Morgunblaðið - 15.11.1980, Side 44

Morgunblaðið - 15.11.1980, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 HÖGNI HREKKVlSI G'oöi . .!" Ast er... að lofa honum að vera „skipstjóra“ á daginn. TM Reg U.S. Pat. Off — all rights reserved e1977 Los Angeles Times Eitt orð í viAlMit ok þá er ég orðin ekkja ..! Með morgunkaffinu Ég sanOi honum, art mi^ lanKaOi art sjá pels. Hann bauð mér þá í dýradeild náttúruKripasafns- ins! COSPER Æi. — Minntu mijí á að láta laga eldhúskranann! Sundlaugarbygging Sjálfsbjargar: , Allra meina einhver bót ætla ég þú verðir María Skagan skrifar: „Heill og sæll Velvakandi! Mig langar að senda Baldvini Þ. Kristjánssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir áhuga þann, sem hann í orði og verki hefur sýnt sundlaugarbyggingu Sjálfsbjargar hér að Hátúni 12. En sú bygging er ekki bara hola í jörðina vatni fyllt, eins og einhver orðaði al- mennt það verk að byggja sund- laugar, í grein er ég las síðast liðið sumar, en man ekki hver reit. Sundlaug Sjálfsbjargar er mikið mannvirki og kostar meiri vinnu og fé, en nokkur von er til að almenningur átti sig á. Ef til vill er því eðlilegt, að þess mikla vanskilnings gæti, sem fram kem- ur í orðum Baldvins í síðustu grein hans í Velvakanda sunnudaginn 9. nóv. 1980 og ber yfirskriftina: Líknarverki ólokið. Þar segir svo m.a.: „Því er ekki að leyna, þótt hljótt hafi farið, að mörgum hefur fundist Sjálfs- bjargarforystan í þessu sundlaug- amáli nokkuð daufleg og gloppótt og raunar bæði varðandi söfnun- ina, en þó einkum sundlaugar- bygginguna sjálfa, sem ekki er léttari á metum í framgangi þessa máls.“ Getum aldrei fullgreitt né þakkað þá aðstoð Ég get fullvissað Baldvin um, að allt forystufólk Sjálfsbjargar er einvalalið, sem þegar hefur unnið þrekvirki — það að reisa Sjálfs- bjargarhúsið. Getum við vistmenn aldrei fullmetið né þakkað þá aðstöðu og aðbúð, sem okkur er búin hér. Vissulega var það algjör fjárskortur en ekki áhugaleysi, sem tafði byggingu sundlaugar- innar svo mjög. Greinarkorn mín voru til þess ætluð að vekja athygli fólks á þessri sorglegu staðreynd, því minnug minnar eigin reynslu og fjölda margra annarra í lauginni í Hornbæk 1965 (þar sem hver einasta ‘otluð manneskja er ég átti tal við sagði: „Laugin hjálpar mér mest“ og sjúkraþjálfarinn þar kvaðst ekki vorkenna Islendingum með heitar uppsprettulindir að byggja nægar laugar.) Þótti mér skortur okkar á sjúkralaugum alger hneisa ís- lenskri þjóð. „I»að bíða margir illa á sig komnir ...“ Baldvin brást manna best og drengilegast við eins og hans var von og vísa, svo og þorri fólks. Okkur voru réttar svo margar hjálpandi hendur að nú er verið að flísaleggja laugina og standa von- ir til að hún verði tekin í notkun á allra fyrstu mánuðum næsta árs. Að vísu hvíla miklar skuldir á byggingunni, sem engan skyldi undra á þessum verðbólgutímum og varð mér því á að stinga enn niður penna til að minna á hana, . enda er ég Baldvini hjartanlega sammála, þegar hann segir í áðurnefndri grein: „Það bíða margir illa á sig komnir ... Og ég held satt að segja, að það þurfi ekki að þykja nein goðgá að láta sér detta í hug — þótt seint sé, að „hinu opinbera" væri nær að Þróunarkenningin: Dæmin um „fallnar stoðiru mýmörg Reynir Valdimarsson skrifar 10. nóv.: „Góði Velvakandi. Ætlar þú vinsamlegast að birta eftirfarandi? Ennþá um þróunarkenninguna. Þeim sem ekki þekkja aðdraganda þessa bréfs míns, er bent á dálka Velvakanda frá dögunum: 30. okt., 8. og 9. nóv. Tveir fullorðnir (?) eru komnir inn í umræður, og er það vel. Drengirnir, með sínar „ítarlegu athuganir", hafa ekki birt niður- stöður sínar ennþá. Fallgryfja darwinistans Birgir Finnsson ritar um efnið í Velvakanda þ. 8. nóv. Lítið er í þeim skrifum svaravert. Tvennt skal þó tekið til umfjöllunar: Fullyrðing mín í þá veru, að þróunarkenningin, eins og heim- urinn fékk að þekkja hana í fjölda áratuga, sé búin að „syngja sitt síðasta”, er ekkert aukaatriði. Þar er um aðalatriðið að ræða. — Varðandi það, að mér verði falið að verja tilveru Guðs. — Þar gleymir darwinistinn (hinn trúaði þróunarkenningarmaður) hlut- verki sínu heldur illilega. Nema Birgir Finnsson hafi aldrei komist inn í það. Fylgjendur þróunar- kenningar eru ekki í þörf fyrir hugtök sem: sköpun og Skapari. Andstaða þeirra við nefnd orð og það, sem að baki þeirra býr, gaf þeim markmiðið: afsönnun til- veru Guðs. Hér má B.F. ekki hlaupast undan merkjum. Annars er þetta gamalkunnugt (úrelt) „bragð“ þeirra að láta mótherjann sanna það, sem þeim mistókst að afsanna. — Fallgryfja darwinist- ans —. Ekkert minna dugar B.H. gerir í Velvakanda þ. 9. sl. athugasemd við hið fyrra bréf mitt með orðunum: „Hvað meinar maðurinn?" — Svar: maðurinn meinar nákvæmlega það sem hann sagði, þ.e.a.s. að vísinda- menn falli frá hinni darwinsku þróunarkenningu, eins og áður er komið fram. Kærkomið væri að sjá B.H. rita ofnrlítið um kenning- una eins og hún kann að líta út í dag. Maðurinn meinar einnig, að lirfur Echinodermata og Tricho- phor-lirfur eigi ekki sameigin- legan forföður, þótt líkar séu. Kettir og mýs eiga ekki sameigin- legan forföður, þótt lík séu um margt, — hafa bæði haus og „hala“, ilman, sjón og heyrn, hár og fjóra fætur, hjarta, lungu og vöðva, svo fátt eitt sé nefnt. — En sannanir á borðið B.H., ef þú meinar eitthvað annað. í svona alvarlegu máli verður að fara fram á sannanir — ekkert minna dugar. þegar tilvera Skaparans er dregin i efa. Tók darwinista 85 ár að skilja þcssi sannindi Varðandi vísindi og kristna trú vil ég annars fullyrða, að þau þurfa ekki endilega að stangast svo mjög á. Margir ágætir vísinda- menn eru biblíutrúar og kristnir. Þeim hefur farið fjölgandi. Minna mætti á þátt fornleifafræðinnar sem vísindagreinar, til styrktar biblíulegum sannindum. Nokkrar almennar athugasemd- ir, sem ekki snerta aðeins B.F. og B.H. Þróunarkenning Darwins hefur aldrei verið sönnuð og mun vafa- lítið aldrei verða. Það tók darwin- ista 85 ár (1859—1945) að skilja þessi sannindi. Traustvekjandi er það ekki Auk meginuppistöðunnar var ýmsum stoðum rennt undir kenn- ingarnar í heild. Stoðir þessar hafa fallið hver af annarri, og vil ég þar sérlega tilgreina eftirfar- andi vísindagreinar, þar sem stoð- Reynir Valdimarsson irnar áttu að vera einkar styrkar, en fúnuðu þó: samanburðar-líf- færafræði, jarðfræði (aldurs- ákvarðanir sér í lagi), stjarnfræði, steingervingafræði (palæonto- logi), fósturlífsfræði (embryologi), erfðafræði og ákveðnar greinar læknisfræðinnar. Traustvekjandi Syo ég taki dæmi frá síðast nefndri grein. Læknum var kennt um langan aldur að líffæri svo sem heiladingull, skjaldkirtill, óstkirtill, briskirtill og corpus pineale (kirtilformað líffæri aft- antil í heila) væru dæmigerð óþarfa líffæri — „úrkynjaðar leif- ar frá forfeðrunum". — Flestir, sem lesa þessar línur, eru senni- lega ekki í minnsta vafa um það, hvíiík regin-lygi þarna var á ferðinni. Dæmin um „fallnar stoðir" þró- unarkenningarinnar eru mýmörg. Að lokum orð eins aðal boðbera kenningarinnar. Hann skrifaði formálann að „The Origin of Species" (Uppruna tegundanna) kringum 1945. Hann segir: „Þróunarkenningin er ekki sönnuð og mun aldei geta sannast. Við trúum henni vegna þess, að hún er eini valkosturinn gegn sérstakri sköpun, sem er óhugsandi." Nafn hans er Sir Arthur Keith. Traustvekjandi, er það ekki?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.