Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 Um áramótin næstu, þegar skipt verður um mynt, ætlast fólkið í landinu alveK áreiðanlega til þess, að tímamót veröi í efnahagsmálum okkar. Það væri fáránlegt að stofna til allrar þeirrar fyrirhafnar og kostnaðar, sem þétta hefur í för með sér, ef ekki væri um leið stefnt að þýðingarmeiri markmiðum. Það má ekki gerast, að haldið verði áfram á sömu braut, og nýja myntin eyðilögð líka, jafnvel áður en farinn er af henni málmgljá- inn. Hér er ekki verið að fara fram á að einhver færi fórnir, „aðeins" að menn gerist nú ofurlítið skynsam- ir og ábyrgir. I nýjustu bók sinni segir hag- Björn Steffensen: Burt fræðingurinn heimskunni, jafnað- armaðurinn J.K. Galbraith, að velgengni Þjóðverja og Austurrík- ismanna, og ekki síst Svisslend- inga, í efnahagsmálum, byggist á því, að í þessum löndum sé það fortakslaus regla, að forustumenn launþega láti kanna það vandlega hverju sinni, hversu miklar kaup- kröfur megi gera án þess að ofbjóða ríkjandi verðlags- og efna- hagskerfi landanna, og án þess að kostnaðaraukinn, sem af kaup- hækkun leiðir, hrófli við almennu verðlagi. Slík ábyrg forusta laun- þega sé raunar algert skilyrði þess, að hægt sé að hafa stjórn á efnahagskerfi lands, þar sem ekk- ert „æðstaráð" sé með í spilinu. Ekki leikur vafi á, að önnur aðalorsök ófara okkar í kjaramál- um og þar með efnahagsmálum öllum, stafar af því, að það gagnkvæma traust stjórnvalda og verkalýðsforustu, sem þarna er lýst, er ekki til í okkar þjóðfélagi. Hin höfuðorsök ófarnaðarins, og sú sem aðal sökina á, er sjálfvirka vísitöluviðmiðunin, sem nú ætti brátt að vera búin að lifa sitt fegursta, enda þýðingarlaust að reyna að stöðva verðskrúfuna meðan vísitalan leikur lausum hala. Þegar byrjað var að greiða vísitölubætur á laun, í ársbyrjun 1940, virtist það vera skynsamleg ráðstöfun. Strax og heimsstyrjöld- in síðari hófst tók vöruverð á erlendum markaði að hækka. Sama gerðist brátt með innlendar vörur og þjónustu, einkum eftir að landið var hernumið. Og þar sem útflutningsvörur okkar hækkuðu líka í verði, gátu atvinnuvegirnir staðið undir hækkandi kaupgjaldi. Voru verðhækkanirnar þannig á undan launahækkununum á þess- um tíma, eins og gefur að skilja. Síðar urðu á þessu endaskipti hjá okkur. Nú var það reynslan frá ófriðn- um 1914—18, að verðlag lækkaði nokkuð aftur er leið frá stríðslok- um, svo og kaupgjald, þótt ekki færi þetta nándarnærri niður í það, sem áður var. Bjuggust hag- fróðir menn við, að eins færi eftir lok styrjaldarinnar síðari. Með því nú að miða við vísitölu þann þátt kauphækkananna, sem stöfuðu af hækkun vöruverðs og þjónustu, en telja til grunnkaups þann þáttinn, sem átti rót að rekja til meiri afkasta og aukinna umsvifa og fenginn var með kjarasamningum, átti að koma af sjálfu sér, fyrir tilstilli vísitölunnar, að kaup lækkaði í kjölfar lækkandi vöru- verðs, að ófriðnum loknum. En í lok styrjaldarinnar síðari með var brezki hagfræðingurinn heimskunni, John M. Keynes, kominn til sögunnar og voru hans ráð notuð í uppbyggingunni eftir stríð, en ekki ráð Gustav Classels, hins sænska, sem þóttu heillavæn- legust eftir fyrra stríð, og sem þeir Chruchill og Jón Þorláksson létu báðir blekkjast af, en Cassel varð ráðgjafi Þjóðabandalagsins og predikaði sparnað og „sterkan" gjaldmiðil. Verðlækkanirnar eftir síðari styrjöldina komu því aldrei, að- eins hægði mjög á verðhækkun- um, en vísitalan okkar var áfram í gangi og magnaði verðbólgu, fyrst hægt og sígandi (í febr. 1950 var tímakaup Dagsbrúnar, með vísi- töluálagi 9 kr. 24 aurar, í febr. 1960 20 kr. 67 aurar). Á valdatíma Viðreisnar, á 7. áratugnum, voru kjaramálin næst því að vera viðunandi, svo sem allir vita, en þegar vinstri stjórn kom til, í byrjun 8. áratugsins keyrði fyrst um þverbak í þessu efni. Reynslan sýndi þannig brátt, að þó að vísitalan gæti verið nothæft tæki á ófriðartímum, til að kom- ast hjá stöðugum vinnudeilum, þegar allt verðlag fer mjög ört hækkandi, þá er hún með öllu ónothæf á öðrum timum. Þá varð líka augljóst hvílikur háskagripur vísitalan getur verið í höndum ófyrirleitinna og óábyrgra félags- málaskúma og framagosa. Þegar vísitöluskrúfan bættist ofan á ótakmarkaðan rétt til að knýja fram grunnkaupshækkanir að vild, með lögverndaðri valdbeit- ingu, þá höfðu samtök launafólks náð slíku steinbítstaki á stjórn- völdum, að í raun jafngilti þetta því, að stjórn landsins væri flutt út á götu, ef ekki var skynsamlega með þessi miklu völd farið, og af fyllztu ábyrgð. Og eins og flestum er ljóst: það Björn Steffcnsen skilgreint, umfram það, að ein- hver fann á sínum tíma upp spakmælið „mannsæmandi lífs- kjör“, og þótti hafa hitt naglann á höfuðið, enda oft til þessa vitnað til réttlætingar skeleggum aðgerð- um í kjaradeilum. Ekki veit ég þó hvort til er nokkur formúla fyrir því hvað þurfi til að geta talist lifa „mann- sæmandi lífi“, en hitt er mér kunnugt, að við vorum til skamms tíma í hópi þeirra 8 þjóða heims, sem hæstar höfðu meðaltekjur á mann. Ég veit líka að við erum í hópi þeirrar jarðarbúa, sem hafa um sig mest þægindi, eiga t.d. tiltölulega flesta bíla, sjónvarps- tæki, heimilistæki og síma, svo að eitthvað sé nefnt, auk þess sem furðu stór hluti þjóðarinnar liggur vísitöluna hörmulega skeði, að forusta launafólks hefur um langt árabil ekki reynst þessum vanda vaxin. Þess vegna er nú komið sem komið er. Vegna afkasta ísienzkra sjó- manna, langt umfram það, sem annars staðar gerist, og þeirrar góðu afkomu, sem af því hefur leitt, höfum við þá sérstöðu í efnahagskerfi þjóða heims, að teljast í hópi „velferðar þjóðfé- laga“, þó að við að hinu leytinu flokkumst undir vanþróaðar þjóð- ir, höfum enda þegið Marshall- hjálp og fleiri þess háttar trakter- ingar, ofan á allan stríðsgróðann. Það er svo spurning, sem vand- svarað er, hvers vegna okkur, „þessari gáfuðu þjóð“ virðist með öllu fyrirmunað að geta skipt með okkur þessum gæðum, án þess það í hvert sinn leiði til eins konar hernaðarástands, sem oft varir mánuðum saman. Þá er kröfu- harkan svo tillitslaus og vanhugs- uð að ekki er litið við neinum upplýsingum sómakærra embætt- ismanna um hagsmál þjóðarinnar, sem leitt gæti til skynsamlegra málaloka (eins og sjálfsagt þykir ætíð í áðurnefndum Iöndum Mið- Evrópu), heldur er ævinlega þröngvað í gegn svokölluðum samningum, sem eru nánast að- eins óskalisti launþegaforustunn- ar og koma oftast því einu til leiðar að auka á verðbólgu og fella gengi krónunnar. Líklega er það vegna endur- minningarinnar um mikla fátækt lengst af á undanförnum öldum, að við kunnum okkur ekki hóf í kröfugerð, þegar við erum loks farin að safna holdum, svo að um munar, og göngum þá feti framar en skynsamlegt er, í sókninni til stöðugt aukinna lífsþæginda. Aldrei hefur þó endanlegt tak- mark lífsgæðakapphlaupsins verið að staðaldri í sólbaði suður við Miðjarðarhaf. Ótrúlega stór hópur af konungakyninu hefur jafnvel haft fjárráð til að sýna í verki, fyrir sitt leyti, hvernig lifa á „mannsæmandi lífi“, með því að taka upp þess háttar lifnaðar- hætti, bæði heima og heiman, sem engum manni eru sæmandi. Við erum þannig engir bón- bjargamenn og gætum þess vegna leyft okkur þann munað að stunda ofurlitla skynsemi, slegið t.d. 5— 10% af veislufagnaðinum. Þar með gætum við farið að mylja ofurlítið úr erlendu skuldunum, í stað þess háskalega kæruleysis að stórauka þær ár frá ári, og loks kemur svo rúsínan í pylsuendan- um: sérfróðir segja að ef við högum okkur skynsamlega og los- um okkur að mestu við verðbólg- una, nruni afkoma þjóðarinnar við það geta batnað um allt að fjórðung, vegna þess, m.a. hve heilbrigt efnahagslíf, með stöðugu verðlagi, hóflegum vöxtum, sparn- aði, og um leið verulegu framboði rekstrarfjár, er hvetjandi fyrir allt framtak, og eykur áhuga til framkvæmda, og þar með atvinnu í landinu. Hér sannast það, sem ég sagði í upphafi þessa greinarstúfs, að ekki er verið að fara fram á að neinn færi fórnir, „aðeins" að menn gerist ofurlítið skynsamir og ábyrgir. En hvernig á að standa að því að ná þessu marki? Sem svar við því ætla ég að vitna í enn eitt stórmennið í hópi hagfræðinga 20. aldarinnar, F.Á. Hayek. Ég þykist muna það rétt, að þegar hann var hér á ferð ekki alls fyrir löngu, lét hann orð falla eitthvað á þá leið, að þegar lækna ætti óðaverðbólgu, væri því eins farið og þegar ráða þyrfti niður- lögum annarra hættulegra sjúk- dóma, þá hrykkju smáskammta- lækningar skammt til. Ekkert dygði þá nema mæta vandanum með vel samstilltri leiftursókn. Og heróp þessarar leiftursóknar á að vera: Burt með vísitöluna. Ábyrg og þjóðholl vinnubrögð forustu launafólks! Björn Steffensen „Hildarleikur á hafinu“ Ný saga eftir Hammond Innes ÚT ER komin skáldsagan Hildarlcikur á hafinu eftir breska höfundinn Hammond Innes. Þetta er fjórtánda bók hans sem út kemur á íslensku. Útgefandi er IÐUNN. Sagan skiptist í tvo hluta: Strandið og Sjórétturinn. Fjallar hún um rannsókn á dularfullum atburðum sem gerst hafa um borð í skipinu „Mary Deare“ sem finnst á reki yfirgefin á Ermarsundi. „Það var talað um skipið sem brotajárn beint af öskuhaugunum," segir á kápubaki. „I fjörutíu ár hafði það öslað höfin, strandað tvisvar og í tveim heimsstyrj- öldum hafði þrisvar verið skotið á það tundurskeytum. Einn marsdag kom það sigl- andi.. Hildarleikur á hafinu er liðlega tvö hundruð síðna bók. Anna Valdimarsdóttir þýddi söguna sem prentuð er hjá Prentrún sf. HILDARLEIKUR A HAFINUinnes'OND ‘f i -, s: Þórður Jónsson skrifar: N óbels verðlaun í eðlisfræði í ár hlutu tveir bandarískir öreindafræðingar, Fitch og Cron- in, eðlisfræðiverðlaun Nóbels fyrir tilraunir, er gerðar voru fyrir tveimur áratugum og vöktu mikla athygli. Þótt tilraunirnar séu fjarri raunveruleika daglegs lífs, snerta þær grundvallarlögmál eðlisfræðinngar og eru niðurstöð- urnar talsvert forvitnilegar. Guðmundur Finnbogason smíð- aði orðið tvíhorf yfir það hugtak sem á útlendum málum nefnist symmetri. Hlutur er sagður vera tvíhverfur, ef honum má skipta í tvo hluta, þannig að annar sé spegilmynd hins. Orðið symmetri er hins vegar oft notað í víðtækari merkingu en þessari. Ég leyfi mér að þýða symmetri með orðinu samhorf og segi, að hlutur sé samhverfur ef á honum er unnt að gera einhverja aðgerð þannig að hluturinn sé hinn sami á eftir. Kúla er óbreytt ef henni er snúið um ás, sem liggur í gegnum miðju hennar. Við segjum því, að kúla hafi snúningssamhorf eða sé snúningssamhverf. Ef við trúum því, að eitthvert lögmál eðlisfræðinnar sé óháð tíma, þ.e. niðurstöður tilraunar í dag eru hinar sömu og á morgun, þá segjum við, að lögmálið sé tímahliðrunarsamhverft. Á sama hátt eru lögmál eðlisfræðinnar gædd rúmhliðrunarsamhorfi ef þau eru hin sömu alls staðar. Veröldin er tíma- og rúmhliðrun- arsamhverf, að því er bezt er vitað, þótt sú skoðun þekkist, að óreglu í braut tungls um jörðu megi skýra með því, að þyngdar- krafturinn fari þverrandi. Við höfum þá vonandi skýrt hugtakið samhorf nægilega vel til að við getum gert okkur ljóst inntak tilrauna Fitch og Cronins. Eitt helzta verkefni eðlisfræðinn- ar er að uppgötva, hvaða samhorf ríkja í náttúrunni. Til að mynda má spyrja, hvort veröldin sé spegilsamhverf. Með því er átt við, hvort eðlisfræðingiy, sem athug- aði veröldina í spegli, kæmist að sömu niðurstöðu um eðlisfræði- lögmálin og kollegar hans. Auðvit- að lítur heimurinn allt öðru vísi út í spegli en við eigum að venjast. Erfitt er að lesa prentað mál í spegli. Við gætum hins vegar tekið bók, prentað spegilmynd hennar og lesið hana í spegli. Slíkt bryti ekki í bága við neitt eðlisfræðilög- mál. Um langan aldur var hald manna, að veröldin væri spegil- samhverf, en árið 1957 var sýnt, að svo er ekki. Hinn veiki kjarna- kraftur, sem m.a. er að verki í þeim atómkjörnum, er gefa frá sér heta-geisla, brýtur spegilsamhorf- ið. Gerðar hafa verið tilraunir, sem eru þannig, að séu þær athugaðar í spegli, sjást atburðir, sem gætu ekki átt sér stað í hinni raunverulegu veröld. Til þæginda skulum við kalla spegilsamhorfið P-samhorf. Nú skulum við ímynda okkur, að við festum á kvikmyndafilmu myndir af árekstri tveggja bolta og sýnd- um kvikmyndina aftur á bak. Ógerlegt væri að sjá af kvikmynd- inni einni saman, að verið væri að sýna hana aftur á bak. Annað yrði uppi á teningnum, ef hér væri um að ræða árekstur tveggja bíla. Fyrra ferlið er sagt vera tíma- speglunarsamhverft en hið síðara ekki. Tímaspeglunarsamhorfið er nefnt T-samhorf. Ýmsar eðlis- fræðikenningar, þ.á m. aflfræði Newtons, eru T-samhverfar. Er þá komið að þriðja samhorf- inu, sem máli skiptir í þessum pistli. Þetta er svonefnt C-sam- horf. Sérhver öreind í náttúrunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.