Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 3 1
Frcttabréf frá Jcns í Kaldalóni:
Ær kepptu um vænsta dilk-
inn — og fleira úr Djúpi
Bæjum. 10. nóvcmhcr 1980.
1. Lán til nýbygginga, veitt 1977
að fjárhæð 2,7 millj. kr. Vaxta-
greiðslur og greiðslur vísitölu-
álags gjalddaga í ár: Vextir
243.000. Vísitöluálag 166.000, sam-
tals 409.000
2. Lán til kaupa á eldri íbúð,
veitt 15. nóv. 1978, fjárhæð 1,8
millj. kr. Gjalddagi 15. nóv. 1980.
Vextir 170 þús. kr. Vísitöluálag
127.000. Samtals 297.000.
3. Lán til nýbygginga veitt 1978
að fjárhæð 3,6 m. kr. Gjalddagi 1.
maí 1980. Vextir 341 þús. kr.
Vísitöluálag 182 þús. kr. Samtals
523.000.
3. Almenn hankalán. í dag eiga
menn aðallega kost á þrenns
konar lánum. 1) Víxillán til fjög-
urra mánaða. Vextir eru 34%. Það
er því fljótt að koma í háar tölur í
vexti af víxlum. Af hverri milljón
340 þús. kr. í ársvexti. 2) Vaxta-
aukalán, almenna reglan er 2—3
ár. Vextir eru 45%, en skiptast í
verðbótaþátt og grunnvexti.
Vaxtagreiðslur af milljón króna
láni til þriggja ára fer yfir eina
milljón, sem skiptist á þessi þrjú
ár. 3) Vísitölulán til 4—6 ára.
Oftast fasteignatryggð. Verð-
trygging miðast við lánskjaravísi-
tölu og vexti 2% —2,5%.
Ef maður tekur dæmi af milljón
króna láni til fjögurra ára og
reiknar með 40% jafnri árlegri
hækkun vísitölu og 2% vexti, þá er
þetta lán endurgreitt með samtals
2,6 millj. króna, þ.e. 1,0 millj. eru
vextir og verðhætur, sem dreifast
á þessi 4 ár og með meiri þunga
eftir því, sem líður á lánstímann.
Þessi dæmi af nokkrum tegund-
um lána sýna þá gífurlegu vaxta-
og verðtryggingarbyrði, sem hús-
byggjendur þurfa á sig að taka.
Menn geta sjálfir stillt þessum
dæmum upp á ýmsa vegu, til að
reyna að finna út vaxtabyrði hvers
einstaks. Það mun ég ekki gera
hér, enda mismunandi eftir ein-
staklingum. Hitt vil ég fullyrða að
mjög margir fara langt upp fyrir
hámarksfrádrátt laganna, eins og
þau eru nú.
Við leggjum því til að þetta
hámark sé hækkað verulega eða í
4 millj. kr. fyrir einstaklinga og 8
millj. kr. fyrir hjón. Nú kunna
einhverjir að spyrja: Er það ekki
bara tekjuhæsta fólkið, sem getur
greitt svo háa vexti? Tel það ekki
vera vegna þessa íslenzka fyrir-
bæris að menn eru með mörg
skammtímalán, sem tekin eru
hvert á fætur öðru, eitt lánið er
notað til að greiða niður annað og
þannig koma háar vaxtagreiðslur
á hvert ár meðan þetta tímabil
varir.
Leiðrétta verð-
ur mistök
Nú spyrja menn: Er þetta ekki
of seint fram komið: Því flutti
þingmaðurinn ekki þessa ræðu í
febrúar, þegar þessi ákvæði voru
sett í lög? Réttmæt spurning. Svar
við henni er tvíþætt:
1. Hraði verðbólgunnar vaxið.
Vextir hækka hröðum skrefum.
Hin lífsnauðsynlegu lán eru að
verða venjulegu fólki ofviða. Dreg-
ur úr möguleikum alls venjulegs
fólks til að eignast eigin íbúð. Það
er því hætta á því að þessi
megingrundvöllur íslenzks efna-
hagslífs, eignaréttur eigin íbúðar
sé að bresta. Hætta á því að fólk
verði nauðugt viljugt knúið inn í
kerfi svokallaðra félagslegra
framkvæmda í íbúðarhúsabygg-
ingum. Góðra gjalda verðar, svo
langt sem þær eiga að ná, en
félagslegar byggingar eiga ekki að
verða aðalreglan. Skattabyrðin að
öllu leyti hefur aukist meir en
búast mátti við.
2. Alþingi gerði mistök í febrú-
ar sl. Þau mistök skal ég taka á
mínar herðar eins og aðrir þing-
menn verða að gera. Ég hygg, að
þingmenn almennt hafi ekki gert
sér næga grein fyrir því, hvað
fólst í þessu ákvæði. Sannleikur-
inn er sá að ég hygg að það sé
alltof algengt hér á hinu háa
Alþingi. Þingið fær til meðferðar
hin flóknustu mál. Hvert frum-
varpið á fætur öðru um hin
sérhæfðustu málefni eru lögð hér
fram á Alþingi. Frumvörp þessi
eru oft samin af her sérfræðinga
— ráðherrar setja stolt sitt í það
að koma viðkomandi málum fram
— þingmenn standa ekki nógu
fast í ístaðinu og yfir þjóðina er
dengt löggjöf, sem hefur fallegt
yfirbragð, lætur vel í eyrum, þegar
um er rætt og ekki sízt þegar
silkipappírinn er hafður utan um.
í raun er þetta oft hinn mesti
óskapnaður, illframkvæmanlegt
— og hleður utan á báknið og
eykur útgjöld ríkis og almennings.
Dæmi um slíka hraðsuðulöggjöf:
Frumvarp um húsnæðisstofnun
ríkisins og hollustuhætti og öryggi
á vinnustöðum á sl. vori. — Mín
þingreynsla ekki mikil, en þennan
hátt á starfi þingsins óttast ég.
Ósjálfstæði þess gagnvart ríkis-
stjórn. — Þetta var útúrdúr.
Vextir til frádráttar frá tekjum
aðalumræðuefnið hér. Ég vonast
til að háttvirtir þingmenn taki
þessu frumvarpi vel. Mikið hags-
munamál almennings, ekki sízt
ungs fólks, sem stendur í því stóra
átaki í sínu lífi að vera að koma
sér þaki yfir höfuðið.
Nú þegar fer að saxast á daga
áttugasta áratugs tuttugustu ald-
arinnar, er ekki úr vegi að senda
frá sér svona smáglefsur um dag
og veg þann er við hér Djúpmenn
göngum. Er þá ekki úr að telja, að
svo má kalla að smjör hafi af
hverju strái dropið hér í búskap-
arlegu tilliti. Grasspretta varð þó
nokkuð seint til hér norðan Djúps
vegna þurrka í vor, en rættist þó
úr svo, að heyskapur er með besta
móti og nýting heyja með afbrigð-
um góð, enda sumarið einstaklega
veðrasælt. Vorið ágætt, svo sauð-
burður gekk eindæma vel og
lambahöld með albesta móti.
Útsölusmjör í
smáskömmtum
Smjörskammtur sá, er á útsölu
var settur nýlega, dugir enganveg-
inn til að fullnægja þeirri eftir-
spurn sem um er að ræða, og fær
fólk þessa eftirsóttu vöru, þegar
hún kostar lítið, aðeins í smá-
skömmtum, en- verðgildi þessarar
kostafæðu var frá upphafi Is-
landsbyggðar svo dýru verði met-
in, að fjórðungur smjörs — 10
pund eða á nútíðar máli 5 kíló, var
talinn 1 vætt, sem jafngilda skyldi
vikukaupi duglegs kaupamanns í
heyskaparvinnu. Mundi nú mörg-
um vikukaupamanninum þykja sá
hlutur léttvægur í buddu sinni
fyrir vikulaunin. En þessi kaup-
máli gilti þó á landi hér nokkuð
fram á tuttugustu öldina, enda
smjör ein sú dýrasta gullkróna
sem viðmiðunargjaldmiðill um
allar aldir.
Vænir dilkar
Nýlokið er hér haustslátrun hjá
Kaupfélagi ísfirðinga. Slátrað var
á vegum þess 10.350 fjár á móti
13.434 kindum á fyrra ári. Gerði
fallþungi að meðaltali nú í haust
16,64 kíló, sem urðu 176 tonn af
kjöti. Þessu kjötmagni munu ís-
firskir neytendur og nágranna-
þorpin torga með sæmd og sóma
fram að næstu sláturtíð, enda
mikið unnið á sjó og landi, og
þurfa menn því kjarnafæðu, svo
sem þetta ljúffenga lambakjöt er,
enda mergjaðir karlar og konur
sem hér að störfum standa. Mikið
hefir einnig selst af kjöti nú í
sláturtíð og ekkert kjöt flutt burtu
— en gærum öllum skipað til
Akureyrar og lokið við þeirra
sendingu. Fallþungi lamba var
víðast hvar með ágætum og reynd-
ist norðan Djúpsins í Snæfjalla-
og Nauteyrarhreppum snöggt um
besta vigtin. Má þar nefna að
þegar Jón bóndi Guðjónsson á
Laugabóli hafði slátrað 500 lömb-
um var hann með 18,3 kg meðal-
talsvigt, en Páll bóndi Jóhannes-
son í Bæjum með 18,8 kíló í
meðalvikt af öllum sínum lömb-
um, enda gengur fé Páls á þeim
slóðum Jökulfjarðar, þar sem ær-
mjólkin verður sem kostaríkur
rjómi og hvert strá þar um slóðir
sem tvö væru annars staðar. En
svo sem í hörðustu fótboltakeppni
tóku sig til 2 ár í sumar, önnur hjá
Ágústi í Botni í Mjóafirði og hin
hjá Jóni á Laugabóli, að keppa um
það, hver gæti komið með vænsta
dilkinn til frálags að haustinu.
Hafði ær Ágústar í Botni vinning-
inn með 300 gramma meiri fall-
þunga á sínu lambi, sem vigtaði
28,6 kíló skrokkurinn. En sú ærin
sem Jón átti skilaði sínu lambi
með 28,3 kílóa skrokk. Hér er þvi
um snöggtum meira en tilskyldar
vættarkindur að ræða, sem að
lágmarki skyldu skila 20 kg
skrokkþunga veturgamlar.
Breyttir hættir voru hér upp-
teknir í haust við flutninga slátur-
fjárins að tilhlutan kaufélags-
stjórans í ísafirði, sem þar tók við
búsforráðum a sl. vori, Hafþórs
Helgasonar. Fé var svotil allt flutt
með Djúpbátnum Fagranesi, en
hefur um undanfarin nokkur ár
verið flutt með bílum, sem reynst
hefur dýr flutningsmáti. Með
góðri samvinnu við bændur hefir
þetta gengið mjög vel, enda skip-
verjar Djúpbátsins margþjálfaðir
öðlingsmenn í samskiptum við
kindur, og skipstjórinn einn hinn
traustasti stjórnari sem hér um
Djúp ratað hefur, en hér eru snögg
veðrahrigði og hörð oft á tíðum, en
engin slys orðið á skepnum, enda
góð leið valin, og með gætni farið
þá hinn lifandi peningur er ofan-
dekks.
Kýr og matarvenjur
Með minnsta móti af nautgrip-
um var slátrað héðan í haust, eða
47 hjá Kaupfélagi Isfirðinga, en
viðkoman í þeirri búgrein ekki
orðin stór í sniðum uppá síðkastið
og mörgu fækkað þar á bás í
fyrrahaust.
Mjólkurskortur á ísafirði og
nálægum kauptúnum orðinn til-
finnanlegur. Allt uppí 9000 lítrar
á viku flutt með skipum frá
Akureyri. Margar kýrnar stein-
geltust hér í haust af mélskorti,
þar sem mjög svo síðbúin kom sú
Jens i Kaldalóni.
útdeilingá þeirri munaðarvöru, að
til nytja mætti verða þá grös tóku
að sölna, en kýrnar með þeirri
náttúru fæddar, að þær vilja mat
sinn en engar refjar, enda matar-
venjur þeirra nú svo breyttar frá
gamalli tíð, ekki síður en þeirra
sem kjúklinga neyta, að nokkurn
tíma þurfa þær til að tileinka sér
fóðurskortamáltíðir, þótt í jötu
lagðar verði, og öll þau tölvukorta-
dæmi, með öllum sínum útskýr-
ingum og reiknipössum þvkir
þeim lítið til afurðafylli gefast. En
auk neyslumjólkur eru til Isa-
fjarðar fluttar allar þær lostætu
vörur, sem úr mjólk eru gerðar, og
er þar um gífurlegar fjárhæðir að
ræða, sem renna til annarra
landshluta fyrir allar þessar að-
fluttu landbúnaðarvörur.
Tankbíll sækir mjólkina enríþá
hér í Djúpið, og hefur flokkun
mjólkurinnar stórbatnað síðan
mjólkurtankarnir komu hér við
sögu, svo sem fyrirfram einnig
vitað var.
Borað eftir
heitu vatni
Borað var nú í haust 600 metra
djúp hola eftir heitu vatni á
eyðibýlinfi Nauteyri. Stóð Naut-
eyrarhreppur að þeirri borun, og
er í því sambandi hugað að
fiskirækt , ef svo vel lánast að
árangur verði í því formi að
viðunandi teljist, sem vonir
standa til, enda þótt úrfærzlu allri
sé ennþá ekki svo lokið, að full-
nægjandi vissa sé um. Ekki hefur^
mikið verið að byggingarmálum
unnið hér í sumar. Þó hafa á
Nauteyri verið steyptir upp veggir
að fyrirhuguðu félagsheimili, og
Páll bóndi í Bæjum byggt 700
rúmmetra fjárhúshloðu í svoköll-
uðum votheyshlöðustíl, mikið
mannvirki og traustlega gert.
Raflínan hér í Djúpi á vegum
Orkubús Vestfjarða var yfirfarin
og styrkt til nokkurra muna, en
ræktunarframkvæmdir ekki telj-
andi, þótt á nokkrum bæjum sé
þar alltaf nokkuð gert.
Reykjanesskóli
Reykjanesskóli starfar af full-
um krafti og dvelja þar nú 50
nemendur í framhaldsdeild eða
gagnfræðadeild, en aðeins 7 börn
10—12 ára eru þar í barnaskóla,
og aðeins 11 börn eru hér í Djúpi
7—9 ára, svo heldur er dauft yfir
fjölgun fólksins hér um slóðir á
hinum síðustu tímum. Skólastjór-
inn Kristmundur Hannesson, og
brytinn Hans Júlíusson, hafa sam-
fellt starfað við Reykjanesskóla í
17 ár og una þar hag sínum vel.
Þar starfrækir brytinn sumarhót-
el yfir sumarmánuðina.
Myndarbýli í eyði
Ekki verður svo við skilið fréttir
héðan að ekki verði áminnst þau
sorglegu tíðindi, að bóndinn á
Ármúla, Kristján Hannesson,
flytur búferlum til ísafjarðar með
fjölskyldu sína og Ármúli þar með
í eyði lagður. Þetta glæsilega
myndarbýli stendur því autt og
mannlaust, sem áður var af ein-
stakri gestrisni og þjóðlegheitum
fram rétt vinarhönd til hvers þess
er að garði bar og engum í kot
vísað þangað í bæ að koma, þá þeir
saman þar bjuggu bræðurnir
Kristján og Sigurður Hannessyn-
ir. Þar var svo tryggðin rík í
sonum Kristjáns, að tveir þeirra
komu heim í sinn átthagarann á
sl. sumri með brúðir sínar til þess
þaðan að ganga í sitt heilaga
hjónaband. Sú helgiathöfn var
framkvæmd í Melgraseyrarkirkju
að þar viðstöddu fjölmenni, áður
en staðurinn yfirgefinn yrði af
lifandi fólki. Margar minningar
sælar og hugljúfar eru sterkum
rótum tengdar við þennan stað,
sem í þjóðleið liggur, og kærkom-
inn áfangastaður var öllum sem
um Kaldalónið ferðast þurftu. En
Kristján var farinn að heilsu, og
því síðustu forvöð að flytjast um
set.
Aftur og aftur
10 krónur
Eitt þykir mönnum hvimleitt nú
uppá síðkastið, þótt ýmsum breyt-
ingum vanir séu, að þá þeir kaupa
eina örk af frímerkjum á bré sín,
líða ekki oft nema nokkrir dagar,
þar til kaupa verður aðra örk með
10 króna frímerkjum til áð bæta
við það sem áður gilti. Nú svo
kannski hálfur mánuður, þrjár
vikur þar til kaupa verður aðra
örk í viðbót með aftur 10 kr.
frímerkjum. Nú svo allt í einu fær
maður bréf með ennþá einu sinni
10 kr. frímerki í viðbót, án þess að
hafa hugmynd um að hinar þrjár
arkirnar dygðu ekki til að allt
kæmi heim og saman, svo löglegt
burðargjald væri nú komið á
umslagið. Þetta telja sumir ekki
niður og norður heldur upp og
suður.
Margblessuð og góðan vetur.