Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 13 Jón og síra Jón Loks má ekki minna vera en maður þakki fyrir sig. Þegar ég var pottormur í Hafnarfirði fyrir meira en hálfri öld gengu menn með höfuðföt, og ofantekningar voru ríkur þáttur í þjóðlífinu. Flestir gengu með derhúfur, sem kallaðar voru sixpensarar, for- menn á bátum með kaskeiti og betri borgarar með hatta, mis- jafnlega tígulega. Derhúfumenn áttu að taka ofan að fyrrabragði fyrir öllum sem þeir mættu, kask- eitismenn fyrir hattamönnum, en hattamenn höfðu ýmsan sið. Sum- ir tóku ofan með glæsilegri sveiflu, aðrir báru tvo fingur upp að hattbarðinu virðulegir í fram- an. Fáeinir stikuðu framsettir og þóttust ekkert taka eftir þótt aðrir væru að bukta sig og beygja — þetta voru mennirnir með völdin. Vísast er þessi ofantekningarsiður nú aflagður, en ekki hugarfarið sem bak vlð bjó. Snemma á þessu ári skrifaði ég borgarráði út af lóð, mér var ekki svarað fyrr en eftir rekistefnu og fékk þá að vita að ég væri ekki svaraverður því að ég hefði átt að yrða á tignarmenn- ina tiltekinn dag í janúarmánuði. Um svipað leyti og mér barst bréfið fékk SIS hins vegar lóð í nýja miðbænum, umsóknin af- greidd einróma sama dag og hún var send. Það er ekki sama að vera Jón og síra Jón. Eg spurði Alþingi Islendinga einnig um smáræði snemma á þessu ári, en hef ekkert ans fengið, þrátt fyrir rekistefnu, ekki einu sinni vitneskju um það hvaða dag ég megi yrða á stofnun- ina. Eg get nefnt fleiri dæmi af sama toga en nenni því ekki. En því orða ég þetta að mér finnst vænt um að þjóðminjavörður er maður alþýðlegur, og kveð hann með óskum um góðan farnað við lyftuframkvæmdir og aðrar at- hafnir í þágu hérlendrar þjóð- menningar. 13da nóvember 1980. Halldór Blöndal, alþm.: Fiskar á fjalli heitir ein af ljóðabókum Ingimars Erlends Sigurðssonar. Nafið er ofurlítið nýstárlegt og vekur forvitni. Hann kallar þá líka slcáldfiska og segir, að þeir hafi dáið daginn þann sem þeir drukku hinn græna sjó. Á miðvikudaginn gaf ríkis- stjórnin út fréttatilkynningu, þar sem m.a. stendur: „Ríkis- stjórnin mun vinna að áfram- haldandi hjöðnun verðbólgu á næstu misserum og stuðla að því að tryggja sem bezt kaupmátt launafólks." Ég er hræddur um, til ríkisstjórnarinnar og sagði, að svarið þyrfti ekki að vera flókið, einungis já eða nei mundi duga, en enginn ráðherranna treysti sér til þess að segja annaðhvort þessara litlu orða. Af þeim sökum hef ég nú lagt fram á Alþingi fyrirspurn með þinglegum hætti, þar sem ég óska svars við þessu. Hræðsla við ASÍ-þingið Enginn vafi er á því, að ríkisstjórnin mun verjast allra fregna um kjaraskerðingar- áform sín fram yfir Alþýðu- sambandsþing. Pétur Sigurðsson hefur undirstrikað þennan „Gleymdu degi og gær“ Greinarkorn eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hjöðnun verðbólgu að það þyrfti að segja fiskimönn- um okkar oftar en þrem sinnum að beina skipum sínum til fjalls til þorskveiða. Það er jafnfárán- legt og að ætlast til þess af þessari ríkisstjórn, að hún geri annaðhvort. að draga úr verð- bólgunni eða varðveita umsám- inn kaupmátt launa, en það er það sem verið er að gefa í skyn með fréttatilkynningunni að hún ætli sér að gera. Er von á jólagjöf frá stjórninni? Á Alþingi hafa hina síðustu dgaa orðið allmiklar umræður um efnahagsmál, einkum þá þætti þeirra sem snerta atvinnu- mál, skattamál og kaupmátt launa. Þetta er eðlilegt með hliðsjón af því að einstakir ráðherrar hafa á undanförnum vikum gefið mislitar og raunar litverpar yfirlýsingar um það, hversu fresta skuli verðbótum á laun og hversu þrengt skuli að atvinnurekstrinum en ríkisum- svifin jafnframt aukin. í fjár- lagaræðu Ragnars Arnalds var þetta einkar skýrt, þegar hann lýsti því hvernig einkaneyzlan mundi dragast saman á næsta ári og raunar hefur Halldór Ásgrímsson tekið undir þetta í ræðu um annað mál. Matthías Á. Mathiesen beindi þeirri fyrirspurn til forsætisráð- herra eða viðskiptaráðherra næstliðinn þriðjudag, hvort þingmenn mættu vænta þess, að frumvarp um ráðstafanir í efna- hagsmálum kæmi á borð þeirra fyrir jól. Við því fékkst ekkert svar þá. Ég tók þetta mál síðan upp á fundi Alþingis viku síðar, beindi þessari sömu fyrirspurn Skerðing á reiknitölu á- kvæðisvinnu verði leiðrétt Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá fimm félögum í byggingariðnaði: Þar sem undirrituð launþega- samtök telja að umfjöllun fjöl- miðla um vinnudeilur þeirra og atvinnurekenda hafi ekki gefið nægilega glögga mynd af því hvert ágreiningsefnið raunverulega er, vilja þau taka eftirfarandi fram: Samkvæmt útreikningi, sem við höfum látið gera á skerðingu sem orðið hefur á reiknitölu ákvæðis- vinnu miðað við tímakaup á und- anförnum árum, hefur skerðing þessi orðið frá 9,33% —26,33% mismunandi eftir starfsstéttum. Skerðingu þessa má að verulegu • leyti rekja til þess að löggjafinn hefur ítrekað vegið að reiknitöl- unni í sambandi við afskipti sín af gerðum kjarasamningum og að ekki hefur fengist leiðrétting á henni þegar skerðingar á öðrum launum voru leiðréttar svo sem með „þaklyftingu". í samningi þeim sem okkur er boðið upp á nú er gert ráð fyrir að skerðingin sé enn aukin að miklum mun og meira en tíðkast áður í einu stökki. Samkvæmt lauslegri at- hugun okkar myndi skerðingin miðað við þann samning geta orðið um 40%. Vinnuveitendur okkar hafa viðurkennt að þegar sé orðin veruleg skerðing, þótt ein- hver skoðanamunur sé um tölur, en hika samt ekki við að bjóða upp á áframhaldandi og aukna skerð- ingu. Meginkrafa okkar í yfirstand- andi kjaradeilu er sú að skerðing þessi verði viðurkennd og leiðrétt í áföngum. Þessari kröfu hafa við- semjendur okkar alfarið hafnað enn sem komið er án þess að færa fram nein viðhlítandi rök fyrir þeirri afstöðu. Það er skoðun okkar að verði ekki spyrnt við fótum hér og nú leggist ákvæðisvinna í byggingar- iðnaði niður. Slíkt muftdi að okkar dómi draga úr afköstum og þar með lengja byggingartíma húsa til stórskaða fyrir þjóðarbúið í heild. Félögin vilja að lokum vekja athygli á því að kjaradeilu þeirra var vísað til sáttasemjara strax á sl. vori. Sáttafundir hafa þó til þessa aðeins orðið þrír og hefðum við kosið að af hálfu sáttasemjara og sáttanefndar hefði verið tekið af meiri festu á málinu. Fh. Múrarafélags Reykjavíkur, Helgi Steinar Karlsson formaður Fh. Veggfóðrarafélags Rvíkur, Sigurður Pálsson formaður. Fh. Sveinafélags pípul.manna, Þórir Gunnarsson formaður. Fh. Málarafélags Reykjavíkur, Iljálmar Jónsson formaður. Fh. Múrarasambands íslands, Ilelgi Steinar Karlsson formaður . /. f t Eitt kortanna sem Styrktarfélag vangefinna gefur út. Myndin á kortinu heitir: Þegar mamma og pabbi komu heim, og er eftir Sólveigu E. Pétursdóttur. Jólakort Styrktarfélags vangefinna JÓLAKORT Styrktarfélags vangefinna eru komin út. Nokk- ur undanfarin ár hefur félagið gefið út kort með myndum af verkum listakonunnar Sólveig- ar Eggerz Pétursdóttur til styrktar vangefnum. Að þessu sinni eru gefnar út nokkrar nýjar gerðir með myndum eftir Sólveigu. Eru kortin til sölu á heimilum félagsins og skrif- stofu þess að Laugavegi 11, svo og í verzluninni Kúnst, Lauga- vegi 40. Jólakortin eru pökkuð af vist- fólki í Bjarkarási. Átta kort eru í pakka en verðið er kr. 2.000. Þá er félagið einnig með tvær gerðir stærri korta með myndum eftir Sólveigu og eru þau m.a. ætluð fyrirtækjum, sem senda við- skiptavinum sínum jólakort. Þau fyrirtæki, sem áhuga hafa, geta haft samband við skrifstofu fé- lagsins og verða þeim þá send sýnishorn af kortunum. punkt rækilega í þingræðu, enda sjálfsagt með hliðsjón af ótal yfirlýsingum um samráð við verkalýðshreyfinguna, að hug- myndir ríkisstjórnarinnar um róttækar efnahagsaðgerðir í tengslum við myntbreytinguna verði kynntar á Alþýðusam- bandsþinginu. í þessu sambandi er nærtækt að skírskota til svonefndra Ólafslaga, þar sem kveðið er á um það með ákveðn- um hætti, að náið samráð skuli haft við launþegasamtökin. Enn- fremur má minna á stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar og síendurteknar yfirlýsingar ein- stakra ráðherra. Auðvitað vita menn það, að verðbólgunni verður ekki komið niður nema allir taki á sig einhverjar byrðar. En til þess að menn séu fúsir til þess, verða þeir að hafa sannfæringu fyrir því, að stjórnvöldum sé alvara og að þau hafi raunverulega eitt- hvað til málanna að leggja. En því miður bendir ekkert til að .. og grænt þitt hjarta slær“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um það, að umtalsverður árang- ur hafi náðst í baráttunni við verðbólguna er annaðhvort léleg aulafyndni eða ósvífni og skákað í því skjólinu, að fólk fylgist ekki með, ekki einu sinni- því ráðstöf- unarfé, sem það hefur handa á milli — hvort það fer minnkandi eða vaxandi. Vel má vera, að hægt sé að sannfæra óreynda unglinga um eitt og annað, jafnvel um það, að Trotzky hafi aldrei verið til eða Stalín sé ennþá á meðal okkar. En hitt er með ólíkindum, ef nokkrum dettur í hug, að hús- móðirin fylgist ekki með því hvort henni gangi verr eða betur að láta matarpeningana endast milli útborgunardaga. Það er vita tilgangslaust að skírskota til framfærsluvísitölu eftir út- sölu á smjöri eða skyndiniður- greiðslu á lambakjöti. Þarfir heimilanna eru miklu meiri en svo, að með takmörkuðum niður- greiðslum sé hægt að breyta þessari mynd svo nokkru nemi. Þess vegna sjá allir í gegnum yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og þykir heldur vérr en ekki að hún skyldi hafa verið látin ganga til fjölmiðla. Af yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar verður þess vegna ekki dregin nema ein ályktun, að hún sé að reyna að fá þjóðina til þess að gleyma þeirri þróun, sem orðið hefur á árinu í verðlags- og launamálum. Græningjar eru þeir kallaðir, sem gína við litn- um einum saman og auðvelt er að blekkja. Ríkisstjórnin gæti því vel í sinni næstu yfirlýsingu skírskotað til Ingimars Erlends Sigurðssonar og látið boðskap sínum Ijúka með þessum orðum: „(íleymdu do>fi Ka*r. og Krænt þitt hjarta slær." f ,lil j Islands ferma skipin sem hér segir: AMERIKA PORTSMOUTH Hofsjökull 20. nóv. Bakkafoss 24. nóv. Ðerglind 3. des. Bakkafoss 15 des. Goðafoss 17. des NEW YORK Berglind 5. des. HALIFAX Hofsjökull 24. nóv. Goöafoss 22. des. BRETLAND/ MEGINLAND Eyrarfoss 17. nóv. Álafoss 24. nóv. Eyrarfoss 1. des. Álafoss 8. des. Eyrarfoss 15. des. FELIXSTOWE Eyrarfoss 18. nóv Álafoss 25. nóv. Eyrarfoss 2. des. Álafoss '9. des. Eyrarfoss 10. des. ROTTERDAM Eyrarfoss 19. nóv. Álafoss 26. nóv. Eyrarfoss 3. des. Álafoss 10. des. Eyrarfoss 17. des. HAMBORG Eyrarfoss 20. nóv. Álafoss 27. nóv. Eyrarfoss 4. des. Álafoss 11. des. Eyrarfoss 18. des. WESTON POINT Urriöafoss 20. nóv. Urriöafoss 3. des. Urriöafoss 17. des. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 24. nóv. Mánafoss 8. des KRISTIANSAND Dettifoss 17. nóv. Dettifoss 1. des. MOSS Dettifoss 18. nóv. Mánafoss 25. nóv. Dettifoss 2. des. GAUTABORG Dettifoss 20. nóv. Mánafoss 26. nóv. Dettifoss 3. des. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 21. nóv. Mánafoss 27. nóv. Dettifoss 4. des. HELSINGBORG Dettifoss 21. nóv. Mánafoss 27. nóv. Dettifoss 5. des. HELSINKI irafoss 1. des. Múlafoss 11 des. VALKOM írafoss 2. des. Múlafoss 12. des. RIGA írafoss 5. des. Múlafoss 15. des. GDYNIA írafoss 5. des Múlafoss 16. des. Frá REYKJAVÍK: ámánudögumtil AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR EIMSKIP NÝTT: FRÁ ÍSAFIRÐI TIL AKUREYRAR OG REYKJAVÍKUR ALLA þRIÐJUDAGA. FRÁ AKUREYRI TIL REYKJAVIKUR ALLA FIMMTUDÁGA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.