ar. Spurningin er því: Hvað veldur og hve lengi varir þetta ástand? Mín skoðun er sú, að vinstriarm- urinn hafi nú það tangarhald á flokknum að hann sleppi því ekki á næstunni. Þessari sterku stöðu hefur verið náð á' allra síðustu árum. Ástæðan er ekki síst sú, að á síðustu árum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á skipulagsregl- um flokksins, sem hafa auðveldað þeim leikinn. Flokksráðið æ valdameira í síðasta hefti hins virta stjórn- málafræðitímarits, British Journal Attlee. Gaitskell. Wilson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.