Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 * Kvenréttindafélag Islands: Stefnir að því að auka hlut kvenna við ákvarðana- töku í þjóðf élaginu KvenréttindafélaK í.slands hélt I indsfund sinn 23. ok 24. október sl. í Reykjavík. Var þetta 15. odsfundurinn sem félagió held- ur frá stofnun þess árið 1923. I undinn sóttu fit fulltrúar auk nokkurra félagsmanna sem voru ahcyrnarfulltrúar. \ landsfundinum var flutt rsla stjórnar fyrir árin 1976— '' 0 og var þar gerð grein fyrir félassstafinu, útKáfu ársritsins !9 júní" og erlendu samstarfi. Knnfremur var gerð grein fyrir 'órfum Menningar- og minn- ingarsjóðs kvenna. Aðalverkefni landsfundarins að þessu sinni var að ræða starf félagsins og stefnumál og verkefni næstu fjögurra ára. Samþykkt var ný stefnuskrá fyrir félagið og er það í fyrsta skipti sem félagið hefur svo ítarlega stefnuskrá, að því er fram kom í máli Sólveigar Ólafsdóttur, formanns Kvenrétt- indafélags Islands, á biaðamanna- fundi sem boðað var til að fundin- um loknum. I upphafi stefnuskrárinnar seg- ir: „Markmið Kvenréttindafélags Islands hefur frá upphafi verið að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífs. Með setningu laga nr. 78/1976 um jafnrétti karla og kvenna voru mörg af stefnumálum félagsins lögfest. Raunverulegt jafnrétti hefur hins vegar ekki náðst og leggur félagið megin- áherslu á að konur og karlar fái sömu aðstöðu og tækifæri til að njóta hæfileika sinna.“ Stefnuskráin nær til málefna heimilisins, fjölskyldunnar, upp- eldis, menntunar, félagsmála, at- vinnumála og stjórnmála. í kafl- anum sem fjallar um stjórnmál segir m.a.: „KRFÍ telur það ógnun við frelsi og lýðræði hversu ójafn hlutur karla og kvenna er við ákvarðanatöku. Ekki verður leng- ur við það unað í lýðræðisþjóðfé- lagi að karlar einir taki allar mikilvægar ákvarðanir i þjóðfé- laginu, heldur skulu þær teknar jafnt af konum sem körlum." Þá gerði fundur sérstaka sam- þykkt sem hljóðar svo: Frá blaAamannafundinum. Talið frá vinstri: Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir, Sólveix Ólafsdóttir formaður KRFÍ, Berglind Ásgeirsdóttir varaformaður KRFÍ og BjörK Einarsdóttir. „Landsfundurinn samþykkir að á næstu fjórum árum verði sér- staklega unnið að því að auka hlut kvenna við ákvarðanatöku í sam- félaginu. Aðaláhersla verði lögð á að auka hlut kvenna í stjórnmála- starfi og fjölga konum í sveitar- stjórnum og á Alþingi." Þá voru á fundinum samþykkt drög að nýjum félagslögum og tillaga um að breyta nafni félags- ins í Jafnréttisfélag Íslands en hún tekur ekki gildi fyrr en fjallað hefur verið um hana á félagsfundi í Reykjavík og á aðalfundi félags- ins síðar í vetur. Helsta breytingin sem gert er ráð .fyrir í félagslögunum er að komið verði á fót fulltrúaráði sem í eigi sæti 2 fulltrúar úr hverju kjördæmi landsins. Fulltrúaráðið skal vera tengiliður milli stjórnar KRFÍ og aðildarfélaganna og kynna stefnumál KRFÍ sem víð- ast. Þá voru á fundinum gerðar ályktanir um að það yrði konum til framdráttar í stjórnmálum ef lagðir verði fram ónúmeraðir list- ar, um fullorðinsfræðslu og kyn- fræðslu. Var samþykkt áskorun til mennta- og heilbrigðisráðuneytis- ins um að virt verði lögin um kynlífsfræðslu. Það kom fram á blaðamanna- fundinum að góður andi og bjart- sýni ríktu á landsfundinum og voru fundarmenn á einu máli um að vinna að aðalmarkmiði félags- ins næstu 4 árin. Félagar í KRFÍ eru um 350 í 47 aðildarfélögum. Milli 10 og 15 karlmenn eru í félaginu og sat einn þeirra landsfundinn og er hann fyrsti karlmaðurinn sem það gerir. Stjórn félagsins skipa: Sólveig Ólafsdóttir formaður, Berglind Ásgeirsdóttir, varaformaður, Esther R. Guðmundsdóttir, Guð- rún Sigríður Vilhjálmsdóttir, Jón- ína M. Guðnadóttir, Árnþrúður Karlsdóttir, Ásdís J. Rafnar, Guð- rún Gísladóttir og María Ásgeirs- dóttir. Fjórar þær síðast nefndu voru kosnar á landsfundinum. „Oddvitastarf er dæmigert kvennastarf66 Að landsfundinum loknum gekkst KRFÍ fyrir ráðstefnu með konum I sveitarstjórnum. Ráð- stefnan fór fram i Reykjavík dagana 25.-26. október sl. Til ráðstefnunnar var boðað. að því er fram kom á hlaðamannafund- inum, vegna þess að stjórn KRFÍ taldi átaks þorf til að ba ta úr þvi ástandi að aðeins 6.2% af kjörn- um fulltrúum í sveitarstjórnum eru konur. eða alls 78 talsins. Um 60 manns sátu ráðstefnuna sem hófst á því að Bríet lléðinsdóttir leikari las valda kafla úr fyrir- lestri eftir nöfnu sina Bjarnhéð- insdóttur. frumkvöðul að stofnun KRFÍ 1907. \ð því loknu sögðu konur víðs cgar að af landinu frá tildrögum | s að þær hófu þátttöku í i'itarstjórnarmálum. Þá voru flutt framsöguerindi og að þeim loknum var starfað í umræðuhóp- um. Þær Beglind Ásgeirsdóttir og Björg Einarsdóttir sáu um undir- búning ráðstefnunnar. Á blaða- mannafundinum kom það fram í máli þeirra að konurnar á ráð- stefnunni hefðu verið sammála um það að starf í sveitarstjórnum væru mjög illa launað. Hefði ein þeirra, Kristín Thorlacius oddviti í Staðasveit, komist þannig að orði að hún skildi ekki í því hvers vegna ekki væru fleiri konur í þeirri stöðu „Það er dæmigert kvennastarf, vanþakklátt og illa launað," sagði hún. Þær sögðu að það hefði komið fram í máli flestra kvennanna að þær hefðu ekki farið beint úr húsmæðrastörfum í sveitarstjórn- armál. Flestar hefðu þær farið út í slíkt eftir að hafa verið úti á vinnumarkaðnum eða í gegnum störf að félagsmálum. Á ráðstefnunni kom það einnig fram að innan sveitarstjórna væru það sérstakir „kvennamála- flokkar" sem konur tækju að sér. Væru það yfirleitt málaflokkar sem væru vanræktir eða þá að konur teldu sig ekki hafa næga þekkingu á öðrum málaflokkum. Hvert er hlutverk karlsins? Eitt umræðuefni hópanna var: Hvaða leiðir eru vænlegastar til að fjölga konum í sveitarstjórn- um?“ Þær Björg og Berglind sögðu að það hefði í raun verið markmið ráðstefnunnar að leita svara við þessari spurningu. Niðurstaða umræðunnar varð sú að skora ætti á kvenfélög að beina því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að gangast fyrir námskeiðum um málefni sveitar- og bæjarfélaga til að gefa konum kost á að fylgjast með og öðlast á þeim þekkingu. Einnig varð það niðurstaða að pólitísk kvenfélög ættu gagngert að vinna að því að koma konum á framfæri í stjórnmálum og að hvetja ætti konur til að kjósa fremur konur ef bæði kynin væru í framboði og jafn hæf að þeirra dómi. Taldi umræðuhópurinn að þrátt fyrir að mikla annmarka mætti finna á prófkjörunum gæfu þau konum meiri möguleika á að láta til sín taka í stjórnmálum en gamla uppstillingarkerfið. Hins vegar voru konurnar sammála um það að ef kona ætti að láta til sín taka þyrfti hún að hafa sjálfstæð- ar tekjur því slíkt væri í flestum tilfellum ákaflega kostnaðarsamt. Annar umræðuhópur hafði með höndum verkefni: Hefur ráðstefna af þessu tagi eitthvert gildi — og er ástæða til að halda áfram á þessari braut. Ef svo er hvernig þá? Umræðuhópur þessi varð sam- mála um það að beina ætti því til KRFÍ að félagið sta>ði að útgáfu og dreifingu bæklinga þar sem konur yrðu hvattar til dáða og þeim veittar upplýsingar um það hvernig þær gætu aflað sér þekk- ingar og þjálfunar, að stjórn félagsins hlutaðist til um það að karlmenn í félaginu mynduðu með sér umræðuhóp sem tæki til um- fjöllunar stöðu karls í nútímasam- félaginu með sérstaka áherslu á hlutverki hans sem föður og að haldið yrði áfram á þessari braut með þvi t.d. að boða til fundar í öllum kjördæmum landsins með konum í sveitarstjórnum og að fundur yrði haldinn að ári þar sem ræddar yrðu niðurstöður. Gripið til aðgerða ef lýðræðis- legar leiðir duga ekki Björg og Berglind voru báðar mjög ánægðar með ráðstefnuna og sögðu að konurnar hefðu farið þaðan staðráðnar í að vera sam- taka. Þær sögðu að konurnar hefðu verið sammála um að líta mætti á ráðstefnuna sem upphaf að átaki til að auka áhrif kvenna við ákvarðanatöku í þjóðfélaginu. Þær sögðu að ljóst væri að konur myndu grípa til einhverra rót- tækra aðgerða ef allar lýðræðis- legar leiðir þrytu til að ná þessu takmarki. Árni Helgason: FLÓTTI Ég minnist þess frá veru minni í barnaskóla hversu ríka áherslu kennarar og leiðbeinendur lögðu á að kenna okkur að bera ást til Ilandsins sem hefði fóstrað okkur og alið. Aldamótaskáldin voru hinir hestu kennarar í þessu efni enda óspart vitnað í kvæði þeirra. Ég inan hversu við dáðum ætt- jarðarást þeirra og strengdum þess heit að verða landi og þjóð að liði. Ég man einnig eftir gamalli konu sem sagði mér að hvöt skáldanna hefði mátt sín mikils. Hún mundi það að þegar flóttinn var svo mikill til Ameríku þá hafi það ekki haft svo lítil áhrif þegar Ijóð Matthíasar kom á vettvang: Flýjum ekki, flýjum ekki, flýjum ekki þetta land. Bölvun öll er blessun hulin, stóð þar. Hún var ein í fjölskyldu sem hugði til vesturfarar en hikaði þegar þetta kvæði var lesið. Það blés móði í menn að flýja ekki. — I ísl. söngbók er hvert snilldar ættjarðarkvæðið við annað og væri það mjög hollt nútíma kyn- slóð að temja sér það á tungu og huga að hvað er þar á bakvið. íslendingar unnu sínu landi og vildu veg þess sem mestan. Fjar- læg löiid buðu í þeirra hugum ekkert betra. Og oft er vitnað í ekkjuna við ána þar sem skáldið á Sandi segir: Hún elskaði ekki landið en aðeins þennan blett. Hvernig er svo viðhorfið í dag. Ilversu margir syngja ættjarð- arljóð sér til uppbyggingar og hversu margir kunna þau, og svo hitt sem er ekki minna virði: Er blessað landið okkar ekki lengur yrkisefni skáldanna? Ber það ekki hnignun í þeim akri vott að þegar óskað var eftir ættiarðarljóðum í tilefni merks áfanga, og átti verð- launum að heita, var ekkert með þeim anda og huga að til verð- launa bæri. Menn geta kallað þetta ýmsum nöfnum en flestum dettur í hug orðið afturför. Mikið hefir verið rætt um flótta fólksins af Islandi til annarra landa. Fleiri farið en komið. Vissulega er þetta athugunarvert. Þó er það svo að í átthagana andinn leitar aftur og eins hitt að heimurinn hefir minnkað. En þeg- ar talað er um þetta frá atvinnu- sjónarmiði má margt um það segja. Mörgum finnst lítið vit í að sækja atvinnu í lönd sem berjast við atvinnuleysi og taka þannig bitann frá innfæddum. Og svo hitt: Hér er ekkert atvinnuleysi. Allar vinnufúsar hendur boðnar velkomnar í uppbyggingu velferð- arþjóðfélags. Það er því ekki frá atvinnuleysissjónarmiðum heldur að mörgu leyti í ævintýraleit að leitað er út fyrir landsteinana. Sumum vegnar þar vel að sögn, en margir koma aftur þótt óáran og ekki nægum gæðum hafi verið hallmælt. Hitt er svo ískyggilegt hversu sú hugsun er á flótta að menn eigi að hugsa um landið sitt og hvort það sé á uppleið, heldur hvað maður geti haft upp úr landinu meðan maður tórir hér á jörð. Sú staðreynd er fyrir hendi að velmegun út af fyrir sig skapar ekki þá ánægju og þakklæti sem búast mætti við og mikið vill meira og sumir fá aldrei nóg veraldlegra gæða þótt þau verði til stopuls gagns því vegferð hér á jörð er ekki löng. Þessvegna blasir það við að menn þurfa ekki jarðnesk verðmæti að gleðigjafa heldur hitt að kunna að meta og vera þakklátur fyrir það sem guð gefur manni. Gleðin verður aldrei keypt. Ef við lítum á vettvang lands og þjóðar í dag — Alþingi — og sér hvernig vanþakklætið ríður þar húsum. Allt, sem reynt er að gera til blessunar fólkinu, er vanmetið. Sú stjórn, sem ríkir hvern tíma, á í fullu tré við að veita vanþakklæt- inu viðtöku og stjórnarandstaða lætur ekki á sér standa að efla óánægju hins almenna borgara. Svo er komið að menn segja aldrei sannleikann í raun og veru, ástandið hjá þeim hverjum og einum er allt annað á yfirborði en undir. Hvað sem valdhafar gera til bóta er því annað hvort of eða Árni Ilclgason. van. Þetta endurtaka allar stjórn- ir og sú braut sem á að verða hinsegin virðist vandfundin. Gæfuvegurinn liggur sem sé ekki í gegnum gull. Fyrirtæki og þess- háttar hafa engan rekstrar- grundvöll, sýna aldrei eðlilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.