Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
5
Vilja gjarnan sveipa
sig kristnum hjúp
— segir sr. Bernharður Guðmundsson um Moonista
„MOONISTAR vilja gjarnan
sveipa sig kristnum hjúp, en það
ætti að vera augljóst. að hér er
ekki um kristna hreyfingu að
ra?ða,“ segir m.a. í grein í síðasta
hefti Kirkjuritsins um söfnuð
Kóreumannsins Sun Myung Moon
og í samtali við Mbl. sagði sr.
Bernharður Guðmundsson. frétta-
fulltrúi kirkjunnar. að hér væri
um að ræða hreyfingu, sem ga'fi
sig út fyrir að vera kristin hreyf-
ing, en væri það alls ekki.
Mikið um
atvinnu á
Akranesi
Akranesi. 19. nóvembcr.
ÞRÍR Akranestogarar lönduðu
hér í vikunni eins og hér segir:
Haraldur Bciðvarsson 145 lestir,
Óskar Magnússon 190 lestir og
Krossvíkin 140 lcstir.
Aflinn var mestmegnis þorskur.
Sigurborg kom með 95 lestir af
síld, Rauðsey 150 lestir og Grótta
150. Þessi síld fer til söltunar, en
þó er töluvert fryst í beitu.
Víkingur verður hér í nótt með
fullfermi af loðnu. Mikil atvinna
er nú hér bæði við frystingu og
síldarsöltun. Júlíus
Sr. Bernharður Guðmundsson
vísaði til áðurnefndrar greinar í
Kirkjuritinu er hann var inntur
álits á hreyfingunni og spurður
hvaða augum kirkjan liti á hana. í
greininni, sem sr. Bernharður þýddi
og staðfærði, segir m.a.: „Menn fá
ekki aðild að sambýli við það eitt að
sýna áhuga á hreyfingunni og koma
reglubundið til fundar, heldur verð-
ur að afsala sér öllu í þágu
hreyfingarinnar. Einstaklingurinn
verður að flytja í sambýlið og varpa
fyrir róða nám, vini, fjölskyldu og
einkalíf. Hin raunverulega fjöl-
skylda er nú fjölskylda Moonist-
anna. Vinnudagur er þar mjög
langur og frístundum er varið til
þess að fræða hvert annað um
hreyfinguna.
Þá segir í grein Kirkjuritsins að
hvorki lesefni um hreyfinguna né
KRISTILEGT félag heilhrigðis-
stétta gengst annað kvöld. föstu-
dagskvöld. fyrir fundi þar sem
rætt verður um fóstureyðingar.
Verður fundurinn haldinn í Laug-
arneskirkju og hefst kl. 20:30. Þrír
menn flytja stutt erindi. en síðan
verða almennar umra-ður.
Þeir sem flytja erindi á fundinum
eru Guðmundur Jóhannesson
kvensjúkdómalæknir, Þorvaldur
samtöl við félaga greini skýrlega
frá starfi hreyfingarinnar, en ýms-
ir, sem hafi yfirgefið hana hafi
greint opinskátt frá starfi og inn-
taki hennar. „Sem kristið fólk
getum við ekki varað nógsamlega
við hreyfingunni vegna þess að hún
er beinlínis andkristileg og siglir
undir fölsku flaggi. Hún er hættu-
leg vegna þess að sambýlin virka
aðlaðandi sem hlýleg og góð samfé-
lög þar sem friður og frelsi ríkir.
Hins vegar eru menn sviptir per-
sónulegu frelsi til að hugsa, velja og
starfa að eigin vali. Sífellt er reynt
að hafa áhrif á félaga hreyfingar-
innar svo að það líkist heilaþvotti.
Það nálgast þrælahaldi hversu háð-
ir þeir eru Moon, en það er
framkvæmt á svo áhrifaríkan hátt,
að fólk er fúst til að gera allt sem
foringinn segir," segir einnig í grein
Kirkjuritsins.
Garðar Kristjánsson alþingismaður
og dr. Björn Björnsson prófessor í
siðfræði við guðfræðideild Háskól-
ans. Að loknum erindum þeirra
verður boðið upp á almennar um-
ræður og síðan kaffiveitingar. Til-
gang þessa fundar segir Kristilegt
félag heilbrigðisstétta vera þann, að
viðhalda vakandi umræðu um fóst-
ureyðingar og gildi lífs og að hvetja
fólk til ábyrgrar afstöðu.
Fundur um fóstureyð-
ingar og gildi lífs
Thermor
LOFTRÆSTIVIFTUR
A undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér-
verzlun landsins með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús,
verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf
Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftrcestiviftum.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Fálkinn
póstsendir
allar nánari
upplýsingar,
sé þess óskað.
Fóöraöar buxur
Litir: Drapp, grátt, Ijósgrátt, camel blátt, brúnt.
Stærðir: 36—42.
Verð kr. 88.900.-. Nýkr. 889.00
Hönnun: Margrét Sigurðardóttir.
Alullardragtir