Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 2M«r0iinbIobii> ^Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JMargunblobib LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Kjaradómur hækkaði BKM-laun um 0,7% Launamálaráð BHM telur brýnt að knýja fram breytingar á samningsrétti BHM KJARADÓMUR kvað nýlega upp úrskurð í máli launamálaráðs ItandalaKs háskólamanna og fjármálaráðherra vegna endurskoðunar kjarasamninKs bandalagsins. Kjaradómur féllst á kröfur fjármálaráð- herra um 0.7% meðaltalsha'kkun launataxta BHM. en kröfur þess voru um 6% kauphækkun, en meðaltalshækkun BSRB var á bilinu 4 til 6% ojí kauphækkun í samningum ASÍ o« VSÍ varð að mati BHM 9 til 11%. í fréttatilkynninnu frá Banda- lani háskólamanna sejfir að skömmu eftir að BSRB hafi samið við ríkið, hafi BHM krafizt 6% hækkunar og endurskoðunar kjara- samnings. Samninganefnd ríkisins hauð hins vegar samræmingu við neðri hluta launastiga BSRB eða 0,7% meðaltalshækkun. Samning- ar tókust ekki og var málið því lagt í kjaradóm, sem samþykkti kröfur fjármálaráðherra. BHM segir í fréttatilkynning- unni, að í lögum um kjarasamninga Smásíld í afla báta í Lónsbug SÖLTUN síldar upp í gerða samninga við Sovétmenn, Finna og Svía er nú á lokastigi. Framleiðsla á ediksöltuðum síldarflókum er nú að hyrja af krafti í Vestmannaeyjum, en síld verður cinnig verkuð á þennan hátt í Dorlákshöfn, (írindavik og Kcflavík. Sam- tals var samið um fyrirfram- sölu á 225.500 tunnum af salt- síld og 10.000 tunnur af edik- saltaðri síld til V-býzkalands. í gær voru fjórir nótabátar að veiðum í Reyðarfirði, en afli var tregur. Við Stokksnes syðst í Ijónsbug voru 12—15 bátar í gær. Voru þeir allt upp á þriggja faðma dýpi og höfðu margir orðið fyrir því að rífa nætur sínar. Þá var nokkuð um smá- síld í aflanum og þurftu nokkrir bátar að henda síld vegna smæðar. Slíkt hefur ekki áður gerzt á vertíðinni og síldin verið stór og falleg til þessa. Á þriðjudag og miðvikudag var lítil síldveiði, sæmileg á mánudag en góð á sunnudag og fimmtudag. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur heimilað veiðar á rösklega 50 þúsund tonnum af síld á vertíðinni. opinberra starfsmanna segi, að kjaradómur skuli „gæta þess við úrlausnir sínar, að ríkisstarfsmenn njóti sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða menntun, sér- hæfni og ábyrgð, sem vinna hlið- stæð störf hjá öðrum en ríkinu". Síðan tilfærir BHM könnun Hag- stofu íslands frá 1977, sem sýnt hafi 39% launamismun ríkisstarfs- mönnum í óhag og er þar um vegið meðaltal að ræða. Ekkert benti til þess að sá mismunur hafi minnkað, því að tvær kannanir Félags við- skiptafræðinga frá í apríl 1979 og 1980 sýni 35% og 45% launamis- mun. Launamálaráð BHM telur að Kjaradómur hafi ekki farið að ákvæðum kjarasamningana um viðmiðun við kjör á almennun vinnumarkaði í dómum sínum. Ráðið telur því brýnt að knýja fram breytingar á samningsrétti BHM hið fyrsta. Verðlagsráð: íslenska landsliðið í handknattleik tapaði með fimm marka mun 14—9, fyrir heimsmeisturum Vestur-Þjóðverja í gærkvöldi í Laugardalshöllinni. Það sem varð íslenska liðinu fyrst og fremst að falli var að leikmenn nýttu ekki upplögð marktækifæri. Hér er Steindór Gunnarsson í einu þeirra, fór algjörlega óhindraður inn af línunni en lét markvörðinn verja hjá sér. Sjá íþróttir bls. 46 og 47. LjÓKin. Kristján Ágreiningur um hækkanir á bíómiðum, gosi og brauðum - flugfargjöld og möl hækka líklega á mánudaginn VERÐLAGSRÁÐ afgreiddi á mið- vikudaginn hækkanir á sex vöru- tegundum auk útseldrar vinnu. sem Mbl. skýrði frá í ga‘r. Þessar hækkanir eru: 8% hækkun á innanlandsflugi. 9% hækkun á möl í stcypu, 20% hækkun á fargjöldum Landleiða hf„ 9% hækkun á gosdrykkjum, 10,3 — 14,3% ha>kkun bíómiða og 4,7-18% hækkun á hrauðum. Af þessum ha kkunum er líklegt að hækkan- ir á flugfargjöldum og möl komi til framkvæmda á mánudaginn. eins og hækkun útseldu vinnunn- ar, þar sem þa‘r eru ekki yfir 9%, en hinar þurfa va*ntanlega að afgreiðast á ríkisstjórnarfundi. en næsti reglulegi ríkisstjórnar- fundur er á þriðjudaginn. Flugleiðir hf. sóttu um 14% hækkun á fargjöldum í innan- landsflugi, en verðlagsráð sam- þykkti að heimila 8%. Sú hækkun þýðir t.d. að farmiði á flugleiðinni Reykjavík-Akureyri hækkar um 2.000 krónur, en hann kostar nú 25.200 krónur og farmiði báðar leiðir kostar helmingi meira. Sótt var um 25% hækkun á möl í steypu, en verðlagsráð samþykkti að heimila 9% hækkun. Hækkun sú, sem verðlagsráð heimilaði Landleiðum hf., er jafnhá beiðni fyrirtækisins, en 20% hækkun þýðir t.d. að einstakt fargjald milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur hækkar úr 600 í 720 krónur, en fyrirtækið selur farmiðakort með sem næst 22% afslætti. Einstakt innanbæjarfargjald í Hafnarfirði hækkar úr 230 kr. í 276 krónur. Þota Air Bahama nauðlenti í París: Hjólbarði sprakk og hurð- in á hjólahúsi þeyttist af Fannst skömmu síðar í Englandi EIN DC-8 þota Flugleiða, sem nú er í leigu hjá Air Bahama, varð að nauðlenda í París sl. fimmtudagskvöld vegna bilun- ar. Var vélin nýlega lögð af stað frá London álciðis til Nýju Delhi þegar hurð á hjólahúsi vélarinnar þeyttist af og flug- menn ákváðu að lcnda á næsta góða flugvellinum. sem var Charles de Gaulle flugvöllur við París. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða tjáði Mbl. í gær, að þota þessi væri nú í leigu hjá Air Bahama og sinnti fragtflugi fyrir Air India, en hún flýgur einkum á leiðinni milli London og Nýju Delhi og greindi Sveinn þannig frá atburðinum: Þotan var nýlega lögð af stað frá London og komin í fulla flughæð Jægar flugmenn fundu hnykk og aðvörunarljós í stjórn- klefa kviknuðu, sem sýndu að hurð á hjólahúsi væri í ólagi. Ákváðu flugmenn að lenda á Charles de Gaulle flugvelli við París, sem var næsti stóri flug- völlur en áður varð að losa allmikið eldsneyti. Lendingin gekk vel og þegar farið var að athuga hjólabúnaðinn kom í ljós að einn hjólbarðinn hafði sprungið á flugi og við það hafði hurðin þeyst af. Lögreglan í Seven Oaks í Englandi fann síðar hurðina, en ekki er kunn- ugt um að hún hafi valdið slysum. Þotan var enn í París í gær, en þar átti viðgerð að fara fram og bjóst Sveinn við að henni yrði lokið fljótlega og myndi þá förinni haldið áfram til Nýju Delhi. Sveinn kvað sjaldgæft að hjólbarðar spryngju þannig á flugi, en þess væru þó dæmi, þótt það hefði ekki komið fyrir á þotu Flugleiða áður. íslenskir flug- menn hafa að undanförnu ann- ast nokkuð flug fyrir Air Ba- hama og var einn Islendingur áhafnarmeðlimur, Jóhann Kristinsson flugvélstjóri. Þessar hækkanir voru afgreiddar samhljóða í verðlagsráði, en full- trúar ASÍ, Jón Sigurðsson og Jóhannes Siggeirsson, sátu hjá við atkvæðagreiðslurnar. Fulltrúar ASÍ greiddu hins veg- ar atkvæði gegn hækkunum á bíómiðum, gosdrykkjum og brauði og sögðu það dæmigert fyrir leik stjórnvalda gagnvart vísitölu, að þessar hækkanir skyldu koma til umfjöllunar í verðlagsráði sama dag og útreikningar nýrrar vísi- tölu voru birtir. Kvikmyndahúsin sóttu um 18% hækkun á aðgöngumiðaverði, en meirihluti verðlagsráðs- samþykkti 10,3% hækkun á fullorðinsmiðum, sem þýða hækkun úr 1.450 í 1.600 krónur, og 14,3% hækkun á barna- miðum, sem þýðir hækkun úr 700 í 800 krónur. Bakarar sóttu um 20—36% hækkun á brauðum, en meirihluti verðlagsráðs samþykkti hækkun á bilinu 4,7% á fransk- brauðum til 17—18% á maltbrauð- um og seyddum rúgbrauðum. Gos- drykkjaverksmiðjurnar sóttu um 18% hækkun, en meirihluti verð- lagsráðs samþykkti 9%. Þrír bátar með loðnu ÞRJÚ skip tilkynntu Loðnunefnd afla í gærdag og fyrrakvöld, Skarðsvík, Hafrún og Jón Finns- son voru með 400 tonn hver bátur. Lítið hefur verið að finna sunnan íssins síðustu daga, en skipin fengu þennan afla þó á Halanum. Einhver peðringur hefur verið á þeim slóðum, en aðeins að litlu leyti í torfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.