Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 Sjö dagar í Jórdaniu: Rætt við En’am Moufty, einu konuna sem gegnir ráð- herrastarfi í Jórdaníu „Þaö eru margir, sem gera sér alrangar hugmyndir um hver sé staöa konunnar í Jórdaníu. Mér er óhætt aö segja, aö hún sé hér um flest betri og í meiri hreyfingu en í flestum öörum Arabalöndum. Konur búa vissulega viö misjöfn kjör, en þær eru ekki kúgaöar eöa bældar og yngri kynslóöin er að rísa upp og konur hasla sér nú völl á æ fleiri sviöum. Auövitaö gerum viö til þeirra kröfur. Skárra væri líka annaö. Og við gerum ekki síöur kröfur til karlmannanna aö þeir skilji þau breyttu viðhorf sem eru aö veröa til stööu konunnar." En’am Moufty er eina konan í ríkisstjórn Jórdaníu. Hún fer með málefni margslungis ráðu- neytis sem maetti kannski kalla Félagsmálaumbóta- og þró- unarmálaráðuneytið. Hún hefur gegnt starfinu í tæplega ár, en hafði áður setið í sextíu manna þjóðarráði landsins, ein þriggja kvenna. Hún er náttúrlega Pal- estínumaður, ættuð frá Saffed, flýði þaðan 1948 yfir á Vestur- bakkann til að byrja með. Síðan nam hún félagsfræði við Kairó- háskóla, giftist jórdönskum manni og flutti til Amman. Eftir að hún kom heim vann hún um og bæja, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. Við könnum þörfina á hverjum stað, og undir handarjaðri sérfræðinga eru gerðar áætlanir um leiðbein- ingarstörf og reynt að hrinda þeim í framkvæmd sem fyrst. Með því að hlúa að þessu vinnst ýmislegt í senn, framleiðsla eykst vegna þsss að hagræðing og verkkunnátta batnar, þar með tekst að hífa upp tekjur fólks og þar með lífskjörin — svo að allt helzt þetta auðvitað í hendur. — Ráðuneyti mitt hefur svo einnig á sinni könnu málefni kvenna sérstaklega. Þar er að En'am Moufty, ráðherra. Konungur að baki henni. „Konur eru að hasla sér völl á öllum sviðum og staða þeirra hér betri en í flestum Arabalöndum“ hríð við jórdanska útvarpið, sá um þætti um menningarmál og ýmis kvennamál. Tók svo við forstjórastarfi sérstakrar þjálf- unar- og starfsmiðstöðvar fyrir konur og eftir veru í þjóðarráðinu í tvö ár varð hún ráðherra. Hún tekur á móti mér í skrifstofu sinni, fáguð og bros- mild. Það er borið fram te eins og fyrri daginn og hún lýsir ánægju sinni með að hitta íslending og segist vita að íslendingar hafi nýverið kjörið konu forseta. Hún kveðst ekki finna að það sé neitt sérstakt að hún sé eina konan í ráðherrastóli í landinu. Afstaða starfsbræðra hennar mótist vitanlega af því fyrst og fremst sem hún hafi til málanna að leggja og það hafi í raun verið mjög eðlilegt framhald á fyrri störfum að hún yrði ráðherra. — Ég hef ferðazt mikið um landið síðan ég varð ráðherra til að átta mig sem bezt á því, hvar brýnast er að vinna og ég finn hvergi annað en velvild og áhuga, ekkert sérstaklega af því að ég er kvenmaður, heldur vegna þess að fólkið brennur í skinninu að við ráðumst í svo mörg verkefni. Ég spyr um verkefni ráðuneyta hennar. — Að hluta til er það sam- vinna við heilbrigðisráðuneyti til að bæta aðstöðu aldraðra og sjúkra. Einnig er náin samvinna við atvinnumálaráðuneyti og mér er það mikið kappsmál að koma sem víðast á fót starfs- þjálfunarstöðvum og við kapp- kostum að ná til sem flestra. Við einbeitum okkur að uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum landsins, svo og í fátækari hverfum borga 2. grein vísu einnig höfð samvinna við önnur ráðuneyti, því að hvað grípur inn í annað. En samin verður áætlun þar sem tekin verða fyrir öll helztu mál, sem til heilla horfa fyrir konur. Mark- miðið er að auka þátttöku kvenna í efnahagslegri og félags- legri framþróun. Bæta almenna þjóðfélagslega stöðu þeirra og tryggja að konur njóti þeirra réttinda, sem þeim bera sam- kvæmt löggjöfinni. Samkvæmt Islam hafa konur jafnan rétt á öllum sviðum. Því þarf að stór- auka menntunina til að gera konur sér meðvitandi um þennan rétt — hvort sem er til starfa, menntunar eða til almenns efna- hagslegs sjálfstæðis. Við vitum og viðurkennum að gegnum tíðina hafa konur ekki haft þennan rétt. Konum var haldið niðri, þær voru eins konar annars flokks þegnar, nánast eign karlmannsins. En nú hefur orðið á þessu mikil breyting og ekki hvað sízt má þakka það ákaflega miklum áhuga hans hátignar konungsins á því að bæta stöðu konunnar. Það er til dæmis skemmtilegt að geta sagt frá því að af nýstúdentum, sem hófu háskólanám nú, voru 54 prósent konur og 45 prósent þeirra sem luku háskólaprófi í ár voru konur. En það sama gildir engu að síður hér og sjálfsagt á Islandi, að enn er það svo að konur þurfa að sanna ágæti sitt. Þær þurfa að vera betri til að ná árangri. Þetta þurfa karlmenn ekki. En nú er hlaupinn í þetta allmikill fjörkippur og ég hef ekki trú á að aftur verði horfið. Það sem einnig heyrir undir ráðuneyti mitt er heilsuvernd og heilsugæzla barna. Við höfum sérstaka deild innan ráðuneytis- ins sem vinnur með fjölmiðlun- um að því að koma til foreldra leiðbeiningum og fræðslu, sem gæti stuðlað að betri heilsugæzlu og almennum aðbúnaði fyrir börn. Og árið 1981 verður lögð fram ný fimm ára áætlun um uppbyggingu Jórdaníu á öllum sviðum og fyrir áeggjan hans hátignar hefur verið samþykkt að þar hafi ráðuneyti mitt og þau verkefni sem við sinnum, algeran forgang. — Um íhaldssemi karlmanna? Ekki neita ég því að mörgum körlum og konum af eldri kyn- slóðinni finnst að konan eigi að vera heima hjá sér, sinna börn- um og búi og það skipti engu máli hvort hún hefur nokkurn rétt eða lifir yfirleitt mann- sæmandi lífi. En með nýrri kynslóð er þetta að breytast — einnig hjá karlmönnum. Þarna kemur einnig til alheimsfyrir- brigðið verðbólga. Hún er slík hér á landi að það er eiginlega alveg óhjákvæmilegt að hjón vinni bæði úti til að geta fram- fleytt heimilinu. Einnig er það svo að hér er ekki atvinnuleysi, hér er kannski heldur of mikil atvinna og því kallar vinnu- markaðurinn beinlínis á konur að koma. Það hefur gætt nokk- urrar tilhneigingar til þess að margir fari til vinnu í olíulönd- unum og með því skapast skortur á vinnuafli hér. Varðandi þessar breyttu að- stæður þarf að huga að fleiru, það gefur auga leið, þar með talið dagvistunarmálum. Þó er þetta vandamál ekki eins brýnt og víða á Vesturlöndum, vegna þess að stórfjölskyldan er hér enn við lýði og oftast er á heimilinu Konur láta hvarvetna að sér kveða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.