Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Stjörnuhátíð Seltirn- inga í Háskólabíói í dag FJÖLBREYTT skcmmtidaiískrá verður í Iláskólabíói i da« kl. 14. Þar koma fram mar«ir af þekkt- ustu listamönnum landsins ok kynnir verður Guðmundur Jóns- son, óperusöngvari. Tónlist og söngur er það sem hæst ber á skemmtuninni. Ein- söngvarar verða Elísabet F. Ei- ríksdóttir, sem syngur við undir- leik Jórunnar Viðar, Elín Sigur- vinsdóttir, sem syngur lög eftir Selmu Kaldalóns við undirleik hennar og Ragnheiður Guðmunds- dóttir og Magnús Jónsson, óperu- söngvari, sem bæði syngja við undirleik Ólafs Vignis Albertsson- ar. Skólakór Seltjarnarness og Selkórinn munu einnig flytja nokkur lög. Sellóleikarinn Gunnar Kvaran leikur við undirleik Gísla Magn- ússonar og Trad-kompaníið flytur Dixieland-tónlist. Einnig koma fram ballettdansmeyjarnar Guð- rún og Ingibjörg Pálsdætur og Rúrík Haraldsson flytur gaman- mál. Aðgöngumiði gildir sem happ- drættismiði og vinningurinn er veglegt málverk, sem Sigurður Kr. Árnason, listmálari á Seltjarnar- nesi, hefur gefið. Skemmtunin er haldin á vegum safnaðarnefndar Seltjarnarness til fjáröflunar fyrir kirkjubygg- ingu á Seltjarnarnesi og megin- þorri þeirra, sem fram koma á sýningunni, eru Seltirningar. At- hygli skal vakin á því að skemmt- unin verður ekki endurtekin. Frá sýningu á list- og nytjamunum úr tré i kjallara Húss iðnaðarins við Hallveigarstíg. HÚSIÐNAÐARINS: Sýning á list- og ngtjamunum úr tré Iðnaðarmannafélagið i Reykja- vík og framkvæmdanefnd um „Ár trésins 1980“ standa þessa dagana að sýningu á margs konar munum skornum úr tré i sýningasalnum í kjallara Húss iðnaðarins við Hallveigarstig. Sýningin er afar fjölbreytt og gefur góða mynd af því hvernig viður hefur lengi verið Islending- um kærkomið efni til útskurðar og listsköpunar. Rúmlega 150 munir eru á sýningunni en höfundar eru 33 talsins. Þarna gefur einnig að líta myndir úr íslenskum skógi og sýnishorn af ýmsum viðartegund- um bæði innlendum og erlendum. Þessi sýning er bæði forvitnileg ' og fróðleg og fólk er eindregið hvatt til að nota tækfærið og skoða með eigin augum. Slík sýning verður ekki haldin aftur hér á næstunni — en hún er opin daglega, á virkum dögum frá kl. 4—9 og á laugardögum og sunnu- dögum frá kl. 2—10 fram til 23. nóv. I nefnd þeirri er Iðnaðarmanna- félagið skipaði til að sjá um framkvæmd þessarar sýningar eru Helgi Hallgrímsson, Karl Sæmundsson, Jónas Sæmundsson, Sæmundur Sigurðsson og Þorkell Skúlason. í samstarfsnefnd um „Ár trésins" eru Snorri Sigurðs- son, Hulda Valtýsdóttir og Sigurð- ur Blöndal. Ráðgjafi um val hluta og uppsetningu var Jóhannes Jó- hannesson, listmálari, en aðstoð- armaður að því er skógrækt varð- aði, Einar E. Sæmundsen arkitekt. Fjölmenni var á fundi Hvatar þar sem fjölskyldumál voru til umræðu. Fjölskyldumál á fundi hjá Hvöt í TILEFNI af útkomu bókarinn- ar „Fjölskyldan í frjálsu samfé- Iagi“, sem út kom á vegum Landssambands sjálfstæðis- kvenna og Hvatar. félags sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, 24. október sl., efndi Ilvöt til íélags- fundar. þar sem efni hókarinnar var til umræðu. Fluttar voru fimm stuttar framsoguræður og síðan voru pallborðsumræður, sem Davíð Oddsson borgar- fulltrúi stýrði. Ilúsfyllir var á fundinum og mikill áhugi fyrir málefninu. Þessi mynd er úr einu atriða skemmtidagskrár Kjailarakvöldanna. Sex leikarar Þjóðleikhússins koma þar fram, auk þess dansarar úr fslenzka dansflokknum og fimm blásarar úr Sinfóniuhljómsveitinni. Kjallarakvöld - nýtt andlit Þjóðleikhússins ,4levíusnið“, góður matur og næði til að tala saman ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ tekur upp nýbreytni i starfsemi sinni nk. fostudagskvold. Hefjast þá i Leikhúskjallaranum Kjallarakvöld með sérstökum skemmtiatriðum, góðum mat og hljóðfæraleik. „Við ætlum að breyta andliti staðarins og koma til móts við óskir um að fyrir hendi sé staður þar sem unnt er að fá góðan mat og njóta skemmtunar og umfram allt að hægt sé að tala saman,“ sagði Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri á blaðamannafundi i gær um þessa nýbreytni. Kjallarakvöldin verða með „revíusniði". Leikarar íýóðleik- hússins, meðlimir úr Islenzka dansflokknum og fimm blásarar úr Sinfóníuhljómsveitinni koma fram með hálftíma dagskrá í léttum dúr. Undir borðum verð- ur leikin létt kvöldverðartónlist og eftir skemmtiatriðin verður leikin danstónlist. Tónlistin verður allan tímann á „lágu nótunum" þannig að fólk getur „rætt málin" á meðan. Síðast en ekki sízt má geta matseðla þessara kvölda. Á boðstólum verður sérstakur matseðill með Kjallararéttum. Þar verður hægt að velja á milli fjögurra rétta og er verðlagj mjög stiilt í hóf. Hver slíkur réttur kostar sex þúsund krónur, en einnig verður hægt að fá tví- og þrírétt- aðar máltíðir með venjubundnu sniði, einnig brauðsneiðar að hætti Þjóðleikhússins. Svanur Ágústsson hefur yfir- umsjón með þessari hlið mála, þ.e. veitingunum. Hann sagði að á Kjallarakvöldum yrði hægt að kaupa létt vín í glasavís og að Kjallarinn yrði með vín hússins. Þá sagði hann fyrirhugað að taka fyrir rétti frá ýmsum lönd- um, en matseðillinn verður sér- staklega auglýstur í hvert sinn. Enginn aðgangseyrir verður að Kjallarakvöldum, að undan- skildu lögboðnu rúllugjaldi. Sigríður Þorvaldsdóttir hefur yfirumsjón með skemmtiatrið- um Kjallarakvöldanna. Hún sagði, að nú þegar væru þrjú „prógrömm" undirbúin. Tvö þeirra eru byggð á leikþáttum og tónlist, en það þriðja verður sérstakt ljóðakvöld og fyrsta ljóðakvöldið a.m.k. byggir á upp- lestri fjögurra leikara Þjóðleik- hússins úr verkum Jóhannesar úr Kötlum. Kjallarakvöldin verða föstu- dags- og laugardagskvöld, einnig sunnudagskvöld, þegar ekki eru flutt leikrit á litla sviðinu. Svanur Ágústsson sagði, að vissara væri fyrir fólk að panta borð. Reiknað væri með að leikhúsgestir yrðu í mat fram til kl. átta en upp úr þeim tíma kæmu Kjallarakvöldsgestir. „Revían" hæfist kl. 21.30 og stæði hún yfir í hálfa klukku- stund en eftir það yrði stiginn dans. Nýtt verk á stóra sviðinu Þá má geta þess hér, að hinn 28. nóv. nk. verður frumsýnt á stóra sviðinu „Nótt og dagur" eftir Bretann Tom Stoppard. Leikurinn gerist í ímynduðu Afríkuríki þar sem yfirvofandi er borgarastyrjöld. Fjallar verkið um blaðamennsku og líf og starf blaðamanna, einnig samkeppni þeirra í milli. Aðal- leikarar eru: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Gunnar Rafn, Arnar Jónsson og Gunnar Eyj- ólfsson. Leikstjóri er Gísli Al- freðsson og leikmyndir gerir Gunnar Bjarnason. Þess má geta, að titill leikritsins byggir á þeirri staðreynd, að blaðamenn vinna dag og nótt. Háskólatónleikar í Norræna húsinu í KVÖLD verða aðrir Háskóla- tónleikar vetrarins í Norræna • húsinu og hefjast þeir kl. 18. Tónleikar þessir eru því á öðrum stað og tíma en venja er. Flytjendur eru séra Gunnar Björnsson sellóleikari og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Á efnisskránni eru Sónata nr. 5 í e-moll eftir A. Vivaldi, einleiks- svíta nr. 1 í G-dúr eftir J.S. Bach og Sjö tilbrigði eftir Beethoven við stef Mozarts úr Töfraflautunni. Eftir hlé eru tvö lög úr „Jewish Life“ eftir svissneska tónskáldið Ernest Bloch og lýkur svo hljóm- leikunum með Sónötu op. 38 í e-moll eftir Johannes Brahms. Jónas Ingimundarson er fæddur á Bergþórshvoli árið 1944. Hann stundaði nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarskólann í Vínarborg. Eftir að hann kom heim frá námi, hélt hann sína fyrstu tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík árið 1970 og hefur síðan stundað fjölbreytileg tónlistar- störf sem einleikari, meðleikari, söngstjóri og kennari. Hann hefur margsinnis komið frnin víða um land og m.a. á öllum Norðurlönd- unum. Séra Gunnar Björnsson fæddist í Reykjavík árið 1944, sonur hjón- anna Björns R. Einarssonar, hljómlistarmanns, og Ingibjargar Gunnarsdóttur. Hann stundaði nám í sellóleik hjá dr. Heinz Edelstein og Einari Vigfússyni. Árið 1967 lauk hann einleiksprófi í sellóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með mjög góðum vitn- isburði. Hann er nú sóknarprestur í Bolungarvík. Jonas Séra Gunnar Inuimundarson Hjornsson Ein sala í Grimsby SIGLFIRÐINGUR seldi 91,8 tonn í Grimsby í gær fyrir 70,3 milljónir króna, meöalverð 765 krónur á kíló. Aflinn fór í 1. flokk. Á mánudag landa þrjú fiski- sKip í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.