Morgunblaðið - 15.11.1980, Page 33

Morgunblaðið - 15.11.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 33 Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.: Tilræði við almenn- ing á Skólavörðuhæð Það er engin ný speki, að höfuðborg okkar er byggð upp af húsum í einkaeign annars vegar, aðallega íbúðarhúsum, og opinber- um byggingum hins vegar. Því er ekki heldur að neita, að hvorki er unnt né sanngjarnt að gera sömu kröfur til fyrr talinna húsa, sem einstaklingar byggja, og þeirra, sem byggð eru á vegum ríkis, sveitarfélaga eða opinberra stofn- ana, enda er það ekki nærri eins alvarlegt, þótt misjafnlega takist til um hús, sem einstaklingar byggja, og þau, sem byggð eru fyrir almannafé, jafnvel þótt mis- tökin séu herfileg, eins og of oft vill koma fyrir hjá okkur. A sama hátt má halda því fram, að svæði eða hverfi í höfuðborginni séu misjafnlega þýðingarmikil frá arkitektónisku eða skipulagslegu sjónarmiði. Engum dylst, að það er hvað mikilvægast að vel takist um byggingar t.d. við Lækjartorg, Tjarnarsvæðið, Skólavörðuholtið, Landakotshæðina, Háskólahverfið eða Hlemmtorg og víðar t.d. á Landsspítalalóðinni. Flestir þessir staðir hafa næst- um því mótast af sjálfu sér ef svo má orða það, þ.e.a.s. byggingar við þá hafa verið reistar án þess að fyrir fram hafi verið skipulagt, handahóf og einkaframtak hafa ráðið þar mestu hvernig til hefur tekist og því miður oftar verr en vel. Það er aðal listamanna á hvaða sviði sem er að virða verk annarra í listinni og á þetta ekki síst við um arkitekta, þar sem byggingar sem fyrir eru gera kröfu til þess að tekið sé mið af þeim og reynt að spilla ekki heildarútliti með ein- hverjum skringilegheitum í arki- tektúr eða oflátungshætti. Engu er líkara en að sumum af arkitekt- um okkar gangi illa að skilja þetta lögmál, hinu má ekki heldur gleyma að sérhver ný bygging á hverjum stað verður hluti af heildinni og að aðalatriði er að vel takist í því efni. Ekki má skilja orð mín svo að byggingar reistar í dag eigi að vera bein eftirmynd þeirra, sem fyrir eru heldur er átt við hitt að tengja megi nýtt verk því eða þeim, sem fyrir eru. í þessu sambandi er rétt að íhuga hvernig tekist hefur til á nokkrum helstu svæðum höfuðborgarinnar. Þýðingarmestu svæði höfuð- borgarinnar eru Austurvöllur og Lækjartorg. Meginmistökin við Austurvöll eru þau, að á sínum tíma var leyft að byggja að nýju upp hús á milli Austurvallar og Austurstrætis, en þar réðu einka- hagsmunir úrslitum; allgóður heildarblær er hins vegar yfir austur og suður hlið Austurvallar. Alþingihús, Dómkirkja, Hótel Borg og Reykjvíkurapótek eru all samræmdar hyggingar, hins vegar eru hinar hliðarnar ekki eins vel heppnaðar frá fagurfræðilegu sjónarmiði, t.d. er einhver bak- húsablær á húsum milli Austur- vallar og Austurstrætis. Lækjartorg er og verður aðal fundar- og útisamkomustaður höfuðborgarinnar, enda þótt það sé nú síður til þess fallið eftir að hin illa staðsetta nýbygging (Teiknistofa Ármúla 6, Gísli Hall- dórsson arkitekt o.fl.) var reist þar sem Smjörhúsið og Hótel Hekla stóðu áður. Réttara hefði verið að velja byggingu sem þeirri stað handan Hafnarstrætis og þá hefði torgið stækkað og skjól myndast fyrir norðanáttinni, sem er ekki þýð- ingarminnst hér. Spurning er hvort ekki gæti verið lausn á þessum málum að stalla Arnarhól og skapa þar svæði fyrir áhorf- endur og fundarmenn með vísi að hringleikahúsi. Hins vegar má segja að vel hafi tekist að virða hús það er fyrir var, er byggt var ofan á og við Utvegsbankann, þannig að heild- arblær og gamla íslandsbanka- húsið njóta sín, (arkitektar Eirík- ur Einarsson og Hörður Björns- son) svo og að tenging við gamla pósthúsið hafa lukkast vel, (arki- tekt Bárður Daníelsson). Því miður hafa borgaryfirvöld ekki verið á verði sem skyldi gegn því að spillt yrði umhverfi Lækj- artorgs og víðar og er bensínstöð og áðurgreind nýbygging á Lækj- artorgi hörmulegt dæmi um and- varaleysi þeirra. Háskólalóðin er eitt af fáum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur verið skipulagt fyrir fram áður en ráðist var af fullum krafti í byggingaframkvæmdir þar og má segja að hugmynd Guðjóns Samúelssonar hafi verið látlaus með staðsetningu bygg- inga í kringum skeifu í líkingu við Ásbyrgi, en þörf hefði verið á skjóli og hefði mátt ná því með tengingu húsa á norð-austur helmingi lóðarinnar. Sennilegt er, að slík tenging hafi verið ætlun Jóns Haraldssonar arkitekts, er hann teiknaði Félagsstofnun stúd- enta, en því miður tekst sú tenging miður en skyldi. Byggingin er í hrópandi ósamræmi við þau hús, sem fyrir eru og því miður gerð af fullkomnu tillitsleysi við umhverfi sitt. Verst er þó, að veitingastað- urinn þar er svo gjörsneyddur þeirri hlýju og þeim menningar- blæ, sem hæft hefði slíkum stað, mun of mikil lofthæð veitingasal- arins eiga sinn þátt í hve óvistleg- ur hann er. Aðrar nýbyggingar á háskólalóðinni, Árnagarður og „Löggarður" (Lögberg er bæði óviðeigandi og full yfirlætislegt nafn) eru sviplitlar byggingar og all „lummulegar". (Arkitektar, Húsameistarar ríkisins Hörður Bjarnason og Garðar Halldórs- son). — Hefði verið einhver til- gangur með hvolfþökum í bragga- stíl á hjónagarði (arkitekt Hrafnkell Thorlacius) þá hefði sú lausn verið afsakanleg. Greinarhöfundur hefur áður gert Landsspítalalóðina að um- talsefni í útvarpi og benti á öll þau mörgu mistök þar, bæði klastur og kák, þar sem sama sagan endur- tekur sig að ekkert tillit hefur verið tekið til þeirra bygginga sem fyrir eru og er þetta sennilega heimsmet á sviði arkitektúrs á ekki stærra svæði. Guðjón Samú- elsson gerði drög að skipulagi Landspítalalóðarinnar á sínum tíma og er mér tjáð að hugmynd hans hafi verið að tengja saman Landspítalalóðina og Skólavörðu- holtið; en þá stóð til að Háskólinn yrði þar og hafi þetta verið athyglisverð hugmynd, en síðar virt að vettugi með byggingum staðsettum af handahófi og við- byggingum. Nú á að bæta gráu ofan á svart með þeim byggingar- framkvæmdum, sem hafnar eru sunnan Hringbrautar og hinn svokallaði „Tanngarður" er fyrsti vísir að og lofar ekki góðu að því er útlitið gefur til kynna, en bygging sú er aðeins hluti af fyrirhuguðu byggingabákni eða völundarhúsi, sem þar skal reisa og tengjast Landsspítalanum í framtíð, þegar Hringbraut hefur verið lögð niður sem akbraut (arkitektar; Hörður Bjarnason, Garðar Halldórsson og fleiri arki- tektar hjá húsameistara rikisins, en að baki þeim mun vera breskur arkitekt, sem kemur við og við til landsins og gefur línuna og munu þau strik kosta sitt. Hér er greinilega framhald á fyrri braut hringlandaháttar og ringulreiðar og ekkert til sparað. Það skal játað, að erfitt kann að vera að átta sig á þessu bygg- ingarbákni af uppdr. og þeim hluta (Tanngarði), sem þegar hef- ur verið reistur, en útlitið lofar ekki góðu, en skal ekki gert frekar að umtalsefni hér. Stílhreinasta húsið á lóðinni er Grænaborg, dagvistunarheimili, sem Barna- vinafélagið Sumargjöf reisti á sínum tíma (arkitekt ókunnur). Sunnan Hringbrautar nærri Al- aska er mjög velheppnað dagvist- unarheimili fyrir börn starfsfólks á Landspítalanum. Innflutt ein- ingahús (arkitekt ókunnur). Þar væri mögulegt að reisa fleiri barnaheimili. Þá er komið að Skólavörðuholti, en fyrihuguð nýbygging Grænu- borgar þar er mcgintilefni þessara skrifa. Að ýmsu leyti hefu> tekist sæmilega og vel um byggingar þar, einkum Austurbæjarbarna- skólann, (arkitekt Sigurður Guð- mundsson) og Gagnfræðaskóla Austurbæjar (arkitekt: Einar Sveinsson) og Iðnskólann (arkit. Þór Sandholt). Þessar byggingar mynda sæmilega heild, þ.e.a.s. áður en Iðnaskólabyggingin, í samræmi við íslenska hefð, var eyðilögð með sviplausri og lág- kúrulegri viðbyggingu. Einnig má segja að Hallgrímskirkja, svo gall- aður arkitektúr sem hún er, sé af arkitektsins hálfu látin taka nokk- urt mið af umhverfi sínu, enda þótt hin mörgu stílbrigði sem þar ægir saman séu til lýta. Skemmti- legt hefði verið ef Guðjón Samú- elsson hefði látið hinn svokallaða stuðlabergsstíl drottna í allri gerð kirkjunnar, kirkjuskipið hefði ver- ið sveigt til þess stíls og kórinn. Þannig hefði myndast heillegri blær yfir kirkjunni og ekki það hropandi ósamræmi sem nú er rnilli kirkjuskipsins og turnsins með skötubörðunum svokölluðu. Þau mistök, sem þarna hafa verið fest í járn og steypu undir vernd þjóðkirkjunnar og fást ekki leið- rétt nú, verða til spillis fegurð- arskyns borgarbúa um ókomna tíma. Manni gæti dottið í hug bygging bindindisfélaganna við Eiríksgötu (arkitektar Erlendur Helgason og Hörður Bjarnason húsameistari) hafi verið staðsett þarna eins og í þeirri von að kirkjan myndi verka skárri v-ið þann samanburð, svo gjörsamlega hefur staðsetning þess húss og gerð spillt umhverfi sínu. Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar, eru þarna alveg sér- stæð og skylt er að virða gerð þess og staðsetningu við byggingu nýrra húsa á næstu lóð. Á sínum tíma mun hafa verið gert ráð fyrir að svokölluð biskupsstofa eða mið- stöð kirkjulífs verði reist á öðrum helming lóðar við hlið Listasafns Einars Jónssonar og mun sú ráðagerð vera óbreytt, nema hvað nú hefur verið samþykkt að reisa dagvistunarheimili þar í stað Grænuborgar, sem eins og áður segir verður rifin á næstunni. Lóðin er lítil og síður til þeirrar starfsemi fallinn en ella. Mikið er í húfi að vel takist um byggingar þar, sem svo öllum má vera ljóst. Hin fyrirhugaða bygging, Nýja Grænaborg, er gott dæmi um hvernig sumir arkitektar virðast hvorki vilja taka tillit til umhverf- is né notagildis húss, en gera sér far um að byggja eitthvert „monu- mentalt“ verk, sem hvorki hæfir tilgangi þess né gerð. í fáum orðum sagt fær engum dulist, að bygging þessi er í hrópandi ósam- ræmi við umhverfi sitt, hlaðin arkitektóniskum útúrdúrum, sem ekki þjóna neinum öðrum tilgangi en að gera bygginguna miklu dýrari og flóknari. Akritektarnir Ormar Þór Guð- mundsson og Örnólfur Hall virð- ast hafa fengið þau fyrirmæli að láta húsið vera á einni hæð, sem virðist all fráleitt með tilliti til verðmætis lóðar og notagildi húss. Vera má að arkitektarnir hafi viljað teygja húsið upp til þess að ná einhverri reisn á það og því sett á bygginguna heljarmikið þar, sem manni virðist sliga hana. Segja má að byggingin líti næst- um út eins og sæmilegur ofanjarð- arkjallari með þaki. Á bygging- unni eru mikill fjöldi mismunandi stórra glugga, af öllum gerðum og mun þurfa að gera skapalón til glergerðar af flestum þeirra. Slík gluggatilbrigði eru mjög til kostn- aðarauka, en ekki að sama skapi til fegurðarauka. Margir glugg- anna með hallandi grunnlínu (ekki láréttri), sem ekki virðist þjóna neinum tilgangi þar sem ekkert stigahús er í byggingunni, en það eða aðrar ástæður gætu leitt til slíkrar lausn.ir i einstaka tilvikum. Arkitektar þessir virð- ast hafa þessa hvimleiðu skálínu sem kennimark margra bygginga sem þeir hafa teiknað, fremur til lýta en hitt, svo sem hið nýja hornhús við neðanverða Óðinsgötu og Skólavörðustíg er dæmi um. Hugsanlega gæti slík þakbygg- ing farið sæmilega sem eins konar „bungaló" í sveit, og húsbyggjandi þyrfti hvorki að hugsa um um- hverfið né kostnaðinn. Ekki vil ég ætla arkitektunum svo illt að þeir hafi viljað ná sem mestri rúmmetrastærð út úr byggingunni, því launin eru sum- part við það miðuð, en því miður gerist það allt of oft að opinberir starfsmenn og aðrir skeyta lítt um kostnað við verk, þegar það opin- bera á að borga. Bygging þessi er í fáum orðum sagt ofhlaðin ýmsum arkitektón- iskum duttlungum, ef svo má segja, og þó á þetta aðeins að vera dagvistunarheimili fyrir börn, þar sem einfaldleiki forms og flata þyrfti helzt að fá að njóta sín sem mest. Engum, sem skoðar uppdrætti af þessari fyrirhuguðu byggingu á einum viðkvæmasta bletti borgar- innar getur dulist að hún verður óhemju dýr í byggingu. Það mætti segja mér að fyrir sömu fjárhæðir og hún mun kosta fullkláruð hefði mátt byggja þrjú dagvistunar- heimili lík j)eim og áður getur og eru hjá Alaska. Dagvistunarheim- ili þar sem einfaldleikinn er sem mest látinn njóta sín, en það er einkenni flestra góðra listaverka. Hversvegna er þetta hús ekki reist þar? Spurningin er líka sú hvort rétt sé að slá því föstu í dag með hinu „varhugaverða alkaliska sementi" okkar, að þarna skuli vera til frambúðar dagvistunarheimili í járnbentri steypu. Væri ekki hyggilegra að byggja þarna einfalt hús úr timbri, sem hægt væri að fjarlægja með einföldu móti, þeg- ar það hefði þjónað tilgangi sín- um. Á sínum tíma var Reykjavíkur- borg af mikilli rausn gefið dag- vistunarheimilið að Steinahlíð inn við mót Suðurlandsbrautar og Elliðarvogar, þar eru byggingalóð- ir fyrir a.m.k. önnur tvö dagvist- unarheimili, sem væru einkar kærkomin fólki í Breiðholti og Árbæjarhverfi, því ekki að nota þá lóð? Svona mætti lengi telja, því staðsetning húss þessa og gerð er í andstöðu við sjálft sig þarna á Skólavörðuholti. Bruðl með fjármuni og lóðir eru alltaf til vansa. Með þessari byggingu virðist mér eiga að reisa minnismerki um hið eilífa þakvandamál í íslenskri byggingarlist og nú skuli rísa það þak, sem af öllu ber að fáránleika. Á sínum tíma voru flötu þökin heilagur boðskapur og nú er verið að klastra við þau mistok víða í borginni með bárujárnþökum til mikilla lýta, en hefði mátt leysa á fegurri hátt og án eftirkaupa, ef |>essi vanhugsaða, erlon.l . eftiröp- un hefði ekki riðið húsum hér. Síðar komu til þök með „ofvöxnu" eða „ofb<'>lgnu“ þakskep >em eru eins konar tískufyrirb eri og eru að ofbjóða öllum góðum smekk, en þar eru einstaklingar að verki, sem vafalaust vilja tr-,ggja sig gegn þakleka. Hitt hlýtur að vera R. kvíking- um umhugsunarefni h>. rétt sé að bruðlað sé á þenna. i.átt og hvort ekki sé kominn timi lil þess að spyrna við fæti. Spurningin hlýtur að vakna hvaða börn eiga að njóta þeirra forréttinda að vera í þe ari þak- höll og hversu mörg. og hver verður byggingarkostnaður á hvert barn? Mál þetta er orðið iengra en til stóð og er illt að geta ekki birt almenningi uppdrætti af bygging- um og sérteikningar, þó talar ein þeirra, sem grein þessari fylgir, sínu máli. Góður og gætinn Reykvíkingur sagði við mig um daginn: „Þetta fyrirhugaða dagvistunarheimili á Skólavörðuhæð er tilræði við al- menning." Vissulega er j>að rétt, en það er líka tilræði við borgina sjálfa og Listasafn Einars Jóns- sonar, sem enginn getur látið sér í léttu rúmi liggja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.