Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 35 Dags hríðar spor Þjóðleikhúsið, Litla svið Ilöfundur: Valgarður Egilsson Lýsing: Ingvar Björnsson Tónlist: Jórunn Viðar Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjórar: Brynja Benedikts- dóttir og Erlingur Gíslason Það má segja að menn hafi beðið eftir þessu leikriti Val- garðs Egilssonar með öndina í háisinum. Kemur tvennt til, mikil leynd sem hvílt hefur yfir undirbúningi sýningarinnar og svo hitt að fjölmiðlar hafa undr- ast mjög að „... virtur raunvís- indamaður á sviði frumulíf- fræði" skuli skrifa leikrit. En hvað er svo merkilegt við að læknir semji leikrit, kennarar semja leikrit, prentarar, rit- stjórar og enginn spyr spurn- inga. Upphafning læknastéttarinn- ar virðist eiga sér lítil takmörk í okkar litla samfélagi, menn virð- ast hafa gleymt að eitt fremsta leikskáld heims, Tsjékhov, var læknir. Nú, mig minnir að Maug- ham hafi numið læknisfræði í Heidelberg o.s.frv. Þetta er tekið fram vegna þess að ég tel mjög varhugavert þegar leikritaskáld- inu stöðu þess og sérmenntunar- st;mpli er brugðið af fjölmiðlum Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON milli áhorfenda og leikverksins. Sérhver Iistamaður á rétt á þeirri lágmarkskurteisi að verk hans sé skoðað sem sjálfstæð veröld en ekki sem vaxmerki höfundar. Hvað um það, verk leikrita- skáldsins Valgarðs Egilssonar kom mér þó nokkuð á óvart, svo mjög að ég missti ekki öndina úr hálsinum allan tímann. Vafa- laust átti eftirvæntingin ein- hvern þátt í þessari spennu, en ekki síður nýstárleg framsetning þeirra hugmynda sem verkið ber á borð. Ei er svo að skilja að þessar hugmyndir séu ýkja nýstárlegar, bera sumar þess merki að fyrstu drög verksins voru lögð fyrir allmörgum árum. Þannig kemur manni ekki svo mjög á óvart að Mr. Richard Goldmaker auð- hringsforstjóri sé alvondur og Isaldur Örvaldsson ráðuneytis- stjóri í Iðnvæðingarráðuneytinu og vinur hans, ráðherra iðnvæði- mála, einfeldningar bláir í gegn, ekki vekur það heldur furðu að fulltrúi austfirskra bænda minnir á sauðkind en Steinn Uni, kennari að vestan og síðasti ungmennafélagskappinn, svo hreinræktaður að ekkert nema gullaldarmál hrýtur af vörum hans. Sú einfeldningslega hug- myndafræði sem býr að baki þessum persónum er ekki undr- unarefni vegna þess eins að drög að verkinu hafi verið lögð á tíma þegar önnur viðmiðun gilti frem- ur vegna þeirrar alvöru sem býr að baki og þess búnings sem hún er klædd í. Raunar er leikritið svo fullt af hugmyndum að oft er á mörkun- um að grauturinn fljóti út úr pottinum „sjóði upp úr“ en allt hangir þetta nú saman, því hér er byggt á traustum grunni, annars vegar meitluðum texta Valgarðs Egilssonar en hinsveg- ar frábærri verkstjórn þeirra skötuhjúa Erlings og Brynju. Þegar fer saman í einu verki mögnuð orðkyngi og markviss og listræn beiting leikrænna með- ala þá fyrirgefst heimsmynd sem byggir á svörtu og hvítu. Þá fyrirgefst allt, því þá gleymir leikhússgesturinn sér og hann finnur að Þjóðleikhúsið er ekki bara eftirlíking af hamraborg heldur álfaborg þar sem dofrinn Við athöfnina i hátiðarsal Háskólans Brjánsson). blæs anda bergsins í allar hlust- ir. Valgarður Egilsson virðist óttast mjög að við breytumst í bergþursa, gullispúandi verk- smiðjur verði heimkynni okkar og þar munum við una sæl því efnakljúfar hugans eru á valdi vísindamanna, manna sem gleypa af jafn mikilli áfergju við fáeinum dálkcentimetrum í vís- indariti og reyðfirski bóndinn við nýjum Range Rover. Vissu- lega ber okkur að vera á verði. Manneskjan sækist eftir mun- aði, uppblásin börð í afskekktum dal bjóða ekki upp á slíkt, en þar stælist hugsunin og kemur fram í tungutakinu. Þannig er það hin stríða náttúra sem skapar sál- argöfgi, gerir mann að manni, óvarlegt krukk homo sapiens í mennskuna skapar hins vegar þægan homo erectus. Já, það eru margar spurningarnar sem þetta verk vekur því hugsunin er nokkuð djúp, ekki tæpt á hlutun- um. En hvað um leikarana sem komu þessari hugsun á fram- færi. Fyrsta vil ég nefna Herdísi Þorvalds sem er hér síung, kát og skemmtileg öldungardeildar- týpa. Rúrik og Þórir Steingríms hressilegir meðreiðarsveinar hennar í andanum. Blessaður unginn Lilli von þjóðarinnar lifandi í túlkun Árna Blandon. Sannfærandi píslarvættissvipur Fanginn (Leifur Hauksson). á Helga Skúla í hlutverki sein- asta ungmennafélagsins, hin indæla Guðbjörg Þorbjarnar vefur hlutverk Hlérúnar vinnu- konu hlýju og alúð, skortir þó hið norðlenska „fyrirmyndar- fas“, Flosi er Mr. Goldmaker, vantar bara digran vindil, Helga Bachmann er fædd álfkona, Leifur Hauksson er ágætur á sviði hreyfitækni, upphrópun Erlings Gíslasonar er hann fékk inni í vísindaritinu gleymist seint, Guðjón Ingi Sigurðsson myndi hlaupa hvern austfirskan bónda af sér, gervið er snilld, hafi Sigurjón Jóhannsson þökk fyrir. Loks er það Sigurður Sigurjónsson Dr. Stefnir lektor í heimspekilegri þjóðfélagsfræði. Þrátt fyrir 45° halla er Sigurður af guðsnáð bráðfyndinn. Þótti mér kennslustundin þar sem Dr. Stefnir þrumar sína slungnu þjóðfélagskenningu um „gulli klyfjaðan asna þjóðfélagsins" óborganleg, sérstaklega er spurning nemandans drundi: „Kemur þetta á prófi kennari?" En er þetta ekki grundvallar- spurning verksins, hvort lífið sé nema eitt langt próf. Shake- speare orðaði það svo „að vera eða vera ekki". Að lokum legg ég til að þáttur biskupsins sé felld- ur úr leikritinu. Hér er ómakleg árás á þann mikla andans mann hr. Sigurbjörn Einarsson. Verzlunar- skólinn 75 ára VERZLUNARSKÓLI íslands tók til starfa árið 1905. en þá um haustið voru nemendur innritað- ir til náms í lyrsta sinn og á skólinn því 75 ára afmæli um þessar mundir. Skólanefnd Verzlunarskólans hefur ákveðið að minnast þessara tímamóta með því að hafa opið hús, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 4—7 síðdegis fyrir gamla nem- endur skólans, aðstandendur nem- enda, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra velunnara skólans. Þess er vænzt að útskrifaðir nemendur rifji upp gamlar minn- ingar með því að koma í skólann og ræða þar við núverandi nem- endur, kennara og skólastjórn. Gömlum skólamyndum verður komið fyrir á veggjum, eftir því sem til þeirra næst, þannig að þær verði aðgengilegar fyrir gesti. Skólanefnd telur mikilvægt að viðhalda góðu sambandi við félög og fyrirtæki í atvinnurekstri og hyggst gera ýmsár ráðstafanir til þess að efla samvinnu skólans við þessa aðila á næstunni. Með því að heimsækja skólann þann 20. nóv. nk. gefst atvinnurekendum kostur á að ræða við skólastjórn og kennara í öllum námsgreinum, og koma á framfæri hugmyndum sínum varðandi verzlunarfræðsl- una og lýsa þeim kröfum sem þeir gera eða vilja gera til kunnáttu nemenda að loknu námi. Fréttatilkynninic. MIKIÐ ÚRVAL AF HÚSGÖGNUM ÚR FURU, BÆSUÐUM OG ÓLITUÐUM. ' Hamraborg 3, Kóp. sími 42011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.