Morgunblaðið - 20.11.1980, Side 45

Morgunblaðið - 20.11.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 45 Af hverju er ekki hægt að prófa þetta? Davíð Oddsson: Átti inni viku sumarfrí „Vegna fyrirspurnar „Sollu" í blaðinu í gær, hvort vinnustaða- fundir mínir hefðu ekki bitnað á störfum mínum er rétt að taka fram, að ég átti inni viku sumar- frí, sem ég lét mæta þeim frátöf- um sem urðu af þeim sökum. Ég tel nauðsynlegt að stjórnmála- menn séu í sem nánustum tengsl- um við sína umbjóðendur, og sé svo sannarlega ekki eftir þeim tíma sem fóru í vinnustaðafund- ina, sem voru sérlega vel heppn- aðir og ánægjulegir. Er ég ákveð- inn í að vanrækja ekki þennan þátt í framtíðinni. Fleiri en „Solla" hafa haft áhyggjur af þessu, því Þjóðviljinn býsnaðist yfir þessu og þó ekki því síst að ég hefði sleppt einum borgarráðsfundi til að geta talað við starfsfólk Isbjarnarins. Ein- hvern tíma hefði það þótt gott á þeim bæ, en eftir að Alþýðu- bandalagið hætti að vera flokkur alþýðunnar og varð flokkur fé- lagsfræðinganna hefur blaðinu verið snúið við í þeim efnum sem öðrum. Meðan kjör og hagur hvers alþýðuheimilis i landinu fer stór versnandi með degi hverjum er einkum um það fjall- að í Þjóðviljanum hvort ekki sé rétt að gera sérstakt menningar- átak í gúanórokkinu." Guðmundur Geir Sigurðsson skrifar 12. nóv.: „I tilefni af skrifum í Velvak- anda vegna myndarinnar „Lífið á jörðinni" langar mig að leggja nokkur orð í belg. Fram hefur komið að skoðanir fólks skiptast í tvö horn, annars vegar þeirra er aðhyllast þróunarkenninguna og hins vegar hinna sem aðhyllast trú. Ég spyr: Er nokkur efna- fræðilegur munur til á því sem er lifandi og því sem er dautt? Hvað er líf? Þá skiptir en>íu hverju trúað er Samkvæmt þróunarkenning- unni byrjaði maðurinn einu sinni að tala upp úr þurru og einnig að trúa á eitthvað sem hann vissi ekki hvað var. En hvað var það sem kom honum til þess? Kannski var það hugdetta, sem olli því. En ef svo er, þá er trúin einnig verk mannsins sjálfs og þá skiptir heldur engu hverju trúað er, á hvað er trúað, hvort það er t.a.m. hugmyndafræði eins og nasismi eða eitthvað annað. En það er bara ekki svo. Það er sitthvað að trúa á einhverja hugmyndafræði eða orð Krists, vegna þess að orð hans veita sálarró og innra öryggi. I>á er ónýt predikun vor Hvað á Jesús við þegar hann talar um manninn sem byggði hús sitt á sandi, en svo þegar vindar blésu og steypiregn kom grófst undirstaða þess burt og húsið féll og fall þess var mikið? Eða hinn manninn sem byggði hús sitt á bjargi og það stóð af sér öll veður? Ég legg þann skilning í þetta að það sem byggt er á fölskum forsendum stenst ekki. Sem sagt það er haldlaust þegar á reynir hversu vel sem það er annars úr gerði gert. Eins og Páll postuli segir: Ef nú er predikað að Kristur sé upprisinn frá dauðum, en það reynist ekki vera þá er ónýt predikun vor, ónýt líka trú yðar. Gagnslaus er á reynir . Samt er manni nauðsyn- legt að trúa á eitthvað. Hvers vegna? Þróunarsinnar svari þessu. Hvernig stendur á því? Lítum aðeins á þróunarkenn- inguna. Þar kemur fram, að líf hafi verið til í um milljarð ára eða um það bil. Á okkar dögum eru lífverur til í ansi mörgum tegundum, t.d. um 800 þúsund skordýra- og pöddutegundir, Guðmundur Geir Sigurðsson sjálfsagt eitthvað álíka af plönt- um og eitthvað um 100 þúsund annars konar lífverur. Samtals gerir þetta um 2,5 milljónir lífverutegunda. Til þess að finna út meðaltal, er fjölda eininga deilt í heildarmagn sem í þessu tilfelli er árafjöldi. Ef 2,5 millj- ónum er deilt upp í milljarð, þá kemur út 400. Það tekur um 400 ár fyrir lífveru að umbreytast í aðra. Þá á ég við að hún sé aðskilin hinni fyrri. Nú kemur þetta ekki heim og saman við það að síðustu árþúsundir hefur ekk- ert dýr umbreyst í annað. Hvern- ig stendur á því? Ætti að vera ákaflega einfalt Að lokum vil ég benda á Iíffræðina þar sem segir að senni- lega hafi líf kviknað á þann hátt að kjarnasýrur hafi komist í samband við eggjahvítuefni, e.t.v. af tilviljun við ákveðin skilyrði. Þá spyr ég: Af hverju er ekki hægt að prófa þetta á efnafræði- stofu og kveikja líf? Það ætti að vera ákaflega einfalt fyrst það gat gerst af sjálfu sér.“ Þessir hringdu . . . Moon- sölumenn í Hafnarfirði B.G. í Hafnarfirði hringdi og sagðist vilja koma á framfæri mótmælum við sölustarfsemi Moon-safnaðarins þar í bæ. — Þeir eru farnir að ganga í hús hér í Hafnarfirði, þessir sölumenn. Það var hringt hjá mér í gær og einhver sagði í dyrasímann að hann væri að selja íslensk kerti. Hann sagði að kertin kostuðu 1500 kr. stykkið. Þegar ég spurði fyrir hvern hann væri að selja þessa vöru (mörg góðgerðarfélög selja einmitt kerti), sagði hann að það væri fyrir gott málefni. Það var ekki fyrr en ég gekk enn eftir svari, að hann sagðist starfa fyrir „Samtök heimsfriðar og samein- ingar", eftir því sem ég man best. Ég hef heyrt að Moon-söfnuðurinn starfi undir þessu eða svipuðu heiti hér á landi og vil eindregið mótmæla ágengni hans í kristnu landi og vara fólk við heimsóknum af þessu tagi. Mótmæli reyking- um við Hvassa- leitisskóla Pétur Snæsson hringdi og kvaðst vilja mótmæla því að reykingar væru liðnar við Hvassa- leitisskóla, þ.e.a.s. á skólalóðinni og við skólahúsið. — Ég veit um marga krakka sem hafa byrjað að reykja bara vegna þess að þau hafa komist í tæri við sígarettur í þessum félagsskap. Það á að harðbanna reykingar við skólann og í nágrenni hans. Annað er óhæfa. JtloTjEjtmtiIaíiib fyrir 50 árum „Úr Vestur-Húnavatnssýslu er blaðinu skrifað: Fyrsta dráttarvjelin kom hingað i sumar sem leið. Stjórn- aði henni Steinbjörn Jónsson, mlkill dugnaðarmaður. Al- þýðuskólanum á Reykjum mið- ar vel áfram: hann mun taka til starfa um na>stu áramót... Dimmt þykir okkur bændum framundan núna. UH og gærur liggja óseldar. aðeins kjötið í einhverju verði. Yfir tekur hið háa kaupgjald, sem alla eyði- leggur ...“ - O - „Um 20 innbrot hafa þrír innbrotsþjófar. sem lögreglan handsamaði nýlega. játað á sig. og eru tvö i llafnarfirði. Eru mál þessi enn i rannsókn og mennirnir i varðhaldi. Tveir þeirra eru innan við tvitugt. en einn um þrítugt.“ TVÆR NVJAR MATREIÐSLU Litlu matreiðslubækurnar hafa farið sigurför síðan útgáfa þeirra hófst, enda bækurnar einkar handhægar og hafa mikið notagildi. Hver bók - fjallar um afmarkað efni og matreiöandinn getur því gripið til viöeigandi bókar hverju sinni. Bækurnar eru þýddar og staðfærðar af hinum kunna matreiöslumeistara Ib Wessman Svínakjöt Bókin um svínakjöt fjallar í senn um meöhöndlun og matreiöslu svínakjöts. Upplýsingar eru um hvernig slíkt kjöt verður best geymt og hvernig steiking þess eða suöa á aö fara fram. Þá eru í bókinni margar uppskriftir um rétti úr svínakjöti, og um framreiöslu þeirra. Fjöldi litmynda er í bókinni og allar upplýsingar hennar settar fram á einkar glöggan hátt. Grænmetisréttir Neysla grænmetis hefur fariö mjög í vöxt á íslandi á undanförnum árum, og er því ekki aö efa, aö bókin um grænmetisrétti veröur mörgum kærkomin. í henni er aö finna glöggar upplýsingar um meöhöndlun grænmetis og hvernig skuli geyma þaö, svo og uppskriftir af fjölda grænmetisrétta. Litlu matreiöslubækurnar eru orðnar átta Litlu matreiöslubækurnar frá Erni og Örlygi eru nú orðnar átta talsins. Auk þeirra sem nú koma út, hafa áöur veriö gefnar út eftirtaldar: Pottréttir, Kartöfluréttir, Ábætisréttir, Kökur, Kjúklingar og Útigrill og glóöasteikur. Allar þessar bækur eru enn til, en upplag sumra þeirra er á þrotum. a Litlu matreiðslubækurnar eru kjörgripir sem þurfa aö vera til á hverju heimili

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.