Morgunblaðið - 20.11.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
35
Bahaíar
ofsóttir
í Iran
OFSÓKNIIÍ á hondur hahaíum í
íran eru sagðar töluverðar um
þessar mundir. I>að er ein af
staðreyndum mannkynssöKunn-
ar, að þessi trúflokkur hefur
aldrei fenjíið frið í múhameðstrú-
arlöndunum. en eftir febrúar-
hyltinKuna í íran, þar sem Kho-
meini og félajjar tóku völdin.
hafa ofsóknir þessar færst í vöxt.
Þessar ofsóknir eru að sögn
blaða eins og Le Monde, The
Times o.fl., ekki af pólitískum toga
spunnar. Þetta eru trúarlegar
ofsóknir og felast þær einkum í
fangelsun og líflátsdómum yfir
leiðtogum trúarhópsins. Að sögn
forráðamanna bahaía á íslandi,
líkjast ofsóknir þessar æ meir
gyðingaofsóknunum í síðari
heimsstyrjöldinni, að því leyti, að
stjórn Irans reynir alls ekki að
fela aftökurnar, heldur reynir hún
að réttlæta þær. Að sögn íslenskra
bahaía, er ekki gott að átta sig á
framkomu múhameðstrúarmanna
gagnvart bahaíum, þar sem þeir
síðarnefndu taki ekki þátt í
stjórnmálum af trúarlegum
ástæðum, en þýðist hins vegar
ríkisstjórnir sínar hversu ágætar
sem þær annars eru. Eða öfugt.
Bahaíar í íran eru um 450.000
talsins. Aftökur hafa af og til átt
sér stað síðan í sumar og dag einn
í september voru 8 bahaíar teknir
af Íífi fyrir þær sakir einar að
vera bahaíar. „Ríkisstjórn íran er
að reyna að þurrka út 450.000
manna þjóðflokk í krafti laga-
bókstafa," segja íslenskir bahaíar
um málið.
Mikil félaga-
fjölgun hjá J.C.
Stykkishólmi
Stykkishólmur. 18. nóv.
J.C.-FÉLAGIÐ í Stykkishólmi
hélt móttökufund nýrra félaga sl.
sunnudag, þar sem 16 nýir félagar
voru boðnir velkomnir í samtökin.
Þá mættu á þessum fundi 20
félagar úr J.C. Vík í Reykjavík.
Þessi fundur var sérstaklega hald-
inn til að koma á vinatengslum á
milli félaga. Var margt rætt á
fundinum og sagði forseti J.C.
Stykkishólmi, Magnús F. Jónsson,
að hann hefði fullkomlega náð
tilgangi sínum og menn farið
ánægðir heim.
Arni Helgason
Eyðimerkur-
stríðið komið
út hjá BAB
NÝLEGA hefur Bókaklúhhur AB
sent frá sér sjöundu hókina i
ritröðinni um heimsstyrjöldina
1939—45 — Eyðimerkurstriðið
eftir breska striðsfréttaritarann
og rithöfundinn Kichard Collier.
Fjallar hún um hin erfiðu stríðs-
átök í Norður-Afríku sem hófust
með innkomu ítala í styrjöldina, og
ósigrum þeirra fyrir breskum herj-
um í ársbyrjun 1941. Þá skerast
Þjóðverjar í leikinn og senda
„Eyðimerkurrefinn" Rommell á
vettvang. Hann hrekur Breta aust-
ur til Egyptalands og lá við að
Súezskurður félli Þjóðverjum í
hendur. Þá kemur Bernard Mont-
gomery fram á sjónarsviðið og
stríðsgengið snýst við með hinni
frægu orustu við E1 Alamein í
október 1942.
Bókin er 208 bls. að stærð með
miklum fjölda merkilegra mynda,
eins og önnur bindi þessara rita.
Micro-tölvur og skermar með
fullkominn litateiknimöguleika
• CP/M vinnslukerfi
• Meðhöndlar Fortran, Basic og
Cobol 2 hugbúnað
• 13“ eða 19“ álestrarskermar
• Innra minni 32 — 64 K
• Diska- eða kasettuminni
• Hugbúnaður fyrirliggjandi
Bolholti 4. Sími 91-21945 - 84077.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði
Lögbirtingablaösins 1979, á Nýbýlavegi 50 — hluta
—, þingleystri eign Jóns Guömundssonar, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. nóvember 1980 kl.
14.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 40., 43. og 47. tölublaöi -
Lögbirtingablaðsins 1980, á Hraunbraut 41 — hluta
—, þinglýstri eign Rúnars Daöasonar, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. nóvember 1980 kl.
11:00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Húsasmíðameistari óskast
til aö sjá um og byggja 430 fm. verzlunar- og
skrifstofuhúsnæöi. Verkið þarf aö ganga fljótt og vel.
Uppl. í síma 75986 eftir kl. 5 í dag.
dÍskópARdANS
EÍNSTAklÍNqsdANS
Stutt námskeið til jóla i diskópardansi og ein-
staklingsdiskódansi undir handleiðslu Gary
Kosuda, eins af vinsælustu danskennurum
Bandarikjanna.
10 kennslustunda námskeið. Einstakt tækifæri
fyrir alla þá sem vilja læra diskódans eins og hann
gerist bestur og skemmtilegastur.
Innritun i síma 78470 kl. 10-3 i dag og næstu
daga. Vinsamlegast athugið að nemendafjölda
verður að takmarka.
Pantið strax
dANSSTÍldíÓ
sími 78470